Þjóðviljinn - 30.04.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1948, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. apríl 1948. ÞJÖÐVILJINN ÍÞRÖTTIR Ritstjóri: FRlMANN HELGASON TARAMÖTISLANDS Mikil þátttaka — Géður árangur Eins og sagt hefur verið frá hófst Sundmeistaramót íslands í Sundhöllinni sl. þriðjudags- kvöld. Sundskráin bar þegar með sér að hér var um mikla þátt- töku að ræða, þó ekki væru skráðir nema 2 utan Reykjavík- ur. Þetta vel undirbúna lands- mót fékk þó ekki þann byrjunar hátíðleik sem stuttri setningar- ræðu fylgir. En engin slík setn ing mótsins átti sér stað eins og við mörg hliðstæð mót t. d. handknattleiksmót knatt- spyrnumót o. s. frv. Mótið byrjaði stundvíslega og gekk yfirleitt greiðlega og má þar þakka góðu starfi Jóns I. Guðmundssonar. Fyrsti dagur Það lá einhvernveginn í loft- inu að Islandsmetin í sundi væru bráðfeig, og það lét heldur ekki á sér standa þegar í fyrsta sundinu sem var 100 m. skrið- sund karla bætti Ari Guðmunds- son metið um 7/10 eða úr 101,5 i 1,00,8 sem er mjög góður tími. Aðalkeppinautur'lians var Sig- urður Jónsson Þingeyingur, og til að byrja með voru þeir nokk uð jafnir en þegar á leið komu yfirburðir Ara fram. Annars getur maður dáðst að fjölhæfni Sigurðar Þingeyings, að verða nr. 2. í skriðsundi á ekki lakari tíma en 1,04 en bringusund lief ur þó hingað til verið hans aðal- „fag“ Margir ungir og efnileglr sundmenn komu þarna fram t. d. Egill Halldórsson I.R. — Ól- afur Diðriksson Á. Ragnar Gísla son K.R. og Ólafur Guðmunds- son l.R. 1 50 m. drengjasundi komu margir efnilegir sund- menn fram. Má þar nefna Krist ján Júlíusson Æ. Guðjón Sigur- björnsson og Georg Franklíns- son úr sama félagi ennfremur Jón Árnason úr Í.R. Það má fullyrða að 400 m. sundsins var beðið með mikilii eftirvæntingu. Fyrst og fremst vegna þess hvor Sigurðanna mundi sigra, og svo hvort met yrði sett. Áður en þetta sund hófst til- kynnti þulurinn að piltur að nafni Eggert Guðjónsson 15 ára úr K.R. „vildi fá að keppa með“ eins og það var orðað og þar sem engin var skráður á 4 braut var látið að vilja pilts- ins. En hvað um það Eggert sigraði glæsilega sinn riðil eftir ágætt sund, og er þar vissulega mikið bi-ingusundmannsefni á ferðinni. Höfuðbaráttan var þó í síðari riðlinum, fyrst milli Sig. Þing- eyings og Sigurðar úr K.R. en eftir að sundur dró með þeim var barátta Sig. Þingeyings við sitt eigið met sem lauk með nýju glæsilegu meti 5,52,7 (5,57,7 gamla metið) Er þetta glæsilegt þegar tekið er tillit til þess að hann er fyrir stuttu síðan búinn að keppa við Ara í 100 m. skriðsundi. 1 boðsundi karla 4x50 m. mun aði aðeins 1/10 á árangri A- sveitar Ægis og meti sömu sveit ar frá 1939. Baráttan um annað sætið milli K.R. og Ármanns var mjög hörð og það var ekki fyrr en í lokasprettinum að Rafn Sigurvinsson gat unnið það á að ná aðeins sjónarniun fyrr bakkanum en tími beggja var sami 1,58,7. Það var gleði- legt tímanna tákn hvað stúlk- urnar náðu góðum árangri. Það var vægðarlaust ráðist á hið 21 árs gamla baksundsmet. Fyrst Anny Ástráðsdóttir með 1,45,9 (gamla metið var 1,51,3,) og svo í síðari riðli Kolbrún Ólafs- dóttir á 1,32,,6. Er þetta vissu- lega góður árangur af hinni fyr irhuguðu landskeppni við Norð- menn. Nýtt sund var þama fyrir konur 3x50 m. þrísund, og mun þetta nýmæli einnig áhrif frá væntanlegri landskeppni. Þetta fyrsta sund vann sveit Ár- manns og setti Anna Ólafsdóttir met á 50 m. baksundi á 44,6 sek. sem er og fyrsta metið á þessarí vegalengd. Það var yfir- leitt ánægjulegt að sjá áhuga stúlknanna og árangur og vissu lega ættu þær ekki að þurfa að vera neinir eftirbátar kynsystra sinna í öðrum löndum. Amtar dagur ur forustunni og snertir bakk- ann 1/10 fyrr en Sig. Þingeying ur og bætti sem því nam metið, en nafni hans syndir á gamla l metinu 33.6. Ólafur fylgdi þeim fast eftir og náði mjög góðum tíma 35.1. Fyrsta keppnin var 400 m. skriðsund karla. Var nokkur eftirvænting hvort Ara tækist að hrófla við hinu 10 ára gamla meti Jónasar. En - Ari synti keppnislaust alla leiðina og er því ekki gott að segja hvað hann hefði getað með harðri keppni. Met Jónasar er 5.10,2, en Ari synti á 5.14.7. Baksund hefur ekki verið okkar sterka hlið. Guðm. Ingólfsson er þó alltaf okkar bezti maður. Félagi hans Ólafur Guðmundsson gef • ur honum harða keppni, og ætti að geta náð örum framförum. Ungur maður, Grétar Hjartar- son, vakti á sér athygíi fyrir gott sund og varð nr. 3. Mikil þátttaka var í 50 m. bringu- sundi telpna og komu þar fram margar efnilegar sundkónur. Má þar nefna Guðmundu Jón- mundard., Erlu Long og Hrefnu Einars. Aðeins 3 stúlkur syntu 200 m. brmgusund, og bar Anna Ól- afsdóttir þar af. Er sund henn- ar gott. Hvorki meira né minna enl6 drengir tóku þátt í 50 m. bringu sundi, og.á sundið hér vissulega glæsilega framtíð fyrir sér, ef þessir ungu menn æfa af áhuga svo góðir voru árangrar þeirra margra hverra. Georg Frank- linsson synti flugsund alla leið- ina og er það vel gert, og náði hann bezta tímanum, 36.7 sek. Síðasta greinin þetta kvöld var þrísundið og sigraði ÍR þar ör- Framh. á 7. síðu. Skrúðgarða og vermihúsasigendur Veiti leiðbeiningar í skipulagningu og ræktun skrúð- garða og ræktun í vermihúsum. Viðtalstími kl. 1—3 virka daga nema laugardaga. Skrifstofan er í Hafnarstræti 20. Sími 7032. GarðyrkjUráðimautur Iteyk javíkurbæ jar O»OO>©OP<»»»C>£>«>C>C>«>C>O»eOX»»0£><£><£>OO>»»»»t _»0>>X»'»<>»<»<»<>»<»<>»<><»>>>>>>3><-><>»>2><»3K»>>> RÁÐNINGASTOFA LAN D8ÚNAÐARINS er opnuð og starfar í samvinnu við Vinnumiðlunar- skrifstofuna á Hverfisgötu 8—10, Alþýðuhúsinu — undir forstöðu Metúsalems Stefássonar, fyrrv. bún- aðarmálastjóra. — Allir, er leita vilja ásjár ráðn- ingarstofunnar um ráðningar til sveitastarfa, ættu að gefa sig fram sem fyrst og eru þeir áminntir um að gefa sem fyllstar upplýsingar um allt er varð- ar óskir }>eirra, ástæður og skilmála. — Nauðsyn- legt er bændum úr fjarlægð að hafa umboðsmann í Reykjavík, er að fullu geti komið fram fyrir þeirra hönd í sambandi við ráðningar. — Skrifstofan verð- ur opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—5, þó að- eins fyrir hádegi á laugardögum. Sími 1327. — Pósthólf 45. Búnaðarféla íslands. »0£>0£>CC>CCC>C>C>C0C>C<>C>0£>0£>0£><£>CO»»»£>e<>0C>Ce0£><»£>C0 »<>O<>OOO<>O<>OO<a<><>OOOOOO<><>3><><3K>O<>O<2><>O<>O0<>O<2><>O<><><>C><>OO Áður en sjálf Meistarakeppn- in hófst var tilkynnt að þeir nafnar Sigurðar Jónssynir og Ólafur Guðmundsson IR ætli að gera mettilraun á 50 m. bringu sundi, Var þessu tékið með mikilli eftirvæntingu og fögn- uði. Þeir höfðu áður marga hildi háð og hvernig mundi nú fara ? Þeir ná báðir svipuðu við- bragði Sig. Jónsson KR þó betra og er aðeins á undan að snúa við eftir 25 m, Ópin og köllin ætla allt að æra. Báðir synda ’ flugsund. Sig. Jónsson KR held Bailey meiddur I nýkomnu erlendum blöðum er frá því, sagt að blökkumað- urinn Mc. Donald Bailey, sem hingað átti að koma á K.R.-mót ið í lok maí muni ekki geta tek- ið þátt í Ólympíuleikjunum í London í sumar vegna vöðva- slits sem eins lítur út fyrir að geri enda á íþróttaferil hans. Bailey þessi er eins og áður hef ur verið frá sagt fljótasti hlaup ari Evrópu í augnablikinu. — Læknir hefur skorað á hann að láta skera sig upp við þessu „Láti ég skera mig upp svo fer ég til Svíþjóðar, annars læt ég það ógert“, segir Bailey. „Geta sænsku læknarnir ekki lagað mig er ekkert annað fyrir mig að gera en leggja hlaupaskóna á hilluna. TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57, frá 7. maí 1928, fer fra-m í Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 héi' i bæn- um, dagana, 3., 4. og 5. maí þ. á. og eiga hlutað- eigendur, sem óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10—12 árdegis og 1—5 síðdegis, 'hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. apríl 1948 Borgarstjórinn í Reykjavik. >000©00000<»<>»»»»0000<»0<»<>0<»»»»<»»3X>v» 0<»O0O<»O»<»<X>»<»<>»<»OX»»<»»»»<»3><X»»O3> Stúlka óskast á veitingastofu. Herbergi getur fylgt. Upplýsingar í skrifstofu Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda, Aðalstræti 9 kl. 2—4. 0O»OOO»O3>OXX>X>»OX»XX>»3X»XX>»»X»»»»> K»0O»»XX>OX»»»»>X>»»O»»»»»»»»»5 Ungling vantar strax tU að bera ÞJÓÐviljaim til kaupencla \ ið Melana Upplýsingar í afgreiðshi ÞJÓÐVILJANS Skólavörðustíg 19 — Sími “500 xxxx»»x>oxxxo>x>o>o»xxxxxxx>o>x»xxx»xxx»xá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.