Þjóðviljinn - 30.04.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.04.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 31. apríl- 1948. 174. SamsæríS mlkla B. TRAVEN: K E R R A N 49. DAGUB. efttr ffflCHAEL SAYEBS oa ALBEBT E. KAHH Hinn 7. des. 1941 réðust japanskar sprengjuflugvélar og herskip á flotastöð Bandaríkjanna í Pearl Harbour. Hitlers-Þýzkaland og hin fasistíska ítalia sögðu Banda- ríkjunum strið á hendur. £ ræðu til Bandaríkjaþjóðarinnar 9. des. sagði Roose- velt forseti: „Ferill Japans síðasta áratuginn hefur verið sam- hliða og ferill Hitlers og Mússólínis í Evrópu og Afríku. Nú er hann orðinn meir en samhiiða. Kom- in er á samvinna svo nákvæmlega skipulögð að herfræðingar fasistaríkjanna líta nú á allar álfur heims, og heimshöfin sem einn gríðarstóran vígvöll. Árið 1931 réðist Japan á Mansjúkúó — fyrir- varalaust. Árið 1935 réðist ítaiía á Abessiníu — fyrirvara- laust. Árið 1939 réðist Þýzkaland á Tékkóslóvakiu fyrir- varalaust. i Síðar á árinu 1939 réðist Þýzkaland á Pólland — fyrirvaralaust. Árið 1940 réðist Þýzkaland á Noreg, Danmörku, Holland, Belgíu og Lúxembúrg — fyrirvaralaust. Árið 1940 réðist Italía á Frakkland og síðar Grikkland fyrirvaralaust. Árið 1941 réðist Þýzkaland á Sovétríkin — fyrir- varalaust. Og nú hefur Japan ráðizt á Malakkaskaga, Thai- land og Bandaríkin —■ fyrirvaralaust. Það er allt með sama mótinu." Gríman var fallin. Lejmistyrjöld bandalagsins gegn kommúnismanum við Sovétríkin var runnin saman við heimsstyrjöld gegn öllum frjálsum þjóðum. í ávarpi til Bandaríkjaþings 15. des. 1941 sagði Roose- velt forseti: „Árið 1936 gerði Japan opinberlega bandalag' við Þýzkaland með því að gerast meðlimur í bandalag- inu gegn kommúnismanum. Því bandalagi var eins og kunnugt er í orði kveðnu geint gegn Sovétríkjun- um, en hið raunverulega markmið þess var að mynda bandalag fasismans gegn hinum frjálsu þjóð- um heims, og þá einkum gegn Bretlandi, Frakk- landi og Bandai-ikjunum.“ Hafinn var úrslitakafli heimstyrjaldarinnar síðari, sem alheimsbarátta afla lrins alþjóðlega fasisma við sameinaða heri hins framsækna mannkyns. Bandaríska bandalagið gegn kommúnisma XXIH. KAFLI 1. Arfur svartliðanna. Aðalverkefni hins leynilega alþjóðastarfs fasistaríkj- anna eftir 22. júní 1941 var að hindra, hvað. sem það titrandi undirtón, uppgötvaði Andri í fyrsta sinn kynið. Þessar þrjár Indíánastúlkur töluðu spönsku, en brugðu fyrir sig orðum úr tselta-málinu, þegar þær skorti réttu orðin á spönsku. Þær tóku ekki eftir Ándra, því hann var langt inni í dimmum skuggan- am, og svo voru þær svo uppteknar af umtals- efninu að þær sáu ekki neitt. Hann náði engu sam- hangandi af því sem þær sögðu, en heyrði grunn- tóninn — raddblæinn. Og það var þessi kurrandi, skjálfandi söngur, sem kom tilfinningum hans í uppnám. Hann varð gripinn óljósri þrá. Fyrst héít hann að það væri mamma sín, sem hann þráði, en svo komst hann að raun um að það var önnur þrá — þrá eftir einhverju, eftir einu eða öðru, eftir einhverju fallegu, og þá hélt hann aftur, að það væri heimþrá. En það var ekki heldur það. Það var eitthvað sem hleypti heitum bylgjum i gegnum hann, og hann fylltist þunglyndi. Honuiíi fannst hann vera svo ósegjanlega einmana. Þetta hafði aldrei komið fyrir hann áður. Hann hafði mörg hundruð sinnum heyrt kon- ur og stúlkur tala saman, en hann hafði aldrei fyrr heyrt þennan hljómblæ í kvenrödd. Mörgum, mörg- um sinnum höfðu konur ferðast með vagnalestun- um, ungar konur og gamlar konur, fallegar konur, giftar konur og ógiftar konur. Stundum höfðu líka sumir ökumennirnir konurnar sínar með sér vikur.- um saman. En þó hann hefði oft verið samvistum v-ið kon- ur, hafði hann aldrei kennt neinna sérstakra til- finninga við það. Hann hafði hjálpað þeim upp í vagnana og niður úr þeim. Hann hafði ótal oft borið konur yfir ámar. Hann hafði vakið konur á morgn- ana og séð þær hálfnaktar, og þegar heitt var í veðri, hafði hann séð þær alsnaktar. Þegar eld- ingarnar leiftruðu eða varðbálið blossaði skyndi- lega upp, hafði hann séð konurnar í samræði við menn sína undir vögnunum eða á afviknum stöðum í nálægð þeirra. En honum hafði aldrei fundist sér koma þetta neitt við eða vekja ákveðnar óskir hjá sér. Konurnar höfðu alveg sömu merkingu í augum hans og karlmennirnir — líkamslögun þeirra var bara svolítið öðruvísi. I .heimasveit hans unnu bæði karlar og konur, þar var enginn munur gerður á, nema í mismunandi vinnu, því konurnar voru veik- byggðari og ólu börn og gættu þeirra og gáfu þeim brjóst. Fullþroska kona vakti hjá honum hugsani: um móður sína eða frænku, um ungar stúlkur hugs- aði hann eins og systur sínar. Kofinn, sem hann ólst upp í var einn samfelldur geymur, frá barnæsku hafði hann séð, að faðir hans svaf hvergi annarstaðar en við hlið móður hans og undir sömu ábreiðunni. Tunglið skein oft í gegnum gisna bambusveggina, og hann hafði oft séð, hvað foreldrar hans aðhöfðust. Og þegar ekki var tungls- Svar AJþýðtisanibaiidsiirs Framhald af 1. síðu hver ágreiningur \erið á und- anförnum árum innan verkalýðs samtakanna og þau eigi að síð- ur lialdið dag sinn hátíðiegan í útvarpi undir forystu lögiegr- ar stjóruar heiidarsamtakanna, án þess að útvarpsráð hafi haft nokkuð við það að athuga. Að þessu sinni var málefna- grundvöllur dagsins þ. e. 1. maí ávarpið í Reykjavík samþykkt samhljóða á fundi ineð stjórn- um allra sambandsfélaga höf- uðstaðarins og óhætt að segja að aldrei hafi 1. mai-ávarp ver- ið staðfest hér af svo almenn- um elnhug I verkalýðssamtök • vnwaL Ástæða sú, fyrir ákvörðun meirihluta útvarpsráðs, að kom ið hafi í ljós nú ósaiúkomulag innan Alþýðusambandsins er því hrein f jarstæða. — Hins veg ar er augljóst að með þessu hef- ur útvárpsráð blandað sér í innri mál verkalýðssamtakanna, franiið hlutleysisbrot gegn þeim. 3. Það er að vísu rétt að full- trúar sambaudsfélags hér í Reykjavík hafa gengið svo iangt í einangraðri andstöðu sinni gegn einingu verkalýðs- ins að hlaupast undan merkjum og blöð andstæðinga verkaiýðs- ins fagnað þessu mjög. En þetta et heidur eogin uý bóla og hefnr ’ ekki hingað til orðið tilefni þess að útvarpsráð neitaði löglegri stjórn A.S.I. um aðild að 1. maí í Ríkisútvarpinu. Að þessu athuguðu mótnræl- um vér þeirri ákvörðun meiri- hluta útvarpsráðs, að Ioka út- varpinu fyrir alþýðusamtökun- um á hátíðisdegi þeirra, en velja í þess stað menn eftir eigin geð þótta til ræðuhalda, sem hlut- Ieysisbroti og frekustu móðgun við samtök íslenzkrar alþýðu. Jafnframt mótmælum vér því, í nafni heildarsamtaka íslenzkr- ar alþýðu að nokkur stofnun önnur en þau eða lögiega kjörn ir fulltrúar þeirra hafi rétt tii að skipuieggja úfrvarpsdagskrá 1. maí, ef á anuað borð útvarp- ið er helgað þessum degi. VirðJngarfyilst4'. ijós, þá gat hann heyrt á hljóðinu hvað gekk á. Foreldranjir áttu engin Je.yndarmál fyrir börnurn sínum. Ef þeim fannst eitthvað nauðsynlegt eða ráðlegt, ráðfærðu þau sig ekki við börnin og ckiftu sér ekkert af þvi hvort þau voru viðstödd. Án þess að gera sér það ljóst, vissu þau að börnin litu upp til þeirra í skilyrðislausri virðingu, sem ekkert fékk haggað — allra sízt jafn eðlilegir hlutir og það. að sólin reis upp og gekk aftur til viðar, og að mais- inn óx og jurtirnar báru blóm. Andri hafði aldrei kynnst upplognum skáldsög- um og hræsniskenndum kvikmyndum, og hann hafði ekki alist upp í landi, þar sem siðferðispostular og lagaákvæði um „ólifnað" höfðu innrætt mönnunum óhreinar hugrenningar. En hann gat ekki gert sér neina grein fyrir því, að hann skyldi finna svona sterkt til þessarar þrár einmitt í kvöld. Hann reyndi að átta sig á því, því þetta hafði aldrei komið fyrir hann áður. Þegar hann fór að hugleiða það, fann hann að það var að minnsta kosti ekki venjuleg hitasótt, því það byrjaði allt öðruvísi. Hann kemidi hvorki höfuð- verks né þyngsla í líkamanum. Þarna iðaði af fólki, sem reikaði masandi aftur og fram. Og enn heyrðist frá kirkjunni tilbreytinga- laus söngurinn og orgelhljómurinn, sem rann sam- an við danshljómlistina. Og það var sjálf danshljóm- listin, tjáningarlaus en þó glaðvær. Þama voru uppskafnir piltar í hvitum buxum og Ijósum skyrt- um. Þama voru slúðrandi og masandi stúlkur með svarta harið sléttgreitt og blóm i því. Þarna vom hvítar skínandi tennur, holdugar varir og glamp- andi soltin augu, sem staðnæmdust andartak við hann. Og allar stúlkurnar vom nýþvegnar og lagði af þeim sterkan sápuilm, og kjólamir þeirra vor.i nýþvegnir, og þegar þær hreyfðu sig, skein stund- um á fannhvít nærföt. En þegar stúlkurnar þrjár gengu fram hjá hon- um, fann hann veika svitalykt af þeim. Hún var greinilegri af því að hún var af hreinþvegnum liköm- um. Honum fannst þessi lykt sæt. En það, sem greip hann sterkum tökum, voru raddimar. Það var ekki söngur í rödd þeirra, en það hafði sömu áhrif og hljómlist. Það var bara öðmvísi en hljómlist — ekki líkt þeirri, sem fram- leidd er með hljóðfæmm. Það var mýkt í röddun- um. Það var hin djúpa gæzka móðurviðkvæmni kon- imnar, en samtímis hljómaði i þeim kátína, skjálf- andi gleði. Það leit út fvrir að þær hefðu uppgötvað í kvöld, hver það væri meðal allra manna á jörð- inni, sem væri þess megnugur að færa þeim allan heiminn að gjöf, umvafinn rósum. En þó Andri skildi ekki orsökina til þessara ann- ariegu tilfinninga, þá skildist honum það að minnsta kosti, að hann var ekki sami maður og fyrir einni klukkustund síðan. Það hafði orðið einhver breyting á honum, breyt- ing, sem hann fann að mundi setja mark sitt á hann hér eftir. Það var honum ekkert nýtt, að konumar höfðu öðruvísi rödd en karlmenn ,en að raddimar væru svo gerólíkar, að hljómurinn í kvenröddinni stað- festi heilann heim á milli karls og konu, það vi«3i hann ekki áður. Þessi uppgötvun hafði um stund svo sterk áhrif á hann, að hann varð óttasleginn. Hann tapaði állri öryggiskennd, og honum fannst hann gæti aldrei framar sætt sig við heiminn. Og saman við þessa tilfinningu ótta og óvissu rann þráin eftir einhvecju ákveðnu — einhverju fallegu, SkjTidilega var hann gripinn hræðslu við kon- una. Það var eitthvað í sambandi við hana, sem hann skildi ekki. Honum fannst móðir sín vera eina konan á jarðríki, sem hann gæti skillð, og sem hann þyrfti aldrei að óttast. En samtímis þráði hann að heyra aftur raddir stúlknanna, til að gleðjast yfir móðurviðkvæmninni í þeim. Hann var skelfilega aorgbitinn, og langaði meat tll að fara að gráta. Stúlkumar. voru famar, hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.