Þjóðviljinn - 26.05.1948, Qupperneq 6
S
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 26. maí 1948.
Ég vildi aðeins mega senda Brynjólfi Bjarnasyni
mjög einfalda afmæliskveðju og þakkir mínar fyr-
ir þann mikla styrk sem hann hefur gefið okkur
öllum íslenskum sósíalistum, verkamönnum og
verklýðssinnum með óeigingjarnri baráttu sinni
fyrir hugsjón sósíalismans. Menn sem gánga aldrei
á mála og játa ekki öðru en því sem þeir vita rétt,
hvaða persónulegar afleiðingar sem það kann að
hafa í för með sér fyrir þá, þeir eru sannkallað
súrdeig mannlegs félags, og reynslan sýnir ævin-
lega að það eru þeir sem „leggja gullið í lófa fram-
tíðar“.
Hugur Bi’ynjólfs beindist snemma að vísindum,
og mér þætti trúlegt að það væri ekki hvað síst
vísindahneigð hans sem hefur gert hann marxista,
því marxisminn er í raun réttri eina vísindalega fé-
lagshyggjan sem til er. í úngum uppvaxandi sósíal-
istaflokki er forusta slíkra manna fé betra, þeir eru
nokkurskonar siðferðilegur bánki okkar hinna.
Fyrir mig persónulega hefur það verið mikill and-
legur og siðferðilegur ávinningur að svo sterkur
maður sem Brynjólfur skuli hafa staðið þar sem
hann hefur staðið, og ég veit að margur hefur svip-
aða sögu að segja.
Halldór Kiljan Laxness.
Sigfús A. Sigurhjartarson:
Það er ég viss urn, að i dag
vildi Brynjólfur Bjarnason vera
uppi á reginfjöllum og ber
tvennt til, fyrst það, að ekkert
er fjær skapi hans en þetta
venjulega afmælisamstur og
þarnæst hitt, og það • rajður
mestu, að hann er náttúrubarn
í orðsins fyllstu og beztu merk
ingu, einn í hinum of fámenna
hópi, sem unir við eintal ís-
lenzkra öræfa.
En því ekki að lofa Brynjólfi
að halda fimmtugs afmæli ein-
hversstaðar uppi í „bláfjalla
geim“, lofa honum að njóta Hfs-
ins á þessum tímamótum ævinn
ar? I dag á Brynjólfur að
gjalda þess, að í æsku varð
hann ástfanginn í hugsjón, sú
ást hefur breytzt í órofa tryggð,
tryggð, sem grundvallast á
þekkingu.
Eins og Brynjólfur Bjarna-
son er einn í hinum fámenna
hópi, sem kann að njóta ís-
lenzkrar náttúrufegurðar, svo
er hann og einn í fámennum
hópi, sem í einlægni og alvöru
þráir fegurra mannlíf, ’neiri
menningu og meiri hagsæld,
ekki fyrir sig einan, heldur
fyrir þjóðina, já ekki fyrir eina
þjóð, heldur fyrir þjóðir heims.
Þessi þrá, sem er Brynjólfi
Bjarnasyni í blóð borin olli því,
að hann í æsku varð ástfanginn
í hinum þjóðlega og alþjóðlega
sósíalisma. En Brynjólfur er
einnig í þeim fámenna hópi, sem
ætíð vill hafa það, er sannara
reynist, þess vegna hefur hann
ekkert tækifæri látið ónotað til
að leita raunhæfrar þekkingar
á þjóðfélagsmálum, sú leið hef-
ur borið þann árangur, að hann
er allra hérlendra manna fróð-
astur um sósíalismann og bar-
áttú hins vinnandi fjölda fyrir
rétti sínum.
Ef ég ætti að lýsa Brynjólfi
Bjarnasyni eins og ég þekki
hann, þá myndi ég gera það
svona:
Hann nýtur náttúrufegurðar
og útivistar sem dreyminn
drengur, hann skoðar fyrirbæri
efnisheimsins með augum vís-
indamannsins, því þekkingar-
þrá er honum eðlislæg, hann
ornar sér við yl frá hugsjónum
um betri heim og bjartara
mannlíf, og hann leitar hvíldar-
laust að leiðum til að gera hug-
hugsjónirnar að veruleika —
— hann er hugsjónamaður
og raunsæismaður. ,
Þessir eiginleikar eru það,
sem gertohafa Brynjólf að for-
ystumanni i sveit íslenzkra sós-
íalista og vegna þess, að hann
er slíkur forystumaður, fær
hann ekki að njóta fimmtugs
afmælisins í næði, því að í dag
viljum við samherjar hans og
vinir gjalda honum þakkir, við
þeim þökkum verður hann að
taka, það er ekki fyrsta fórnin,
sem hann hefur fært góðum
málstað og verður áreiðanleg-
asta ekki hin síðasta.
Til hamingju með afmælið,
Brynjólfur, veitist þér óteljandi
tækifæri til að vinna fyrir hug-
sjónir þínar næstu fímmtíu ár.
ÁRSÆLL SIGURÐSSON:
Nokkur orð um „Billann"
HENDRIK OTTÓSSON:
FRÁ GÖMLUM FÉLAGA
Þeim er ekki fisjað saman
sem um aldarfjórðungs skeið
hafa staðið fremstir í sveit
verkalýðshreyfingarinnar og
jafnan þar sem baráttan var
hörðust. Það var ólíkt auðveld-
ara hlutskipti hinna, sem létu
hægindi yfirstéttarinnar og sæt
vín tæla sig til uppgjafar og
svika, enda krafðist það einsk-
is manndóms. En hætt er við
því, að eftirmæli sögunnar um
þá dauðiTverði nokkuð á annan
veg en um þá, sem óragir börð-
ust fyrir rétti almúgans og
aldrei hopuðu um fótmál.
Þegar Brynjólfur Bjarnason
hóf þátttöku sína í baráttunni
fyrir skilyrðislausum sigri
verkalýðsins, þá tæplega hálf-
þrítugur að aldri, vissi hann
fyrir hvað hann var að gera.
Hann vissi, að hann var ekki að
fara veg embætta og hóglífis
borgarastéttarinnar heldur
braut látlausrar baráttu fyrir
rétti og hag þeirra, sem lægst
stóðu í þjóðfélaginu, fótum-
troðnir og arðrændir. Þeir gátu
engar vegtyllur veitt honum
né framfærslu. Þeir gátu að-
eins launað honum starfið með
fylgi við sósíalismann. Samt
hikaði hann ekki eitt augna-
blik þegar skyldan kallaði.
Brynjólfur var flestum öðr-
um mönnum betur fallinn t.il
forystu í baráttunni fyrir só-
síalismanum. Meðfæddar gáf-
ur 'hans gerðu honum fært að
brjóta til mergjar sum allra
þyngstu viðfangsefni þróunar-
innar. Erfiðustu verk um heim
speki og félagsfræði voru hon-
um leikur einn. Eg minnist þess
að snemma á stúdentsárunum
tók hann að lesa heimspekirit
og hafði yndi af torskiidustu
ritverkum vísindamannanna.
Hann las öll verk Kants eins
og við hinir lesum reyfara.
Verk Hegels, Marx og Lenins
voru honum skemmtilestur.
Allar gáfur Brynjólfs og mennt
un væri þó aðeins „hljómandi
málmur eða hvellandi bjalla“
ef hann hefði skort þau dýpstu
verðmæti, sem skapa alla for-
ingja verkalýðshreyfingarinnar,
manndóms og heiðarleik. En þá
tvo þætti átti hann og á enn
óspillta.
Þegar þeir komu heim til
íslands frá háskólanámi erlend
is, Brynjólfur, Einar Olgeirs-
son og Ársæll Sigurðsson, hugð
um við, höfðum tekið þátt
í baráttu vinstri armsins i Al-
þýðuflokknum gott til liðveizlu
þeirrar. Mér var sjálfum, vegna
gamallar vináttu og samstarfs,
fullkunnugt um að þeir myndu
ekki liggja á liði sínu, enda urð-
um við ekki fyrir vonbrigðum.
Einar fór norður á Akureyri
og hóf þar baráttuna, en þeir
Brynjólfur og Ársæll gerðust
Framhald á 10. síðu.
Það er nú orðið langt síð-
an kynni okkar Brynjólfs
Bjarnasonar hófust, það mun
hafa verið á fyrstu mánuð-
um, ársins 1915, þá báðir að
lesa undir gagnfræðapróf. Á
skólaárum okkar urðu kynn-
in æ nánari, en 'þó var það
ekki fyrr en á stúdentsárun-
um í Höfn að ég reyndi til
fulls ’hver drengur hann er.
Ætla ég ekki að segja þá
s'ögu hér, — það yrði of
langt mál — en síðan er
'hann einn þeirra fáu, sem ég
tel vini mína og seint mun
ég gleyma mörgum þeim
stundum, er við áttum sam-
an þar.
í skóla var 'Brynjólfur
námsmaður í góðu meðallagi
og þó betur í sumum náms-
greinum, einkum þeim, sem
lutu að náttúrufræði og
stærðfræði. En hann hafði
Iþá þegar hug á fleiru en
skólanáminu. Hann tók fljótt
að hugsa um þjóðfélagsmál
og var orðinn sósíalisti áður
en hann lauk stúdentsprófi.
Á Hafnarárunum og síðar í
'Berlín las hann fræðirit
Marx, Engels og Lenins auk
Mfeðlisfræðinnar, sem var há-
skólanám hans, en fullnað-
arprófi í þeirri grein lauk
hann aldrei sökum f járskorts.
Ennfremur las hann heim-
speki á þessum árum og er
mjög vel heima í kenning-
um hinna helztu höfunda,
sem uppi 'hafa verið á því
sviði. Hans aðferð hefur jafn-
an verið sú að kynna sér
stefnur og málefni niður í
kjölinn, kryfja alla hluti til
mergjar og mynda sér skoð-
un að því loknu. Á þennan
hátt varð hann sósíalisti, —
Marxisti — og ekkert er
fjær honum en bað að láta
tilfinningar ráða afstöðu til
mála, enda þótt hann eigi
einnig þær í ríkara mæli en
margur annar.
Þegar vanefnin settu skorð-
ur við framhaldi háskóla-
náms, hvarf Brynjólfur aftur
til íslands. Þá þegar höfðu
nokkrir menn hér heirna haf-
izt handa um að beina 'ís-
lenzkri verkalýðshreyfingu
inn á marxistiska braut, og
skipaði hann sér þegar í þá
fylkingu, sem í þá daga var
býsna þunnskipuð. Það leið
ekki á löngu áður en hin
skarpa dómgreind hans,
þekking hans á fræðikenn-
ingum sósíalismans, djúptæk-
ur skilningur hans á eðli og
þróun auðvaldsins og sú
þjálfun, er hann hafði tamið
sér í því að 'beita Vísinda-
legum rannsókn'araðferðum
marxismans á þjóðfélagsfyr-
irbærin skipuðu honum í
fylkingarbr jóst. Þar hefur
staða hans verið æ síðan og
þar mun hún verða meðan
hans nýtur við.
Það var ekki að undra, að
íslenzka auðvaldið kom fljót-
lega auga á þennan mann og
tók að beina skeytum sínum
að honum. Fyrir ritdóm
einn, er hann skrifaði um ný-
útkomna bók, lét það höfða
mál gegn bonum og fékk
hann dæmdan fyrir guðlast.
Tilgangurinn var sumpart
sá, að einangra hann frá al-
þýðu manna — hvaða heiðar-
legur og sannkristinn alþýðu-
maður mundi vilja taka mark
á orðum dæmds guðlastara
og velja sér slíkan mann að
pólitískum leiðtoga — og
sumpart að hafa dóminn fyr-
ir átyllu til að bægja honum
frá kennslustörfum við op-
inbera skóla. En hvorki dóm-
ur þessi né aðrar árásir auð-
valdsins hafði nokkur áhrif á
störf hans í þágu verkalýðs-
hreyfingarinnar og stöðugt
stœkkaði hópurinn, sem að-
Ihylltist sömu skoðanir og
hann á þjóðmálum, og nú
Framhald á 10. síðu.
★
Til hamingju
Ég hvorki get né vil rifja
upp tuttugu ára viðkynningu
okkar Brynjólfs. Það er langt
síðan mér þótti vænst um hann
af öllum mínum góðu félög-
um. Nú er ég aðeins leiður yfir
því, að hann skuli vera orðinn
fimmtugur. Eg á enga betri ósk
Sósíalistaflokknum til handa en
þá, að hann megi njóta Brynj-
ólfs sem lengst.
Eg held Brynjólfur sé sá
félaganna, sem við megum sízt
missa, og ér þá míkíð' sagt.
Vilí; nú Þjóðviljinn okkar
færa honum míiiar beztu óskir
með þakklæfi fyrir alíf.
Aðalbjörn Pétursson.