Þjóðviljinn - 26.05.1948, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1948, Síða 7
Miðvikudagur 26. mai 1948. ÞJÓÐVILJINN 7 JÓN RAFNSSON: Sem gestkomandi sjómaður | utan af landi ■ var ég /kvöld ■ eitt 1925 staddur á greiða- sölustað, svonefndu Litla kaffi hér í höfuðstaðnum. Á þennan stað lögðu leið sína meðal annarra ungir og róttækir menntamenn. Að þessu sinni komst ég þar stutta stund í félagsskap með nokkrum slikum mönn- um. Þeir voru að búa sig í ferð til Hafnarfjarðar, á fund. |þeir væru ekki minni kunn- ■ ingjar mínir en hans. Mig langaði til að hitta þennan náunga oftar og mun þá hafa haft orð á því við skips- félaga mína. Ekki bauð mér í grun þá, að þessi piltur ætti eftir að verða einn þeirra manna. er einna mest og bezt ætti eftir að koma við sögu íslenzkrar verkalýðs- og stjórnmálabar- áttu. á nœstu áratugum. Þetta reyndist vera Brynj- Brynjólfur. Bjarnason við skrifborðið. (Myndin tekin í gær, ijósm. Sig. Guðmundsson). Þessir ungu menn ljómuðu af áhuga og létu móðan mása eins og ungt fól'k, sem finn- ur sig eiga mikið ósagt og enn meira ógert. Þegar ég, sakir skyldstarfa í skipsrúmi mínu, hafði af- þakkað gott boð um þátttöku í Hafnarfjarðarförinni og leiðangursmenn voru þotnir ó dyr, tók ég eftir ungum manni, við borðið þar sem ég sat. —Við tókumst tali eða réttara sagt héldum áfram umræðum þar sem frá var (horfið, og fann ég að þessi var með á nótunum. Auðvitað ræddurn við um sósdalisma og alþýðuvöld um ■gjörvalla jörð og verkefni hér heima í baráttunni fyrir sósí- alismanum. Við ræddum um helztu viðburðina hér á landi, rneðal annars Láru-bréf Þor- ■bergs o. fl. á víð og dreif. Ekki hafði þessi piltur það hofmannssnið á sér, að kynna sig með nafni né heldur ég, að svífa á hann með mínu: Hvað heitir þú annars laxi? — en þegar ég þá seint um kvöldið hélt til skips varð mér þessi náungi talsvert hugstæður, því þótt samtal okkar væri bæði skemmtilegt og óþvingað, að mér fannst, fahn ég glöggt við yfirvegun að hann mundi vita talsvert meira en ég í sósíalistiskum fræðum, og ég minntist þess, nú, af nokkurri hreykni, að í viðeigandi efnissamböndum átti hann það til að vitna í hina og þessa sæmdarmenn, iallt frá Marx og Engéls til Heines og Jónasar Hallgríms- sonar, með slíkri hógvserð og lítiEæti, að likast var sem ólfur Bjarnason, og hafði ég áður heyrt hans að góðu get- ið meðal róttækra manna. Siðan þetta var er nú brátt liðinn fjórðungur aldar. All- an þann tíma hefi ég átt því láni að fagna að vera í flokki með Brynjólfi sem forystu- manni og fylgjast nokkuð með starfi hans og baráttu. Á þessu tímabili hefur á ýmsu gengið í sögu hinnar fáglegu og pólitísku baráttu íslenzkrar alþýðu eins og annars staðar í heiminum. Ýynsir, sem fyrir f jórðungi aldar tóku sjálfa sig alvar- lega sem verðandi verkalýðs- leiðtoga hafa gefizt upp og gebgið úr leik. Brynjólfur átti ekki samleið með slikum. Öðrum hefur tekizt að ná trúnaði aiþýðunnar en láðst að gjalda henni í sama. og því tapazt henni með öllu. Brynjólfur slóst ekki í för með svona mönnum. Margur hefux beinl’ínis ekki þolað ofbirtu hagnaðar- möguleikanna fyrir eigin pyngju, þegar á þing var komið, ekki getað neitað sér um að eignast einkamál í fé- lagi við þá ríku, gerast „fínn maður“, — og leiðzt út í að beita hæfileikum sínum í það að halda um sig ble'kktu kjör- fylgit til að halda sjalfum sér í verði hja andstæðingun- um sem hemli á hagsmuna- og frelsisbaráttu vinnandi fólks. — BrynjÓlfur varð ekki verka lýðsfulltrúi af þessu tagi, til þess er persónuleiki hans of heilsteyptur, siðgæðistilfinn- Framhald á 10. síðu. í tilefni af þeim atburði, að herra Brynjólfur Bjarnason alþingismaður hefur lifað í dag fimm tugi ára í þeim vanskapnaði, er vér köllum engil- saxneskt lýðræði, óska ég honum þeirrar blessunar, sem er önnur sú mesta, sem unnt er að óska nokkr- um manni hér í heimi. En óskin er sú, að honum lánist að lifa þá miklu hátíð að sjá heimskapítal- ismann hrynp niður í yztu myrkur með öllum hans óþokkaverkum, arðráni, þjófnaði, kúgun, spillingu, forheimskun, afmenningu, múgmorðum og tortímingu. Einnig æski ég honum þeirrar skemmtunar, sem ég tel hin andlegu vísindi hafa veitt mér, að sjá þá fíra, er slíkar hörmungar hafa leitt yfir mann- kynið, hljóta makleg verðlaun verka sinna, þegar komið er þar í sveit, sem hver maður uppsker ná- kvæmlega eins og hann hefur sáð hér í veröld fá- vizkunnar, og að hann gangi þegar úr skugga um, að á þeim skuldadögum verði þægilegra að hafa verið Brynjólfur Bjarnason heldur en Hitler, Chamberlain, Laval, Quisling eða hvað þeir annai’s hétu þessir bandítar, sem höfðu forustu fyrir manndrápum og þjáningum síðustu styrjaldar. Ennfremur bið ég þess, að Brynjólfi veitist sú vissa, er mér er gefin, að hundingjarnir, sem nú eru að 'takast á hendur menningarhlutverk Hitlers, Chamberlains, Lavals, Quislings og þeirra með- hjálparar, innga»gi síðar meir til sömu uppskeru- hátíðar og þessir fyrirrennarar þeirra. Og að lokum árna ég Brynjólfi, að honum hlotn- ist að sjá, hve Guð var stór, en Jón Magnússon ráð- herra íslands lítill, þegar hann lét dæma Brynjólf forðum daga til tukthúsvistar fyrir „guðlast“. Meistarinn mikli hefur að sönnu kennt oss: „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ En hann hefur hvergi sagt: „Elskið óvini mann- kynsins og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja þjóð- irnar.“ Svo sendi ég herra Brynjólfi Bjarnasyni mína innilegustu afmæliskveðju, þessum gáfaða sam- herja mínum í sósíalisma, spíritisma og sannri lífsvizku. Reykjavík, 26. dag maímánaðar 1948. Þórbergur Þórðarson. l _____ . : / jff . Tii haminggsi Kynni mín af Brynjólfi Bjarna syni eru stutt en að mörgu leyti ánægjuleg. Sá er þáttur í fari Brynjólfs er vakið hefur hrifningu mína er það er glöggskygni hans og hæfileiki að sjá á milli aðal og aukaatriða, en slíkt er jafn- an einkenni góðra forustu- manna. Vona ég að flokkurinn megi sem lengst njóta starfs hans og forustu. Hermann Guðmundsson. 5 ★ Það komu margir ungir inenn á heimili mitt áður fyrri, að vísu enn, en þó ekki éins marg- ir og fyrr. Flestir þeirra voru í fylgd með sonum mínum, eink um þó Hendrik. Það var eins og gengur, misjafn sauður í mörgu fé ,,allt góðir strákar“ sagði Hendrik, en mér fannst þeir dálítið upp og ofan samt. Margt var skrafað og skegg- rætt um landsins gagn og nauð- synjar, og þó ekki hvað sízt um stjórnmálin og væri synd að segja, að allir væru á einu máli í þeim sökum, enda hvessti stundum verulega í svip . Mér þótti gaman að hlusta á þessa ungu áhugamenn (því miður hefur hugsjónaáhuginn dofnað hjá mörgum þeirra). — Einn þeirra, sem sérstaklega vakti eftirtekt mína var piltur austan úr Flóa, Brynjólfur hét hann, Bjarnason og heitir enn. Ekki veitti ég honum athygli vegna þess, að hann væri á- berandi viðmótsþýður svona til að byrja með, því hann var nokkuð skapmikill og jafnvel uppstökkur, en langrækinn var hann ekki, sízt við vini sína, og félaga. Það var rökfimi þessa unga pilts og djúpur skilningur á málunum, sem vakti eftirtekt mína á honum. Sum þeirra mála, sem þessi ungi sveitapiltur braut heilann um voru sízt þess eðlis, að sveitamenn á þeim tímum tækju þau til athugunar. Venjulega var það þannig, að eftir að „Billinn" — eins og hann var nefndur af vinum sín- um og félögum — hafði talað yfir strákahópnum, varð þögn. Þeir, sem voru á sama máli, fannst ekki neitt meira vera að segja, en hinir treystust ekki til að andmæla rökum hans. Margt hefur breytzt síðan þetta gerðist, en „Billinn" hefur ekki breytzt. Hann hefur alltaf síðan, bæði í blíöu og stríðu, en oftast þó í stríðu unnið fyrir hugsjónir sínar og aldrei hvikað. Alltaf er hann jafnbúinn að fórna öllu fyrir þær. Ég er þess fullviss, gamli fél- agi, að ef þér verður langra lífdaga auðið, sem ég vona og óska, að >þá eigi auðvald og í- hald hverrar tegundar sem er, að fá mörg svöðusárin undan vopnum þeim, sem þú hefur hingað til notað og munt nota framvegis. Undan þeim vopnum hefur yfirstéttinni sviðið sár- ast. Otto N. Þorláksson. ★ Allra heilla árna eg þér Brynjólfur Bjarnason á afmæl- isdaginn og vona að ókomia ævi ár þín verði bæði mörg og sig- ursæl. Því baráttu bið ég þér en ekki friðar, hans ann ég þér ekki, nema í hófi, frekar en aðr ir flokksmenn þínir og þú þó sjálfur sízt allra, á meðan rangsleitni ríkir, meðan ísland er enn í hershöndum og íslend- ingar ráða ekki sínu eigin landi óskertu, meðan níðzt er á nokk- urri þjóð, nokkrurri stétt og nokkurrum manni, meðan góð málefni þarfnast formælis og fylgis. -— Við sem höfum átt þess kost að vinna með þér að áhugaefnum okkar vitum það öll hve traustur þú ert, rétt- sýnn og ráðhollur og að hverju því máli sem þú lætur þig skipta er fylgt eftir af heilum hug og óbilandi þreki, með skörpum skilningi, skýrri dómgreind og skjótum úrræðum og oft skemmtilegri kýmni og því þyk ir okkur svo gott að hafa þig í fararbroddi og fylgja þér að málum, gott að eiga þig að á Alþingi, gott að eiga þig í Sós- íalistaflokknum, gott að standa í þakkarskuld við þig og gott til þess að hugsa að þú og þín ágæta eiginkona eigið eftir að sjá árangurinn af ötulu ævi- starfi: réttlátt þjóðskipulag á óháðu íslandi Islendinga þótt út litið sé ískyggilegt í bili sé ég enga ástæðu til að efa að svo verði, en vitanlega verður þeim áfanga ekki náð baráttu- laust og í þeirri baráttu er gott að hlíta forsjá þinni. Katrín Thoroddsen.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.