Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. jíuií 1948. 3 ÞJÓÐVILJINN Djurgárdsn vann Frasn 5:2 — Fram hafði úthaid í tvo þriöju hiuta ieiksins Svíarnir sýndu oft góoan leik en voru þó ekki eins sierkir og búizi haiði verið við Staðfest Isiands- met í sundi: 3x100 m. boðsund konur 4:20,4 min. Gl.fél. Ármann (9.5. ’48). 100 m. skriðsund 1:00,5 mín. Ari Guðmundsson (Æ) (9.5.’48). 100 m. bringu- sund 2:45,1 mín, Sigurður Jóns son (H.S.Þ.) (9.5. ’48). 100 m. skriðsund 1:15,3 min. Kolbrún Ólafsdóttir (Á) (11.5. ’48). 3x100 m. boðsund karla 3:57,7 mín sundsveit íslands (11.5. ’48). 100 m. baksund 1:26,7 mín.^Kolbrún Ólafsd. (Á) (11.5. ’48). 400 m. skriðsund 5:09,6 mín. Ari Guðmundsson (Æ) (11.5. ’48). 100 m. bringusund 1:5,7 xmn. Sigurður Jónsson (KR) (13.5. ’48). 50 m. hak- sund 34,0 sek. Ari Guðmunds- son (Æ) (13.5. ’48). 50 m. baksund 38,6 sek. Kolbrún Ól- afsdóttir (Á) (13.5..’48). 100 ' m. bringusund 1:32,0 riiín. Þór- dís Ámadóttir (A) (13.5. ’48). (Frétt frá Í.S.I.). - ★ * Hefurðu athugað að aug- lýsingar eru betur lesnar í blöðum eins og Þjóðvilj- anum en þar sem þær þenjast yfir margar blað- síður ?■ ★ ' Hefurðu athi’gað, að all- ur þorrinn af lesendum Þjóðviljans skipta frem- ur við þá sem auglýsa í blaðinu ? Hefurðu athugað að fjöl- margir Reykvíkingar kaupa Þjóðviljann og ekki annað dagblað? ★ Hefurðu athugað að Þjóð- viljinn er orðinn annað útbreiddasta blað bæjar- ins? -★ Þess vegna borgar sig að auglýsa þar! HUtmHIIHttfllHMWttMHUtllHMmtttl Sænsku knattspyrnumennirn ir léku sinn fyrsta leik hér við Fram í fyrrakv. Það ’mátti sjá, að til að byrja með voru liðir. nokkuð þreifandi og óákveðin, eða lika gat verið að kuldi sæti í þeim eftir langa móttökuat- höfn í suðvestan kalsanum. — Spörkin eru ónákvæm os samleikurmn kemst aldrei i gang. Þó eru það Svíar, sem við og við sýna laglegan samieik. Framarar aftur á móti eru nærgöngulir, og má oft ekki á milli sjá, hvemig áhlaup enda, en þau eru meir knúð frarn af- löngum spvrnum en lmitmiðuð- um leik, og lítur svo út lengi vel að ekki er gott að spá hvar skotið fyrsta markið lendir. Fyrsta skotið sem nokkur hætta er að er frá Sveini Helga, sem er ,,gestur“ hjá Fram, en það fer yfir, og litlu siðar frá Einari Halldórss.,sem lika var „gestur”, en fór sömu leið. Svíamir komast aldrei veru- lega í ,,gang“. Þeir fá á sig aukaspyrau á vítateigslínu, en Ríkharður skaut framhjá. Nú nær Djurgárden góðu á- hlaupi með skemmtilegum sam- leik og gefur hægri útherji fallega'fyrir, en því er bjargað,- Og litlu síðar kemur annað, og fær Adam varið lokaskotið. Svíarnir hafa nú náð meiri tök- um á leilmum án þess að hafa þar neina yfirhönd. Og á 23. mín. tekst miðherjanum að gera fyrsta markið eftir lagleg- an 'samleik frá vinstri. Fram lætur þetta ekkert á sig fá og herðir nú sóknina en hún er stöðugt stórbrotin og krefst mik ils þols og á 30. mín tekst Rík- harð að gera mark úr mjög fall egu skoti. Jafntefli. Hvemig ætlar þetta að enda ? Mafnabreyiing: íþróttasamband Stranda- manna hefur samkv. ósk frá Í.S.Í. breytt um nafn og heitir nú: Héraðssamband Stranda- manna (H.S.S.). Sambandið hefur fengið staðfestan iþrótta- búning: Bolur ljósgrænn, með hvítri rönd 10 cm. breiðri frá hægri öxl að vinstri mjöðm. Buxur ljósgrænar með 5 cm. breiðum leggingum. Sambands- merkið á brjósti. ■ (Fi-étt frá I.S.Í.). ~ ”V■'* jr **• •••.*< Ekki líða nema 4 mín. þar til Djurgárden nær ágætu áhlaupi hægra megin, sem endar með hörðu óverjandi skoti frá mið- herjanum. Og enn var Svíi fyr- ir opnu marki, en skaut fram hjá. Litlu fyrir hálfleik á Rík- harði að gera mark úr mjög fall inu kom' Sveinn skaila á knött- inn, en hann straukst yfir þverslá. Eftir gangi og tækifærum hefðu leikar getað staðið 2:2 í hálfleik. Til að byrja með var síðari hálfleikur nokkuð jafn, en er á leið fóru Svíarnir að taka hann meira og meira í sínar hendur. Ríkharð og Einar áttu góð skot fyrst í leiknum, en markmaður varði vel. Þó eru það Framarar sem gera fyrsta markið. Gerði ’Ríkharð það úr vítispyrnu. Varnarleikmaður hljóp á Svein, sem var í lofti, 2:2. En svo gáfu Framarar eft- ir og náðu Svíar nú oft góð- um samleik og voru iskyggilega nærgöngulir marki Fram, og það merkilega er að þeir fóru upp miðjan völlinn, og maður liafði það á tilfinningunni, að það væri ekki vel staðsett vörn. Á 23. mín. kemúr svo þriðja mark þeirra. Adam hafði hlaup ið of langt útúr, markilni og lyfti vinstri innherjinn knettin- ; um yfir hann í markið. Áhlaup Framara verða strjállli, og og minni hætta að þeim, þeir verjast þó vel, oft vel skipu- lögðum og hnitmiðuðum áhlaup .um, og það er ekki fyrr en á 40. mín., sem fjórða markið kemur eftir mjög laglegan sam- leik alveg inni á markteik. Að- eins tveim mínútum síðar kem- ur svo 5. og síðasta markið. Sennilegt er að malarvöllur- inn hafi haft nokkur áhrif á sþyrnur Svíanna, til að byrja með, en þeir vöndust honum furðu fljótt. Þeir ráða yfir meiri leikni og mýkt, og þar af leiðandi þreyta sig ekki eins á eltingaleik við langar spýrn- ur eins og okkar. menn, Fram- verðirnir réðu miklu á miðjum .velli, en staðsetningar í öftustu vörn þeirra ekki gallalausar. Sá maður í liði þeirra sem mesta athygli vakti var vinstri inn- herjiinn og einnig sýndu góðan leik miðframvörður og mið- herji. Landsliðsmannsins,. Stig yjé&S&i' ' Framhald á síðu íslandsmótið: Valur vann Akur- nesingana 3:0 Þrátt fyrir óhagstætt veður náði Valur allgóðum leik, og var ekkert lakari en móti Fram. Héldu þeir knettinum vel niðri, móti norðanstorminum, sem var á móti þeim í fyrri hálf leik. Sérstaklega var vinst^i armur framlínunnar oft vel virkur. Sveinn, sem miðfram- herji, er vakandi og veldur rr.ið- framverði mikilli fyrirhöfn, og vörninni yfirleitt, en skapar samherjum sínum oft góð tæki- færl rheð hreyfanleik sínum 'og góðum samleik. Einári'fer stöð- ugt fram, og vinnur mikið fyr- ir liðið. Samstarfið milli sóknai' og framvarða var oft gott, sér- staklega hvað Geir snerti. Gunn ar var ekki vel fyrirkallaður. Aftasta vörnin er að verða sterk með nokkuð’ öruggum staðsetningum. Liðið féll vel saman og náði oft skemmtileg- um og virkum samleik, með hröðum skiptingum og óvænt- um, fyrir mótherjanna, sérstak- lega móti vindi. . Akumesingar voru svipaðir og móti Fram. Þeir hafa ekki fengið það öryggi i samleikinn, sem með þarf, og það öryggis- leysi stafar fyrst og fremst af þvi, að þá skortir leikni, eða ef til vill réttara. sagt, þeir hafa enn ekki sameinað leikni og hugsun, en eiga töluvert af hvorutveggju, miðað við þá keppnisreynslu sem þeir hafa, og er aíltof lítil. Það var eins og þeir áttuðu sig ekki á hraða Valsmanna, og yrðu hikandi, sérstaklega í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik voru þeir mun ákveðnari og vörðust oft vel og sýndi markmaður þeirra þá oft góð tilþrif og staðsetningar, og aftasta vörn'in einnig, þótt stað- setningar væru ekki sem bezt- ar: í framlínunni bar mest á miðlrerjanum, sem er fylginn sér og fljótur. Svipað má segja um hægri innherjann. Annars er sambandið milli sóknar og varnar slæmt. Hliðarframverð- irnir eru þar of litlu ráðandi. Yfirleitt lá á Akurnesingum, bæði móti vindi og undan, og var mark Vals aldrei í veru- legri hættu. Fyrsta markið gerði Sveinn Helgason, eftir góða sendingu frá Einari, og endaði fyrri hálfleikur 1:0 fyr- ir Val. Einar eykur svo töluna með góðu skoti eftir góða sendingu frá Sveini, og síðasta markið gerði svo Sveinn úr mjög góðum skalla. -hi-H-i-H-i-i-i-i-H-i-i-i-i-i"i ::mi tíi liggur leiðin Kveðja frá flokksfélaga Skúli Zóphaníasson f. 28. 8. '14, d. 4. 6.'48 Þegar sigra Sósíalista- flokksins á undanförnum ár- um er minnst, er óhjákvæmi- legt að nefna þá öðruvísi pn að geta um leið þeirru mörgu, er þar hafa lágt hönd á plóginn. Sá aragrúi vgrður. aldrei" nefndur nöfn- um. Þar úir og grúir af vöskum konum og körlum. I dag verður þó ekki hjá því komist að geta fallins féla-ga úr þessum hópi, eins þeirra mörgu sem unnu sitt verk í kyrrþey með hlýrri fram- komu sinni og rökfestu. Kynning okkar er ekki löng, en mér er ljúft að minnast þín vegna liennnar, aó minnast þeirra verka er þú hvar sem var og hvenær sem var leystir af hendi fyrir mál efni okkar. Þess vegna veit ég að það er fyrir munn íé- laga þinna allra, er þig þekktu, að ég þakka þér ■ þetta starf og viðkynningu Ávextir þess eru ekki alllr sprottnir og ég veit að það margfaldast í náinni framtíð. Flokksfélagk 380. Hietanen setur nýtt heimsmet Fínnski langhlauparinn M. Hietanen, sem getið hefur sér mikið orð, sem maraþonhlaup- ari, og er talinn liafa mikla möguleika til að vinna hið sögu fræga maraþonhlaup í London í sumar,- hefur . nýlega sett heimsmet í löngum hlaupum. Á móti í Gamla Karleby setti hann heímsmet í 15 mílna hlaupi og 25 km. hlaupi. Á 15 mílun- um átti hann sjálfur metið, sem var 1,18.10,2, en nýja metið er 1.17.28,8. Hann átti einnig 25 km. metið og bætti þao úr 1.20.58,4 í 1.20.14. Á' 20 km. setti hann einnig nýtt finnskt met á 1.03.44. Heíur sigrað 70 sinnum í röð •/ Hinn heimsfrægi spretthlaup- ari, Harrison Dillard, hefur ný- lega á móti i Ohio náð 70. sigri sínum.. Vann hánn '100 yards á 9,8 sek., 120 yards grindalilaup á 14,4 sek., og 220 yards grinda' hlaup (lágar grindur) á 23,2 sek. Dillard þessi var á ferð um Evrópu s.l. sumar og gat sér þar mikiiyi orðstír með sigrum sínum. Dillard er negri, en mun sámt verða einn af fulltrúum U.S.A. á Olympíuleikunum i sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.