Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júni 1948. 303 Samsærið mfkla eför T MICHAEL SAYEIS o« AL5EBT E. KAHN var að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Sovétríkjunum. Sú stofnun, sem átti að framkvæma þessar aðgerðir var Armia Krajowa eða AK, leynileg hernaðarsamtök innan Póllands, sem útlagarnir í London höfðu skipulagt og réðu yfir. Yfirforingi Armia Krajowa eða AK var Bor- Komorovvski hershöfðingi. Snemma í marz 1944 var Okiilicki hershöfðingi kallaður til aðalstöðva Sosnkowski hershöfðingja hermálafulltrúa pólsku útlagastjórnarinn ar í London. Síðar lýsti Okulicki hershöfðingi þessari leyniráðstefnu á þessa leið: . . Þegar Sosnkowski hershöfðingi tók á móti mér áður en ég flaug til Póllands, sagði hann, að i ná- inni framtíð mætti búast við sókn af hálfu Rauða hersins, sem myndi ljúka með að Þjóðverjar í Pól- landi yrðu reknir á flótta. Ef svo færi, sagði Sosn kowski, myndi Rauði herinn hernema Pólland og ekki leyfa tilveru Armia Krajowa í Póllandi, sem hernaðarsamtaka er lytu pólsku stjórninni í London. Sosnkowski lagði til, að Armia Krajowa skyldi iátast leysast upp eftir að Rauði herinn hefði rekið nazista úr Póllandi, og að leynilegum ,,varaaðalstöðvum“ yrði komið upp að baki viglínu Rauða hersins. Sosnkowski sagði, að þessar varaaðalstöðvar yrð ,i að stjórna baráttu Armia Krajowa gegn Rauða i hernum. j Sosnkowski bað um að þessi fyrirmæli vrðu flutt yfirforingja Armia Krajowa í Póllandi, Bor Komor- owski hershöfðingja. Skömmu síðar var flogið með Olculicki hershöfðingja til þess hluta Póllands, sem var á valdi Þjóðverja, og þar setti hann sig strax í samband við Bor-Komorowski hershöfðingja og flutti honum fyrirmæli Sosnkowskis. Yfirmaður Armia Krajowa sagði Okulicki, að hann myndi setja á stofn sérstaka deild til að framkvæma eftirfar- andi verkefni: 1. Geyma vopn til notkunar við lejmistarfsemi og til undirbúnings uppreisnar gegn Rauða hérnum. 2. Stofna vopnaðar orustusveitir, er teldu ekki yfir 60 menn hver. 3. Mynda „útrýmingarhópa“ hernaðarverkamanna r ; til að mýrða óvini AK og fulltrúa sovétherstjórn- arinnar. 4. Æfa skemmdarverkamenn til starfa að baki ' ; viglinu Rauða hersins. ! . 5. Reka njósnastárfsemi að baki víglinu Rauða hersins. 6. Gæta útvarpsstöðva, sem AK hafði þegar kom- ið uppi og halda uppi útvarpssambandi við yfir- 1 stjórn AK í London. 7. Reka ritaðan og rhunnlegan áróður gegn Sovétríkjunum. Haustið 1944 sótti Rauði herinn fram til bakka Vistúlu og nam staðar fyrir utan Varsjá til að endurskipuleggja liðið og draga að sér nýjar birgðir eftir hina löngu sum- arsókn. Hernaðaráætlun. sovéfcherstjórnarinnar var að ráðast ekki beint framanað höfuðborg Póllands heldur taka hana með skyndilegri tangarsókn og þyrma með því borginni og 'íbúum hennar. En án þess að sovéther- stjórnin vissi af því og eftir fyrirskipunum frá Londör. hóf Bor-Komorowski hershöfðingi almenna uppreisn pólskrá föðurlandsvina i Varsjá og lýsti.um leið yfir, að Kauði herinn væri i þann veginn að ráðast á borgina. Þar sem Rauði herinn var algeriega óviðbúinn að fara yfir -Vistúlu um þetta leyti, gat þýzka herstjórnin gerc kerfisbundnar stórskotaliðs- ög loftárásir á sérhvert það hverfi borgarainnar sem var í höndum pólsku föðurlands- vinanna. Svoná segir Okulieki hershöfðingi frá þætti Bor- Komorowskis hershöfðingja í endanlegri .uppgjöf pólska Jiðsins í Varsjá: • * " í. septemberlok 1944 samdi yfirforingi Ármia ‘. Krajowa, Bor-Komorowski 'hershöfðingi við yfir- mann þýzku hersveitanna í Varsjá, SS ■ Obergrupp- enfiihrer von Den-Bach, um uppgjöf. Bor-Komor- 'owski skipaði aðstoðaryfirforingja ánnarrar . f (njósna-) deiídarinnar í aðalstöðvumim, Bogus- l.._ lawski ofursta, til að sémja sem fulltrúi herráðs- k og mögxxleika.... Sovétrikjanna' í austri háfa úr- Smásaga eltir Anatole Franee NIBUR MF.Ð NAUTIN! yfirbugaðist af ótta og var reiðubúinn að leggja á dómaraima vald, hvort hann væri sekur eða ekki. Samviskan sagði honum að hann væri saklaus, en hann fann til þess, hve samviska grænmetissala verður lítilfjörleg frajnmi fyrir táknum laganna og þjónum réttvísinnar. Málafærslumaður hans. hafði þá þegar hálft i hvoru komið honum til að trúa því, að hann mundi ekki vera saklaus-. Bráðabyrgðayfirheyrsla hafði stutt ákæruna á móti honum. II. Æfintýri Crainquebille. Jéróme Crainquebille grænmetissali, ók kerrunni sinni gegnum bæinn og kallaði: ,,Kál, rófur, gul- rætur.“ Og þegar hann hafði porra, kallaði hann: „Nóg af spergli,“ því að porrar eru spergill fátæka fólksins. Þegar hann fór 20. október með vagninn sinn niður eftir Rue Montmartre, kom maddama Bayard kona skósmiðsins út úr búðinni og gekk að grænmetisvagninum. Hún tók með fyrirlitningu upp eina kippu af piorrum og sagði: — Þetta eru ekki góðir porrar. Hvað kostar kipp- an ? — Fimmtán skildinga, fyrirtaks porrar. — Að taka fimmtán skildin^a fyrir 3 vonda porra. Og hún kastaði kippunni í vagninn og sneri upp á sig. Það var þá að lögregluþjónn nr. 64 kom og skip- aði Crainquebille: Haldið áfram eftir götunni. Crainquebille hafði haldið áfram eftir götúnni frá morgni til kvölds í fimmtíu ár. Honum fanrist þessi skipun réttmæt eftir öllum ástæðum. Hann var því búinn til að hlýða og herti á maddömunni að kaupa það, sem hún vildi hafa. — Eg verð þó að fá að sjá hvað ég kaupi, svaraði kona skósmiðsins önug. Hún þreifaði að nýju á öllum porrakippunum, tók síðan þá, sem henni leist bezt á, hélt henni- i fang- inu eins og dýrðlingur á kirkjumynd, sem þrýstir sigurpálmunum að brjósti sér. — Eg borga yður- 14 skildinga. Eg held að það sé nóg. Og ég verð að fara eftir þeim inn í búðina, ég hefi þá ekki hjá mér. Hún hélt porrunum í fanginu og gekk inn í búð- ina. Kona með barn á handleggnum hafði fario á undan henni til að kaupa éitthvað. í sama bili sagði lögregluþjónn nr,. 64 í annað' sinn: — Haldið áfram, — Eg bíð eftir peningunum, sem ég á að fá. — Eg er ekki að segja yður að bíða eftir neirium peningum, ég er að segja yður að halda áfram,. svaraði lögregluþjónninn ákveðið. Á meðan þessu fór fram, var kona skósmiðsins að reyna, hvort bláir skór pössuðu á 18 fnánaða gamalt bam — móðir þess þurfti" að flýta sér. Grænir kollar porranna. sáúst á búðarborðinu. I hálfa öld hafði Crainquebille ekið vagninum sínum um götumar og hann hafði þegar í upphafi lært að hlýðnast yfirvöldunum. En í þetta sinn stóð einkennilega á;' hann var settur milli skyldunnar og réttarins. Hann hugsaði ekki á lögfræðilegau hátt. Hann skiidi ekki að nautn pez’sónulegra rétt- 'inda levsir ails ,-ekki undan börgaralegri sk'yldu. 'Hann hugsáði öf mikið um réttindi sín, sem voru að taka við 14 skildingum,' og hánn hiriti ekki nóg um skyldu sína, sem var að aka vagninum sínum áfram án þess að stanza. Hann beið. Stillilega og reiðilaust skipaði lögreglumaður nr. 64 honum í þriðja sinn að halda áfram. Það var siður Montauciel vfirlögregluþjóns, að láta hótan- irnar dynja en framkvæma þær ekki, en lögreglu- þjómi nr. 64 segir fátt, en er fljótur að skrifa menn upp. Hann er nú þannig gerður, Hann er að vísu dálítið falskur. en duglegur og áreiðanlegur. Djarf- ur eins og ljón og mildur eins og barn. Og hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera. — Þér heyrið þá ekki, að ég segi yður að halda áfram. Crainquebille hafði ástæðu til að vera kyr, ástæðu, sem honum virtist meir en fullnægjandi. Hann skýrði frá henni á mjög einfaldan hátt: — Eg, sem er að segja yður, að ég bíð eftir pen- ingunum, sem ég á að fá. — Lögregluþjónn nr. 64 lét sér nægja að svara: — Viljið þér þá að ég kæri yður fyrir lagabrot,? Ef þér viljið það, þá segið þér bara til. Þegar Crainquebille heyi'ði þessi oi’ð, skaut hana upp kryppu og leit síðan með sorgarsvip fyrst á lögregluþjóninn og síðan til himins. I svipnum mátti lesa: ,,Guð veit hvort ég segi ekki satt. Er ég lög- brjótur? Er það ég, sem smána lögin og reglu- gerðirnar, sem ráða yfir farandlífi mínu? Klukkan 5 í morgun var ég niðri á torginu. Frá því kl. 7 hef ég verið að strita með vagninn minn Qg kallað: Kál, rófur, gulrætur. Eg er kominn yfir sextugt. Eg er lúinn. Og þér spyrjið mig hvort ég haldi uppi svörtum uppreisnarfánum. Þér eruð að gera gys að mér og það er ljótt.“ Hvort sem lieldur var, að , lögreglumaðurinn skyldi ekki svip hans, eða: honum virtist þétta ekki geta afsakað óhlýðni hans- þá spurði hann Crain- quebille byrstrir, hvort hann 'skildi sig. En einmitt um þetta leyti var afskaplegur troðn- ingur af vögnum í Rue Montmartre; léttivögn- um, kerrum, húsgagnavögnum, -farþegavögnum og flutningsvögnum v'ar troðið hverjum upp að öðrum, og þeir virtust með öllu samfastir. Enginn komst neitt áfram og menn hrópuðu og bölvuðu. ökumenn og slátraradrengir skömmuðust af miklum móð og fai-þegavagnstjórar, sem héldu að Crainquebilie ætti sök á troðningnum, kölluðu hann bölvaðau grasasna. - Fólk þyrptist saman á gangstéttinni til að vita. hvað úr rifrildinn ýrði. Og lögreglumaðurinn, sem D A V í Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.