Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 5
F3studagi r 11. júní 1948. ÞJÖÐVILJINN 5 Það hefur glatt þjóðina að heyra að keyptir verða 10 tog- arar til viðbótar þeim 36, sem keyptir voru í tíð nýsköpunar- stjómarinnar, en það myndi hryggja menn að heyra að slík kaup œttu aðeins að vera sára- bætur fyrir að selja 15 gömlu togarana og að með þessum kaupum ætti að lata staðar numið. Þjóðin hefur litið á það sem takmark, er keppa bæri að að ná/ að Islendingar ættu 75 togára. 1951—’52. Nýbygging- arráð hafði reiknað með að það ár yrðu enn eftir 15 gamlir tog arar, en ef reynslan nú æt.lar að sýna að þeir verði seldir burt á þessum árum, þá mun þjóðin ætlast til þess af for- ráöamönnum sínum að eigi verði þar látið verða skarð fyr- ir skildi, heldm• bætt upp að fullu, þannig að það verði' þá 70—75 nýir togarar, sem þjóð- in eigi 1951—’52. Ríkisstjórnin hefur dregið það lengi að kaupa þessa 10 togara, sem nú er loks ákveðið að kaupa, og þjóðin hefur beðið tjón af þeim drætti. Það ætti ekki að draga að taka ákvarð- anir um fiekari kaup, því eitt er víst: það verður ekki imdan þeim komist. Vilji þjóðarinnar til slíkra kaupa er svo sterkur og rök reynslunnar af hinum nýju togurum svo óhrekjandi, að fyrr eða síðar verða vald- hafar þjóðarinnar að láta und- an þessum kröfum hennar og það er þjóðinni afar mikils virði að það sé gert nú þegar, en ekki beðið eitt eða tvö ár enn. Fjárhagslega er íslendingum hvað gjaldeyri snertir kleift að afla sér t. d. 36 nýrra tog- ara á tímabilinu 1949—’52, að báðum árurn meðtöldum, ef við viljum leyfa nýsköpunartogur- um 36 (32 stjómarkeyptum, 3 ,,sáputogurum“ og togara Guðmundar Jörundssonar) að „vinna fyrir“ þessum nýjvi tog- urum með því að leggja til hlið- ar fjórðung til þriðjungs þess gjaideyris, sem öll líkindi mæla með að þeir framleiði brúttó á næstu 3—4 árum. Allir nýsköpunartogararn- ir ættu að verða komnir í árs- lok 1948. Óhætt mun miðað við ísfisk að reikna með ca. 3600 tonna afla á ári. Með nú- verandi Þýzlcalandsverði ,sem er raunverulega upsaverð og allt að því eins og fyrirstríðs- verðið oft í Englandi, — ein króna fyrir kílóið — samsvarar það 3,6 milljón-króna verðmæti í útlendum gjaldeyri á ári á hvern togara. Þriðjungur þeirr,- ar upphæðar, er lagður væri til hliðar á ári i útlendum gjsld- *yri, mundi á þrem árum gefa 3,6 milljónir króna-eða meir en andvirði núverandi nýsköpunar- togara, — fjórðungur lagður til hliðar gæfi liið sama á fjór- um árum. M. ö. orðum: Ef fyrri aðferðin er höfð mætti greiða þannig (frá sjónarmiði þjóðar- búsins) 12 togara, er lcæmu 1949, — 12 togara, er kæmu 1950 og 12, sem kæmu 1951. (Ef síðari aðferðin er höfð, þá. Til þe&s þurí að le§g$a til hHðar í§rir tagarakaupum 23 -—33% gja&de*'§ris3 sem mtjf&k&punartogtírariiÍM' fram~ íeiSa árle§a á mestu ármm 9 á hverju ári). Og hver mað- ur, sem fylgist með skipasmíð- um Breta nú, veit að það þarf að semja strax, ef tryggja ætti slíka afgreiðslu. Það virðist nú varla til of mikils mælst að þjóðin leyfði þeim 36 nýsköpunartogurum, sem hún bar gæfu til að kaupa fyrir nokkuð yrfir 100 milljónir af nýsköpunarfénu, að endur- nýja sig svona glæsilega sjálfir.- En með 72—75 nýjum togur- um í rekstri þjóðgrbúsins 1952, væri líka skapaður svo glæs-i- legur og afkastamikill togara- floti fyrir íslendinga að ekki þyr'fti að liafa áhyggjur af aukningu hans fyrsta áratug- inn eftir það. Og einmitt slíkur togarafloti myndi verða einn drýgsti tekjustofninn fyrir þjóð arbúið, til þess að skapa gjald- eyri til þeirrar stórfelldu raf- orkuframleiðslu og stóriðju, sem ég vona að muni einkenna áratuginn 1951—60 jafn milcið og efling sjávarútvegsins, skipa stóls og fiskiðnaðar mun ein- kenna árabilið 1945—’50. Það er því meiri ástæða tii þess að taka þessa aukningu togaraflotans, sem er í sam- ræmi við áætlanir Nýbyggmg- arráðs hvað togarafjöldann snertir, til rækilegrar athugun- ar og framkvæmda nú, sem það þarf vitanlega nokkurra rannsókna og jafnvel tilrauna með, til að ganga úr skugga urn hverhig útbúa skuli þennan viðbótarflota. Vafalaust yroi að liafa fiskimjölsvinnslu í flest- um þessum togurum. Ef rétt þætti að fá dieselvélar í þá flesta, yrði strax að gera ráð- stafanir til þess að tryggja sér- menntun vélstjóra fyrir þær vélar. Nauðsynlegt er að hafa hliðsjón af því að láta þá stunda síldveiðar. Og þar sem tæpt myndi þykja að reikna svo að segja einvörðungu með ís- fisk- og sáltfisksframleiðslu úr þeim, yrði nú þegar að hefjast handa um undirbúning fullkom- innar vérksmiðju til þess að vinna á grundvelli nýjustu möguleika, er efnafræðislegar rannsóknir og tilraunir hafa opnað okkur, þau efni úr fisk- inum (fisk,,kjöti“, innýflum, ..beinum ete.), »em hægt er og reynslan sýnir að nægur mark- aður er fyrir. Þess skal getið, til þess að fjTÍrbyggja misskilning, að þró un þess fiskiðnaðar, sem bygg- ist á vélbátaflotanum, ætti sízt dð liða undir þeirri þróun tog- ar^iflotans, sem hér er lýst, enða er áframhaldandi hröð nýsköpun á sviðum þess iðnað- ar: fullkomin úrvinnsla þess hráefnis, er vélbátaflotinn legg ur til, jafnt þorsks sem siidar, hin brýnasta nauðsyn, — og vélbátaflotiun sem m. a. fram- leiðir alla síldina, gerir vissu- iega miklu meir en skapa gjald- eyri til slikrar nýsköpunar, þó ekki væri reiknað með meira en 20—25% þess gjaldeyris, er hann framleiðir til slíks. Hinsvegar er það orðin óbein nauðsjm 'vélbátaflotanum, út um land sérstaklega að togarar komi á ýmsa staði þar, því vél- bátafiotanum er -f járhagslega ókleift að vera raunverulega grundvallartekjustofninn fvrir stærri sveita- og bæjarfélögin, enda liefur það þegar sýnt sig hve mikill fengur það >er bæjar- félögunum að fá þessi stórvirku tæki, sem nýsköpunartogararn- ir eru, til þess að verða lyfti- stöng efnaliagslífs viðkomandi sveitarfélags. Það mun því sýna sig að. þau bæjarfélög utan Flafnarfjarðar og Reykjavíkur, sem verða alls með 15 nýsköpunartogara (að ,,sáputogurunum“ meðtöldum) í lok þessa árs, munu gera kröf ur til að allt að því tvöfalda þá tölu á næstu árum, enda óhag- kvæmt hvað rekstur snertir að reka aðeins 1—2 togara frá hverjum stað og betra að hafa þá fleiri. Hinsvegar hljóta kröf ur Reykjavíkur ti! nýrra togara eðlilega að verða háværar, því einmitt togaraútgerðin. er grund völlur atvinnulífs bæjarins-, þó aðrar atvinnugreinar hafi fleiri bæjarbúa í þjónustu sinni að tölu til. Og liéldi Reykjavík sér við gamla takmarkið um -■< af togaraflotanum hér, þá sér hver maður að enginn mögu- leiki yrði til þess að fulln^gja brýnustu þörfum og kröfum, sem þjóð vor í heild gerir nú til eflingar togaraflotans, öðruvísi en að ráðast nú í þá stórfeldu aukningu, sem hc.r. er um rætt. Sumir raunu fullyrða að erf- itt yrði um menn á slíkan tog- araflota. Undarlega væri þá haldið á efnahagsmálum ís- lands, ef það gæti ekki séð af 2500 sjómönnum á togarafiot- ann 1951, til þess að framleiða útflutningsverðmæti, sem nú jafngiida t. d. 250 milljónum kr., en það væri andvirði 72 togara, er öfluðu að meðaitali 3600 tonna ísfiskjar á ári fyrir núverandi Þýzkalandsverð. (Og ef liagnýting aflans vrði full- lcomnari með úrvinnslu hér heima, ætti ýmist aflinn að verða meiri eða verðið hærra). Hitt er vitanlegt að ýmiskon- ar þjóðfélagslegar ráðstafanir þarf að gera til þess að tryggja mannafla á vélbátaflotann og er auðvelt að gera þær, ef þjóð- félaginu er ekki stjórnað með það fyrir augum að skapa sér- réttindi handa örfáum auð- mönnum í Reykjavík, heldur hugsað fyrst og fremst um hag þeirra, sem bera þjóðfélags- bygginguna uppi með striti sinu og starfi. Aðrir munu ef tif vill koma með þá mótbáru að eigi yrðu markaðir fyrir framleiðslu 75 togara íslenzkra í viðbót við afla vélbátaflotans. -Vissulega má halda svo á markaðsmálum vorum, að þeir markaðir yrðu eyðilagðir, sem nú geta unnist. En hitt er vitanlegt að þær meginlandsþjóðir, sem þarfpast nú og framvegis íslenzks fiskj- ar og síldar, geta tekið við miklu meiru en því, sem núyer- andi vélbátafloti og 72—75 tog ar geta framleitt af fiski og síld, Hitt held ég sé sönnu nær að ef vér íslendingar gerum ekki nú þegar ráðstafanir til þess að auka togaraflotann eins og hér er sagt og jafnframt reynum að semja, helzt til frambúðar, við þær meginlandsþjóðir, sem við vitum að þarfnast þessara afurða, þá muni einmitt þessar þjóðir sjálfar byggja sér skip ag veiða þann fisk, sem einmitt vér íslendingar fyrst og fremst ættum að veiða handa þeim. Þjóðha er nú öll sammála um hvert gæfuspor var stigið með kaupum 30 nýsköpunartogar- amia í ágúst 1945. En það er elcki nóg fyrir okkur að dást að því hve stórt það skref var er þá var stígið fram á leið. Einmitt það að við bárum gæfu til að stíga svo stórt skref þá og svo snemma, gerir oss nú fjárhagslega kleift að stíga annað eins stórt skref á næst- unni. Og"það er hætta í því að hika við það of lengi. E. O. CTi. ! Nýja bíó: f Næturgralabúrið Fremur vel gerð frönsk mynd um betrun óknyttadrengja t syngjandi englabörn eftir regl- unni „engin börn eru fædd skríll“, sögð svo að maður trúir henni næstum. Annars skiptir það ekki máli, drengirnir syngja eins og englar, „Solstraalehist- orie“ mundi danskurinn segja og eklci í niðrandi merkingu. ! Hreinlætisvikan Frainhaid af 8. síðu á að linna ekki stríðinu gegn ruslinu fyrr en Reykjavík eí orðinn hreinn. bær. m . / Reykiavík á að verða til fyrirmyndar Reykvíkingar vilja að bærinrt sinn sé þrifalegur, en það er ekki nóg að óska þess^til þesa að svo verði þarf framkvæmdir. Margur hefur kvartað yfir því að ekki þýði að hreinsa til hjá sér vegna. þess að ruslið fri nágrannanum, sem ekki telcirr ti! hjá sér, berist strax inn :i lóðina aftur. Þessi ástæða er * úr sögunni þegar líka verður hreinsað hjá t.rassanum. Sýnið nú í verki að þið viljiU vera hreinlát, gerið hreint fyrir- ykkar dyrurn, líka bakdyrun. um! Látið ekki nágrannana sjá.' að lögrcglan þurfi að ger&i hreint hjá vkkur! Þeir sem æskja eftir frelcari upplýsingum geta fe.ngið þær í, skrifstofu borgarlæknis, sevá mun greiða fyrir brottflutnin >1) á rusli lijá þeim sem ekki gehj& annazt það sjálfir, jf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.