Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 4
'4 ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 11. . júni 1948. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmutidsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánúði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviijans h. f. Sósialistaflokkurinn, Þórsgötu 1 Simi 7510 (þrjár línur) 138 milljónir þegar fundnar Formaður annars stærsta stjórnarflokksins hefiu' talað og upplýst að fundnar séu 130 milljónir kr. í dollurum, sem íslenzkir ,,fjáraflamenn" eigi vestur í Ameríku. Það er ó- þarfi að taka fram að þetta fé hefur safnazt vestur þar í fullkomnu trássi við lög og rétt, þeir sem taldir eru eigendur eru óheimildarmemi að því, féð er stolið frá íslenzka þjóð- arbúinu, og mennirnir sem þann verknað hafa framið eru í engu ólíkir þeim sem fara inn í hús náungans til að stela penin.gum, nema því að þeii’ sem geyma féð fyrir vestan eru stærri í sniðum og hafa meira upp úr erfiði sínu en vesælir innbrotsþjófar. Yfirlýsing formaims Framsóknarflokksins hlýtur að vekja fjölda spurninga. Hvað hefm' ríkisstjóniin gert til þess að afla upplýsinga um þetta falda fé? Hafa þessar upplýsingar ef til vill borizt henni upp i hendur án þess að hún leitaði þeirra? Hefði hún ef tii vill helzt viljað vera án þeirra ? Hversvegna eru þessar upplýsingar ekki birtar í stjórnar- blöðunmn ? Því fer formaður Framsóknarflokksins alla leið austur á Homafjörð til að birta þær? Því þegir Tíminn ? í raun og sannleika er öilum þessmn spumingum fljót svarað. Núvefandi ríkisstjóm var mynduð til þess að hilma yfir með þeim glæframönnum, sem eru að svikja fjármimi þjóðarinnar úr höndum hennar og til þess að tryggja sem alira bezt að hún rækti þetta hlutverk, var einn hinn sekasti meðal hinna seku settur á ráðherrastól. En þá vakna aðrar spurningar. Hverskonar vofu-tilvera er það sem formaður Framsókn- arflokksins lifir á vettvangi stjórnmálanna ? Hann fer til hinna f jarstu landshorna til að upplýsa að rík isstjómin viti um hina stórfelldustu f járglæfra sem framd- ir hafa verið á íslandi. Blað hans þegir. Flokkurinn þegir og hiimar yfir. .Ekkert stjórnarblaðanna segh' eitt einasta orð. Öll staðfesta þau meó þögninni að stjórnin ætli að himla vfir þennan verknað, og formaður Framsóknarflokkshis fer bara austur á Hornaf jörð og vitnar. Hvíh'k vimiubrögð! Heldur Hermann Jónasson að hann þvoi sig og flokk sinn livítan með þessari Homaf jarðarför ? Það er ólíklegt, en ef svo skyldi vera. skjátlast honum. Það sem hann hefur gert er að upplýsa að hann sjálfiu’ og flokkur hans ber ábyrgð á ríkisstjórn sem er skjól og skjöldur svindlara og fjár- glæframanna. Það er virðingarvert að hann sýnir þessa hreinskilni, en sú virðing verður skammæ, ef yfirlýsmgin á aðeins að vera misheppnuð tilraun til að þvo vissa memi í Framsóknarflokknum í a-ugum háttvirtra kjósenda. Eða er skýringin á þessu öllu ef til vill sú að formaður Framsóknarflokkshis fái ekki.lengur að skrifa í Tímann, eru völd glæfrastjórnaiinnar svo algjör að hím lialdi um liendina á ritstjóra Tímans og formaimi Framsóknarflokks- ins. Það er að lokum rétt og sjálfsagt að geta þess að Þjóð- viljinn veit með vissu að um áramót voru óleyfilegar inn- stæður í Ameríku 49M>ymillj. dollara eða um 320 millj. kr. Það er vissa fyrir að stjórnin hefur alla stund síðan verið að gefa skjólstæðingum sínum tækifæri til að fela sem mest af þessu fé og ugglaust er ætlunin að bíða enn um shui og láta fela meira og gefa síðan skýrslu þegar nógu lítið er firmanlegt fyrir vestan. BÆ.IABPOSTÍSffl lÉMMIir ?■ I liilÉllÉISll Niðurstaða manna af að anda síðustu dagana Það þykir nú sýnt, að á meðan ekki er úr lagi farið eitt af 5 skilningarvitum Reykvíkinga, sem sé það skilningarvitið, sem tengt er þeffærunum, ’geti elcki komið til mála að hafa stórar fiskimjöls- eða síldarverksmiðj- ur í næsta nágrenni höfuðstað- arins. — Þessi hefur orðið nið- urstaða manna af að anda hér í Reykjavík siðustu dagana — einkum þó í norðaustan átt, þeg ar vindurinn stendur af vei’k- smiðju einni, sem framleiðir nvjöl úr fiskúrgangi á Laugar- nesi. ~k Alit yfirgnæfandi meiri- hlutans Reynsla sú, sem Reykvíking- ar eru nú búnir að fá af téðri verksmiðju, hefur vakið þá til umhugsunar um, hvort ekki muni rétt að bindast samtökum til mótmæla gegn byggingu síld arverksmiðju í Örfirisei', nær- vera hennar hljóti að hafa ó- þægileg áhrif á andrúmsloft þess fólks, sem ekki gengur með biluð þeffæri. — Fróðir menn svara og' sc-gja, að til séu fullkomin tæki sem fyrir- byggi allan óþef af völdum slíkrar verksmiðju. En fólkið treystir varlega fullvrðingum fróðra manna, enda oft fengið slæma reynslu af ýmiskonar tækjum, sem i upphafi voru talin fullkomnunin sjálf. Það er eflaust skoðun yfirgnæfandi meirihlutans, að ekki megi hafa verksmiðjur slíkar sem þær, er hér hefur verið rætt um, í næsta nágrenni höfuðstaðarins. •k Fær ekki efni til að sauma á sig og börn sín ' Kona nokkur hefur sent mér tilmæli um að minnast á nokkur atriði, sem hún telur miður fara í sambandi við skömmtunina á vefnaðarvörum. Kona þessi á fyrir mörgum börnum að sjá, og í fátæktinni hefur hún haft þann vana að sauma öll föt á sjálfa sig og bömin, — En með ríkjandi skömmtunarástandi er henni meinað að gera þetta. Hún getur ekki einu sinni feng- ið efni til að sauma á sig slopp eða svuntu. ~k Réttmæt krafa Þessar ráðstafanir stjórnar- valdanna telur hún að sjálf- sögðu undarlegar, og ennþá undarlegri verða þær, þegar þess er gætt, að ýmsum stór- um fyrirtækjum virðast veittir all ríflegir skammtar, gem þau nota svo til að framleiða úr þeim sloppa, kjóla og allskonar fatnað á vinnustofum sínum. Selja síðan flíkur þessar rán- dýru verði, sem fátækar hús- mæður verða að borga, vegna þess að stjórnarvöldin meina þeim að sauma á sig og sína. Konan telur þetta ástand gjör- samlega óviðunandi, og ég hygg, að flestar húsmæður taki undir þá réttmætu kröfu hennar, að yfirvöldin losi dálítið um á- kvæðin varðandi skömmtun á vefnaðarvöru. * Mótmæli gegn hátíða- höldum í Hljómskála- garðiiium Það er álit margra, að Illjóm- skálagarðurinn sé ekki liinn rétti vettvangur fyrir útisam- komur. Bergmál Vísis birti í fyrradag bréf, þar sem því var harðlega mótmælt, að hátíða- höld 17. júni yrðu höfð þar enn í ár. Eg hef fengið bréf, sem túlkar sömu skoðanir. Hér er glefsa úr því: ...Það kem ur alls eicki til mála að hafa há- tíðahöld þessi (17. júní) í I-Iljómskálagarðinum, þar sem allur gróður er á byrjunarstigi. .... Kunnugur segir mér, að í fyrra (á 17. júní) liafi gróður þarna verið eyðilagður svo nem ur tugum þúsunda að vinnuverð mæti. ...“ En nú vaknar spurn ingin, hvaða staður annar mundi hentugur, því ekki dugar að láta falla niður útisamkomu 17. júní. * Skallagrímur kom frá útlöndum í fyrrinótt. Madonna fór til út- landa í gærmorgun. Islendingur kom af veiðum í gærmorgun og fór til útlanda kl. 1 e. h. Vélskipið Helgi frá Ves*tmannaeyjum kom hingað í gær. Goðoíoss og Vatna- jökull liggja hér á höfninni. Isfisksíilan: 1 ga-r seldi Bjarnar- ey 4924 vættir fyrir 11856 pund í Grimsby. Forseti er nú á leið til Bretlands. 1 fyrradag seldi Elliði 316,2' tonn í Cuxhaven I Þýzka- landi. RÍKISSKIP: Esja kom til Breiðdalsvíkur kl. 10.30 í gærmorgun. Súðin var við Vestmannaeyjar kl. 6 í gærmorgun. Herðubreið, Sltjaldbreið og Þyrill eru í Reylcjavík. Skip S.Í.S.: Hvassafell er i Kotka í Finn- landi. Varg er á lcið til Kópaskers Vard er væntanlegt til Borgarness í dag. Vigör er í Hull. Skip Eimussonar og Zöega: Foldin fermir vörur í Hull í da.g. Vatnajökull , er í Rvík. Lingest- room er á ísafirði. Marleen fór frá Amsterdam í fyrradag tii Reykjavikur. EIMSKIP: Brúarfoss or í Leith. Goðafoss kom til Rvíkur 8. 6. frá Hull. Fjall foss fór frá Leith 9. 6. til Dan- merkur. Lagarfoss kom til Lyse- kil í fyrramorgun 9. 6. frá Leith. Reykjafoss kom til Akureyrar . gærmorgun. Selfoss fór frá Imm- ingham í fyi-radag 9. 6. til Ant- werpen. Tröllafoss fór frá Hali- fax í fyrradág 9. 6. til Rvikur. Horsa fór frá- Leith í fyrradag 9. 6. til Rvíkur. Lynga.i fór frá Ham- ina í Finnlandi i fyrradag 9. 6. til Köge. Rangæingafélagið efnir til skemmtiferðar austur í Rangár- vallasýslu sunnudaginn 13. þ. m. Lagt verður af stað Iré B.S.R. kl. Einn blaðamaður frá Alþýðublaöinu var viðstaddur Kefla ríkurtundinn s. 1. þrið.judagskvöld: Helgi Sæm. — Al- þýöublaðið segir í gær í frétt af fundinum: „Helgi Sæmundsson flutti fyrstu ræðu af hálíu ungra jafnaðamianna og hóf með henni rökræður um innlend og erlend stjórnmál sem lengi mun í minn- um hafðar af fundarmönnum". Úti-arpið í dag: 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20.30 Útvarpssagan: „Jane Eyre“ eftir Charlotte Bronté, X (Ragnar Jóhannesson skólastj.) 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Tveir kaflar úr kvartett op. 18 nr. 4 eftir Beethoven. 21.15 Erindi: Hetjurnar með hirtingarvöndinn (Pétur Sigurðsson erindreki). 21.40 Iþróttaþáttur (Árni Ágústsson). 22.05 Symfónlskir tónleikar (plöt- ur): a) Fiðlukonsert í a-moll op. 47 eftir Spohr. b) Alexander Nevski eftir Prokofieff. Hjónaband. í gær voru gefin saman hér í Reykjavik Sigríður Gísladóttir frá Stóra-Hrauni og Per Krogh verkfrreðingur. Heimili þeirra verður á Akureyri. Hjónaband. í ga-r voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Kolbrún Jóns dóttir (Þarleifssonar listamálara) Blátúni við Kaplaskjólsyeg og Brandur Bryajólfsson, béraðsdóms lögmaður, Barmahlíð 18. Drengjafatastofan opnar í dag nýja sölubúð og vinnustofu að Grettisgötu 6. „Refirnir“, eftir Lillian Hellman, verða sýndir í Iðnó kl. 8 S kvöld. Bláa stjarnau sýnir „Blandaða ávexti" i Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 í kvöld. Skrifstofa héraðslæknls vill vekja athygii á að engln ástaiða er til að óttost skort á bólueíni gegn barna- veilci. Skrifstofa borgarJæJknis, Póst- hússtræti 7, er opin alla virka.dag.t á venjulegum skrifstofutima. Við,- talstími er kl. 10—11. Sími 1200. Handavinnusýnlng Húsmæðra- skóla Reykjavíkur verður opin kl. 10—22 í dag. Næturakstur i nótt: Lifla bílstöð- in — Sími 1380. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. KBOSSGÁTA NK. 52. Lúrétt, skýring: 1. Þrautin, 4. kað- all, 5. húsdýr, 7. hljóma, 9. óðagot, 10. farvcgur, 11. tímaskerðing, 13. mastraútbúnaður, 15. fisk, 16. líf- gjafi. Lóðrétt, ráðning: 1. vá, 2 .sár, 3. hljóð, 2. næði, 3. kemst, 4. slóttug dýr, 6. þvottaefni, 7. með st'uttu miilibili, 8. það, sem menn fá eftir rika frændur i Ameriku fþf.), 12. óskert, 14. gott að hafa á hendi, 15. utan. Lausn á krossgátu nv. 51. Lárétt, ráðning: 1. Vísir. 4. fá, 5. æf, 7. arg, 9. nóg, 10. afl, 11. nót, 13. ró, 15. ái, 16. lausn. Láðrétt, ráðning: 1. vá. 2. sár, 3. ræ, 4. tónar, 6. faldi, 7. agn, :J. gat, 12. ólu, 14. ól, 15. án. Veðrið í dag. Faxaflói: Aust- an kaldi, síðar stinningskaldi. Dálítil rigning. Ileimilisrltið er nýlcga komið út og er það apríl heftið. Efni: For- vitni, smásaga eftir Jón H. Guð- mundsson; Paganini rennusteins- ins, frásöguþáttur eftir Ben Hecht: Álagadómar, smásaga eftir Ralph Smith; Hvernig hægt er að auka lestrarhraðann; fcannleikurinn, framhaldssaga eftir Rudyaid Kip- Framhald á 7, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.