Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 1
13. árganRur. Föstudagur 11. júní 1918. HneyhslanlegasSi viðskip&asamningnr nklssfiémarinnar: 128. töiublað. S.ie krefst vopna- valds fyrir öryggisráðið • Trygve Lde, aðalritari SÞ, hélt ræðu í gær í Harvardhá- skóla í Bandaríkjunum. Krafð- ist hánn þess, að öryggisráðið fengi þegar í stað umráð yfir fámennu, vopnuðu liði til að fylgja eftir samþykktum sínum. Sagði Lie, að þetta væri nauð- synleg bráðabirgðaráðstöfun, meðan hermálanefnd SÞ hefur ekki komið sér saman um end- anlegan herstyrk SÞ. . f FÍMssÉfénsfM geltai* Ilretuiti síMarelfra fyrlr ©5 sterlingspamd Éemisié? þegaF liœgt er ssé selfa á 130 sterlingspmid tll ineginlands- tns og norgjka stjórnln krefst 110 pnnda (sif > ' hennar m að sett fram við Fnllvíst að Clottwald verður forseti Fullvíst er nú talið, að Gott- wald verði kjörinn forseti Tékk óslóvakíu, er þingið kemur sam an til forsetakjörs 14. þ. m. í gær samþykkti miðstjórn Þjóð fylkingarinnar einróma að mæla með Gottwald við þingið. Fyrsti fimdur hins nýkjörna þings var haldinn í gær og var einn af þmgmönnum sósíaldemo krata kjörinn forseti þess. Eíkisstjórnin hefur nú meðgengið þann verkn- að, sem nýlega var sagt frá hér í blaðinu, að hún væri að undirbúa. Hún hefur selt Bretum 13 þús smálestir af síldarolíu á 95 sterlingspund smálestina fob. í tilkynningu sinni viðurkennir ríkisstjómin að með þessu sé hún að undirbjóða Norðmenn, sem heimti hærra verð. Skal nú gang- ur þessa máls rakinn, því hér er um að ræða eitt mesta hneyksli, sem gerzt hefur í stjómmálum íslendinga. 1 febrúar hafði rikisstjórnin samið við Breta rnn að selja þeim allt að 13 þúsund tonn af síldarolíu fyrir 5 sterlingspund- / um lægra verð frítt um borð á íslandi, en Norðmenn seldu hvalolíuna komna í höfn í Bret landi. — Þessi samningur var að visu tjón fyrir Isl., hvað það snertir, að það er óþarfi að lækka sig niður í verð Norð- manna, meðan til eru mögu- leikar á að selja síldarolíu til meginlandsins fyrir allt að 130 sterlingspund, —- en þangað vill enski feitihringurinn, Uni- lever, ekki lofa íslendingum að selja, og ríkisstjórnin er undar- lega hlýðin fyrirskipunum hans. Hinsvegar var það þó heiðar- legt við þennan samning að ís- land ætlaði elcki að undirbjóða Noreg, því þessi 5 punda mis- munur er eðlilegur munur vegna fragtar og gæðamunar. Þó hafði það reyndar verið reynslan undanfarin ár, að Is- lendingar höfðu haft forgöng- una í að hækka verðið og pína einokunarhringinn til þess að borga hærra, með því að hag- nýta sér samkeppnina frá meg- inlandinu, en Norðmenn hofðu komið í humátt á eftir. Það var því eins og að Island afsalaði sér forustunni í hagsmunabar- áttu fiskimanna við einokunar- hringinn mikla og léti sér nægja að fylgja Norðmönnum, en léti þá um baráttuna. — En það var þó að minnsta kosti drengilegt að ætla að fylgjast að með frændum vorum sem fóstbræður og láta eitt yfir Vesbnannaeyingar vilja íí tvo nýja togara Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var samþykkt í einu hljóði að reyna að festa kaup á tveimur af þeim tíu togurum, sem rík- isstjórnin nú hefur samið um smíði á í Bret- landi. <a báða ganga. Norðmenn byrja svo sina baráttu við einokunarhringinn brezka. Norska stjórnin á í vök að verjast í þeirri baráttu. Brezki hringurinn hefur kverka tök á hvalveiðaflota og síldar- verksmiðjum Noregs, sökum þess að hann. ræður miklum hluta af hlutabréfum þessara fyrirtækja. Hringurinn ætiaði sér að halda verðinu á hvalolíu í 90 sterlingspundum og arð- Framhald á 7. síðu. Samningaumleitanir á Rédos um sættir milli Araba og Gyðinga Bemaílotte greifi, sáttaserajari SÞ í Palestimi mun, er vopnahlóð í Palestínu er komið til framkvæmda, hef ja sátta- nmleitanir milli Gyðinga og Araba. Sáttafimdirnir verða haldnir á grísku eyjuimi Ródos í Tylftareyjimi. Vopnahléð í Panestínu hófst kl. 6 í morgun. Þegar í gær höfðu hersveitir Israelsríkis, Egyptalands og Transjordan fengið fyrirskipun frá yfirher- stjómum þessara landa um að hætta bardögum á slaginu sex. Vopnaviðskipti héldu jó áfram í gær víðsvegar i Falestínu, en engar meiriháttar breytingar urðu á stöðu herjanna. Flug- vélar ísraelsríkis gerðu árás á birgðastöðvar í Líbanon í gær. Fregnir bárust af því í gær, að Stemflokkurinu í ísraelsríki liefði neitað að halda vopna- hléð og að Shertog utanríkis- ráðherra væri farinn á fund fyr irliða flokksins til að fá þá of- an af þessari ákvörðun. Bæði Gyðingar og Arabar hafa lýst yfir, að þeir muni þeg- ar hef ja liernaðaraðgerðir á ný, ef hinn aðilinn rýfur vopnahléð. Litlar Iíkur á, að sættir taldst Vonir manna um, að sættir takist með Gyðingum og Aröb- um þær fjórar vikur, sem vopnahléð á að standa, eru frek ar daufar. Arabar neita öllum viðræðiun á öðrum grundvelli en þeim, að ísraelsríki verði lagt niður, en það taka Gyðing ar auðvitað ekki í mál. Frétta- ritarar í Lake Success segja, að þótt mönnum hjá SÞ finnist Framhald á 7. síðu. Marshall-stáliS fer til vígbimaðar Bandaríkjanna Bandariska aðstoðin til Evrópu verður skorin niðuv vegna fyrirhugaðrar aukningar bandaríska loftflotans og ann - arra greina landvarnanna, segir Glen N. Craig, aðstoðarforstjóri í iðnaðardeild Marshalláætlunar innar. Niðurskurðurinn lendir, eftir því sem Craig segir, á al- uminum, stáli, kopar og öðrum vörum, þar sem þörf Bandaríkj anna fyrir þær vex mjög við hervæðinguna. Bandarikjaþing samþykkir herskyldu Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkti í gær frum- varp um almenna serskyldu. Er Framhald af 8. siðu. SiglíirSinpr vilja íá nýjan Frá fréttaritara Þjóðviljans Siglufirði í gær. Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar í dag var samþykkt að fela bæjarstjórn að sækja um fyrir bæjarins hönd um 1 af þeim 10 togur- um sem ríkisstjórnin hefur nýlega samið um smíði á í Englandi. Siglufjarðartogarinn Elliði seldi í Þýzkalandi i gær 317 tonn fyrir 12.600 sterlingspund og er það nœstmesta fiskimagn sem togari af þessari gerð hefur selt í Þýzb». Iandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.