Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.06.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. júní 1948. ÞJÓÐVILJINN 7 JV 17 Lögfræðmgar Áki Jakobsson. og Kristján Eiríksson, Klapparstíg 16, 3. hæð. — Síœi 1453. I Ragnar Ólafsson hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endur-i ekoðandi, Vonarstræti 12. Sími' 5999. Falestína Framhald af 1. síðu. litlar líkur á að sættir takist, þá sé það þó ekki alveg útilok- að, eins og virtist fyrir skömmu. Til allhvassra orðaskipta kom í öryggisráðinu í gær, er Gromiko, fulltrúi Sovétríkjanna flutti boð stjórnar sinnar um að leggja til nokkra af eftirlits- mönnunum með vopnahléinu í Palestínu. Taldi bandaríski fult tríúnn boðið óþarft. ís- Húsqögn - karlmannaföt Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmannaföt og margt fleira. Sækjum — send- um. SÖLUSKÁUNN Klapparstíg 11. — Sími 2926 Nýja ræstingarstöðin Sími: 4413. Við gjörhreinsum íbúð yðar I hólf og gólf. oérstök áherzla lögð á vinnu- vöndun. Höfum næga menn til P-rtankvæmda á stærri verkum, s. s. skrifst., skólum, verksmiðj- um o. fl. Tökum einnig að okk- ur verk í nærliggjandi sveitum og kauptúnum. PÉTUR SUMARLIÐASON iasteignir Ef þér þurfið að kaujia eða selja fasteign, bíla eða s«ip, þá talið fyrst við okkur. Viðtals- tími 9—5 alla virka daga Á öðr um tima eftir samkomulagi. Fasteignasölumiðqtöðin ^Lækjargötu 10 B. — Sími 6530. Kaffisala Munið Kaffisöluna Hafnar- Btræti 16. Ullaztusknr Kaupum hreinar ullartuskur Baldursgötu 30. mmaa Skíðadeild K.R. Sjálfboðavinna við skáiann á Skálafelli um helgina. Fario kl. 2 á laugardag frá Ferðaskrif- stofunni. Skíðadeild K. R. Hneykslanlegasti viðskiptasamning- ur ríkisstjórnarinnar Framhald af i. siðu. ' lendinga ráku á eftir því að ræna þannig norska fiskimenn haldið væri háu verði. og norsku þjóðina. En norska stjórnin setti lágmarksverð á hvalolíuna, 110 sterlingspund, og hófst nú baráttan. Ekkert var auðveldara fyrir Islendinga en að halda liér norrænt fóstbræðralag í barátt- unni gegn hinum engilsaxneska okurhring. Islendingar þurftu ekki að biðja Breta að kaupa braðfrysta fiskinn, þvi hann var seljanlegur fyrir ábyrgðar- verð á meginlandinu. Sílda.rolí- una var hægt að selja á hærra verði ca. 105—110 pund, með því að seija hana til meginlands ins — og íslendingar eru utan við matvælastofnunina, Com- bined Food Board, sem Norð- menn eni í, svo ísland var alveg óbundið fyrirmælum hennar um kvótaskiptíngu feitiframleiðsl- unnar. Og allir hagsmunir Is- FARFUGLAR Ferð í Þórisdal um helgina. Laugardag ekið i Brunna og gist þar Sunnudag ekið upp á Kaldadal og gengið í Þórisdal og á Þórisjökul. Farmiðar seld- ir' í kvöld kl. 9—10 að V.R. Nefndin. Fezðaiélag íslands ráðgerir að fara f jórar skemmti ferðir um næstu helgi. Flugferð til Vestmannaeyja. Lagt af stað klukkan tvö á laugardag, komið heim sunnudagskvöld. Á sunnu daginn til Gullfoss og Geysis, til Þorlákshafnar, Selvogs og Strandakirkju og loks göngu- för á Keili og Trölladjmgju. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni í Túngötu 5 og er fólki ráðlagt að taka farmiða snemma. Bæjarfréttir Framhald aí 4. síöu ling; Amontillado, smásaga eftir Edgar Allan Poe; Bg mun aldrei gleyma þér, sönn frásaga eftir A. J. Hodges lækni; Morðið í Kletta- víginu, framhaldssaga, o. fl. Raimsóknariögreguna vantar rltni. Um kl. 16.15 i gær var ekið á bifreiðina S N 2672, sem stóð á Tryggvagötu skammt frá kaffi- vagninum. Er talið sennilegt að vörubifreið hafi ekið aftan á hana. Bifreið þessi er eign sænsks ferða manns er hér dvelur og varð hún fyrir skemmdum við áreksturinn. Rannsóknarlögreglan biður þá sem kynnu að hafa verið staödir þarna og séð ákeyrsluna, að taia við sig nú þegar. Umsjónamaður MelasUólans bið- ur þess getið að tilgar.slaust sé að hringja i sirna skólans vegna bólu- setningar gegn barnaveiki. Upp- lýsingar um bólusetningu eru að- eins veittar i síma 2781 (Berkla- varnastöðin). Skrifstofa stúdentaráðs verður opin í sumar þriðjudaga og föstu- daga kl. 5—7. Simi 5959. Enginn hlutur rak því lenzku ríkisstjómina tii að sker ast úr leik og vega aftan ao Norðmönnum. Þvert á móti skyldu menn ætla eftir allt, sem þessi ríkisstjórn liefur sagt um að íslenzk vara væri elcki sam- keppnisfær erlendis að fram- leiðsluverð Islendinga væri of hátt, að Norðmenn m.vndu ,slá okkur út“, — að hún gripi feg- inshendi tækifærið til að standa með Norðmönnum í bar- áttunni. En hvað skeður, meðan Stef- án Jóliann, Bjarni Ben. og Eysteinn halda skálaræðurnar fyrir norrænni samvinnu og sér- staklega bræðraböndunum við Noreg? Ríkisstjórnin senvur \ið Breta um að selja þeim 13000 tonn af síldarolíu á 95 sterlingspund fyrir tonnið. Ríkisstjómin hag- ar sér þannig eins og verkfalls- brjótur, undirbýður um 10 sterl ingspund, meðan uorska rikis- stjórnin hinsvegar hefur enn samkvæmt viðtali Morgunblaðs ins \ið Ólaf Thors í gær, ekki slakað um hársbreidd frá kröf- um sínum. Þessi fyrirlitlegi verknaður ísienzku ríkisstjórnarinnar er ekki aðeins smán út á við, held- ur og skaði inn á við. Það kemur nú í ljós að alLt, sem ríkisstjórnin hefur boðað þjóðinni alla sína hundstíð: að verð á íslenzkum afurðum væri allof hátt og yrði að lækka (sbr. sérstaklega greinar Bj. Ben. í Mbl. í fyrrahaust) er blekking \ið þjóðina og raun- verulega annað verra: Það er áróður í þjónustu erlends ein- okunarhrings, til þess að fá ís- lendinga til þess að lækka sínar vörur svo hringurinn geti grætfc meira og nofcað íslendiliga itil þess að læklia- vörur annarra þjóða. I London situr miijarða- hringurinn Unilever. Aðferð- hans til að drottna er að pína fiskimenn Islands, Noregs, Fær eyja og annarra landa til að- undirbjóða hver annan á víxl. Hringurinn reynir að tryggj?. arðránsaðstöðu sína ennfremuv meo því að eignast sína ágenta innan viðkomandi landa. Hann hefur þá í Noregi i krafti f jár- hagslegra ítaka sinna í norsk- um síldarverksmiojum og hval- veiðiskipum. En norska ríkis- stjómin hefur reynt að hamla upp gegn þessum ítökum og yf- irgangi. En hvernig fer brezki hring- urinn að eignast agenta á ís- landi? Og hvemig stendur á að íslenzka, ríkisstjórnin skuii reka. erindi hans gegn hagsmunum íslenzkra fiskimanna? Það eru rannsóknarefni l'yr- ir íslenzku þjóðiha. Og því er farið svo laumu- lega með þennan samning að hann er aldrei lagður fyrir stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins og aldrei fyrir utanríkis- málanefnd, — heldur tekur rík isstjórnin eign fiskimanna með valdboði og selur að þeim for- spurðum fyrir lægra verð en fáanlegt er. Ef til vill verður einiiverjum á að hugsa: Meðan valdhafar þjóðarinnar selja vörur þjóðar- innar þannig undir fáanlegu verði, er auðséð að hrásildar- verðið er enn ekki orðið nógu hátt og kaupið enn of iágt, — því fyrst þessir valdhafar haga sér svona, þá er það auðsjáan- lega ekkert annað en nógu hár framleiðslukostnaður til fiski- manna. og verkalýðs, sem getur knúð þá til þess að selja heiðar- lega. Það er athugunarefni líka. Djurgarden vann Fram I EGG Daglega ný egg soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. Samúðarkort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir , fást hjá slysavama- deildum um allt land. 1 Reykja vík afgreidd í síma 4897. 1r ’ Í.R.R l.B.R. F R.í. JleRord Búóitiqs- duft ’i-i-i-H-ni-H-I-l-H-I-I-i-I-I-I-H-i- 17. júní mótið í frjálsum íþróttimi fer fram á íþróttavellinum dagana 17. og 18. júní n. k. Keppt veröur í þessum greinum: 17. júní: 200 m., 800 m. og 5000 m. hlaupi, hástökki, kúlu- varpi, spjótkasti og 1000 metra boðhlaupi. 18. júní: 100 m., 400 m„ 1500 m. hlaupi, 110 m. grindahlanpi, stangarstökki, kringiukasti og 4x100 m. boohlaupi. Öllum fé- lögum innan F.R.l. er heimii þátttaka. Valið verður í iands- keppnina við Noreg af þessu móti. Þátttaka tilkynnist stjórn um undirritaðra félaga fyrir 12. júní. — GHniufélagið Ármann íþróttafélag Reykjavíkur Knattspymufélag Reykjavíkur Framhald af 3. síðu. Nýström sá maður ekki svo mikið til, enda furðu lítið not- aður. Framarar héldu ekki út nema vel hálfan leik, enda varla við því að búast með öllum þess um lilaupum. Sæmundur var bezti maður liðsins. Haukur Antons var nokkuð góður, og Haukur Bjama, en hann á til að gleyma miðherjaniim. Sem lið féll það aldrei vel saman, en hver mað- ur sýndi dugnað og vilja meðan þolið entist. Áður en leikur hófst ávarpaði formaður Knattspyrnusam- bandsins Svíana, og bauð þá velkomna. Fararstjóri þeirra ávarpaði einnig áhorfendur og keppendur, og lét í ljós ánægju sína yfir þvi sambandi sem væri að komast á milli Svíþjóðar og Islands. Áhorfendur voru margir. Dómari var Guðmundur Sig- ursson. Aiiglýsenáir athugið Æuglýsingar sem hiriast eiga í blað- inu á sunnudögum í sumaz þurfa að vera komnar til biaðsins fyrir kl. 7. e. h. á föstudögum. rú Maðurkm minn Þórður Magnússon Hlíðarenda Ölfusi verður jarðsettur laugardaginn 12. júní. Athöfnin hefst að heimíli hins látna kl. 1. e. h. Bílferð verður frá Ferða- skrifstofunni kl. 10 f. li. Fvrir mína hönd og annarra vandamanna Kristíu Baldvinsiíóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.