Þjóðviljinn - 20.07.1948, Blaðsíða 6
c
ÞJÖÐVILJINN
Þriðjudagur 20. júlí 1913
23.
(Söguleg! yiirlit)
Tamleitununum varð ljóst að þeir höfðu ekki hugsað sét’
neinn alvarlegan samning við Sovétrikin, enda stefndu
Bretland og Frakkland að öðru markmiði, er ekkert átti
skylt við vernd friðarins og baráttu gegn friðrofi.
3. Hin læsvíslega ætlan Breta og Frakka var sú að gera
Hitler Ijóst að Sovétríkin ættu enga bandamenn, þau
væru einangruð og honum væri óhætt að ráðast á Sovét-
ríkin án þess að eiga á hættu mótspyrnu af hálfu Bret-
lands og Frakklands.
Þegar þessa er gætt þarf engan að undra að samkomu-
lagsumleitanir Bretlands og Frakklands annarsvegar og
Sövétríkjanna hins vegar mistækjust.
Að sjálfsögðu kom það engum á óvænt að samningar
tókust ekki. Það var orðið atigljóst að fulltrúar Vestur-
veldanna ætluðust til þess að samkomulagsumleitanirnar
misfærust, það var hiuti af falsleik þeirra. Það var stað-
reynd að samtímis hinum opinberu samkomulagsumleit-
unum við Sovétríkih, áttu Bretar i leynisamningum við
Þý/kaland ofl lögðu mun meiri áherzlu á þá samninga.
Aðalmarkmið Vesturveldanna með samkomulagsum-
leitunum í Moskva var að friða almenning heima fyrir og
blekkja þjóðirnar sem verið var að draga út i stríð. En
samkomulagsumleitanir Breta við Hitlerstjórnina voru
alis annars eðlis.
Markmiði samningsumleitana Bretiands og Þýzkalands
var ótvírætt lýst með orðum Halifax lávarðar, brezka
utanríkisráðherrans, sem leitaði opinskátt hófanna hjá
Hitlersstjórninni samtímis því að undirmenn háns sátu
vð samningsborð í Moskvu. I veizluræðu i Royal Institute
of International Affairs 29. júni 1939 lýsti hann sig al-
búinn til samkomulags við Hitlers-Þýzkaland um öll þau
mál er „nú valda mannkyninu kviða.“ Hann sagði:
„Við slíkar nýjar aðstæður gætum vér athugað
nýlendumálin, hráefnavandamálið, hugmyndina um
lebensratim, takmörkun vígbúnaðar og hver þau mál
önnur er snerta lif allra evrópskra borgara.“*
Ef vér minnumst þess hvernig ihaldsblaðið Daily Mail,
-sem var nátengt Halifax, skýrði hugmyndina Lebensraum
þegar 1933, er það ráðlagði Hitler að hrifsa lebensraum
frá Sovétrikjunum, getur ekki minnsti vafi leikið á þvi
hvað Halfax átti raunverulega við. Þetta var beint tilboð
til Hitlers-Þýzkalands um að gera samkomulag um skipt-
ingu heimsins í áhrifasvæði, tilboð um að ráða öllum
málum til lykta án Sovétríkjanna og að mestu leyti á
kostnað Sovétríkjanna. ..
Þegar í júní 1939 hófu brezkir fulltrúar mjög leynilega
samkomulagsumleitanir við Þýzkaland ,með ráðgjafá Hitl-
ers um fjögurra ára áætlunina, Wohltat, Sem þá vai’ í
Berlín, að meðalgöngumanni. Hann ræddi við verzlunar-
ráðherrann Hudson og nánasta ráðgjafa Chamberlains,
G. Wilson. Innihald þessara júniviðræðna er. enn grafið i
skjalasöfn utanrikisráðuneytisins. En í júli kom Wohltat
öðru sinni til London og voru þá samningaumleitanir
hafnar að nýju. Það sem fram fór i þessari anharri lotu
samningsumleitananna er nú vitað af þýzkum skjölum,
sem eru í vörzlu sovétstjórnarinnar ,og verða birt innan
skamms.
Hudson og Wilson lögðu tll við Wohltat og síðan við
'þýzka sendiherrann í London, Dirksen, að lcynisamningar
hæfust um víðtækt samkomulag,.e.r ættu að riá yfir skipt-
ingu alls heimsins í áhrifasvæði og útrýniingú himjar
*) „Speeches on F*oreign Policy", by Viscount Halifax,*Ox-
ford University Press, Uondon 1940, bls. 296.
Louis Bromfield
23. DAGUR.
„Er úti um hann?“ spurði önnur rödd.
„Það er úti um liann“
„Veslings Sam. Og í kvöld var hann einmitt að
tala um að hætta fyrir fullt og allt“.
Ein röddin hvislaði. „Hver gerði það?“
„Og þú veizt fjandi vel hver gerði bað“,
„Dago Tony?“
„Auðvitað. Þeir fóru eins með Dusty Moran . .
gegnum bílglugga. Þeir hljóta að hafa beðið eftiv
honum í götunni".
„Helvítis kvikindin!"
„Ja, hann verður ekki kallaður heppni Sam oft-
ar!“
Það heyrðist að verið var að mola ís, og svo
kom fyrsta röddin aftur „Það blæddi úr honum
eins og skornum grís“.
„Jamm. Ein kúlan hlýtur að hafa hitt hann i
stóru slagæðina".
„Gvöð! Það var hryllilegt!"
Þá heyrðist að glas var sett á bakka,
„Það er bezt þú farir út með vatn i fötu. Við kær-
um okkur ekki um að hægt sé að rekja sporiti
hingað“.
„Hvað ætlarðu að gera við hann?“
„Ja, hann er nú ekki dauður ennþá“.
„Nei . . . en á eftir?“
„Við getum farið með hann í bílnum hans HarrL
og hent honum úr einhversstaðar i Brox, eða við
ána kannski. Það er hægt að losa sig við hann
hvar sem er í svona veðri“.
„Þeir halda þá bara að hann hafi verið drepinn
á staðnum".
Frank birtist allt í einu í dyrunum, gekk til Jim
Towners og setti viskýið á borðið fyrir fi’aman harni.
Jim leit upp og spurði: „Hvað er að?“
„Það er ekkert að. Það var náungi sem datt nið-
ur stigann og særðist á hausnum“.
Jim setti tvo dollara á borðið og sagði: '„Það
passar“. Hann spurði ekki fleiri spuminga vegnu
þess að hann var ringiaður og var ekki viss um
hváð hann hefði heyrt.
Maður gekk eftir ganginum með kúst, klúta og
vatnsfötu.
Frank spurði: „Var það nokkuð meira, lxerra
Towner?"
„Nei“.
Frank sneri sér við og fór út úr herbergínu, og
utari frá anddyrinu heyrðist nuddhljóð.
Hann kveikti sér í sígarettu sem bragðaðist illa
óg saup aftur á, gleymdi hinu ruglingslega samtali^
og nuddhljóðinu fyrir kvíðanum sem hugsunin um
MeTboume vakti ævinlega hjá honum.
Hann reyndi að hugsa um eitthvað annað en Mel-
bourn, reyndi eins og barn að stjaka burt minning-
unni um hann, eins og hann gæti afmáð Melbourn
sjálfan með því móti. Hann reyndi aftur og aftur að
fá sig til að trúa því að það væri í rauninni ekkert
STUNDIR
alvarlegt samband milli Fanneyjar og Melbourns, en
eitthvað innst*inni í honum vildi ekki leyfa honum
að trúa því, svo að hann gat ekki bælt kvíðann niður.
Hann hataðist við sannleikann, fremur vegna þess
að hann kom honum i hlægilega og ókarlmannlega
aðstöðu, heldur en af noklcurri afbrýðisemi. Honum
var í rauninni öldungis sama um það hvað Fanney
aðhafðist á meðan hún balcaði þeim ekki báðum al-
menningsumtal, en hann vissi að heiðarlegur maður
varð að gera eitthvað til þess að vernda sóma sinn og
konu sinnar, og hann vissi ekki hvað það ætti að
vera.
Hann hafði aldrei minnzt á þetta við Fannevju,
enda var það, sagði hann við sjálfan sig, ekki þess
háttar atriði. sem hægt væri að tala kæruleysislega
um eins og veðrið, og árum saman höfðu þau Fanney
MUIIJMIIIillllliHHIJIIIIJiJHMIIIIlllllUimHmjlllllJlllUIMilJll]
miiiHimiiiiiiiiiiiiiJitJiiimiimmiiiimimiiiiiimmiiiimmii
Bogmennirnir
tíngluigasaga um Hróa hött og
félaga hans — eftir
------- GEOFREY TREASE -----------------------
Ekki var Sherwoodskógur óslitinn
myrkviður. Víða uxu eikurnar gisið, og
skógarsvörðurinn var þar þakinn mosa
og vaxinn grasi. En víða voru líka þyrp-
ingar stærri beinvaxinna trjáa — og
sumstaðar-uxu furumar og önnur bar-r-
tré svo þétt, að engum var fært um að
komast. Stundum urðu allstór rjóður á
vegi hans; þau voru þéttvaxin burkna,
hnéháum eða meir. Sífellt breyttist það,
sem fyrir augu bar, engir tveir staðir
voru hvor öðrum líkir.
Ein eða tvær götur, hálfgerðir troðn-
ingar í sendinn jarðveginn, lágu
þvert um skóginn. Þær varð hann að
forðast öðru fremur. Um skóginn lágu
einnig „reiðbrautir“, grasi vaxnar og'
breiðar, eins og skurðir um skóglendið.
Ekki mátti hann nálægt þeim vera að
degi til, — ef hann vildi komast hjá því
að mæta skógarvörðum í eftirlitsferð.
Senn leið að aftureldingu. Hann gaf
hinni fölu dagsbrún gætur; hún þokaðist
UPP fyrir sjóndeildarhringinn að baki
honum. Hann varð feginn því að hafa
haldið áttunum. Oxton var í austurjaðri
skógarins; hann stefndi í gagnstæða átt
—:_inn í skóginn.
Hann sneri nú af reiðbrautinni og inn
í kjarrið. Hann fór eins hljóðlega oghon-
um var unnt og sneiddi hjá öllum rjóðr-
um. Svo illa. gat viljað til, að einhvér sæi.
hann ef hann legði leið sína þvert um
þau.
.Sársvangur var hann, en hann kom
ekki niður hafrakökunni; hún var svo
þurr. Hann gat ekk tekið sér bita, fyrr
en hann fyndi læk og gæti drukkið. Ekki
árseddi hann að kveikja eld. Reykurinn
gæti .vísað á hann. - -