Þjóðviljinn - 20.07.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1948, Blaðsíða 4
1 ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 20. júlí 1948 þlÓÐVIIJINM Útgefandl: Saraeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Óiafsson, Jónas Ámason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- etíg 19. — Slmi 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Prentsmiðja I’jóðvlljans h. f. Sósíalist&flokkurLnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Þé það kosti stríð? Er nú stríðið að skelia á, ætla þeir nú að fara að berjast? Þannig er spurt á strætum og gatnamótum, og svörin, þau eru ugglaust margvísleg, en þegar á allt er litið, spurningar og svör, verður niðurstaðan ein og hin sama, flestir virðast álíta stríð nauðsjm, sem ekki verði umflúin. Þegai’ þannig er hugsað er vissulega tímabært að staldra við og gefa sér tima til að athuga rök málsins og rej'na að gera sér þess fulla grein hvort hag mannkynsins, er svo komið, að stríð hljóti að koma, ef ekki í dag þá á morgun. Fyrst verður manni á að spyrja, Hverjir vilja stríð? Eru það þeir sem á tímum stríðsins eiga að líða og þjást, þeir sem eiga að missa heimili, ástvini, heilsuna, lífið og limina, eitthvað af þessu eða allt þetta, og allir vita að slíkt er hlut- skipti þeirra, sem í stríðslöndum búa. Ekki þarf að velta því fyrir sér að þessi stóri hópur vill ekki stríð, hugsunin um stríð er þessu fólki ægileg martröð. Það er naunxast hægt að ætla nokkrum manni það að hann í raun og sannleika vilji stríð, undanskiidir eru þó aðeins hrein- ir og beinir glæpamenn, en það værí "of mikil svartsýni að gera láð fyrir að þeir hefðu slík völd í heiminum að þeir gætu ráðið hvort friður helzt eða ekki. En hvað er það þá sem ræður úrSlitum, hvað veldur, að allir gera ráð fyrir að það geti orðið sem enginn vill? Eru mennirn- ir ekki herrar þróunarinnar í sínum eigin málum? Það er sagt að við búum við fullkomið lýðræðisskipulag og að Jýðræðið sé okkur í blóð borið. En er þetta svo i raun og Eannleika? Búa hinar marglofuðu vestrænu þjóðir við fullkomið lýðræðisskipulag ? Við skulum líta aftur í timann. Eftir stríðið frá 1914—18, var rikjandi borgaralegt lýðræði í löndum eins og Italíu og Þýzka- landi, með öllum Jiess miklu kostum, og öllum þess miklu tak- rnörkunum. Verkalýður þessara landa leit svo á að tími væri til kominn að hindra einstaka auðmenn í að hirða svo veruleg- an hluta af arðinum, er vinnan skapaði, sem raun bar vitni. Ho.num virtist hagsmunir þessara herra gætu krafizt rýrrar at- vinnu og lélegrar afkomu fyrir fjöldann, að þeir gætu jafnvel krafizt stríðs við aðrar þjóðir. Þessi verkalýður hefði því breytt hinu þýzka og italska þjóðfélagi i sósíalistisk þjóðfélög ef hið borgaralega lýðræði hefði verið i heiðri haft. En auðmenn Þýzkalands og Italíu voru á öðru máii, þeir litu svo á að aðstöðu sína yrðu þeir að verja hvað sem það kostaði. Þeir höfðu ríkisvaldið og áróðurstækin raunverulega í sinni hendi, og þegar þeim var íjóst að þeir myndu verða sviftir arð- lánsaðstöðunni, á löglegan hátt, sa'mkvæmt leikreglum hins þorgaralega lýðræðis þá köstuðu þeir hinu bergaralega lýðræði fvrir borð, það var upphaf fasismans, fj'rsti þátturinn í undir- búningi síðustu heimsstyrjaldar. Það er mikil hætta á að þessi saga endurtaki sig. Auðmenn auðvaldsþjóðfélaganna munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að hindra þróun til sósíalismans. 1 þeirra aug- nm er týðræði aðcins tæki til að verja þá aðstöðu, sem þeir hafa, sé hætta á, að tækið snúist í hendi þeim munu þeir vissulega reyna að kasta því fyrir borð, áður en það ynni auðsöfnunarað- stöðu þeirra geig. Ný fasistaalda ríður yfir, stríðsundirbúningur hefst. Það er þetta sem nú er að gerast í heiminum. Það er þetta sem ógnar friði og farsæld, það er sú staðreynd, að aðstaða auðmannanna til auðsöfnunar er þeim dýrmætari en lýðræðið, þess vegna verja þeir hana, hvað sem það kostar, þó að það kosti stríð við þær þjóðir, sem icomið hafa á lijá sér sósíalistisku hagkerfi. V BÆ J AHjPOStiRI \! N Engin sigin „sleppa“ „Áttu nokkra signa ,,sleppu“ núna ?“ sagði kona ein í gær- morgun við manninn, sem sel- ur fisk úr vagni útá Óðinstorgi, og maðurinn sagðist því miður ekki hafa neina signa „sleppu'- núna. Konan hélt áfram með mjólkurbrúsann sinn og lét um leið í Ijós þá skoðun sína, að -íslenzkt fiskát væri á glötunar- vegi. — „Það er nú fleira fisk- ur en sigin grásleppa", sagði þá maðurinn, en konan svaraðí ekki, því hún hafði annað við tímann að gera en hefja rök- ræður á þeim stað þar sem ekki var sigin grásleppa. ★ Erfiðleikar Eg spurði manninn, hvort mikið væri uppúr því að hafa að selja fisk úr vagni á torgi. Maðurinn sagði, að lítið væri uppúr því að hafa. „En það fæst hvergi leigt fyrir fiskbúð", sagði hann. „Enginn vill hafa fiskbúð í húsi sínu. Og maður fær eklci heldur að byggja — bæjar- stjórnin bannar manni að bvggja sér fiskbúð. Fyrir nokkru sótti ég um leyfi til ’að byggja fiskbúð í Kleppsholti. Þar hefði allt orðið „komplet", kæliklefar, flísalagt gólf, sem sagt allt „komplet", en bæjar- stjórnin sagði nei. Þetta var ekki nógu stórt, sögðu þeir. Eg skil ekki hvað þeir meina. Sem stendur er fiskur seldur í þremur timburskúrum i Kleppsholti, — fjalagólf, cngir kæliklefar, ekki neitt.“ ★ Tvö sporðstykki „Hvort er þetta of salt eða of dauft lijá þér núna?“ spurði önnur kona og benti á blautan saltfisk og maðurinn svaraði: „Alveg mátulegt“. — Konan ætlaði að fá tvö sporðstykki, en kærði sig ekki um sjálfa sporð- ana. Maðurinn skar þá af, — fór síðan í bunka af gömlum dagbiöðum ,tók þaðan einn Þjóðvilja og pakkaði saltfiskn- um innan i Bæjarpóstinn. — Þegar konan var búin að borga, sneri maðurinn sér aftur að mér og sagði: „Nei, þeir eru svosem ekki að klóra okkur, þessum minni fisksölum, undir eyrunum, kallarnir þama í bæj- arstjórninni — ekki aldeilis að gera okkur hægara fyrir.“ Gott á Óðinstorgi Síðan fræddi hann mig um ýmislegt varðandi fisksölu. Það er ekki sama, hvar maður selur fisk. Það er t. d. fiflshátt- ur að selja fisk þar sem ekki er mjólkurbúð á næstu grösum. Húsmæðurnar vilja geta náð sér í fiskinn um leið og þær sækja mjólkina. — Til að selja fisk úr vagni á torgi, þarf maður að fá sérstakt leyfi bæjarstjórnar- innar, og leyfið er bundið því skilyrði að vagninn sé málaður og líti yfirleitt út eins og sóma- samlegur íverustaður fæðuteg- undar handa fólk. — Óðinstorg er hentugur staður fjTÍr fisk- söluvagn; mjólkurbúðir í næsta nágrenni og tiltölulega lítið um bila. Það' má ekki vera mikil umferð, þar sem fiskur er seld- ur úr vagni. Sérstakt torg fyrir skyndisölu Og maðurinn sagði, að eitt þj’rftu skipuleggjendur bæjar- ins að ákveða sem fj'rst. Þeir þyrftu að ákveða sérstakt torg, þar sem menn gætu framkvæmt aliskonar skj’ndisölu, eins og tíðkast í útlöndum. Þangað kæmu menn með þyrskling, sem þeir veiddu sjálfir, fugl, sem þeir skytu sjáifir, sel, sem þeir skytu sjálfr, egg úr bjargi. Það er svo margt, sem ekki er í skjótum svip hægt að fá selt í búðum. Þegar ég kvaddi manninn, kom önnur 4kona og spurði um signa ,,sleppu“. — Maðurinn kvaðst vonast til að fá hana bráðlega. * á isafirði sl. laugardag. Yarg á Akureyri. Útvarplð í dag. 19,30 Tónleikar: Zigeuhalög (plötur). 20.20 Einsöngur: Ivirsten Plagstad (plötur). 20.35 Erindi: Is- lenzkur heimilisiðnaður á liðnum öldum; síðara erindi (Inga Lárus- dóttir). 21.00 Tónleikar: Tríó í a- moll fyrir str-engjahljóðfæri, eftir Max Reger (plötur). 21.25 Upplest- ur: „Spjaldvefnaður", smásaga eft- ir Theódóru Thoroddsen (frú Ólöf Nordal les). 21.45 Kveðjuorð (séra Valdjmar Eylands). 22.05 Djass- þáttur (Jón M. Árnason). Ingólfur Arnarson lcom frá ÞJ-zicalandi í gær. Belgaum kom frá Engiandi. Madonna kom í gær. ISFISKSALAX. Gylfi seldi 272 lestir í Hamborg 16. þ. m. EIMSKI P: Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss er á Siglufirði. Goðafos fór frá Rvík kl. 20.00 í gærkvöld 19. 7. til N. Y.| Lagarfoss i'ór frá Rotterdam 17. 7.® til Kaupmannahafnar. ReykjafossS er i Rvik; Selfoss fór frá Siglu-g firði 144. 7. til Amsterdam. Trölla- foss fór frá Halifax 17. 7. til Rvík- ur. Horsa er væntanlega á Sauðár- króki. Madona kom til Rvíkur í gærmorgun 19. 7. frá Hull. South- ernian lestar í Antwerpen og Rott erdam 16.—20. júlí. Marinier kom til Rvíkur í gærmorgun 19. 7. frá Leith. Skip Einarssonar og Zöega. Foldin og Lingestroom er i Rvík. Vatnajökull er á Vestfjörðum. Westhor fór í gær áleiðis frá Hull til Rvíkur, KIKISSKIP: . Hekla er á Siglufirðí, á leið til Akurcyrar. Esja er á leið frá Glas- gow til Rvíkur. Súðin er i Rvík. Herðubreið var á Borgarfirði eystra í gæi- á norðurleið. Skjald- breið fór frá Rvík kl. 20 i gærkvöld til Snæfellsnesshafna og Breiða- fjarðar. Þyrill er í Rvík. Skip S.I.S.: Hvassafell er á leið til Kotka í Finnlandi, Vigör er á leið til Ála- borgar frá Kristiansand. Piico var Víkverjl kvartar sáran undan þri á laugardaglnn að erlendur ferðamaður sem ætlaði að taka myndir af miðbænum hjá Arnar- lióli hér á dögunum, fékk ekki frið til þess fyrlr ölvuðmn róna, sem snerlst í krlngum hann nieð fífla- látum“. — Eg skll ekki af hverju maðurinn er að kvarta. „Róninn4* hefur auðvitað haldið að hami, hafi verið að vlnna þjóðþrlfaverk, samkvæmt fordUemi dómsmálaráð- herrans, og varla hafa „fíflalæti ‘ lians verið verri en þau sein tékk- nesku vísindamennirnir urðu að ]>oIa liér á dögumun bæði af valda- mönnum og sorpriturum. — Eu kannski eiga þær manntegundir að liafa forrét.tindl á fitlalátiun við útlendinga? Hjónaband. Sl. laugardag voru gefin sarnan í hjónaband .ungfrú Guðrún Árnadóttir og Pétur Hann- esson, Stórholti 21. „Noregur í litum“, kvikmyndin, sem frú Guðrún Brunborg kom með hingað til lands, hefur verið sýnd í Tjarnarbíó um helgina við vaxandi aðsókn. Ef sýningarleyfi í Tjarnarbíó fæst framlengt mun myndin verða sýnd þar í dag, á morgun og á fimmtudaginn, en að öðrum kosti mun frúin hei'ja sýn- ingar á myndinni í Listamanna- skálanum n. k. föstudag og halda þeim áfram til mánaðarmóta. Barnaheimilið Vorboðinn Rauð- hólum. Allar heimsóknir strang- lega bannaðar á heimilið. Nefndin. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. — Sírni 1616. Nieturakstur í nótt annast Hreýf ill. — Sími 6633. Bólusetning gegn barnaveikl heldur áfram og er fóllc minnt á að láta endurbóiusetja börn sín. Pöntunum veitt mottaka í síina 2781 alla daga kl. 10—12 nema laugardaga. t<<>í><<>K><><><t<>^^ I NYLEGUR bamawagn til sölu. Háteigsvcg 34 kl. 4—6 í dag.; Sími 6789. Síldin Framhald af 8. siðu- Pólstjaman, Dalvík .... 510 Rifsnes, Rvík ........ 566 Siglunes, Siglufirði .... 1601 Sleipnir, Neskaupstað .... 934 Snæfell, Akureyri .... 701 Stígandi, Ólafsfirði .... 631 Stjaman, Rvík ........ 596 Straumey, Akureyri .... 571 Súlan, Akureyri ...... 967 Sveinn Guðmundss. Akr. 508 Sædís, Akurej'ri ..... 522 Sæhrímnir, Þingej’ri .... 930 Valþór, Seyðisfirði .. 635 Víðir, Eskifirði...... 754 Víðir, Akranesi ...... 1306

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.