Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 5
SuhmKÍagur 8. ágúst l&iS. Aústurríki er eins og smá- bátiu- með fjórum stórum fílum um borð. Fyrir þrem árum frels aði Rauði herinn Austurriki og i þrjú ár hefur landið verið her- rmmið af hersveitum banda- manna. Frelsunin er orðin að hernámi, sem er tilgangslaust og réttlaust og enginn sér fyrir endann á. Vínarborg er eins og Berlín að því leyti að hún er eins og eyja inni í rússneska hemáms- svæðinu. Borginni er skipt í fimm herámssvæði: eitt handa hverri hernámsþjóðanna fjög- urra og sameiginlegt hernáms- svæði — miðhluta borgarinnar innan við hringinn — og þar kemur samstarfið einkum fram á þann hátt' að í bifrfeiðum her- lögreglunnar situr Rússi, Banda ríkjamaður, Englendingur og Frakki. Takmörkin milli her- námssvæðanna í borginni eru ekki glögg og enginn vörður var við þau, það er ekkert eftirlit, enghm þarf að sýna skjöl sín og þar gilda engar ákveðnar reglur. Menn ganga milli her- námssvæðanna án þess að vita það, menn eiga heima á öðru hernámssvæði og kaupa brauð á hinu, menn lesa baridarisk blöð á rússneska hemámssvæð inu og rússnesk blöð á banda- ríska svæðinu og árangurslaust er leitað að járntjöldum og öðr um tjöldum. »JðÐVILJI N N ........... fiatts &éherfUf: AFTUR í VÍNARBORG Hernámið lýsir sér aðeins 1 því að hermenn bandamanna sjást á götunum. Stjórnarfyrir komulagið er eins í öllu land- inu, menn ferðast liindrunar- laust milli hemámssvæðanna og gamlir nazistar hafa hneigð til að setjast að í vestanverðu Austurríki og þar liefur einnig fjöldi landflótta fasista frá allri mið-Evrópu og Balkanskaga fundið hæli. Iðnfyrirtækin leita einnig vestur á bóginn. Áformin með hernáminu voru m. a. að losa Austurríki alger- iega úr sambandi við Þýzkaland og útrýma síðustu leifum naz- isma og pan-germanisma. En nú þegar hafa verið gerðar cil raunir til að binda vesturhluta Austurrikis fjárhagslega við Vestur-Þýzkaland og austur- riska samsteypustjórnin, sem er studd af kaþólska þjóðflokkri um og sósialdemókrötum, er jafnauðsveip vestrænu frjáls- iyndi og sósíaldemókratar og kaþólskir annars staðar í heim- inum. Hermennirnir ieggja mikið lag sitt við Austurríkismenn en að öðru leyti hafa þeir engin afskipti af þjóðinni. Fljótt á litið eru hermennirnir ekki svo ýkja margir og Austurríkisbú- ar gera víst of mikið úr mjólk- urdrykkju hermannanna og þeir gleyma einnig að minnast á kartöflurnar og þurrkaða kjötið sem Rússarnir senda Lil Vínarborgar, og niðursoðna fiskinn og hveitið sem Banda- ríkjamenn senda. Bandaríkja- menn hafa þó liengt upp aug- iýsingaspjöld út um alla Vín- arborg, þar sem þeir augiýsa peningavirði brjóstgæða sirT'i án nokkurrar uppgerðar nié- drægni. Ekki hefur heyrzt um mótmælagöngur gegn hernáms sveitunum. En á hverjum degi koma upp nýjar gamansögur um Rússa og Bandaríkjamenn. Ygirgnæfandi meirihluta þjóð arinnar voru hersveitir banda- manna mjög kærkomnar áríð 1945. En jafnvel mestu aufúsu gestir verða þreytandi þegar þeir halda kyrru fyrir árum saman og gera sig alls ekki llíklega til að halda heimleiðis. Englendingar virðast vera vin- sælastir því að menn verða sízt varir við þá, hvort sem það er vegna fæðar þeirra eða áhuga- leysis þeirra á öðrum en sjálf- um sér. Bandaríkjamenn eru verst þokkaðir sökum þess hve ólcurteisir þeir eru. 1 landi þar sem kurteislegar umgengnis- venjur eru í miklum metum hljóta hinir klaufalegu og á- gengu Bandaríkjamenn að verða óvinsælir. Bæði rúss- neskir og bandarískir hermeun eiga mikið af austurrískum vin konum, en Englendingarnir eru einmana og óframfærnir og fá þarfir sínar uppfylltar í K.F.U. M. sem þeir flytja með sér. Nokkrir eru þeir sem eru mjög ánægðir með hemámið og óska þess af hjarta að það megi haidast sem lengst. Þeir líta á hernámið sem „vernd gegn kommúnismanum“. Sósíal demókrati einn viðurkenndi hreinslcilnislega að hætt sé við að atkvæðatala kommúnista þrefaldaðist um leið og útlendu hersveitirnar fari úr landi. Verksmiðjueigandi einn óttast „það sem koma skal“ þegar her sveitirnar eru á brott, verður það ekki eins og í Tékkósló- vakíu? „Erlendu hersveitirnar eru eina öryggi o'kkar." Það er eftirtektarvert að kommúnist- amir eru þeir einu sem leynt og ljóst mótmæla áframhald- andi hernámi. Þingmaður komm únista, Emst Fiseher, sem var innanríkisráðherra í fyrstu sam steypustjórninni, hélt nýlega ræðu þar sem hann sagði m. a. að „hinn ógleymanlegi frelsis- dagur hefði orðið að ómaklegu hernámi. —- Þjóðarbúskapur okkar þarfnast engra hernáms- sveita og einskis erlends eftir- ljts, hann þarfnast heiliar og óskertrar þátttöku allra aust- urrískra afla, hann þarfnast góðs samstarfs við nágranna- ríkin, hann þarfnast austur- rískrar efnahagsáætlunar án erlendrar íhlutunar......Eng- in ástæða til hernáms er leng- ur til, hersnámsstjórnin er á engan hátt Austurríki í hag. Það er ekki aðeins óþarft, það er okkur raun og kvalræði, það er tálmi á allri innri þróun og fjötur um fót öllum framfara- og uppbyggingaröflum í Aust- urríki. Herriáms.vfirvöldin liafa engan rétt til að halda hernám in« áfram degi lengur — ViS drögum enga dul á það: Við viljum losna við heruámið sem meinar okkur ekki einungis að njóta fullveldis okkar, heldur leiðir það eixmig Austurríki í hættu sem stjálfstætt og íull- valda ríki“. Á hinu fræga Sehwarzen- bergerplatz fyrir framan barok- höll Fischers von Erlachs hafa Rússarnir reist Rauða hernum minnisvarða, risastóra styttu af hermanni með gullinn hjálm, á fótstalli úr rauðum mami- ara, hærri en Sívaliturn., fram- an við risavaxnar átthymdar marmarasúlur sem mynda hálf hring. Þetta er stórkostlegt höggmyndabákn sem samræm ist ekki vel hinu fágaða um hverfi. Austurrískir fagurkerar hafa ýmislegt á móti þessari tilhög- un, en þegar tekið er tillit til þeirrar gleymsku sem getur eiri kennt þá sem nýlega hefur ver ið bjargað úr hættu, er það ef- laust hollt að þeir séu að stað- hátt hverjir unnu þetta stríð og hverjum þeir eigi það að þakka að Evrópa var leyst undan gyðingaofsóknum, gasklefum, brjálæði og auðmýkingu. Þrátt fyrir allar fagurfræðilegar mót bárur lítur maður með þakk- læti til rauða hermannsins á marmarastallinum, hann er vin ur manns þótt hann skorti ef til vill fágun. Það var gott að hann kom hingað til borgarinn- ar. Frásagnirnar af töku Vínar- borgar eru ævintýralegar. Það hefur verið ringulreið sem ekki er hægt að gera sér í hugar lund. Stjórnarvöld og lögregla .flýðu í ofboði ásamt nazistum og öðrnm sem liöfðu slæma sam vizku. Mikill mannfjöldi hélt í hina áttina til að bjóða Rauða herinn velkominn. Rússneska framsveitin kom að þvi er sagt er þrem ldukkustundum of fljótt og varð að bíða utan við borgina eftir aðaihernum. A meðan vígbjuggust SS-sveitirn- ar i liúsunum við Dónárskurð- inn. Allar brýr voru brotnar aldri minntir á það á áberandi I og sprengdar i ioft upp. Marg ar byggingar brunnu og 1 kveðjuskyni kveiktu nazistarn- ir í gömlu Stefánskirkjunni í miðhluta Vínar. Vínyrkjumennimir í úthverf um borgarinnar voru flúnir ogT skildu eftir hlaða af fullum vín tunnum, slæma freistingu fyrir hermenn og borgara. Margar sögur eru sagðar um ólifnað hermannanna og sumt er ef- laust rétt, en það er að minnsta kosti staðreynd að borgarar Vín ar rændu hver annan af kappi á dögum stjórnleysisins. Virðu- legur roskinn maður sem ég þekki, skýrði fúslega frá þvi, þegar haun stal 90 flöskum a£ kampavíni i tómu veitingahúsi, hlóð þeim upp á vörubíl og ók þeim heim í hús sitt, meðan flugvélarnar þutu rétt ofan við húsþökin og drundi í stórskota liðinu. Seinna sá hann grísi frá tómum bóndabæ á hlaupum ut- anvið hús sitt, og þá gekk hann út, skaut þrjúhundruð punda gyltu og tókst með erfiðismiui- um að hluta hana í sundur og koma henni heim. Meðan þrum aði í vélbyssum og glumdi í Stalín-orgelunum, meðan brak- aði og brast í brúnum og re.yk- inn úr brennandi Stefánskirkj- unni bar við himin, var undar- leg halarófa á ferð um Vínar- borg. Það voru „vínleitaram. ir“, þúsundir manna og kvenna með könnur og kollur, krukkur og fötur sem önuðu til úthverf- Framhald á 7- síðu iimiiiiiiiitimiiiiiHiimimtiiHmmiHtiiiiiiiitiitittmiiiiimmimiiiiiiimnimiiiimitiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii Bókin, sem vekur meiri athygli og deiiur en allar aðrar BLEKKING OG ÞEKKING Eftir Nieis Dungal prófessor. Síðan það fréttist, að von væri á bók frá hendi Niels Dungal prófessors um við- skipti kirkjunnar og vísindanna nú og fyrr á öltlimi, hefur fólk rætt um hana og deilt um hana. Hafa menn fyrirfram skipzt í flokka um efni hennar, enda er hér um að ræða innlegg í mikið deilumál, trú og vísindi, blekkingu og þekkingn. En það er sama hvaða skoðanir menn hafa á þessu efni og hvernig þeir skiptast í flokka um það, bókinni og efni hennar verða menn að kynnast af eigin raun, en ekki sögusögnum annarra. Menn geta deilt um starf og stefnu kirkjunnar og kennimanna annars vegar og rannsóknir og niðurstöður vísinda og vís- indamanna hins vegar, menn verða að velja milli bekkingar og þekkingar, kynna sér efni þessa ein- stæða og merka stríðsrits — og taka síðan afstöðu. — Þessi bók hins vinsæla læknis og vísindamanns hefur sérstöðu í íslenzkum bókmenntum. Aldrei fyrr hefur verið gerð grein fyrir skoðunum og nið- urstöðum ,,trúleiysingjans“, eins og menn kalla þann, sem gagnrýnir kirkjuna, af svo mikilli hrein- skilni og hugdirfð og gert er í þessu riti. Blekking og þekking fæst hjá Hium bóksöhim. HELGAFELL F uimmumimmimnmimuiimiimmmimimiimumimmmiiiimiiiummmmniHmmmimmuHimnumm**

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.