Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 8
Ástralskir sjómenn neita að flytja vopn til Breta á Malakkaskaga Haínarverkameimirnir neita sömuleiðis að ferma skip með vörum. sem eiga að hjálpa kúgurunum í Indónesíu, Grikklandi og á Spáni Melborne (ALN) Sjámannasamband Ástralíu hefur lagt bann á öll sldp, sem ílytja vopn úr landinu, og er j>etta í þeim tilgangi gert að ónýta ráðagerðir áströlsku stjórnarinnar um að hjálpa Bretum til að kúga verkamenn Malakkaskagans. Herbert V. Evatt, utanríkis- ráðherra Ástralíu ljóstaði upp, hversu áhrifamikið þetta bann er, þegar hann sagði, skömmu áður en hann fór til Englands 22. júlí, að vopn mundu „hvað sem það kostaði" verða flutt til Malakkaskagans til að ráða niðurlögum „kommúnista". Hin einarðlega afstaða ást- ralsks verkalýðs, sem viil hvorki framleiða né hjálpa til að flytja vörur, sem eiga að not ast til að kúga alþýðu annarra landa, hefur vakið reiði hægri- aflanna. Ástralskir hafnar- verkamenn neituðu að ferma nokkur skip, sem flyttu vörur til Hollendinga á Jövu. Þeir hafa látið sömu afstöðu gilda gagnvart grískum skipum, síð an fyrir skömmu, að verkalýðs leiðtogar voru teknir af lífi í Aþenu. Þetta bann þeirra hefur gilt um spænsk skip, síðan Franco hrifsaði völdin á Spáni. Arthur Fadden, foringi hins hægrisinnaða Sveitaflokks, krafðist þess, þegar sjómenn lögðu bann sitt við vopnaflutn ingum til Malakkaskaga, að hið opinbera hæfi málsókn á hend ur „kommúnistum". Hann skýr skotaði til fangelsana á komm- únistum í Bandaríkjunum og sagði að „samskonar aðgerðir væru nauðsynlegar í Ástralíu”. Bretar innleiða allsherjarskrá- setningu á Malakkaskaga Singapore (ALN) Brezhu stjórnarvökJin á Mal- akkaskaga hafa mælt svo fyrir að allir íbúar iandsins skuli bera vegabréf með Ijósmynd af sér og fingraförum sínuin. Þetta er nýjasti liðurinn í hernaðaráætlun Breta gegn verkamönnum í gúmmí- og tin- framleiðslunni á Malakkaskaga, en vérkamenn þessir hafa nú hafið einarðlega baráttu gegn þeim óbærilegu kjörum, sem þeir eiga nú við^ að búa.. Þeir eru studdir af öðrum alþýðu- samtökum, sem krefjast sjáií- stæðis. — Breskar hernaðartil- kynningar, sem flytja fréttir um daglegar árásir á verka- Framhald á 7 .síðu. Neita að sðgla skipum frá Pan- ama og Honduras A ráðstefnu þeirri, sem Al- þjóða sjómannasambandið hcit í Ósló fyrir skemmstu, var gerö samjíyldkt um að neita að sigla á skipum frá Panama og Hon- duras. Fulltrúar á ráðstefnunni bentv á, að útgerðarfélög í ýmsum löndum láta skrásetja skip sín í Panama eða Honduras, vegna þess að í lögum þessara landa eru engin ákvæði sem tryggja sjómönnum öryggi og viðunandi vinnukjör. Alþjóðasamband'ð lýsti því yfir i greinargerð með þessari ákvörðun að það mundi „ekki lengur þola, að öryggi sjómanna við vinnu yrði nokk- ursstaðar ógnað“. Kínverski alþýðuherinn í sókn á öllum vígstöðvum Kínverski alþýðuherinn héfur tilkynnt að hann haíi náð 22 borgum á sitt vald í júnímámiði. Óstjórn og reiðn- leysi Kuomintangstjórnarinnar í fjármálum fer vaxantli með degi hverjum og er eklti annað sýnna, en algert gjald- þrot vofi yfir ríkisltassa hennar. Nýr vegur frá Sandgerði til Keflavíkur í s. 1. viku var byrjað að leggja nýjan veg frá Sandgeröi beinustu leið til Keflavíkur. Verður vegur þessi miklum mun styttri en sá sem nú er, eða aðeins 7—8 km. Er að þessu mikið hagræði fyrir alla flutninga að og frá Sandgerði og þó alveg sérstaklega fyrir útgerðina og annan atvinnu- rekstur. Vegagerðin er fram- kvæmd með stórri jarðýtu og miðar vel áfram. Jafnhliða er svo verið að foera ofan í veginn um Stafnes, og er hann um það bil full- gerður. í lok júnímánaðar tók kin- verski alþýðuherinn Kaifeng, höfuðborg Hoanfylkis, og tóa samtímis 30 þús. Kuomintang- hermenn til fanga. Síðan hafa « *m geisað látlausar orustur fyrir sunnan borgina. I orustunum næstu viku eftir að alþýðu- herinn náði borginni á sitt vaid missti Kuomintangherinn 50 þús manns. í Sjansifylki heldur alþýðu- herinn áfram sókn sinni og heí- ur Kuomintangherinn nú aðeins níu einangraða bæi í fylkinu í sínu valdi. í Austur-Kína hafa Kuomin- tanghersveitirnar orðið að hörfa undan, og sækir alþýðu- herinn að Nanking, höfuðborg Sjang Kajseks. Á þessu svæði ræður alþýðuherinn yfir 50 þús ferkílómetrum og nýtur mikill hluti íbúanna nú þegar góðs a.f þeim þjóðfélagslegu umbótum, sem alþýðustjómin hefur komið á. 1 júnímánuði náði alþýðuher- inn 22 borgum á sitt vald, en Kuomintangherirnir misstu 155. 9.50 manns, þ. á. m. 94.000 fanga. Loftflutningar til Múkdcii Kuomintangstjórnin sendir nú sveitum sínum í Múkderi, höfuðborg Mongólíu, sem er al- gerlega umsetin af alþýðuhern- um, vopn og vistir með flugvél- um. I borginni eru um 2 mili.j. manns, og er þeim hungurdauði vís, ef Kuomintanghersveitirnar taka ekki þann kostinn bráðlega að gefast upp. Verðbólgan í Kuomintang- Kína óstjórnleg Úrræða og athafnaleysi Kuomi tangstjómarinnar í atvinnumál- um er nú að ná hámarki, og er ekki annað sýnna en algeit Sundlaug Neskaupstaðar gjaldþrot sé fyrir dyrum. Helzta ráð hennar til þess að bjarga ríkiskassanum frá gjaldþrori virðist að auka seðlaútgáfuna. Til þess ráðs greip liún 19. júli nýja bankaseðla, en þá var s. 1., er hún gaf út 5.000.000 svartamarkaðsgengið á pund- inu 32 millj. jen (1.000.000 jcn í ísl. kr.) Áfengisvarnar- nefnd vill banna íslenzkum skipum að veita áfengi innan landhelgi Á fundi Áfengisvarnarnefnd- ar Reykjavíkur 28. júlí 1918 var gerð eftirfarandi ályktim: „Vegna úrskurðar dómsmála- ráðuneytisins um, að vínveiting-’ ar skuli heimilaðar um borð í „Esju“ í íslenzkri landhelgi vegna þess, að „Esja“ sé nú skemmtiferðaskip, þá leyíir Áfengisvarnaraefdin sér að benda á eftirfarandi: Þegar áfengislögin voru sefct árið 1935, áttu Islendingar eng- in herskip eða skemmtiferðaskip og hefur löggjöfin því tvímæxa- laust átt við erlend skip cin- vörðungu með undanþágu í 3. grein. Áfengisvarnarnefndin teluv varhugavert, áð farið sc inn á þá braut að úrsluirða í hvort sihn, hvaða skip íslenzk skuh teljast skemmtiférðaskip og á- lítur, að áfram skuli íslenzkurn skipum bannað að veita áfengí í landhelgi. Er það því ósk nefndarinnar, að hið háttvirta dómsmálaráðu- neyti taki mál þetta til nýrrar athugunar“. Þessi mynd er af hinni glæsilegu útisundlaug Neskaupstaðar. Til hægri handar á myndinni sést áhorfendasvæðið, grasivaxnir stallar, sem rúmað getur alla bæjarbúa, eða ca. 1250 manirs. Fimm brezkir báskólaprófessorar heimsækja Island Koma hingað í boði Anglíu og ferðasf inn Suður- og Norðurland w* t* * * *» ** -«•-a-.-v- Fimm brezldr háskólaprófessorar d\elja hér á landi þessa dagana i boði ensk-íslenzka félagsins Anglía. Munu Jxeir ferðast um Suður- og Norðurland og aimast Sigurður Nordal, prófessor, leiðsögn þeirra hér á landi. Prófessorarnir dvelja hér til 15. ágúst n. k. Gestimir eru þessir: Mrs. Ida L. Gordon, er samið hefur doktorsritgerð um Vestfirðinga sögur. Hún var gift kunnum fræðimanni, prófessor E. V. Gordon, en eftir lát manns síns 1938, hefur liún kennt ensku og íslenzku við Manchester há skóla. Tveir nemendur hennar þar em nú að búa sig undir meistararitgerðir um íslenzk fræði. Mrs. Gordan kom hingað til lands 1929. Var hún þá að búa sig undir doktorsritgerð sína um Vestfirðingasögur og ferðaðist aðaJlega um Vest- firði. G. Turnville Petre er aðalkenn ari Oxfordháskóla í íslenzkum fræðum. Hann hefur m. a. gef • ið út Víga-Glúms sögu, þýtt sögu Guðmundar góða og rit- að margar greinar um íslenzk efni. Haun var formaður Vik- ing Society á stríðsárunum, en áður var hann sendikennari við Háskóla Islands og vararæðis- maður Breta í Reykjavík. Gwyn Jones, prófessor við háskólann í Wales, hefur þýtt á ensku fimm íslendingasögur. Hann er einnig höfundur þriggja skáldsagna og smásögu safns. Próf Harold Orton, er var lektor við Uppsala-háskólann 1924—28 og síðar í New-Castle- on-Tyne til 1939, er ha-nn varð forseti enskudeildar Sheffield- háskóla. Hann kennir nú ensku og íslenzku við háskólann t Leeds. Dr. A. H. Smith er kennir engilsaxnesku og íslenzku í Lundúna-háskóla. Hann hefur Framhald á 7. síðu. Enn um vínveit- ingar hins opin- bera Á fundi sínum 28. júlí 1918 gerði Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur eftirfarandi álykt- un: Áfengisvarnamefnd Reykja- víkur leyfi sér hér með að skox a á hæstvirta ríkisstjórn íslands og bæjarstjóm Reykjavíkur að veita ekki framvegis áfengi á vegum þessara aðila. Telur Áfengisvarnárnefndm að taka þurfi upp markvissa baráttu gegn hinni gegndav- lausu áfengisneyzlu meðal þjob ■ arinnar og treystir því, að rik- isstjórn íslands og bæjarstjórn Reykjavíkur geri sitt í þessu máli með því að ganga á und- an með góðu fordæmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.