Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 8. ágúst 1948. Gordon Schaffer: AUSTUR- ÞYZKALAN vissu um, að þcssu fólki sé ekki hægt a« bjarga-.Maður kynnir sér störf hernámsstjórnarinnaí og lœr staðies.- ingu á því, að Rússar hafa sent hæfustu mennina frá tækniskólum sínum og háskólum til að vinna að hinni þýzku uppbyggiugu, og maður fyllisi, aðdáun a and- legri orku og viijafestu þessarar þjóðar eftfr .eyðileggj- andi styrjöld, þar sem þún missti milljónir siuna beztu sona. Maður verður var við smámunálega skriffinnsku og ráðríki af hendi einlivers hqgmyndasnauðs rússnesks embættismanns og undrast, að slíkur bjánaskapur skuii látinn afskiptalaus um að torvelda það starf, sem land mannsins fórnar svo miklu. Grundvöllur að nýju samfélagi hefur verið lagður, en aðeins fáir, jafnvel á sjálfu hernámssvæðinu, gera sér grein fyrir því. Sú staðreynd, að yfirumsjón með mest- öllum iðnaðinum var fengin héraðastjórnunum í hendur, heíur veitt möguleika til fullkominnar endurskipulagn- ingar efnahagsmála. Umbæturnar í jarðamálum hafa bundið endi á junkaravaldið, sem- hefur verið bölvun Þýzklands alla tíð síðah það reis upp sem ríki. Atvinnu- löggjöfin og heilbrigðismálin eru miklu fullkomnari en þáu voru á dögúm Weimarlýðveldisins. Samvinnulireyf- ingin rís nú óðum að ný'ju upp sem atkvæðamikill þáttur í efnahagslífi landsins. Hverskyns menningarstarfsemi er efld og hin ýmsu menningarsamtök starfa með ótrú- legum dugnaði. Verið er að semja stjórnarskrá fyrir hin ýmsu héruð, Sachsen, Sachsen-Anhalt, Thúringen,‘ Brandenburg og Mecklenburg-Pommern. Þar er boðað meira lýðræði en nokkru ’sinni hefur þekkzt í sögu Þýzkalands. Allt er þetta semsé orðið, en það er ekki orðið fyrif neitt átak almennings. Það er aðallega verk andfasista þeirra, sem tóku við öllum helztu ábyrgðarstöðum eftir uppgjöfina og sem vissulega hafa stuðzt mikið við rúss- nesku hernámsstjórnina. En það er samt'sem áður athyglisvert, að við loá ársins 1946 og í byrjun ársins 1947, einmitt þegar á- standið í Þýzkaíandi versnaði, var margt sem, benti tiV þess, áð íbúar rússneska hernámsvæðisins væru í þann veg að hefja virka þátttöku í baráttunni fyrir efnahags- legum og félagslegum umbótum. Það byrjaði þannig, ,ð við atkvæðagreiðslu í Sach&en var yfirgnæfandi meiri- hluti fylgjandi því að eigur stríðsglæpamanna yrðu gerð- ar upptækar, og næstu mánuði kom svipuð afstaða al- mennings æ betur í ljós með vaxandi gengi hinna lýð- ræðislegu samtaka, þrátt fyrir kuldann og hungrið. Við skulum taka eitt ákveðið dæmi: 1 janúar 1947 tókst hægri flokkunum tveimur á þinginu í Sachsen að fá það samþykkt, að nokkrar þær verksmiðjur, sem iagðar liöfðu verið undir ríkið, skyldu afhendast fyrri eigendum sínum. Fáum klukkustundum eftir að þessi ákvörðun var gerð opinber, fór að berast. fjöldi símskeyta til hér- aösstjórnarinnar 'í Ðx esten frá veTksrniðjnm um allt hér- a$ið, r.prn hótnðu verk.fa.ni T/ö^^^liíþjó'nar eru meðlimir i samtökum opinbrrra starfsmaima og hafa þar sína kosnu fulltrúa, og margai' lögreglustöðvar á viðkomandi stöðum tHkynntu, að þær mundu styðja Louis JBromficld 39. DAGUR STUNBIM. giöggt hvemig hægt var að draga á tálar jafnvel góðar stúlkur sem vissu betur, vegna þess að það liefði getað komið fyrir liana, Savínu Jerrold, þenn- an dag þegar hið fíngerða ljósa hrokkna höfuó Hektors hvíldi í kjöltu hennar, og nú í lok lífs •hennar saknaði hún þess mest af öllu að það hafði ekki gerzt. Þegar Hektori tókst að setjast upp og hún sá að ekkert alvarlegt var að honum, tróð hún stolt sitt undir fótum, og sagði honum að sér fyndist það vel til fundið að þau giftust, og að hún skyldi hversu tilfinninganæmur hann væri og hversu erfitt væri fyrir hann að tala um slíka hluti, og að hún elskaði haiín svo mjög að allt annað væri einskisvert, meira að segja hjónaband. Og jafnvel nú fjörutíu árum síðar roðnaði hún þegar hún minntist þess hvemig hann hafði vísað henni á bug, sagt að hann yrði að hugsa um móður sína og að hann yrði fyrst að fara til Italíu og mála þar í eitt ár, og að eftir það gætu þau kannski gifzt. En henni var fullkomlega ljóst að hann hafnaði henni í eitt skipti fyrir öll. Og hún minntist þess snögglega hvernig hún hafði jafnvel mitt í ást sinni fyllzt fyrirlitningu — borinni af stolti hennar — á veiklyndi hans. Þannig hafði það alltaf verið. Ekkert hafði breytzt. Enn kom það fyrir hana að finna til sömu snöggu fyrirlitningarinnar á veik- lyiídi hans, og hún hélt enn áfram að hugsa um hann, að vera vinur hans, að reyna að hjálp hon- um. ' Og hverju hafði hann svo afrekað sem listmál- ari? Hvað hafði hann komið með til baka annað en illa málaða dýrlinga og kubba af útskornum gyit um við og gamlan glitvefnað? I þá daga héldu allir. að allt sem kærrti frá ítalíu væri List. En Hektori. var fyrir löngu orðið ljóst að honum hafði skjátlazt, og allir þessir munir sem Hektor haiði haft með sér heim höfðu liorfið úr eigu hans i list- munaverzlanir sem seldu þá gleðikonum sem skreyttu með þeim íbúðir sinar í vesturborginni. Nei, Hektor hafði- ævinlega litið niður á hana vegna þsss að hún hafðj mætur á slitnum notalegum munum er’ vöktu endurminningar, og hann skamm- aðist -sín fyrir hennar hönd vegna þess að hún hafði aldrei 'kunnað. að hafa gát á tungu sinni. Hún liafði verið að hrella hann alla sína ævi; alveg á sama hátt og hún hafði hrellt hann og hrætt með því að láta í ljó ástríður sínar -daginn góða undir eplatrénu í aldingarði Júlíönnu frænku, og nú, hugs- aði hún, þegar hann var gamall og v.esæll og ef til vill hræddur, myndi hann Ieita til hennar. Nú var hann fegmn tilgerðarleysi hennar og hugrekki. Hún fann til ein-kennilegrar óljósrar vissu um það að hann hungraði 1 samúð, og að það væri eitthvað sem hann langaði til. -að segja henni en gæti ekki komið sér til þess. Það var enn bylur og það hafði þyrlazt snjór inn á gluggakistuna og gljáfægt gólfið undir henni. Ilún heyrði arinán hundinn standa upp, snúa sér við og hringa sig enn dýpra í lilýja körfuna, og þaó kom henni til þess að hugsa urn hversu hlýtt og notalegt rúmið væri, og að hún væri nú loksins orðin svfjuð. Á morgun yrði hún 'að leita Nancý uppi þegar í stað á Ritz-hótelinu, végna þess að Nancý hefði án efa þörf á uppörfun og Helctor. yrði án efa hranalegur við hana. Húri tók allt í einu eftir þyí að það var Ijós einhvers staðar í nánd við hana, og þegar hún opnaði áugun sá hún að í húsinu hándari við kirkjugarðinn hafði einhver kveikt ljós í herbergi á þriðju .liæð. Ljó&ið var aðeins hlýr gulur bjarmi í snjókomunni. Hún fór að hugsa um það hálfsofandi hver myridi búa í þessari íbúð, og hvað væri að gerast þar og í öll- um öðrum íbúðum og húsum allt i kringum hana. Hún heyrði stóru klukkuna í kirkjugarðinum siá tvö. Snjórinn þyrlaðist inn með gluggakörmun- um, færðist nær rúminu og allt í einu var hún sofnuð. - Skömmn síðar vaknaði hún, hafði setzt upp í rúminu, og var viss um að einhver hafði hrópað. Hún beið um stund og hlustaði, og síðan gekk húri að dyrum Alídu og. opnaði þær hljóðlega, en Aíída andaði sti-llilega og rólega í svefninum. Hún fór aftur upp í hlýtt rúmið og lá um stund og hlust- aði, en þegar ekki var hrópað aftur taldi hún víst að sig hefði verið að dreyma, og sofnaði fljótlegá, !!!:i!!!i!!!!!!i!!!i'!!!i:!!!!!!!l!!l'!!!!!''!!!!!:i{!!!!!i!:j:!l!!|i{|i!!!;; menmrmr tTnglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — D A V I Ð stóð á öndinni af ákefð. „Já, ef þú færir grænklæddur, myndu þeir hengja þig í fyrsta trénu, sem þeir fyndu“, sagði útlaginn hlæjandi. „Eg er hér með föt, sem þú verður að fara í og’ þykjast vera iðnnemi, helzt vefaralær- lingur, því að á fund vefara nokkurs er förinni heitið“. „Hvað á ég að heita?“ ' „Þú um það. Þú ert frá Mansvöllum; húsbóndi þinn heitir Nikulás Fletcher. Þú ert með skilaboð frá honum til meist- ara. Tómasar Páls í Nottmgha rn .—- Qg dyraspjald hans munt þú koma augá á skammt frá Gæsahliði“. Hrói hampaðí böggli í hendi sér. Þetta eru skilaboðin. Kærðu þig ekk- ert úm að fela böggulinn. Það sakar ekki þótt aðrir lesi; meistari Páll skilur einn, hvað um er að ræða. Komdu þessu til 'hans, ef þú getur, og gerðu það, sefn hann leggur fyrir þig“. ,,Eg skil“, sagði D'kon, og augu hans ljómuðu. ,,En hvenær hitti ég þig og félagana aftur?“ Hrói brosti -að ákafa hans og strauk skeggið með hægð. „Ef allt gengur að óskum, sjáumst við á markaðstorginu í Nottingham“:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.