Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.08.1948, Blaðsíða 4
frj ÖÐVILJINN Sunirudagur S. ágúst 1&4S. þlÓÐVILIINN Ctgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstafiokkurlnn Ritstjórar: ilagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bíarnason. Bla&am.: Ari Kárason, Magnús Torfi öiafsson, Jónas Árnaaon. Ritetjóm. afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja. Skólavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár licur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Frentsmiðja Þjóðviljans h. t, Sósialistafiokkuriim, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjéx linur) Landráðin verða ekki þöguð í he! Það kemur ekki oft fyrir að afturhaldsblöðunum verði •orðfall, þau reyna venjulega að klóra i bakkann, bvað sem ]íður málstað og heiðarledka, beita lygum, rangfærslum og fúkyrðum, ef ekki er betri vopna völ, eins og oft vill verða. En nú hafa þeir atburðir gerzt að jafnvel aðstandendur afturhaldsbJaðariþ^L telja slík vopn fánýt og hafa valið sér þögnina eina að^jkjób. Þessir atburðir eru undirskrift Mars- hallsamningsins, umræðumar um hann og skilyrði hans. Það er sama hvemig blöðin hafa verið særð, hvernig á þau hefur verið skorað, þótt þau hafi beinlinis verið mönuð til umræðu — þau hafa þagað, steinþagað, hvað sem á hef- ur dunið. Þau hafa ekki treyst sér til að verja eitt einasta af skilyrðum þeim sem Islendingmn em lögð á herðar, og þau hafa þó átt til þá greind að láta sér skiljast að hin venjulegu vopn lyga, rangfæi'slna og fúkyrða vom hald- ]aus. Þau hafa þagað eins og sneyptir rakkar. Sú stað- reynd talar vissulega sínu skýra máli, engu síður en há- værar úmræður. Sennilega vonast aðstandendur Marshall-blaðanna til þess að hin algera þögn þeirra verði til að þagga umræð- umar niður smátt og smátt, að þjóðin verði þreytt á að mótmæla., þegar engu er svarað. En þeim mun ekki verða að von sinni. Marshall-samningnum mun vei'ða mótmælt jafnlengi og einhver ákvæði hans klafabinda íslenzku þjóð- jna. Og ahnenningur mun ekki þreytast á að íhuga ákvæði hans, þau munu verða rif juð upp, þar til hvert mannsbam kami þau utanað og veit hverju er verið að farga. Dettur Marshall-blöðunum í hug að hægt sé að þegja i hel þæi- staðreyndir að Bandarílíin fá rétt til að koma á „ströngu eftiriits- kerfi“ með auðlindum landsins, fá íhlutun um gengi krón- unnar, f járiög, „öryggi í innanlandsf jármáium“ og tolla á handaríslíum varningi, að Bandaríkin ía rétt til að liefja hér franikvæmdir „sein ríkisborgarar Bandaríkja Ameríku hafa gert tillögu um“, að Bandaríkin fá rétt til að veita íslendingum „aðstoð“, «n fá ráð yfir ísl. f jármagni í staðinn samkvæmt eigin rnati, að Bandaríkin fá rétt til forgangsíiaupa á ollum íslenzk- «m afurðum sem þau kæra sig um „með saruigjörnuin söluskilmálum“ og jafnrétti til framleiðslu á slíkum af- urðum, að Bandaríkin fá rétt til að kref ja íslendinga „nákvæmra skýrslna" um öll ii.naalandSmál (Fjárhagsráð er þegar byrjað.), að Bandaríkin fá rétt. til að senda hingað „sérstaka sendi- nefnd“ sem hafi yfirumsjón með efnahagsmálum landsins, að Bandaríkin fá rétt til að leggja öli deilumál vegna samningsins fyrir alþjóðadómstól sem verður æðri en Hæstiréttur íslands. Slíkar staðreyndir verða aldrei þaggaðar í hel, allra sízt þiar sem afleiðingar þeirra munu leggjast því fastar á þjóð- ina sem lengri tími líður. Einasta ákvæði samningsins sem viðunanlegt má teljast er uppsagnarákvæðið, sá samningur er ekki með öllu illur sem hægt er að segja upp! Og gifta þjóðarinnar er undir því komin að það ákvæði verði notað áður en hið erlenda farg hefur lagzt á þjóðina af fullum Níeturmyrkur í Keykja- rík Tr. skrifar: „Nú langar mig til að biðja þig, kæri bæjarpóst- ur, fyrir nokkur orð til þeirra, sem ráða því, hvenær logar á götuljósum hér i bænum. Starfi mínu er þannig háttað, að ég kem heim að næturlagi (er samt ekki innbrotsþjófur!!) og skelfing finnst mér það ó- þægilegt, núna síðan fór að dimma, að meirihluti bæjarius er ljóslaus. Það er langur gang- ur fyrir mig af vinnustað og heim, sjón mín orðin frekar léleg, og þessvegna í fáum orð- um sagt af þessu mikil óþæg- indi fyrir mig. Viltu nú ekki spyrja þá, sem ráða hvenær kveikt verður, hvort þeir ætU ekki bráðum að fara að kveikja" — Eg tek undir þessa spur;.- ingu mannsins. Starfi mínu er nefniiega eins háttað og starfi hans. Það er oft nótt, þegar ég fer heim úr vinnunni. ¥ Sómi að gistihúsinu í VOt' Kona nokkur, sem fyrir skömmu dvaldist á gistihúsinu austur i Vík í Mýrdal hefur beð ið mig að koma á framfæri fyr ir sig lofsyrðum um það. Hún segir sem rétt er, að þeir gisti- staðir séu vissulega ekki margir hér á landi, sem eiga skilið hróa en þeim mun meiri ástæða sé að vekja athygli á þeim gististöð- um, sem teljast til undantekn- inga. Gistihúsið i Vík í Mýrdal sé til fyrirmyndar hvað aliar, aðbúnað og fæði snerti. Og for- ráðamenn þess gæti allrar'sann girni í verðlagi. vagna", sem segir: „Mér finnst að tíma þann, sem til stefnu er, þangað til veður fara að gerast válynd í haust, ætti að nota til að hrinda i framkvæmd þeirri margítrekuðu tillögu okkar, að byggð verði skýli við helzíu stoppstöðvar strætisvagnann i, svo að maður þurfi ekki aftur í vetur að. standa berskjaldaður fyrir öllum veðrum, biðandi eft- ir strætisvagninum ..." ★ Braggarústirnar enn Loks ætla ég aðeins að drepa á bréf, sem fjallar um hið marg umtalaða sleifarlag, sem rík.r hér á landi varðandi hreinsun þeirra svæða, þar sem áður stóðu braggar hemámsaðiljanna Bréfritarinn telur mikið rett, að sumstaðar haf ivel verið gegnið fram i því að græða þes;si sár á ásjónu landsins, en liann kveðst nýl. kominn úr langfeið um mörg héruð og sér hafi blöskrað hversu viða hafi mátt sjá braggarúst. eins og „holds- veikisár'1 í landslaginu. „Verst er ástandið samt hér i nágrenni höfuðstaðarins, og er það okk- ur hérsveitarmönnum sízt til sóma'1. ★ •trá höíninni* Enskur toe-ar kom hing-að i gær morgun með veikan mann. Esja og Skjaldbreið fóru í fyrrakvöld. Sutherland, Lagarfoss, Hvassafell. Foldin og Vatnajökull voru hér ái- degis i gær. Var fólk gabbað? Þá er kafli úr bréfi, serr, „Njáll“ skrifar útaf því, hve miklar vonir mönnum voru geir. ar um möguleika Islendingar til afreka á Olympiuleikjunum. „.. Sú skoðun hefur komið fram í blöðum að þessi mikli áróður (um möguleika íslenzku Olym- píufaranna) hafi verið til þess rekinn, að fá fólk til að styðja betur þessa för með f járframlög um, þátttöku í happdrættinu og svo framvegis. Mér finnst mjög hæpið að láta þetta gilda sem afsökun. Það má alveg eins scgja, að almenningur liafi veriö gabbaður til að styðja utanför fólks, sem aldrei hafði neitt með það að gera að fara utan. — Og svo er eitt, sem ég fæ ekki skilið: Var það nauðsynlegt, að allur þessi fjöldi færi á kostn- að Olympíunefndarinnar, til vié- bótar við sjálfa keppendurna?" * Skýli handa strætis vagnafarþegum Annar bréfkafli, að þessu sinni frá „notanda strætis- ISFISKSALAN Engar nýjar fregnir hafa ho,- izt af aflasölu togaranna. Vegna misritunar i símskeyti frá Bret- landi var rangt skýrt frá sölu Bjarnareyjar og Haukanessins hér i blaðinu. Bjarnarey seldir 2630 kits en Haulranesið 1890 kits, en ekki öfugt eins og stóð í blaðiuu RIKISSKIP: Hekla er á leið frá Akureyri tii Rvíkur. Esja er á leið til Glasgow. Súðin er á Skagafirði á suðurleið Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Breiða firði. Þyrill er í Reykjavík. EIMSKIP: Brúai-foss er í Leith. FjallCoss hefur væntaniega farið frá Rotter dam í gær 7. 8. til Hull. Goðafoss fór frá New York 2. 8. til Reykja- víkur. Lagax-foss kom til Reykja- víkur 4. 8. frá Leith. Reykjafoss kom tíl Rotterdam 5. 8. frá Hull. Selfoss kom til Reykjavíkur ki. 23.00 i gærkvöld 7. 8. frá Leith. Tröllafoss fór frá Vestmannaeyjum 4. 8. til New York. Horsa kom .il Huli 5. 8. frá Vestmannaeyjum. Sutherland er í Reykjavík. Hjónaband. í gær voru gefin sarn an í hjónaband Kfristbjörg Hall- dórsdóttir Framnesvegi 21 og Leif- ur Jóhannesson, hárskeri. Heimiii þeirra veður á Laugavegi 54 b. Ctvarpið í dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Auðuns). 15.15 Miðde.gistónleik ar (plötur): a) Pianósónata i I>- dúr op. 28 eftir Beethoven. o) Heinrich Schlusnus syngur lög eft ir Richard Strauss. c) Fiðlusónata í A-dúr o. 100 nr. 2 eftir Brahms. 16.15 Útvarp til Islandinga erlend- is: Fréttir, tónleikar, erindi (Frið- rik Hailgrimsson f. dómprófastur). 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Steph- ensen o. fl.). 19.30 Tónleikar: ,,Ame rikumaður í París" eftir George Gershwin (p)ötur). 20.20 Einlei.t- ur á fiðlu (Josef Felzmann): a) Berceuse eftir Madame Lawrenoe- Townsend. b) Malaguena eftir Sar.i sate. c) La Cinquantaine eftir Gabriel-Marie. 20.35 Erindi: Fiá frændþjóð okkar, Færeyingum (Ólafur Ólafsson kristniboði). 21.00 Tónleikar: Symfónia nr. 7 eftir Beethoven (symfónían verður cnd- urtekin næstkomandi miðviku- dag). 21.40 „Heyrt og séð“ (Gisli J. Ástþórsson blaðamaður). 22.05 Danslög (plötur). Útvan>ið á morgun. 19.30 Tónleikar: Lög úr óperett- unni „Brosandi land" eftir Lehar (plötur). 20.30 Útvarpshljómsveit- in: Islenzk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson ritstj.) 21.05 Einsöng- ur (frú Svava Þorbjarnardóttir): a) Finnsk vögguvísa (Merikanto). b) Flökkumannaljóð (Merikanio) c) Seinasta nóttin (Árni ThorstMns son). d) Hjá fjalla bláum straumi (Emil Thoroddsen). e) Sólskins- nætur (Schrader). 21.20 Þýtt og endursagt (Andrés Björnss.) 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50 Spurning- ar og svör um náttúrufræði (Ást- valdur Eydal licensiat). 22.05 Létt lög (plötur). UppIýslngHskrlístofa stúdenta verður eftirleiðis opin daglega k>. 1—2 i háskólabókasafninu. Næturakstur i nótt: Litlo bíl— stöðin. — Simi 1380. Aðra nótt: B.S.R. — Sími 1720. GuSþjónusta i Dómkixkjunni kl. 11. f. h. — Séra Jón Auðuns pié- dikOr. Hallgrímsprestkall: Messa i Aust urbæjarbarnaskóia ki. 11 f. h. — Séra Sigurjón Árnason. Triilofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sofie Andreas sen, Þórsgötu 21 og Rolf Marltan, Auðarsti’æti 13 . Næturvörður er í Ingól'fsapótelsl. — SLmi 1330. Söfnln: Landsbókasafnið er opKl kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga r,ema laugardaga, þá Icl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið ki. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- lð kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla vlrka daga, nema yfir sumar- mánuðina, þá er safnið opið kl. 1—4 á laugardögum og lokað á sunnudögum. HeHsuverndarstöð ReykjavíJxur tilkynnnir, að ungbarnavernd Linic ar Templarasundi 3, liafi nú verið opnuð aftur. Verður stöðin opin fyrir ungbörn þriðjudaga og föstu- daga, kl. 3.15—4 e. h. — fyrir barns hafandi konur verður stöðin opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 1—2. Mæður eru hvattar til a'5 leita til stöðvarinnar þar sem ekki verður unnt að anna nema litiu af húsvitjunum sökum veikinda- forfalla hjúkrunarkvenna stöðvar- innar. Maiakkaskagi Framh. af 8. síðii. menn þessa bæði úr lofti og af landi, nefna þá nú „óvini". Meðal þeirra samtaka, seu Bretar bönnuðu þegar óeirðirn- ar liófust, eru samband verka- lýðsfélaganna á Malakkaskaga, samtök þeirra mamia, sem áð- ur börðust gegn Japönum, hið nýja samband lýðræðissinnaðr- ar æsku og kommúnistaflokk- urinn. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.