Þjóðviljinn - 15.01.1949, Qupperneq 6
6
ÞJÖÐVILJINN
Laugardagur 15. janúar 1949,
107. *
Gordon Schaffer:
AUSTUR
l
I
I
ÞYZKALAND
meira né minna en 300 prósent- Aukningin á kvikfjár-
ræktinni hefur áreiðanlega verið enn stórfelldari, því að
hver einstök skepna fær nú betri hirðingu.
í Mechlemburg, sem er það hérað, þar sem júnkara-
veldið var rótgrónast, fór fram rannsókn, sem hafði það
markmið að bera saman afrakstur stórbúa ríkisins, sem
eru rekin með beztu nútíma aðferðum (að svo miklu
leyti, sem hægt er við núverandi skilyrði), og afrakstur
smábýlanna og jarðarskikanna, sem skipt hafði verið út
úr góssunum. Afrakstur ríksbúanna var 7 prósent minni
en meðalafrakstur 50 til 100 hektara jarða, en meðal-
afrakstur hinna síðarnefndu var hinsvegar 2 prósent
minni en 6 til 8 hektara smáskikanna. Meðaluppskeran á
hektara á öllu hernámssvæðinu er minni en fyrir stríð.
en allir búnaðarfræðingar eru sammála úm, að það er
að kenna áburðarskorti og afleiðingum af vanrækslu
stríðsáranna. •
Þess verður einnig að gæta, að enda þótt hver bóndi
rækti sína eigin jörð, hefur hann sem meðlimur í gagn-
kvæmum hjálparsamtökum bænda aðgang að hverskyns
landbúnaðarvélum, sem eru lánaðar næstum endurgjalds-
laust. Þegar mikið hefur legið við, hafa vélarnar verið
í gangi allan þann tíma sólarhringsins, sem dagsljóss
nýtur. Við þetta bætist, að vinna, sem tekur til meira
en eins býlis ,svo sem framræsla, hefur verið framkvæmd
á samvinnugrundvelli af samvinnufélögum bænda-
En það er ekki nóg að matvælin séu framleidd, það
verður að sjá um að þau komist til neytendanna. Hvað
-það snertir hefur það sýnt sig að skipting stórjarðanna
hefur haft hin heppilegustu áhrif. Ef gósseigendunum
hafði verið leyft að halda jarðeignum sínum myndi af-
staða þeirra bæði til rússnesku og þýzku yfirvaldanna
liafa verið hin fjandsamlegasta. Skemmdarverk í sam-
bandi við matvæladreifinguna hefðu getað stöðvað alla
þróún á hernámssvæðinu, þvi að frá Rússlandi hefði
ekki verið hægt að senda nægar birgðir til að bæta upp
það, sem farið hefði á svarta markaðinn.
Skyssúr hafa verið gerðar og ekki hafa allar ráð-
síafanir verið jafn heppilegar, en ástandið hefur alltaf
verið viðráðanlegt. Rússneska hernámssvæðið hefur ekki
aðeins getað brauðfætt sína eigin íbúa og milljónir flótta-
fólks frá austurhéruðunum, það hefur einnig verið hægt
að hækka matarskammtinn í lægsta flokki veturinn
1947 og flytja út 210.000 tonn af korni til vestursvæð-
anna fram til hausts 1947. Þegar ég var í Mecklemburg
var verið að ferma kartöflur til útflutnings til vestur-
svæðanna enda þótt frost hefði valdið stói’skemmdum á
kartöfluökrunum.
Önnur fullyrðing, sem sífellt er slegið fram í blöðunum
í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Evrópu yfirleitt, er að
mestu landbúnaðarhéruð Þýzkalands séu á austursvæð-
inu. í þessu er engin hæfa. Ræktað land á íbúa er að-
eins örlitlu meira á rússneska hernámssvæðinu en á
hernámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna teknum sem
heild, enda þótt það sé að þessu leyti betur sett en brezka
LfOuis Bromfield
138. DAGUR.
STUNDIR
henni lokaður heimur hefði hún verið göfuglynd
og víðsýn og fundið til æsandi ánægju við að ráða
málinu til eðlilegra lykta. Því það var allt lífeðlis-
fræðilegs eðlis. Patrick og Nancy höfðu dregizt hvert
að öðru frá upphafi eins og jám að segli, og þegar
slíkt kom fyrir var rangt að hindra það, vegna þess
að ást þeirra hafði verið óstjórnleg og yfirþyrmandi
og í engu lík þessu ómerkilega hégómlega sambandi
Fanneyjar Towner og Melbourns. Og hún hugsaði
að ef Alída fengi nokkra hugmynd um þessar ósið-
legu hugsanir sem fæddust í heila hennar myndi
hún aldrei líta hana réttu auga framar, en Alída
var líka köld — jafn snotur og köld og fagurlega
gerður ísdröngull — og hún gæti aldrei gert sér
í hugarlund það sem farið hafði á milli Patricks
og Nancy. Hún gæti aldrei gert sér í hugarlund
hvernig kvenmaður gæti látið ástina feykja sér út
í ósjálfræði. Alída var hégómleg, því jafnvel þegar
hún var að lesa blöðin í leit að skilnaðarmálum og
ástríðuglæpum, trúði hún því fullt og fast að þess
háttar kæmi aldrei fyrir vel uppalið fólk eins og
þær, heldur aðeins lægri stéttar fólk sem ekki var
vel upp alið og kunni ekki að hegða sér. Hún hafði
aldrei fyrirgefið Nancy vegna þess að hún hafði
svikið stétt sína og sannað að Alída hafði raugt
fyrir sér. Alída myndi auðvitað segja að Patrick
kæmi málinu ekki við vegna þess að hann var ekki
heldrimaður og hafði aldrei verið. Nei, Alida vildi
ekki einu sinni viðurkenna að frænka hennar, Fann-
ey, kynni að vera í slagtogi við mann eins og
Melbourn. Hún varð bara reið og mótmælti harð-
lega öllu sliku.
Og allt í einu hlýnaði Savinu allri og hún hugsaði
með vorkunnlæti til Hektors og Alídu vegna þess
að hún hafði verið í samræmi við náttúruna, en
þau höfðu með smámunasemi reynt að hefta eðli-
lega rás, líkt og tveir maurar reyndu að stöðva
gufuvaltara. Hún sá að þótt. hún sjálf hefði aldrei
þekkt ástina var hún betur komin en þau vegna þess
að hún hafði verið í fylgd með ástinni og þekkti
hana af afspurn.
Og þegar allt kom til alls var það aðeins ástin
sem skipti máli. Allt hitt — fé og frami og jafnvel
mikil afrek — var hjóm ef maður hafði ekki tekið
þátt í þeim mikla leik sem var forsenda tilveru
manns.
Hún vissi nú að ást hennar til Hektors hafði
aldrei getað leitt til neins og hún sá að tilfinningar
þær sem hún bar til hans nú voru ekki lengur
ást heldur sambland vana og móðurkenndar. Hún
hafði þekkt hann svo lengi og svo náið að hann
var orðinn skjólstæðingur sem hún bar ábyrgð á.
Kæmi eitthvað fyrir hann yrði mikil eyða í lífi
hennar sem ekki yrði fyllt með öðrum áhugamálum.
Hún var langtum vitrari en hann, og gæti hjálpað
honum ef hann vildi aðeins léyfa henni það.
AVÍÐ
Þegar hún hafði þannig lokið við kaffið og
kveikt sér í sigarettu og hallað sér notalega aftur
á bak í stórum hægindastólnum, fór hún að velta
fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir Hektor.
Hún vissi að einhvern veginn yrði að losa hann úr
þessum dapurleika og þeirri örvæntingu sem hafði
heltekið hann upp á síðkastið, en hún vissi ekki
hvernig það væri hægt, því ef maður færi beint til
hans og talaði um það kynni hann að tryllast og
segja manni kæmi þetta ekkert við, og væri aðeins
verr settur en áður. Aumingja Hektor, hugsaði hún,
hann hafði aldrei átt hæfileika trúnaðarins. Hann
hafði aldrei vitað hvað það var að þykja vænt
um umheiminn og eiga vini sem hægt var að
treysta; og þegar hann eltist hafði hann orðið
verri og verri og biturri og biturri og einmanalegri,
þar til hann gat nú ekki farið til neins — ekki
einu sinni hennar eða Philip frænku síns — til að
leita styrks og samúðar- Ef hann væri veikur í
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifimiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Bögisennirnir
Únglingasaga um Hróa hött og
félaga hans — eftir
---- GEOFREY TREASE ---------------------------
klæði hans leyfðu honum, í átt til virk-
isins við innganginn.
Meðan á mesta glundroðanum stóð,
hafði hinum herklæddu og vopnuðu út-
lögum heppnazt að sleppa óséðir heim að
turninum. Er þeir nálguðust innganginn,
voru síðustu hermennirnir að þjóta nið-
ur tröppurnar, til þess að taka stöðu á
ytri múr kastalans.
„Fljótir nú!“ hrópaði Dikon sigri hrós-
andi. Þeir lokuðu neðsta hliðinu og
hleyptu fallgrindunum fyrir. Hinum dyr
unum báðum lokuðu þeir líka rammlega
að baki sér, áður en þeir hlupu áfram
upp stigann. Enginn var í turninum,
nema, konur og kastalapresturinn.
„Tveir skulu verða eftir hér og gæta
dyranna, svo að konprnar reyni ekki að
opna þær,“ sagði Allan. „Hinir fylgi mér
upp á þakið.<:
Svo greip hann blys í aðra hendi og
bar sverð sitt í hinni og gekk á undan.
Hringstiginn virtist aldrei ætla að taka
enda. Þeir fóru gegnum forsalinn, mynda
salinn og svefnstofurnar, og rákust á hóp
kvenna, sem flúðu æpandi úr vegi. Loks
komust þeir upp á turnþakið, undir berf
loft.
Hlöður og hesthús í ytri garðinum
stóðu í ljósum loga. Bálð varpaði rauð-
um bjarma á kastalann, og turna virkis-
ins við innganginn bar í eldhafið eins
og dökkar þústir. Það sást ofan úr varð-
turninum á bak við virkisverja, eins
greinilega og hábjartur dagur væri. Þeir
höfðu skipað sér þar til þess að láta
örvar, skotyopn og grjót dynja á hinum