Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1949næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðviljinn - 04.03.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1949, Blaðsíða 5
iwigólfmr Gunniamys&vn : ORLAGASTUND ÍSLENZKRAR ALÞYÐU Hver líðandi síuad er mik-' ilsverðasta áugnablik í lífi voru. Sú stund og sú stund ein umlykkur allt vort frelsi. En frelsi vort er fólgið i því einú að hafa leyfi og möguleika til að velja og hafna. Þetta frelsi, sem líðandi stund veitir okkur, hefur ávalt verið og er enn miklum takmörkunum háð. Fyrir okkur er framtíðin að- eins fróm ósk, órættur draum- u.r. Eini möguleiki okkar til á- hrifa inn i framt'.ðina er hin líðandi stund. Þvi skarpari sem yfirsýn okkar er yfir líf ein- staklirigs og þjóðar, því ákveðn ari, sem hugmyndir okkar eru um hamingju og frelsi, því sterkari, sem samkennd vor er með gróandi lífi, þvt vökulli, sem siðgæðisvitund vor er, því einlægari sem þjóausta vor er við stefnu og markmið, við sannleikann ,því meiri mögu- léika'höfum vér til þess að auka áhrif vor inn í framtíð- ina. En römm er taugin. For- tíðin er vor mikli örlagavald- ur. Land og saga hefur á liðn- um tíma mótað eiastakling og þjóð. En land og saga er líka arfur vor. Hvortveggja eggj- ár það o'g hyétur. Sagah geym- ir okkur víti til varnaðar en þó öllu fremur-margar og stór- ar minningar til framtaks og dáða. Framtíðin seiðir, land og fprtíð eggja, en líðandi stund, eini möguleiki vor, er eins og ljós, sem kviknar onilli tveggja póla. Og í þessu ljósi, þessum rofa fortíðar og framtíðar, ber oss að hagræða verkefnum stundarinnar að betur sá borg- ið málstað freisásias, jafnrétt- is og bræðralags,. þannig að hver líðandi stund beri í sér meiri möguleika, meira svig- rúm, meira frelsi. Eu slikt kostar mikið starf, stöðuga ár- vekni, stöðuga baráttu. Á hverri liðandi stund er taflið háð milli dáenda frelsisins á aðra hlið en síngjarnra hvata steinrunninna forma og úreltra viðhorfa á hina. Á liðnum tíma liafa ýmsir haft betur í þessari baráttu. Skin og skúrir, hæðlr og lægð- ir liafa þar skipzt á. Helmyrk ísöld afturhalds og kúgunar hefur hvílt yfir öllu mannkyni. En ávalt hefur frjómagni frels isins tekizt að brjóta ísinn. Stundum er eirts og vandamál og óleyet verkefni ryðjist fram og hlaðist upp af óvenju- legum hraða og jafnframt eru þáu verkefni þess eðlis að lausn þeirra felur í sér óvenju- lega sterk og langvarandi örlög fyrir einstaklinga og þjóðir. Góðir tilheyrendur. Eitt slíkt augnabíik ',ér að renna upp yfir okkar land og okkar þjóð, augnablik. þegar lausn verður ráðin í örlagaríkasta máíinu, sem þessi kynslóð hefur fengið Ræða, flutt á árshátíð Dagsbrúnar 26. febrúar til úrlausnar. Þetta mál er af- staða íslendinga til hernaðar- bandalags Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra við norðan- vert Atlanzhaf. Síðasta heims- styrjöld er okkur enn í fersku minni. Við fórnuðum í eldi þeirrar styrjaldar hundruðum vaskra og góðra drengja, og á- litlegur hluti skipastóls þjóð- arinnar sökk á mararbotn. Við urðum að þola áralanga setu tugþúsunda erlendra manna í landinu sem höfðu á margan hátt truflandi og óheppileg á- hrif á okkar þjóðlíf. í einu orði, skuggi þeirrar styrjaldar hvíldi yfir landi okkar og þjóð af fyllsta þunga. Það hefur oft verið talað um góða og ásteit- ingarlausa sambúð þjóðarinnar og hersiris á þessum árum. Þeir geta frómt um talað sem þá seldu manndóm sinn og æru fyrir baunadisk, en íslenzkir verkamenn hafa ekki fyrir neitt að þakka. Þeir einir allra manna í landinu urðu fyrir of- sóknum þessa hers. Þeir voru reknir úr vinnu og hundeltir stað úr stað fyrir pólitískar skoðanir, nokkrir góðir dreng- ir úr okkar hópi voru fangels- aðir af þessum her og íslenzk- ir dómstólar látnir dæma þá til þungrar refsingar fyrir það eitt að leitast við að koma i veg fyrir að hernum væri beitt til þess að brjóta á bak aftur vinnudeilu okkar Dagsbrúnar- manna. Og hið eina blað lands- ins, Þjóðviljann, sem talaði frjálst og hispurslaust um ný- lendu- og styrjaldarrekstur Breta og hélt fram íslenzkum sjónarmiðum gagnvart fram- ferði þeirra hér, bönnuðu þeir og fluttu biaðamenn hans úr landi. AIls þessa getum vér minnzt í sambandi við Atlanz- hafsbandalag. En hvað er svo þetta svokall aða Atlanzhafsbandalag ? Hvert er raunverulegt eðli þess og tilgangur? Fyrsti vísir þ-ess er hið svo- kallaða Benelux-bandalag. Og það bandalag á að mynda kjarna Atlanzhafsbandalagsins að austanverðu. Þátttakendur þess eru England, Frakkiand, Holland, Belgía og Luxemburg. Öll þessi lönd, að Luxemburg undanteknu, eru nálega hin einu nýlenduríki, sem nú eru eftir í heiminum. Öll eiga þau mjög í vök að verjast með yfir- ráð sín yfir nýlendum, og þrjú þeirra, England, Frakkland og Holland, eiga þar í grimmileg- um styrjöldum. Það er engin vafi að þessir sameiginlegu hagsmunir og erfiðleikar hafa tengt þessi lönd saman og eru hinn raunyerulegi grundvöllur að bandalagi þeirra. í vissum skilningi má því telja það bandalag varnarbandalag.. Það er bandalag til varnax nýlendu- drottnuninni. Við íslendingar þekkjum nýlendudrottnun of vel úr okkar sögu til þess að við getum talið hana eðlileg- an grundvöll að nokkru þjóða- bandalagi. Og hún er sífellt að verða andstæðari hugsunar- hætti og sögulegri reynslu ís- lenzkrar alþýðu. Áður fyrri var hún aðeins arðsamur at- vinnuvegur borgarastéttarinn- innar, að vísu ávalt rekin af harðýðgi og grimmd, en nú orð Ingólfur Gunnlaugsson ið er hún borgarastéttum þess- ara fjögurra landa sérstaklega fullkomin lífsnauðsyn. Án ný- lendudrottn. mundi vald borg- arastéttarinnar í þessum lönd- um ekki standa nema skamma hríð. Á sama hátt og Atlanz- j hafsbandalag yrði rökrétt fram hald af Beneluxbandalaginu yrði kjarni þess einnig hinn sami, sá að tryggja áframhald- andi líf borgarastéttarinnar i heiminum. En í áróðrinum fyr- ir stefnu þessa baadalags er þessu ekki haldið fram. Vernd- un lýðræðisins og baráttan gegu • kommúnismanum eru kjörorðin, sem notuð eru til þess að skapa fyrirtækinu ídeó- lógískan og raunhæfan grund- völl. Rússahræðslan og kom- múnista hatrið eru vopnin. Rússar eiga eiga að vera stríðsóðir og sitja um fyrsta tækifæri ti! árásar í vesturátt. Hvert viðbragð Rússa á al- þjóðavettvangi er talið að sanna vélabrögð þeirra og fals. Þegar Rússar bera fram tillögu um algera afvopnun á þrem ár- um, þaanig að her allra landa skuli minnkaður um þriðjung árlega næstu þrjú árin og heim urinn þannig gerður í fyrsta skipti í sögu sinni heimur án hers, þá er tillaga þessi felld með þeirri röksemd að allt önnur stærðfræðileg og afl- fræðileg lögmál ráði í her Rússa heidur en vesturveid- anna. Vestan. járntjaldsins hlýði þetta þekktum lögmálum þannig að ef her er fækkað um þriðjung þá sé hann eðlilega orðinn þriðjungi minni og að sama skápi veikari. En i Rússíá er þessu annan væg far- ið. Þar eflist herinn við hvern •þriðjung, sem af honum er tekinn. Þegar Rússar buðu Norðmönnum griðasáttmála á dögunum, þá sannar það ekk- ert annað en ofbeldishótanir og djöfullegar árásarfyrirætlamr á hendur Norðmönnum. Og þannig endalaust. Það má kannski segja með nokkrum rökum að við, venjulegir al- þýðumenn á íslandi vitum ekki mikið hvað Rússar ætlist fyrir í heimspólitík, en þó er okkur að vissu leyti stillt upp við vegginn og gert að skyldu að gera okkur þess nokkra grein, þar sem afstaða þeirra er gerð að tilverurökum heils hernað- arbandalags, sem okkur er tal- in lífsnauðsyn að vera með i. Og hver eru þau þá þessi mis- munandi viðhorf Rússa og ís- lenzkrar alþýðu, sem leitt gætu til styrjaldar milli þessara að- ila? Islenzk alþýða er fullkom- lega fylgjandi allri afvopnun svo þar er um samstöðu að ræða. Nálega hver íslendingur hefur óskoraða samúð með frelsisbaráttu undirokaðra þjóða. Rússar hafa stutt þá frelsisbaráttu í hvivetna. Meiri hluti íslenzkra verkamanna tel- ur Rússa búa við þjóðskipulag, sem tryggi frið og öryggi, hins vegar klingir rússaníðið og kommúnista hatrið sífellt í e>*r- um okkar frá þeim aðilum i okkar eigin landi, sem við eig- um í sífeldu höggi við um hags muni okkar og mannréttindi. Allt þetta tel ég mjög þung rök gegn því að í fyrirsjáan- legri framtíð dragi til styrjaid- ar milli Rússa og íslenzkrar al- þýðu, og dragi þar með til stóra muna úr nauðsyn ís- lenzkrar þátttöku í Atianzhafs- bandalagi. Til varnar lýðræðinu segja Vesturveldin: Lýðræðisherópið er hið mesta óp, sem þessi öld hefur heyrt og maður skyldi æt!a að það væri ekkert smá- ræðis lýðræði, sem verið væri að framkvæma og vernda. I þessu efni hefur ekki setið við áróðurinn einan. Verkin sýna merkin. í nafni lýðræðisins hefur blóðbaðið i Grikklandi, Inaó- nesíu, Malakkaskaga og frönsku nýlendunum verið háð. Undir vernd lýðræðisins lifir kyn- þáttakúgunin í Bandaríkjunum og Suður-Afríku. I nafni lýð- ræðisins styðja Bandaríkin Sjang Kaísék í Kína, í nafni lýðræðisins er vígbúnaðurinn aukinn áf slíku kappi að slíkt hefur aldrei áður þekkzt á svo- kölluðum friðartímum og í nafni lýðræðisins senda Bahda ríkin stríðsþjáðum, sveltandi þjóðum Vestur-Evrópu tóbak, dósavatn og. rúgbrauðshrat i Marshallhjálp. Þessi er hinn raunverulegi bakgrunnur Atlanzhafsbanda- lagsins. Vestur-Evrópa hefur síðan í stríðslok lifað og þjáðst í skugga dollaravaldsins og At- lanzhafsbandalagið, ef stofnað verður, verður ásamt Marshall- aðstoðinni sterkasta tæki og tákn þessa valds. Með hernáð- arbandalagi, vtgvélum og morð tækjum verður eugu lýðræði haldið við í heiminum. Frelsi þróast ekki undir fargi hernað- aranda og vígbúnaðar. Enda er frelsi og lýðræði ekki raun- verulegur tilgangur Atlanzhafs bandalags. Þú mundu hinar gömlu, lífsreyndu þjóðir Ev- rópu fara aðra leið. Það eru. yfirstéttir þessarra borgara- legu landa við Atlanzhaf, sem stofna þetta hemaðarbandalag til verndar völdutn sínum og áframhaldandi arðránsaðstöðu. Það er kjarni málsins. Og hlut- ur Bandaríkjanna í þessu máli er ofinn tveim aðaiþáttum. Fyrst heimsvaldastefnu þeirra og í öðru lagi vanmætti yfir- stétta Evrópuríkjanná til 'þess að hafa í fullu tré við alþýðu-, hreyfingu landa siana. Áform- ið er, sameiginleg barátta Bandaríkjanna og bbrgara- stétta Evrópu gegn undirstétt- um þeirra Evrópulanda, sem enn eru háð borgaralegu valdi, gegn Sovétríkjunum og gegn allri þjóðfrelsishreyfingu í ný- lendunum. Þetta er fyrirtækið, sem hinu unga, íslenzka lýðveldi sem að því er virðist, við stofnuðum af svo miklum glæsileik og samhug 1944, er boðið að ger- ast þátttakandi í. Og þrátt fyr- ir allt, þrátt fyrir smæð okkar og þrátt fyrir sjö alda reynslu af erlendri áþján, á þetta hern aðarbandalag formælendur líka hér. Og forsendurnar eru ná- kvæmlega þær sömu hér og hvarvetna annarstaðar. Borg- arastéttin finnur vanmátt sina í baráttunni við verkalýðs'nreyf inguna á Islandi. Núveraadi rikisstjórn var mynduð til þess að velta byrðum fjárhagslegra erfiðleika af borgarastéttiuui yfir á hið breiða bak alþýðunn- ar, hún hefur hvað eftir annað reynt að framkvæma þetta verkefni sitt og með nokkrum árangri því miður. En þrátt fyrir það finnur hún sig veika. Hún veit að verkaiýðsstéttin muni ekki taka við gjöfum hennar endalaust þegjandi cg hún finnur fjöldagnmdvöil Framhald á 7. síðo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (04.03.1949)
https://timarit.is/issue/213392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (04.03.1949)

Aðgerðir: