Þjóðviljinn - 03.05.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1949, Blaðsíða 3
Þrið'judagur 3. maí 1949. ÞJÓÐVILJINN 3 ÍPRÓTTIR Ritstjóri: Frímann Helgason Lærðum mikið og sáum ú við ttþji’óttasíðan hefur náð tali af Guðmundi Guðjóns- syni, fimleikamanni úr för K. R. á 50 ára afmælismót Dansk Gymnastik forbund. Guðtnuúd'ur ’hefur stundað leikfimi frá því hann var 8 ára og til þessa dags, en hann er nú 27 ára. Þó féllu 4 ár úr en þá stundaði hann sund með góðum árangri, sem sigursæll keppandi fyr- ir Ármann. Guðmundur seg- ir frá förinni á þessa leið: Flokkurinn sýndi fyrst daginn sem hátíðin var opn- uð, og tókst sú sýning eftir ástæðum vel. iSíðasta dag miótsins var sýnt á sérstakri sýningu það helzta og það sem ibezt þótti hjá hverjum flokki fyrir sig. þar vorum við beðnir að sýna sökk á hesti. Þá var okkur boðið að sýna í Nyköbing á Falstri og fórum við þangað ásamt finnsku kvenna- og karla- flokkunum og meisturum Kaupmannahafnar. Tókst setningin vel þótt aðstæða væri slæm því sýnt var á leiksviði sem hallaði. Þarna var okkur skipt niður á bóndabæi og tókust þar góð kynni, og voru móttökurnar þar og alstaðar hinar prýði- legustu. Danskir fimleika- menn létu þá skoðun í Ijós að miðað við þann stutta tíma, sem flokkurinn hefði æft þennan tímaseðil, væri árangurinn undra góður og dýnustökk þau er við sáum hjá fimleikamönnum á mót- inu eru ekki betur gerð en hjá okkar mönnum. Eigi að síður lærðum við mikið á þessari ferð. GLÆSILEGAR SÝNINGAR OG KEPPNI Segja má að sænski kvennflokkurinn „Sofiaflick- orna”, sem sýndi fyrsta dag- inn hafi sett allar aðrar sýningar í skuggann, svo glæsileg var sýning þeirra. Þó fannst mér að heljar- stökkin hjá þeim og fleiri stökk sem þær sýndu, væru full, „karlmannleg”. Einn aðalþátturinn í þessu móti var Norðurlanda- keppni í 4 og 6 manna sveit- um, og gafst okkur þar að líta það bezta sem völ er á Var leikni þeirra, sérstak- lega Finnanna, alveg ótrú- leg enda unnu þeir þessa keppni. SÁUM OG LÆRÐUiM Fyrir okkur var það mikil- vægt að sjá að tímaseðill þessara manna var byggður upp eins og okkar. Það var okkur líka ljóst að við stönd- um að flestuleyti langt að baki þessum mönnum hvað leikni snertir, en við erum á sömu leið og þeir: Með hreif- anlegar æfingar og áhöld. Æfingar okkar á tvíslá eru svipaðar þeirra en leikni þeirra er meiri og æfingar ■ fleirri. Þessi keppni mun koma okkur að notum þeg- í staðæfingum þeiua var förum að æfa á þeim mikil hreifing, tilbreitni, líf^ áhöldum sem notuð eru og kraftur. ■ Inn á milli var milli. Þessi mynd er af Finnunum þremur, sem urðu nr. 1, 2 og 3 á fimleikamótinu í Höfn. Lengst til hægri er Aimo Tanner, sem varð nr. 1. Lengst til vinstri er Olavi Rove nr. 2 og við hfið hans Esa Seeste nr. 3. Fjórði maðurinn (ber- höfðaður) er Ágúst Ingvarsson úr flekki K. R. — Finnar þessir koma allir með fimleikaflokknum, sem kemur hingað í boði Ármanns um miðjan þennan mánuð. ‘ y ** v ** « p ** v ** ** v** w » s * ft' ** $ v »•’ svo komið fyrir mjög erfið- um æfingum . Áhalda- æfingar þeirra voru ekki síðri. Leikni þeirra á tvíslá, svifrá og í hringjum var mikil, og jafnvægislist þeirra var unun á að horfa. Þá sýndu þeir æfingar á sér- stökum hesti sem við höfum aldrei séð eða notað, ag voru það skemmtil|egar œfingar. Þessi keppni verður okkur lærdómsrík og ógleymanleg. Kvennaflokkarnir sem þarna sýndu hafa svipaðar æfingar og t. d. Ármannsstúlkurnar hér sýna og virðist mér þær fyllilega sambærilegar við flokkana sem komu fram á þessari hátíð. við látið sem ég Vonandi getum búa til hestinn nefndi áðan. Við höfum séð og lært að það þarf líf og f jölbreitni' í æfingarnar. Ungir menn þrá það, og þeir eiga að byrja snemma, fyrst sem leik og síðar með markvissri þjálfun. Ég trúi því að hér sé nóg' ur efniviður ef æskunni eru gefin þau tækifæri sem vekja hana til Istarfa, og þessi nýju kynni mín af leigfimni sannfææra mig um að þessir möguleikar eru til Satt, að segja finnst mér að eg vera að byrja upp á nýtt en þó er ég því miður orðinn 27 ára. Fram vann K.R., Eins og sagt hefur verið frá, áttu leikir fyrri umferðar Reykjavíkurmótsins að byrja 19. apríl en vegna tiðarfarsins varð að fresta tveim fyrstu leikjunum. Síðastliðinn fö'átud. fór sv’o fyrsti leikurinn fram, og voru það KR og Fram sem áttust við. Leikskilyrði voru fremur slæm, suðvestan storm- ur og mjög kalt í véðfi. Á veðr- ið sjálfsagt nokkurn þátt í því að fremur lítil knattspyrnutil- þrif komu fram í þessum leik. Þó brá þeim fyrir í báðum lið- um. Fyrstu 10—15 mínúturnar hjá KR, móti vindi, lofuðu nokk uð góðu, en það var; eins og hraði og ákafi Framaranna setti KR-inga úf af laginu og t. d. var síðari hálfléikur' riokkuð jafn, þó Fram sækti móti vindi, en þar stóð meira dugnaður á bak við en skipulegur leikur. Untantekningarlítið má í fullri vinsemd benda þessum 22 mönn um, sem þarna lcepptu á, að mikill hluti knattspyrnunnar er hugsun og aftur hugsun, og það er hægt að hugsa þótt kalt sé í veðri. Fyrri hálfléikinn lá mjög á KR og voru Framarar oft nærgöngulir marki KR. Má þar nefna skot Rikarðs af 20 | m. færi, leiftur snöggt og fast, er kom í stöngina og skall nið- ur rétt framan við marklínuna. Með löglegum marksúlum hefði Eram sett þarna mark, en súl- ur og þverslá eiga að vera i hringlagaðar, sú hliðin sem veit að vellinum og verður sennilega ekki langt að bíða að þetta verði lagað. Það var ekki fyrr en 10 mín. voru eftir af leik að Fram gerir fyrsta mark sitt, og litlu fyrir leikslok gerir Magnús Ágústsson annað mark ið. KR átti einstöku áhlaup móti vindi og að marki Fram, en flest voru þau hættulaus. Þó náði Ölafur Hanness. góðu ská skoti, en knöttupinn fór í þver- slá og út á völl aftur. Síðari hálfleikur var jafnari eins og fyrr segir, og settu Framarar þá þriðja markið (Rikarður) og er 15 mín voru eftir af leik gerði Hörður mark fyrir KR. Framlína KR gat aldrei veru- lega sameinast um verkefnið. Ýmist voru þeir of langt liver frá öðrum eða þrengdu hver að öðrum, þeir fengu þó oft góða aðstoð frá Óla B. Lárus, miðframherji Fram kom oft með óvæntar skiptingar út á „kantana", scm komu vörn KR oft í opna skjöldu. Sérstakl. í síðari hálf- leik'var Sæmundur oft þarfur. Liðin voru svo að segja ó- breytt frá því í fyrra og verður — Sigurdagur Framh. af 1. síðu. Jafnvel hiniz 927 skráðu — Þrátt fyrir niðurlægingu rík- isstjórnarinnar sem birtist á Lækjartorgi var það athyglis- verð samkunda. Þar voru gaml- ir nazistar mættir, á fund boð- aðan í nafni Álþýðusambands íslands — og glottu illkvittnis- lega. Atvinnurekendur horfðu ýmist á kröfugöngu alþýðunn- ar eða eymd „sinna manna“ — og svipur þeirra stirðnaði í grettu. Hvítliðárnir hvimuðu augum flóttalega. Afætulýður- inn var fúll og niðurdreginn. Uppskeran hafði brugðizt. Jafn vel einkaher $jálfstæðisflokks- ins, hinir 927 skráðu, neituðu að láta stilla sér á Lækjartorg 1. mai. . „Mvair er hitf merkið afgreitt?" Líklega hefur þó fátt sýnt hug reykvískrar alþýðu þenna dag, betur enl.maí-merkið.Hvar vetna um allan bæinn var fólk með merki Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna. Merki klofnings 'mannanna sást varla. Þegar blessuð börnin höfðu reynt að selja það nokkurn tíma spurðu þau: „Hvar er hitt merkið af- gi’eitt?“ Þau vildu fá að selja merkið sem allir vildu kaupa. , Reykvísk alþýða ksefst béfa fyrir kjaraskerðingar ©g álögnr Á fundinum við Miðbæjar- skólann fluttu ræðumenn kröf- ur reykvískrar. alþýðu. Ræðu- menn voru: .Hannes Stephen- sen, varaform. Dagsbrúnar, Jón as H. Haralz, fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Hallgrímur Jónasson kennari (er talaði fyrst og fremst um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar), Finnbogi Júlíusson fulltrúi Iðnnemasambandsins, Stefán Ögmundsson prentari, Inga H. Lárusdóttir ritari Hárgreiðslu- sveinafélagsins og Eggert Þor- bjarnarson formaður Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna. 1. maí sýndi vilja reykvískr- ar alþýðu. Meginkrafa dagsins var 'um fullar bætur fyrir launa Iækkanir vísitölulaganna og aðrar árásir sem ríkisstjórn auðmanna hefur gert á kjör al- mennings. Undir þá kröfu verka lýðssamtakanna og fána þeirra fylkti alþýða Reykjavíkur sér þenna dag. því að gera meiri kröfur til þeirra. Vonandi hlýnar og lygn ir og þá sjáum við til. Dómari var Helgi Helgason. Jarðarför niannsins míns, Gaðmundar Matthíassonar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. maí og liefst með húskveðju að heimili hans, Lindargötu 23 kl. 1. e. h. Blóm og kransar afbeðnir. Jarðað verður I gamla kirkjugarðinum. Sigurrós Þorsteinsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.