Þjóðviljinn - 03.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1949, Blaðsíða 4
'4 ÞJÓBVILTINN Þriðjudagtir 3, maí 1949. VILJINN íjtxefandJ; Samelningarflokkur alþýöu — SósiaUstaflokkminn Ritatjórai: Magnú±> Kjartansson. Slgurður Guðmundsson (áb>. Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaíaaoo, Jónaa Árnasoa, Rftstjórn, afgreiSsla, augiýsíngar, prentsmiSja, SkóiavörSu’ stig JB — Sími 7500 (þrjár iínu r) Áskrií'arverS: kr. 12.00 á mánuCl. — LauaaaðluvarS 50 aur. siat Prantscnlðja ÞjóðviIJana h. I, Sódalistafiokkurian, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) ,B r,.J\llF0STIISI\\ Hrakfarir þríflokkanna — sigur alþýðusamtakanna Enn einu sinni svaraði reykvísk alþýða hræsnisáróðri samstilltra afturhaldsblaða og trylltum æsingum þriggja stjórnmálaflokka gegn verkalýðssamtökum og sósíalistum, svaraði svo eftirminnilega 1. maí að lengi mun svíða undan. Þrír stjórnmálaflokkar, Alþýðuflokkurinn, Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. urðu að athlægi Reykvíkinga 1. maí, og það þola stjórnmálaflokkar þessir ekki, eftir áföllin sem þeir hafa orðið fyrir undanfarið. Högg þríflokkanna var hátt reitt, svo hátt að allir Reyk- víkingar hlutu að taka eftir því. Þrír stjórnmálaflokkar, sem hlotið hafa fyrir þremur árum um 17 þús. atkvæði fullorðinna manna í Reykjavík, berja dag eftir dag bumbur áróðurs og æsinga í fjórum dagblöðum bæjarins af fimm, setja flokksvélar sínar í gang, allt í sama tilgangi að afla þátttöku í útifundi í hjarta Reykjavíkur, Lækjartorgi. Þessi staður er svo vel settur, að meira að segja Sigurður Sveinbjarnarson og trúboðar Filadelfíusafnaðarins fá þar álitlegan söfnuð áheyrenda, hvenær sem þeir boða þar til fundar. Og ekki var nóg að þrír stjórnmálaflokkar, Alþýðu- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn, með f jögur dagblöð og flokksvélar stefndu fylkingum fylgjenda sinna í Reykja\tk að bezta fundarstað borgarinn- ar þennan 1. maí. Þríflokkarnir höfðu háspil á hendinni, flokkur Éggerts Claessen og Thorsarahyskisins og flokkur Vilhjálms Þórs og Jóns Ámasonar voru komnir í þa að- stöðu að geta flaggað með nafni Alþýðusambands Islands, nafni sem er íslenzkri alþýðu kært og dýrmætt þó oft hafi það verið misnotað. Höggið var reitt hátt, svo hátt að allir Reykvíkingar voru farnir að fylgjast með því hvað úr þessu yrði, og ekki einungis þær þúsundir manna sem gengu tvisvar yfir Lækjartorg meðan fundur þríflokkanna stóð, heldur margir aðrir gerðu sér ferð að Lækjartorgi til að sjá árangurinn af herútboði þriggja stjórnmálaflokka sem fyrir þremur árum höfðu um 17 þús. fullorðna fylgismenn í Reykjavík. Árangrinum þarf ekki að lýsa fyrir Reykvíkingum. í gær brostu þeir að klámhöggi þríflokkanna og það bros verður sjálfsagt að skellihlátri í dag er þeir sjá tilburði 'hinna burðamiklu flokka að hagræða staðreyndum um fundinn á Lækjartorgi og þátttöku í 1. maí-hátíðahöldum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, eijtir fordæmi Jóns sterka: Sáuð þið hvernig ég tók hann! Hátíðahöldin 1. maí 1949 urðu enn ein staðfesting þeirr- ar dýrmætu reynslu að reykvísk alþýða fyrirlítur tilraunir afturhaldsins að lama verkalýðssamtökin, fýrirlítur fimmtu herdeildarstarfsemi Alþýðuflokksbroddanna sem reynt hafa að afhenda flokki Eggerts Claessens og Thorsara- hyskisins áhrifaaðstöðu innan samtaka alþýðuimar. Þau urðu staðfesting þeirrar reynslu að reykvísk alþýða fylkir sér fast um hagsmunakröfur sínar. Þeirrar reynslu að hún notar hvert tækifæri til að sýna andúð og fyrirlitningu flokkum þeim og mönnum sem ófurselja ísland herveldi Bandaríkjanna, hvert tækifæri til að votta fylgi sitt sjálf- stæðis- og framfarastéfnu vjrkálýðshreyffngarinnar. Þróttmiklar fylkingar reykvískrar alþýðu 1. maí undir merkjum Fulltrúaráðs vjrkalýðsfélaganna og hrakfarir þríflokkanna ekki síður, sýná eitls skýrt óg verða má að í Reykjavík liggur þungur straúmur til vinstr'f, til Skilnings á því að í Reykjavík á alþýðan að ráða en ekki duglausar Og fylgisrýrar broddaklíkur hitls þríéina afturhálds. Glæsilegm* áagur. Oft hefur 1. maí orðið glæsilegt tákn urn félagslegan þroska reykvísks verkalýðs, oft hefur afturhaldið mátt skelfast fyrir þeim samtakamætti sem dagurinn leiddi í ljós. Samt er það svo að í þetta sinn reyndist 1. maí stórfenglegra tákn um styrk og þroska verkalýðsins en nokkurn tíma fyrr. Annað getur ekki orð- ið álit þeirra sem sáu kröfu- göngu Fulltrúaráðsins í fyrra- dag og fund þess við Miðbæjar- skólann, hafandi til samanburð- ar hiná ömurlegu halelújasam- kundu stjórnarflokkanna þriggja á Lækjartorgi. ★ Ömögulegt annað én brosa. Það er auðvitað ekki gustuk að skopast að óförum náung- ans, en hvernig gat maður kom- izt .hjá að brosa, þegar hin mikla kröfuganga Fulltrúaráðs- ins fór framhjá Lækjartorgi, þar sem örfáar manneskjur stóðu á fundi, sem haldinn var að tilhlutan heilla þriggja stjórnmálaflokka, fundi sem undirbúinn hafði verið með margra daga æsingafullum á- róðri í öllum blöðum íslenzku ríkisstjórnarinnar. Það er satt, sem maður nokkur sagði í þessu sambandi: ..Jafnvel skilnings- sljóustu ráðherrunum ætti nú að vera ljóst, að þjóðin hefur á þeim mégnustu óbeit og fyrir- litningu. Það er ótrúlega smekk laus ríkisstjórn sem leyfir sér að sitja við völd eftir slíka út- reið.“ Aftur deyfð í æskulýðs- Iiallarmáliiiu. „Unglingur" skrifar: „.. Snemma í vetur færðist mik- ið fjör í æskulýðshallarmálið. Öll æskulýðsfélög bæjarins virt ust vera að ganga í það með full um krafti. Söfnunarlistum var dreift út um allt, og gátu menn ýmist skráð sig fyrir fjárgjöf- um eða loforoum um vinnu við byggingu hallarinnar. Áróður mikill var rekinn í biöðum og útvarpi. Sem sagt, allt virtist benda til þess, að málinu yrði nú loks fylgt fram til sigurs með kraftmiklu, sameiginlegu átaki æskunnar í bænum. En síðan ekki söguna meir. ★ S, I. B. S. til fyrirmyndar. „Því það er saiinast mála, að hugmyndin um byggingu æsku- lýðshallar virðist aftur vera að gleymast, ganilá déýfðin leggst enn á ný yfir fra'mkvæmd henn- ar. Og þetta héfur orðið: mér og fleirum mikil vonbfigði.... En hver er nú á’stæðan? Getur þáð húg3azt, að æskulýðiir bæ-j- arins sé svona dáðlaus...... Mega ekki öll hin stóru æsku- lýðsfélög skammast sín, þegar þau gera samanburð á atorku- semi sinni í þessu efni og dugn- aði annarra samtaka, sem berj- ast fyrir skyldum hugsjónum. Tökum t. d. S. I. B. S. Hvenær verður lát á elju þess félags- skapar, þegar hann er að hrinda í framkvæmd áhugamál- um sínum?.......Já, svo sann ariega mætti reykvískur æsku- lýður taka sér til fyrirmyndar kjark og dug þess fólks, sem í heilsuleysi vinnur hvert af- rekið á fætur öðru, og það svo að menningarstarf þess er orðið frægt víða um lönd. Unglingur.“ Brezki áróðurinn nægir ekkl. 1 gærmorgun hitti ég á götu mann nokkurn, sem sagði, að frétt.ástofa ísl. útvarpsins ætti það til að auka frá eigin brjósti áróðursgildi brezku útvarps- fréttanna gegn framfaraöflúm heimsins. Nefndi hann nærtækt dæmi. I fyrradag hefði brezka útvarpið sagt frá kröfugöngu kommúnista í London 1. maí „sem lögreglan var látin tvistra." í kvöldfréttum ísl. út- Várpsins hljóðaði þessi sama frétt hinsvegar svona: „Komm- únistar reyndu að efna til kröfu göngu inn á Trafalgar Square, en mikill mannfjöldi, sem þar var fyrir, aftraði því.“ — Þann- ig segist maðurinn oft hafa veitt því áthygli, að ísl. útvarps fréttamönnum þyki ekki nóg um áróðursgildi brezku frétt- anna, og geri þeir sér þá lítið fyrir að skálda inn í frá eigin brjósti. SkjaldbreiS fer frá Reykjavík á morgun til Húnaflóa- Skagaf ja.rðar og Eyjafjarðarh.afiia. Þyrill var • í Hvalfirði í gær. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Antwerpen 29.4. til Reykjavíkur. Dettifoss cr í Reykjavík. Fjallfoss er í Antwerp en. Goðafoss fór frá N. Y. 29.4. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Kaupmannahöfn 30.4. til Reykja- víkur, Selfoss kom til Reykjavíkur í fyrrad. frá Leith. Tröllafoss e'r t Reykjavík. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 30.4. til New Castle-on-Tyne. Laura Dan kom til Reykjavikur x fyrrad. frá Antv/erp en. Heklá fór tií Prest víkur og Kph. kl. 8 í gærmorgun, meö ca. 30 farþega. Kemur hingað á morgun. Geysir er í Reykjavík. Flugvélar Loftleiða fóru til Akur- eyrar, Vestmannaeyja og Vest- fjarða í gær. Gullfaxi fór í gær- morgun til Préstvíkur og London. Væntanlegur kl. 5—6 í dag. Vélar F. 1. fóru í gær til Akureyrar, Ve'st mannaeyja og Austfjarða. 19.00 Barnatími: (frú Solveig Pét- ursdóttir). 19.30 Þingfréttir. 20.20 Tónleikar Tónlist- arskólans. 20.45 Er indi: Greind og frjósemi; fyrri hluti (dr. Simon Jóh. Ágústsson). 21.10 Tónleikar: „Svanavatnið," balletmúsik op. 2Ö eftir Tschai- kowsky. 21.45 Upplestur: „Vegir mætast,“ smásaga eftir Soffíu Ing vardóttur (höftjndur les). 22.05 Vin sæl lög. 22.30 Dagskrárlok. Aðalfundur Þjóðvarnarfélagsins veröur haldinn í kvöld 1:1. 8.30 í Breiðfirðingabúð. Flutt verður skýrsla um störf stjórnarinnar, rætt framtíðarstarf félagsins og kosin ný stjórn. Hallgrímskirkja. Kvöldbænir og Passíusálmasöngur í kvöid kl. 8. tt O F N I N. í gær kom Skúli Magnússon frá útlöndum og Isólfur af veiðum. Katla kom frá útlöndum og fer til Borgárness. Þá komu hingað: Grimsö, tveir enskir togarar, L,aura Dan, nokkrir færeyskir togarar, einn hollenskur togari og annar pólskur. Einn færeyskur togari fór héðan. ÍSFISKSALAN: Göðanes seldi 29. f. m. 4021 kits fyrir 9835 pund í Hull. 26. seldi Geir 291 lest í Bremenhaven. 27. f. m. seldi Elliðaey 272,5 lestir í Bremenhaven. Einarsson & Zoega: Foldin fór frá fteykjavík á laug ardagskvöld til Hull, fermir í Hulí þann 6. Spaarnestroom fór frá Akranesi kl. 14.00 á laugardag til Amsterdam. Lingestroom er í Fær- eyjum. RIKISSKIP: Esja er í Reykjavík. Hekla fer frá Reykjavík í kvöld austur um land í hringferð. Herðubreið éV vaéhtanlég til Reykjavikur' i dag. Hjónup.um Elísa- , ■ % - betu Þorkelsdóttur ^ /jj ^ og Bjarná Einars- í jri\ \ syni, Bjarnarst. 12 , & v fæddist 18 marka sonur í gær. Hjón- unum Guðríði Einarsdóttur og Jóni Þorkelssyni, Grenimel 8 fædd- ist 15 marka sonur 29. apríl. Hjóii unum Rakel Guðmundsdóttur og Garðari Þorsteinssyni, Korpúlfs- stöðum fæddist 20 marka sonur 26. apríl. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ung frú Þóra Stef- ánsd. sauma- kona og Alfreð Sæmúndsson iðnnemi. Heimili ungu hjónanna er íMeðalholti 4. 0_/ Hvöt, málgagn bindindisfélaga í skólum, 2. hefti þ. á. er komið út. í heft inu er þetta efni m. a.: Ferðasaga (Ingólfur A. Þorkelsson). Góður vinur (saga, Guðrún Kristjánss.). Ræða (Snorri Jónsson). Requiem of past and future (kvæði, Ásta Sigurðardótt- ir). Endurminning (Sigurð Guð- mundsson). Úr skólalífinu. Tvö kvæði (Högni Egilsson). Iþróttá- kennarinn og áfengið (Hjörtur Þór arinsson) Handknattleiksmót S. B. S. (Björn Önundarson Ávarp (1. B. Þ.) Leggjum hönd á plóginn (Jón Norðdahl). Skákþáttur (Jóri Böð- varssori). Saintíöin, 4. hefti þ. á, er komin út. Efni: Misnotum ekki' Útvarpið. Athafnasamur Armeníu- riiaður í Bandaríkjunum, samtal við A. E. Papazian forstjóra. Útvál in þjóð, eftir Loft Guðmúndssóri. Raddböndin kvikmynduð, (tækni þáttur). Meðan húsið svaf. /Steop- Sögur o. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.