Þjóðviljinn - 21.06.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1949, Blaðsíða 4
i ÞJÖÐVILjmN Þriðjudagur 21. júní ' 1P4ÍK Þjóðviljinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu. — Sósialistaflokkurinn Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður GuSmundsson Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Augíýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7600 (þrjár iínur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) > Fram til sóknar Bagsbrúnarmenn hafa unnið mikinn sigur eftir skamni vinnt verkfall, mesta sigur sem þeira hafa unnið í kaup- deilu síðan 1942. Grunnkaup þeirra í almennri vinnu hef- ur híekkað um 28 aura um tímann eða 10%, en það sam- evarar rúmlega 2000 króna hækkun á ári, miðað við dag- vinnu og 300 vinnudaga. Þessi sigur vannst þrátt fyrir hatrama anástöðu rík- isstjórnarinnar, en sú andstaða birtist almermingi nokkr- um sinnum opinberlega. Hún birtist fyrst í grein sem Stef- án Jóhann Stefánsson skrifaði handa Alþýðublaðinu þegar Iðjudeilan var að leysast, en sú grein hafði í bili þau áhrif, að samkomulagið fór út um þúfur. Þau skemmdarverk höfðu þó aðeins áhrif skamma stund, en þegar samkomu- iag náðist flýði Stefán land og settist að á lúxushóteli í Sviss teér til hressingar. Næst birtist f jandskapur ríkisstjórnar- innar í aðförunum vlð Olíufélagið sem gert hafði sérsamn- ing við Dagsbrúnarmenn. Neyddi ríkisstjómin Olíufélagið til að segja samningnum upp daginn eftir að hann var gerð- ur og til þess að framkvæma raunverulegt verkbann með því að neita að selja olíur og benzin í R.eykjavík! Óg á laugardag fetar Bjami Benediktsson svo í fótspor Stefáns Jchanns, með annararsíðugrein í Morgunblaðinu, þar sem hann ræðst á verkamenn og eggjar atvinnurekendur lög- eggjan að standa gegn kröfum verkamanna. En áhrif hans urðu þau sömu og forsætisráðherrans, samningar tókust tveim sólarhringum síðar. Svo glögg sem þessi dæmi eru, eýna þau aðeins örlítið brot þeirrar hatrömu baráttu sem líkisstjómin háði bak við tjöldi.n gegn. hinum sjálfsögðu kröfum verkamanna. ★ Samkomulagið um kauphækkanir og vinnufrið eru einn mesti ósigur ríkisstjórnarinnar, algert skipsbrot þeirr- ar kjararýrnunarstefnu sem mótað hefur athafnir hennar í tæpt hálft þriðja ár. Það er mikill sigur fyrir hin rót- tækari öfl verkalýðshreyfingarinnar og ekki sízt sigur fyr- ir Sósíalistaflokkinn og stefnu hans. Allir stjómarflokk- arnir hafa staðið af ákefð með kjararýmunarstefnu ríkis- stjómarinnar. Sósíalistaflokkurinn einn hefur staðið á móti, hefur barizt af alefli gegn hverri árás á lífskjör al- mennings og hvatt verkalýðssamtökin til gagnsóknar. Sú gagnsókn er nú hafin og er svo víðtæk að jafnvel Vest- fjarðafélögin hafa samið um mjög verulegar kauphækk- anir, en meðlimir þeirra voru áður verst launaðir allra ís- lenzkra verkamanna. En svo mikilvægur sem þessi sigur er og svo algert skipsbrot sem stefna ríkisstjómarinnar hefur beðið, þá nýtist sá árangur því aðeins að fast sé fylgt eftir. Sókn- inni er ekki lokið, heldur er hún að hefjast. Næsta verk- eíni alþýðusamtakanna er að losa sig við þá dáðlausu AI- þýðusambandsstjórn sem staðið hefur með ríkisstjórninni í f jandskap hennar gegn kröfum verkamanna og beðið hef- ux smánarlegan ósigur með henni. Og næsta verkefni alls almennings er að knýja hrunstjóraina til að segja af sér, eína til nýrra kosninga og vinna svo glæsilegan sigur í þeim kcsningum að mynduð verði heiðarleg ríkisstjóm á ís- landi, athafnastjóm sem starfar 3 samræmi við hagsmuni iBlþýðunnar. i Pr-am til sóknar, islenzk alþýéa ! [RÆ J AHPOSTim\\ * li'inbíHl,1 ' ■ 6,mli í Breytingar heimsins. I holtinu vestanvið Stýri- mannaskólann er gamalt stakk stæði, og þar vaxa víða grænir grastoppar upp á milli steir.a, en í útjöðrunum geldingahnapp- ar, fíflar og fleiri skrautblóm, og þetta er orðið síðan íslend- ingar afnámu saltfiskverkun og fóru að nota frostsins töfra- mátt til að flytja afla sinn ó- skemmdan í önnur lönd; •—• cfni það, sem er eitur öllu jurtalífi og heitir salt, hefur hætt að falla um þennan stað. — Eg stóð á stakkstæðinu í fyrrakvöld og hugleiddi breyt- ingar heimsins. ★ Salttiskur, salttiskur. . . Hér höfðu gáskafullir ungling ar, handsterkir karlmenn og konur með hvítar skuplur haft sína atvinnu fyrir fáum árum, breitt út fisk og tekið saman sumarlangt, og þetta var sú leið sem þjóðin þekkti auðfarnasta í öflun gjaldeyris. Saltfiskur, saltfiskur, 1. flokks, 2. flokks og 3. flokks ár eftir ár, og nú er ekkert eftir til minn ingar um horfna atvinnu- háttu nema þessir slétthöggnu steinar sem bráðum verða fluttir burt af fólki sem byggir hús. — Meðan togararnir selja eintóm- an freðfisk í útlöndum, vaxa geldingahnappar, fíflar og fleiri skrautblóm kringum stakkstæð- in á íslandi og auka. kyn sitt. -— Fékk mér síðan sæti á einum steini því það var sólarlag. ★ Bilar hægja ferðina. Það var sólarlag, og f jölskyld ur sem áttu bíla óku um veginn, léttu á benzíninu uppá hæðinni til að treina sér unað stundar- innar, fóru hægt og horfðu í vestur, héldu síðan áfram með ofbirtu í augunum. Það var sól- arlag, og bröndóttur köttur kom innanúr holtinu, nuddaði sér nokkra hringi kringum fæt- • ur mér og fór svo aftur inní holtið. — Akurnesingar voru jum það bil að hverfa sjónum í eldinn. Það var sólarlag. ★ Neðar og neðar ...... Tvær eldri konur í peysuföt- um stönzuðu þar á hæðinni sem víðsýnast var og horfðu hugs- andi yfir umhverfið. Sá sem hefði þeirra reynslu til að skrifa Bæjarpóst um breytingar heimsins......— Turnklukka Síýrimannaskólans glampaði af geislum kvöldroðans og var langt gengin tólf. Sólin seig neðar og neðar þangaðtil hún hvarf með öllu hinumegin við Snæfellsnes. — Akumesingar voru komnir úr eldinum. Búið sólarlag. ★ Snyrtiretennska til fyrirmyndar. einn braggann í Skólavörðu- holti (mig minnir að hann sé nr. 4) er búið að rækta hinn snotrasta sólbaðslund sem sting ur mjög í stúf við hið ófagra umhverfi þarna........ Finnst mér að framtaksemi fólks þess, sem þama býr, megi vera öðr- um til fyrirmyndar, og þá ekki sizt þeim sem hafa miklu betri aðstæður en þessir braggabúar til að hafa snyrtilegt í kringum sig, og gera þó ekkert til þess. . .. Ef allir væru gæddir smekk- vísi þessa fólks, þá þyrft- um við svo sannarlega ekkert fegrunarfélag.....“ ★ Hörð orð nra fiskasýnmguna. Svo virðist sem margir verði fyrir vonbrigðum af fiskasýning unni i sýningarsal Ásmundar. Þó er kannski einum of sterkt að orði komizt í þessum bréf- kafla, sem Þ. sendir varðandi sýninguna: Ómerkilegri sýning hefur varla sézt hér; nokkrir gullfiskar, grásleppur, silungar og skriðkvikindi, allt sljótt og hálfdautt. Og þetta kostar 10 krónur. Nei, má ég.þá heldur biðja um þá sýningu sem maður fær ókeypis með því að horfa fram af einhverri bryggj- unni........Sú sýning er alls ekki fáskrúðugri en þessi við Freyjugötu. — Þ.“ ar og Vestmannasjja, 2 fcrSir á livorn stál, og cin fcaíl tii eííirta)- inna sts3ai' láaíjaiðar; Patrdte-~ ÍJarCar, Sohds, CigluíjarSar, Óiafs- fjarðar ps Keílavíkur. 1 dag verð' ur flogið til Akureyrar og Vest- mannaeyja ,tvær ferðir á hvorn stað og ein ferð til Siglufjarðar og Keflavíkur. — Hekla fór kl. 8 í morgun til Kaupmannahafnar með 30 farþega. Væntanleg heim á mið- vikudag kl. 5—7. 1 gær var flogið frá Loftleiðum til Isafjarðar (2 ferðir),.Hólmavíkur, Hellissands <2 ferðir), og Vestmannaeýja. Hekla. fór á. sunnudagsmorgun til London og kom aftur kl. 10 á sunnudags- kvöld. yys 13,30 Messa í Dóm- k kirkjunni. Setning synodus (Prédik- un: sérá Jósep Jónsson prófastur að Setbergi. — Fyr ir altari: herra Sigurgeir biskup Sigurðsson). 16.16 Útvarp úr kap- ellu Háskólans: Sett prestastefna. — Skýrsla biskups. 19.30 Tónleik- ar: Danslög leikin á piar.ó (plöt- ur). 20.30Synoduserindi í Dómkirkj unni: 1 dag og i gær (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 21.05 Söng- lög eftir Pétur Siigurðsson (Maríus Sölvason og Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngja): aj ,,/Etti ég hörpu“. b) „Smalastúlkan", c) „Vor“. d) „Konan, sem kyndir ofn- inn minn“. e) „Erla".- f) „Litla kvæðið um litlu hjónin". 21.30 Upp- lestur: Úr Sjóíerðasögum Svein- bjarnar Egilson (Gils Guðmunds- . son ritstjóri). 21.55 Tónleikar (plötur). 22.05 Vinsæl lög (plötur). HÖFNIN: 1 gær kom Hallveig Fróðadóttir af veiðum. Askur fór til útlanda í fyrradag. Tvö por’túgölsk skip komu hingað um sl. helgi, Arestal, lestar fisk á höfnum út um land, og Nereus, sem fór með vörur til Stykkishólms i fyrradag. ISFISKSAIAN: 17. þ. m. seldi Isborg 3752 kits fyrir 5582 pund í Fleetwood. 18. þ. m. seldi mótorskip 972 kits fyrir 1509 pund. EIMSKIP: Brúarfoss er i Reykjavík. Detti- foss fór frá London 18. 6., kom til Antwerpen 19.6. Fjallfoss fór frá Antwerpen i gær til Rotterdam. Goðafoss er i Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Leith 18. 6., fer þaðan væntanlega til Hull á morg- un. Selfoss fór frá Akureyri 15. 3. til Leith. Tröllafoss fór frá Rvík 10.6. til N. Y. Vatnajökull kom til Hamborgar 17. 6. EIKISSKIF : Esja var á Akureyri í gær, en þaðan fer hún austur um land. Hekla var í Glasgow. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er i Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík. EINABSSONAZOfGA: Foldin er i Grimsby. Lingest- room ér í Færeyjum. Hjóninmim Unni Ingvarsdóttur og S /j Guðmundi . Sveins-. [ y syni, Strandgötu i Æ \ 45, Hafnarfirði, fæddist 17 marka sonur 15. júní — Hjómuium Sigríði Jónsdóttur og Helga Þálmasyni, Mávahlíð 18, fæddist 13 marka dóttir 10. júní. — Hjónunum Steinu Sigurðardóttui- og Benedikt Haf- liðasyni, Nóatúni 18, fæddist 19 marka dóttir hinn 19. júní. 17. júni opinberuðu trúlofun sína, ung- frú Sigríður Odds- dóttir, Kárastíg 8 og Gunnar Ás- mundsson, bakari, Gunnarssundi 5, Hafnarfirði. — 18. júní opinberuðu trúlofun síná, Þórdís Sigurðardótt- ir, Fagurhól í Sandgerði og Eirík- ur Þórðarson, frá Norðfirði. — Þann 17. júní opinberúðu trúlof- un sína, ungfrú Alma Lindquist, Veltusundi 1 og Einar Runólfsson, flugvélavirki, Skólavörðuholti. — Þann 17. júní opinberuðu trúlofun sina, ungfrú Aðalheiður Magnús- dóttir frá Akranesi , og Haukur Þórðarson stúdent. Þann 17. júní opinberuðú trúlofun sína, ungfrú Áslaug Johnsen, hjúlrrunarkona og Jóhannes Ólafssori, stúdent. Næturakstur í nótt annast Hreyfill ----Sími 6633. Næturvörður er i Reykjavikur- apóteki. — Sími 1760. MUNIÐ að lesa smáauglýsingarnar, þær eru á 7. síðu. Söfnin: Landsbökasafnið er opið kl. 10-—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 1 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið er op ið alla vírka daga kl. 10—10, út lán þá írá kl. 2, nema á laugar- dögum en þá er eafnið opið kl. 1-4- G. Ó. skrifar: „Eg get ekki stillt mig um að benda á dálítið atriði til marks um það, hvern- ig snyrta má jafnvel hið ósnyrti legasta -umhverfi éf góður vilji Frá Fiugféiagi Is- upni, AusturbæjarskóUu>um. er "fyrir héndí. ’.... Kringum' Íands vai i gær flogið til AKúrcýi- SSmi 6030. Gullfaxi fór kl. veðuiútlitjð í dag: Sunnan og 8,30 í morgun til Bu0au8tan . kaMH. i.ött skýjað. Prestvíkur og Lon- don. Væntanlegur kl. 18,30 á morgun. Næturlæknir -ev í læknavarðstof-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.