Þjóðviljinn - 21.06.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.06.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 21. júní 1949. Afturhald og skammsýni ríkisstiérnarinar er að leiða kreppu og verðhrun yfir afvinnulíf Islendinga “* Framhald af 5. síðu. Ástralíu til England á næstu 10 árum og á grundvelli þessa samnings ræðst ástralska stjórn in í að rækta upp gífurlcg Iandflæmi og Itoma upp stór- kostlegum nautgripalijörð'um á næstu 10 árum. Er þetta mjög eftirtektarverður samningur fyrir oss Islendinga, sem eig- um eins og Ástralíumenn mikl- ar auðlindir enn ónotaðar í landi voru, sem aðeins bíða i rauninni öruggra markaðsskil- yrða til hagnýtingar þeirra. ; ; Brezka stjórnin stendur nú í skmningum við stjórn Argen- tínu um viðskipti þeirra landa L jiæstu 5 ár. Og um þann samn- j ^pg birtir Morgunblaðið þa frett §. júní að Bandaríkjastjórn fði mótmælt við Breta þess- i samningagerð og síoan seg- ir blaðið: „I»að, sem Bandarík- tn höfðu aðallega á móti samn fngnum, var að hann skyldi gilda í fimm ár. Xöldu þc'r að slíkur samningur yrði til að útiíoka frjálsa vcrzhm.“» (Let- urbr. vor), Það þarf ekki frek- ar vithanna við um hvaða vald það er, sem reynir að hindra Marshalllöndin í því að gera Bvona ráðstafanir til þess að tryggja efnahagslega afkomu eína. En það, sem Morgunblaðið virðist þó undrast mest í þessu máli, er ekki bann Bandaríkja- stjórnar -— slíkum aðferðum cr Mógginn víst orðinn vanur, -— lieldur hvernig Bretar taka mótmælum þessum. Fyrirsögn- in, sem Mbl. setur ú fré.ttiha, cr sem sé þessi: „Taka ekki til- lit til mótmæla Bandaríkj- 'r anna.“ — Á slíkum stjórnum virðist Mcrgunblaðið hissa. Það var engin tilviljun ao eitt fyrsta landið, sem Bretland gerði svona 5 ára samning við var Pólland, og almennt er á- litið að unnið sé að cvipuðum samningi milli Rússa og Bretai nú. Svo skynsamlegfr og nauð-' syniegir sem svona samr.ingar eru fyrir Breta, þá eru þeir beinlínis Iífsskilyrði fyrir oss IslentKnga: Samningar ism vax- andi markaði fyrir núverandi útflutningsafurðlr okkar og samningar um markað fyrir nýjar útflutningsafurðir, sem vér tökum síðar til að fram- Ieiða í krafti slíkra samninga. (Mun ég í annarri grein ræða tillögur um hið síðartalda). Hverjar sem hvatir ríkis- stjórnahinnar kunna að vera til þess að vanrækja það sjálf- sagða verk að gera svona samn inga, þá eru afleiðingarnar þær sömu: Ríkisstjórnin er að bjóða kreppunni og verðlæltkunarher- ferð engilsaxnesku auðhring anna lieim, — ríkisstjórnin lileypir lokum frá dyrum með því að vanrækja þessar sjálf- sögðu öryggisráðrtafanir og lætur auðvaldið erlenda koma að íslenzku þjóðinni berskjald- aðri. Því það verðum við að muna að kreppuráðstafanir auðdrottnanna (markaðsliindr anir og verðlækkanir) eru ctríðsráðstafanir sterkustu auð- hringanna gegn öllum hinum smáu, smærri þjóðum sem smærri fyrirtækjum eigin þjóða. Efnahagslegt hrun eða stefnubreyting Viðskiptapólitík núverandi ríkisstjórnar hefur þegar bak- að íslandi óbætanlegt tjón. Hún hefur eyðilagt hin glæsilegustu tækifæri, sem Island hefur. haft til þess að tryggja af- komu þjóðarinnar og verða á undan keppinautum okkar í því og ná þannig betri samn- ;ngum en þeir. Með glæpsam- lega heimskulegri og starblindri pólitík hefur þessum mögu- leikum verið kastað á glæ. Nú er kreppan í auðvaldsheiminum . hafin og samkeppnin um samn- inga við alþýðuríkin þegar orð- in hörð á laun, þrátt fyrir Marshallfjötra ameríska auð- valdsins og bannfæringu þess á Austur-Evrópu-viðskiptum. Það liggur því í augum uppi að áframhald á núverandi við- skiptapólitík leiðir á næstu ár- um til efnahagslegt hruns á Is- landi: markaðstapa og verð- hruns með þeim afleiðingum, sem ehlri kynslóðinni, sem enn man hörmusigarártn, t. d. 1931 —’34, eru ekki úr núnni liðin. Það verður tafarlaust að breyta um stefnu, ef ísland á ehki að fara í kreppunni, sem nú er að byrja, sömu leið og Nýfundnaland, arðrænd ný- j lenda Unileverhringslns, fór íj síðustu kreppu: leiðina íil glöt unar á efnahagslegu og póli- tísku sjálfstæði. Reynslan sýndi íslendingum 1946, hvað hægt var að opna af nýjum mörkuðum, ef hugur fylgir máli. Þar sem hægt var að gera á þeim árum samninga við Sovétríkin um sölu á ís- lenzkum vörum fyrir allt að 96 milljónir ísl. króna, þá er lítill vafi á aö hægt liefði ver- ið að selja þangað fyrir miklu hærri uppliæð árlega með samn ingum til lengri tíma, ef hugur hefði fylgt máli af hálfu ís- lenzkra .valdhafa. Og með slík- um samningi hefði nokkur fast- ur grundvöllur fengizt undir enn frckari aukningu fiski- flota vors. Sama máli gegndi um Pól- land, ef ráð var í tíma tekið, áður en Pólverjar réðust í aukningu á eigin flota. . Engu að síður mætti vafa- laust enn gera stórfelda samn- inga við þessi lönd og fleiri af alþýðuríkjunum, ef tafarlaust væri viðbrugðið og fast fylgt eftir. Tékkóslóvakía er gleggsta1 dæmið um hve gífurlega mætti! auka viðskipti vor við alþýðu-i ríkin og hve erfiðlega aftur- haldinu gengur skemmdarstarf- ið stundum. Siðla sumars 1947 var hægt að gera samninga viðj Tékkóslóvakíu um verzlun, er nam 36 milljónum króna á hvora hlið. Þá bannaði ríkis- stjórn Islands samninganefnd- inni í Prag að undirskrifa þá sanminga. Nefndin var kölluð heim og með því að tef ja þann- ig samninga í nokkra mánuði tókst afturhaldsstjórninni að; koma samningsupphæðinni ni.ð-i ur í 29 milljónir kr. Hefur aft-| urhaldsst jórninni ekki tekizt; að rýra upphæðina úr því, þar: sem hagsmunir íslands af samn ingunum eru svo áberandi, að^ slikt hneyksli yrði stjórninni; ofviða hér lieima. En það hefðii verið auðvelt mál að koma við- skiptunum við Tékkóslóvakíu; upp' í 50—60 milljónir .ísl. kr.j á ári, tryggja þau í mörg ár og tryggja Islandi með slíkumj fyrirframsamningum mikið af í þeim tækjum og vörum, sem ossj vanhagar um og fáum nú held- i ur ekki frá Tékkóslóvakíu, af því samið er . til of skamms tíma í senn, til þess að geta gert veigamiklar ráðstafanir til kaupa t. d. á stórum fram- leiðslutækjum með slíkum samningum. Það þarf ekki að ræða það, hvílíkt afkomuöryggi það væri íslandi, þegar útflutjningurinn væri að meðaltali .400 milljónir króna að geta tryggt ef til vill allt að helming.inn af útflutn- ingnum til laugs tíma með við- skiptasamningum við alþýðu- ’ ríkin, og eiga þó ekki nemaj helminginn af útf lutningnum i undir fallvöltum márkaði auð- valdslandanna, ef þau skylduj nú leika okkur svipað og þau j gerðu 1931. Eða geta hins veg-j ar aukið viðskipti okkar um j svona upphæð, ef vel gengi íj auðvaldsríkjunum og betur. cn ( nú horfir. Það var óverjandi af núver- andi ríkisstjórn ao sleppa und- anfarin tvö ár tækifærunum, til þess að tryggja þannig œark. aðsöryggi íslendinga. Og það væri vitfirring í efna- hagsmálum vorum að halda þannig áfram nú, þegar krepp- an er að skella á, án þess að reyna að bjarga því, sem bjarg að verður. En til þess þurfa þau heilbrigð og sjáandi öfl sem til eru meðal þjóðarinnar að taka höndum saman og ger- breyta stefnunni í viðskipta- .málum Islands. Það verður að skapa ríkis- stjórn, sem stöðvar þá hrun- stefnu, sem rikt hefur nú í tvö ár, og snýr við á þeirri braut eyðileggingar á efnahag lands- manna, sem núverandi stjórni hefur gengið frá upphafi. Það1 verður ao skapa að nýju fram- farir og framtak í atvinnulífi landsmanna í stað þeirra hafta, einokunar og afturhalds, sem núverandi rikisstjórn hefur komið á eða aukið þar, sem hún hefur fengið við það ráðið. Slík stefnubreyting er skilyrði þess að hægt verði að nýju að hefja umbætur á kjörum lands- manna í stað þeirra síversn- andi kjara, sem fólkið hefur búið við í tv.ö ár af völduni nú- verandi ríkisstjórnar. Það verður að bægja krepp- unni frá íslandi, bægja atvinnu leysinu og neyðinni frá alþýðu- heimilunum, ella tekst þeim skemmdarvörgum, sem nú ráða atvinnu- og f jármálalííi Is- lands, að kóróna hrunstefnú undanfarinna tveggja ára með því að. ofurselja ísland krepp- unni, sem auðdrottnarnir, herr- ar þeirra og húsbændur, nú eru að leiða yfir lieiminn. Til þess þarf nýja stjórn, nýja stefnu í atvinnu- og fjár- máluni Islands, stefnu, sem tryggir alþýðu manna fulla at- vinnu og batnandi lífskjör, en til þess þarf að tryggja þjóð- inni ótæmandi markaði fyrir síaukna framleiðslu hennar. Slík stjórn verður að þora að stjórna viðskiptamálum íslands án tillits til annars en þarfa og hagsmuna vor .íslendinga, þora m. a. að gera stórfelda verzl- unarsamninga við þau ríki sós- íalismans, sem tryggt geta ör- ugga framtíðarmarkaði — og liirða þá • ekki um það bann ameríska auðvaldsins, sem ver- ið hefur leiðarstjarna núver- nndi’ ríkisstjórnar í viðskipta- máluin, eins og boð ameríska auðvaldsins hefur verið leiðar- stjarna hennar í viðkvæmustu sjálfstæðismálum þjóðarlnnar. 1 .s. Droíming Alexandrine Þeir, pem fengið hafa loforð fyrir fari, 30. júní, sæki far- seðla fyrir kl. 5 síðd. í dag, ann- ars verða þeir seldir öðrum. Næstu tvær ferðir frá Kaup- í mannahöfn verða sem hér seg-1 ir: 24. júni og 8. júlí. Flutningur óskast tilkynntur skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannahöfn. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. ERLENDUR PÉTURSSON. HiimimimíiHmmiiimiEimiEimttEi1 11. júni-mó££ð Framh. af 8. síðu. m. Kringlukast: 1. GunnarHuse by, 42,35 m. 2. Friðrik Guðm. K. R., 40,97 m. 3. Gunnar Sig- urðsson K. R., 40,21 m. 1500 in. hlaup: 1. Stefán Gunnarsson Á. 4:17,2 sek. 2. Þórður Þorgeirs- son K. R., 4:18,0 sek. — Kepp- endur voru ekki fleiri í þeirri grein. 400 m. hlaup: 1. Sveinn Björnsson K. R. 52,1 sek. 2. Ingi Þorsteinsson K. R., 53,7 sek. 3. Skúli Magnússon Á., 55,4 sek. 110 m. grindahlaup: 1. Ingi Þor steinsson K. R., 16,0 sek. 2. Sig urður Björnsson K. R. 16,1 sek. Keppendur voru ekki fleiri. Langstökk: Torfi Bryngeirsson, K. R., 6,89 m. 2. Magnús Bald- vinsson I. R., 6,56 m. 3. Halldór Lárusson Á., 6,49 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. A-sveit í. R„ 43,0 sek. 2.A-sveit Ármanns, 44,0 sek. 3. Sveit K. R., 45,2 sek. — I sveit I. R. voru Finnbjörn Þor valdsson, Clausen-bræður og Stefán Sörensson. Kúluvarp kvenna: 1. Daggrós Stefánsdótt |ir Á., 8.06 m. 2. Margrét Mar- j geirsdóttir, K.R. 7,52 m. 3. Stein vör Sigurðard. U.M.F.R. 7,49 m. j 4x100 m. boðhlaup kvenna: 1. A-sveit K. R., 56,7 sek. — Nýtt ;Isla.ndsmet — 2. B-sveit K. R., 59,1 sek. 3. Sveit I. R. 59,3 sek. I Stangarstökk: 1. Torfi Bryn- geirssoni, K. R., 3,80 m. 2. Kol- jbeinn Kristinsson Umf. Selfoss, 3.50 m. 3. Bjarni Linnct Á., 3,30 m. Sú breyting varð gerð á úr- slitum 1000 m. boðhlaupsins, er fram fór 17. júní, að sveit K.R., sem hljóp vegalengdina á skemmstum tíma, 2:05,9 sek., var dæmd úr leik. Sveit Ar- manns, A-sveit, var þvi dæmdur jsigur í þessu liíaupi 2:08,2 sek. 2. varð sveit I. R. á 2:13,2 sek. 3. Drengjasveit Ármanns á 2:14,4 sek. j Rildómur Sigurcar Guðmun’ds sonar um bókmenntasögu Krist ins E. Ándréssonar brenglaðist mjög iila í preníuninni. Sá káfli sem brenglaðist átti réttilega að vera á þessa leið: „Ungir bókmenntafræðingar íslenzkir sem sinnt hafa fræði- störfum hafa nær allir unnið að rannsókn á bókmenntum fyrri alda. Enginn þeirra mun hafa jafnnáin kynni af slcáldum þeim og rithöfundum sem vaxið hafá síðustu áratugina og Krístinn E. Andrésson. Frá því liann kom heim frá framhaldsnámi í Þýzkalandi 1931 hefur hann eklti einungis kynnzt flestum hinna yngri höfunda og vérið þeim mörgum vinur og kennavi heldur einnig gerzt, ásamt fram sæknustu rithöfundunum, yngri og eldri, forvígismaður nýrrar sóknar í menningarmálum. Hann hefur með sköpun um- fangsmikilla menningarfyrir- tækja unnið afrek í skipulagn- ingu og fundið lestrarþrá al- þýðu nýja farvegi. Hann hefur öllum mönnum jbetur sótt og varið málstað íslenzkra rithöf- unda og listamanna á Alþingi og í skrifum, og alarei misst sjónar á því verkefni þrátt fyr- ir mjög tímafrek pólitísk störf á þingi og í blaðamennsku.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.