Þjóðviljinn - 24.09.1949, Side 6
ÞJÖÐVTLJINN
6
Laugardagnr 24. septemb. 1&49
™ ' ii. .. .■ ■ ■ ———WM-r-
KlNAVELDI
Framhald af 5. síðu.
um og efnahagslegum áhrifum
, í landinu.
Meðal kínverskrar alþýðu bar
jafnan mikið á ýmiss konar
leynifélögum, er oft voru trú-
arlegs eðlis og gengu undir ýms
um nöfnum. Eitt þessara félaga
hét „Hinn sterki hnefi“ og
stóð að hinni fyrstu almennu
uppreisn Kínverja gegn erlendri
áþján. Fyrir þá sök hefur upp-
reisn þessi verið köiluð ,,box-
arauppreisnin“, og er það hið
sögulega nafn hennar.
Flestir „boxaranna“ voru
.bændur, en er á leið,‘ drógust
bæði smáborgarar bæjanna og
menntamenn inn, í- hreyfinguna.
Aldamótavorið 1900 breiddist
hreyfingin frá Shangtúng-fylki
um allt Norður-Kína, og í þeim
: óeirðum voru drepnir um
30.000 kristnir Kínverjar og
300 Evrópumenn. Keisarastjórn
in kínverska blés að glóðunum
og æsti fólkið upp gegn útlend-
ingunum, og í júníbyrjun veitti
hún uppreisnarmönnum opin-
beran stuðning sinn. Hinn 13.
í júní voru brenndar nokkrar
kristnar kirkjur í Peking, en
um 100 Evrópumenn drepnir,
-og Kína lýsti yfir stríði á hend
ur stórveldunum. Sendiráðsrit-
ari Japana var myrtur og.
nokkru síðar sjálfur sendiherra
Þýzkalands, von Katteler barón.
í ágústmánuði stefndu stór-
veldin — Japan, Rússland,
Bandaríkin, England, Frakk-
land og Þýzkaland — herjum
sínum til Pekingborgar. Kín-
verska keisarastjórnin og hirð
in flýðu inn í land, en hermenn
hinna vestrænu stórvelda rupl-
■uðu og rændu hina auðugu
;borg. Liðsforingjar og óbreytt
ir hermenn urðu auðugir menn
af þýfinu, sem féll þeim í hlut,
gulli, silfri, silki og kínversk-
um listmunum. Þúsundir kín-
verskra friðsamra borgara,
sem engan þátt höfðu átt í
boxarauppreisninni, voru drepn
ir, hundruð kínverskra yfir-
stéttarkvenna voru teknar
frillutaki af hermönnum vest-
rænnar menningar. En í sama
mund breiddist uppreisn Kín-
verja út til Suður-Kína og
Mandsjúríu, einkum í námunda
við austurkínversku járnbraut-
ina, á áhrifasvæði Rússa.
Eftir töku Pekingborgar eggj
aði Þýzkaland mest til stór-
ræðanna. Vilhjálmur H. Þýzka
landskeisari hvatti til kross-
ferðar gegn hinum „gulu viili-
mönnum“ og vildi fyrir hvern
mun, að Þýzkaiandi yrði feng-
in forusta í krossferðinni. Við
það tækifæri hélt Vilhjálmur
keisari eina af sínum alræmdu
ræðum yfir Kínahersveitum
Þýzkalands og kvaðst vona, að
Kínverjar mundu í framtíðinni
skjálfa fyrir Þjóðverjum, svo
sem Evrópumenn hefðu fyrr
skolfið fyrir Húnum. Frá þeirri
ræðu er runnin sú nafngift, er
Englendingar gáfu Þjóðverjum
í fyrri heimsstyrjöldinni.
Englendingar voru í fyrstu
tregir til að taka þátt í kross-
ferð Þýzkalands, og það var
ekki fyrr en þýzka stjómin
hafði viðurkennt Jang-tse-dal-
inn sem áhrifasvæði Bretlands,
að þeir létu til leiðast. 1 sept-
embermánuði árið 1900 var al-
þjóðegur her settur á land I-
Kína, með 20.000 þýzka her- J
menn í fylkingarbroddi. Her |
þessi lagði undir sig mikilvæg-
ar stöðvar í Norður-Kína, og
veturinn allan og vorið 1901
gekk ekki á öðru en refsiher-
ferðum um landið gegn
hinu varnarlausa fólki. En þó
var Kínaveldi ekki skipt í þetta
sinn. England, Japan og Banda-
ríkin vildu ekki veita Rússupi
og Þjóðverjum frekari ítök í
Norður-Kína og við Gula haf,
einkum studdu Bandaríkin þá
stefnu, er þeir kölluðu „opnar
dyr“, þ. e. að hverju erlendu
ríki skyldi veitt ótakmarkað at
hafnafrelsi til atvinnureksturs
og viðskipta í öllu Kínaveldi,
án sérréttinda einstakra ríkja.
Bandaríkin þóttust hafa nóg
afl til að keppa við hin
evrópsku stórveldi um yfirráð
í Kína með „friðsömum“ að-
ferðum verzlunar- og atvinnu-
drottnunar. Var með þessu
markað nýtt skeið í sögu stór-
veldastefnunnar.
Kínverjar urðu að gjalda box
arauppreisnina dýru verði. Stór
veldin kúguðu Kína til að
greiða sér hálfan annan millj-
arð króna í stríðsskaðabætur,
og var saltskattur ríkisins og
allir tollar þess veðsettir fyrir
greiðslunni. Ennfremur var enn
á ný rýmkað ■ um þau höft, er
verið höfðu á verzlun og sigl-
ingum erlendra þjóða í Kína.
Og til þess að Kína mætti súpa
bikar auðmýkingarinnar til
botns, urðu Kínverjar að senda
menn á fund Þýzkalandskeisara
og Japanskeisara og biðja þá
fyrirgefningar á hermdarverk-
um uppreisnarinnar.
Boxarauppreisnin kínverska
var öll með mjög frumstæðum
brag, bæði að hugmyndum og
skipulagningu En sögulegt mik
iivægi hennar verður ekki of-
metið. Hún var óræk sönnun
þess, að hinn austræni heimur
var að vakna til vitundar um
afl sitt. Hún var alvarleg á-
minning um það, að völd hins
hvíta manns í Asíu voru byggð
á rjúkandi eldgíg. Og hún
hringdi inn öld nýlendubylting-
anna í sögu nútímans.
Sverrir Kristjánsson.
Viðíal við Jóhann Kúld
Framhald af 3. síðu.
að verkum að síldinni er ekki
viðvært á yfirborðinu vegna
straumrasta og olíubrákar sem
safnast á sjóinn. Þetta er nú
það helzta sem ég get sagt þér
frá síldveiðunum í bili, annars
væri hægt að segja frá ýmsu
fleiru ef tími væri til. En ég
er nú sem sagt að koma í bæ-
inn, og hef í mörgu að snúast
svo tími minn er þrotinn í bili.
— Þú er.t í framboði í Snæ-
fellsnessýslu, og ertu máski á
förum þangað vestur?
— Ætli ég verði ekki bráðlega
að halda af stað. Með þessum
orðum kvaddi Jóhann og fór.
Stofa
til leigu.
Upplýsingar
Kaplaskjólsveg 54.
«« FRAMHALDSSAGA:
HÚSSTORMSINS
þrep, nokkrum tímum áður en hún var sjálf
myrt og féll niður á þessi sömu þrep. Hún
hrópaði: „Hvaða samband getur —“
„Eg vil tala við hann,“ sagði Jim, .og um
leið og hann sleppti orðinu opnuðust dyrnar
fram í ganginn fyrirvaralaust og Árelía Bea-
don kom inn í herbergið. Hún var öskugrá
í andliti af þreytu, og ofsinn sem hún hæfði
gefið lausan tauminn var enn við líði; hún
horfði reiðilega á Jim.
„Eg þarf að tala við þig. Eg þarf að tala
við Nonie.“ Stór dökk augu hennar litu á þau
á víxl. „Nonie,“ sagði hún. „Eg bauð þig vel-
komna inn á heimili mitt sem væntanleg
eiginkonu bróður míns. Hlustaðu á mig. Hvað
hefurðu þekkt Jim lengi? Aðeins síðan þú
komst hingað. Þú ert mjög ; auðug stúlka.
Heldurðu að Jim viti það ekki?“
Nonie hló — óvænt og, án; þess að vilja
það; hún leit á Jim, og hann horfði á hana
hálfbrosandi. Hún reyndi að svara, en fanr.
engin orð.
Hendur Árelíu hreyfðust órólega í kjöltu
hennar. „Þú berð hring bróður míns. Nonie,
ég krefst þess að þetta brúðkaup fari fram.
Jafnvel þótt Roy ætti ekki hlut að máli, þá
gæti ég ekki látið þig lenda í klónum á — á
manni, sem víst er að verður sakaður um
morð.“
Einlægni hennar og örvílnun var augljós.
Nonie svaraðb jafnalvarlega og einlæglega:
„Árelía, jafnvel þótt hann verði handtekinn
fyrir morð, þá verð ég að vera þar sem ég
get hjálppað honum. En hann verður látinn
laus, því að hann er ekki sekur.“
Árelía bandaði höndunum með óþolinmæði-
svip. „Þú verður að fara eftir orðum mínum.
Eg get sagt þér — ég segi það fyrir framan
Jim, að þú verður að hugsa um peningana
þína. Jim þurfti á peningum að halda; hann
hann væri allslaus, ef Hermione hefði ekki ver-
ið myrt.“
Jim sagði hljóðlega. „Mér er sama hvort
Nonie er rík eða fátæk. Eg elska hana.“
„Þú elskar hana!“ hrópaði Árelía. „Þú —
sem þykist vera vinur Roiys. Ef Roy hefði
EFTIR
Mignon G. Eberhart 5
Spennandi ÁSTARSAGA. —
39- dagur. imhimhh/i
ekki komið í veg fyrir það, þá væri þegar
búið að handtaka þig.“
Roy stóð í dyrunum og sagði: „Má ég
koma inn ?“ Árelía snéri sér snögglega við,
og hann gekk til hennar og lagði höndina á
öxl hennar. „Árelía, ég heyrði hvað þú sagð-
ir. Jim er enginn ævintýramaður.“
„Nonie er mjög rík. Hver einasti ungur
maður yrði feginn að komast yfir alla þá
peninga. Jim var allslaus,“ sagði Árelía ólund
arlega, en hönd Roys tók þéttar um öxl henn
ar og þaggaði niður í henni.
Hann sagði og horfði á Nonie: „Elskan
mín, þetta er varla staður né stund til að
segja þér frá því. Eg ætlaðist ekki til að þú
vissir það, fyrr en eftir að við værum gift.“
Eitthvað var á hreyfingu frammi í gang-
inum, við dyrnar. Nonie tók varla eftir því,
því að hún var að horfa á Roy. Nonie sagði
lágt: „Roy, hvað áttu við?“
„Eg vildi ekki segja þér frá því. En ein-
hvern tíma verðurðu að fá að vita þr.5. Sjáðu
til, Nonie mín, þú ert ekki auðug. Það var
ekkert eftir. Alls ekki neitt.“
Árelía greip andann á lofti með hálfkæfðu
ópi.
Roy sagði: „Mér þykir það leiðinlegt,
Nonie. En það skiptir engu máli fyrir þá
sem elska þig í raun og veru.“
Jim lagði handlegginn utanum hana eins
og til verndar.
Árelía leit upp sigri hrósandi. „Sjáðu. Nonie
Peningarnir skipta engu máli. Roy vissi þetta;
ég vissi það ekki, en —“ Hún lagði hör.dina
á handlegg Nonie. „Okkur er sama um pen-
ingana Roy hefur sannað þér ást sína. Hjóna-
band þitt og hans verðurtraust og hamingju
samt.“
Hreyfingin við dyrnar nálægðist; það var
Lydía og hún var að hlæja. Hún hrópaði: „Ó,
Árelía, og þú vildir ekki að Roy kvæntist mér.
Þú íiefur hatað mig og barizt á móti mér árum
saman. En Nonie — já, Nonie var fullkomin
brúður. En meinið er að lnin vill giftast öðrum.
Hvernig finnst þér það, Árelía?“ sagði Lydía og
hló, þangað til hún varð að taka hendinni fyrir
milnninn, eins og hún heyrði hve hlátur hennar
Skíða- 09 félagskeimili Æ.F.R.
VIGSLUHATIÐ
skíða- og félagsheimilis Æ.FR. verður haldin. í kvöld og suunudag í skálanum.
Til skemmtunar verður:
Laugardag kl. 8,30:
1. Ávarp.
2. Upplestur.
3. Ræða: Sigfús Sigurhjartarson.
4. Einleikur á gitar.
5. Sjónleikur.
6. Dans (gömlu- og nýjudasarnír).
Fjögra manna hljómsveit Braga ,
Hlíðbergs.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í kvöld í skrifstofu Æ.F.R., Þórsgötu 1.
ÖUum sósíalistum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir.
Ferðir í dag kl. 6 og 8. I bæinn ki 12 og 2.