Þjóðviljinn - 18.12.1949, Blaðsíða 8
gflfi láir gefiS it 31 feækir í ír
Skáldsögur - FerSalýsmgar og þjóÖfrœÖirif
o.
Bókaútgéfan Norðri hefur gefið úf allt að því 30
bækur á þessu ári; skáldsögur eftir inulenda liöfunda,
þjóðiræðirit, leiðarlýsingar og svaðilfarasögur frá öræfum
land.jins, þjóðsögur, Ijóðasafn og héraðslýsingu, auk barna-
og unglingabóka. ,
Ern sumar þessara bóka hinar merkiiegustu og munu
flestsr finna þar eitthvað við sitt hæfi. Skal nú bókanna
lauslega getið hér á eftir:
Smiður Andrésson og þættir,
eftir Benedikt Gíslason frá Hof
teigi. Meginefni þeirrar bókar
er Smiðs saga Andréssonar, en
um hana segir höf. í formála
m. a.: „I raun og veru liggur
hér fyrir allt tímabilið í is-
landssögu frá 1262 til þess er
Ísland skipti um örlög með
falli Noregs undir danska
krúnu. Það er enn á því að
höggva, sem um hefur verið
rætt: samband íslands og
Noregs meðan Noregur var
enn sjálfstætt ríki.
Líklega má öllum verá það
Ijóst, að íslenzkir valdamenn,
sem að Gamla sáttmála stóðu,
hafa víst síður en svo álitið
sig vera að skerða frelsi lands-
ins með þessum öryggissamn-
ingi Íslands við Noreg. Þetta
hefur auðvitað verið í þeirra
augum, minnsta kosti á þeirra
tungu, hinn hagkvæmasti samn
tngur fyrir Islands hönd, og
sjálfstæði landsins enn betur
tryggt, þar sem tekið var fram,
að utanstefnur viljum við eng-
ar hafa. Hvílíkur sigur fyrir
íslenzkt þjóðemi! Hefði press-
an verið í gangi þá eins og nú
á dögum, hefðu verið heilsíðu
fyrirsagnir í blaði Gissurar
Þorvaldssonar um þennan á-
gæta samning. En rúmsins
vegna verður að sleppa því að
prenta þær hér, enda geta
menn lesið þær allar í press-
unni í dag eftir tvo samninga,
ágæta, segir pressan, við er-
lend ríki.“ Síðar í formálanum
segist höf. hafa leiðrétt
„margra alda ranga skoðun á
Islandssögu á þessu tímabili,
og komið út með allt annan
Smið Andrésson en þann, sem
íslenzk þjóð hefur verið að
leika sér að níða að undan-
förnu eftir rangri söguskoðun,
sem hefur verið látin gilda,
sem fræði um þennan mann“.
Auk Smiðs sögu eru í bók-
inni fjórir þættir: „Athuganir
og íaukar", er urðu til út af
skrifum Indriða á Fjalli um
þingeysk fræði; „Beinafundur
inn við Jökulsá", gamalt út-
varpserindi, sem áður hefur
birzt á prenti en mun samt
vera í fárra höndum fyrr en
nú, að það birtist í þessari bók;
„Sigurður smali“, þáttur af
Jökuldælingi er „átti enga
ævi“, „bara lifði“ og loks
„Milli tveggja víkna,“ er sá
þáttur ferðasaga frá Reykja-
;vik til Austurlands, en höf. seg
ist hafa samið hann í því
augnamiði „að gera tilraun til,
og sýna, að ferðasögur geta
Jíka verið þjóðfræði, ef ferða-
maðurinn veit eitthvað um
land og sögu og líf fólksins,
og fléttar betta nokkuð samau
við sinn eigin hugsanaferil og
hugblæ á ferðalaginu...“
Halldór Pétursson hefur
teiknað kápumynd bókarinnar.
Bókin er 201 bls., prentuð í
Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri.
Hrakuingar og lieiðavegir,
er fyrsta bindi ritsafns er
Norðri hyggst gefa út. Hafa
þeir Pálmi Hannesson og Jón
Eyþórsson valið efnið, en sá
síðarnefndi búið til prentunar.
I formálsorðum komast þeir
m. a. svo að orði: „Nokkur ár
eru liðin síðan okkur kom til
hugar að safna saman í bók
fornum leiðarlýsingum frá heið
um og öræfum landsins —
ásamt sögum um svaðilfarir og
slysaferðir, sem þangað hafa
verið farnar. Átti safn þetta
að vera í senn heimildir um
landfræðisögu Islands, er sýndi
þekkingu manna og hugmyndir
um heiðalönd og öræfi á liðn-
um tímum, og jafnframt var
því ætlað að halda til haga
minningu þeirra, sem hafa þol-
að hrakninga á villugjörnum
heiðavegi og barizt þar fyrir
lífi sínu, oft einmana og átta-
villtir. Sumir hafa borið þar
beinin, aðrir bjargazt fyrir
harðfengi og seiglu — eða
slembilukku eina“.
Bókin hefst á sögu Sprengi-
sandsvegar eftir Einar E. Sæ-
mundsen. Pálmi Hannesson
birtir þarna fimm frásagnir:
Villa á öræfum, Dirfskuför
Sturlu í Fljótshólum, Villa á
Eyvindarstaðaheiði, Mannskað-
inn á Fjallabaksvegi og Grana-
haugar og Granagil. Jón Ey-
þórsson tvær: Um Kjalveg og
Reynistaðabræður. Þá eru þar
ennfremur þessar greinar: Á'
átta sólarhringum yfir Sprengij
sand, eftir Ásgeir Jónsson fráj
Gottorp; Suður Kjöl, 1755, eft-
ir séra Jón Steingrímsson;
Válynd veður á Kili, eftir
Svein Pálsson; Lýsing á Kjal-
vegi, eftir Sigurð Pálsson í
Haukadal; Yfir Héðinsskörð og
Hjaltadalsheiði, eftir Kristin
Guðlaugsson á Núpi; Suður
heiðar, eftir Sigurð Jónsson
frá Brún; Segir fátt af einum,
eftir Pál Guðmundsson á
Hjálmsstöðum; Miðlandsöræfi
Islands, eftir séra Sigurð Gunn
arsson og að lokum Útilegu-
mannabyggðir, þættir eftir
ýmsa höfunda.
Göngur og réttir. I. bindi
þessarar bókar kom út í fyrra
og fjallaði um göngur og réttir
sunnanlands og vestan. II.
bindi þessa safns kom svo út
nú í vetur og nær það yfir
Húnavatnssýslu,- Skagafjörð og
Eyjarf jarðarsýslu; auk þess er
viðaukinn: Enn frá Vatnsdæl-
um og Borgfirðingum og Ásgeir
Jónsson skrifar skemmtilegan
formála er hann nefnir Kinda-
skraf. Á næsta ári. kemur
væntanlega út II. bindi Gangna
og rétta, og verður efni þess úr
Þingeyjar- og Múlasýslum. II.
bindið er 355 bls. og 45 myndir
fylgja. Bragi Sigurjónsson
hefur búið bókina undir prent-
un.
Þjóðsögur og sagnir, er upp-
haf að ritsafni, sem áætlað er
að nemi alls 16 bindum af
sömu stærð og hið fyrsta. Verð
ur þar í fyrsta skipti safnað
saman í eina heild öllu því
helzta, er Islendingar í Vest-
urheimi hafa skráð af þjóðsög-
um og sagnaþáttum, ferðaminn
ingum vesturfara, sjálfsævisög
um, þáttum úr lífi íslenzku
landnemanna, minningum
þeirra heiman frá íslandi, al-
þýðukveðskapur o. fl.
Safni þessu hefur verið gef-
ið heildarheitið „Að vestan.“
Hefur efni þess verið skipt nið
ur í 7 flokka, en þeir eru: 1.
fl.: Þjóðsögur (tvö bindi), 2.
fl.: Sagnaþættir (tvö bindi), 3.
fl.: Ferðasögur vesturfara
(tvö bindi), 4. fl.: Minningar
frá íslandi (tvö bindi), 5. fl.:
Þættir úr lífi landnemanna
(tvö bindi), 6. fl.: Ævisögur
(fjögur bindi) og 7. fl.: Alþýðu
kveðskapur (tvö bindi). Hvert
bindi verður um 250 blaðsíður.
Árni Bjarnarson á Akureyri
hefur safnað efni þessu og sér
um útgáfuna. I fyrsta bindinu
eru fornmannasögur, sagnir
frá seinni öldum, sagnir um
nafnkennda menn, reimleikar,
draugasögur og svipir, draum
ar, fyrirboðar og fjarhrif,
huldufólkssögur, kímnisögur,
ævintýri og ýmsar sagnir. Bók
in er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar.
Lýslngar Eyjafjarðar, eftir
Steindór Steindórsson frá
Hlöðum er inngaugurinn að
miklu ritverki um sögu Eyja-
fjarðar, er Eyfirðingafélagið í
Reykjavík og Eyfirðingar
heima í héraði standa að. Bók
in hefst á almennu yfirliti um
takmörk sýslunnar, fjörðinn,
megindrætti landslagsins og
vatnsföll. Síðan koma byggða-
jlýsingar og loks Héraðsflóra
Eyjafjarðar eftir Ingimar
jóskarsson.
I formála bókarinnar segir
Steindor m. a.: „Svo er til
fætlazt, að seinna komi fram-
hald þessarar lýsingar. Yrði
Þar gerð nánari grein fyrir
náttúrufari héraðsins, gróður-
fari almennt, jarðfræði, dýra-
fræði og loftslagi. Þá yrði þar
einnig lýst atvinnuháttum,
menningu, félagslífi, og raktar
lýsingar á héraðsbúum, eftir
því sem heimildir fást“.
Lýsing Eyjafjarðar er 250
bls. að stærð, prýdd fjölda
mynda.
Frá mönnum og skepnum,
eftir dr. Brodda Jóhannesson,
er safn þátta, sem að formi til
eru flest samtöl, eins konar
smáleikrit. Hvert um sig eru
SllOJU
Þjóðviljanum hafa borizt sjö nýjar bækur frá Prent-
smiðju Austurlands h.'f., en hún gerist nú æ umsvifameiri
við bókaútgáfu sína.
Á örlagastsmdu er skáldsaga
eftir hinn kunna norska rithöf-
und Sigurd Hoel og hafur hún
hlotið mjög lofsainlega dóma.
Lárus Jóhannesson og Jón Sig-
urðsson frá Kaldaðarnasi hafa
annazt þýðinguna. Bókin er 355
síður.
Lífið er dýrt er skáidsaga
Qftir Willard Motley með undir-
fyrirsögninni: „Saga frá skugga
hverfum stórborga“. Bókin er
565 síður og íslenzkuð af Theo-
dóri Árnasyni og Óia Hertnanns
syni.
Frægar konur er eftir Henry
Thomas og Dana Lsa Thomas,
þýdd og endursögð af Magnúsi
Magnússyni. í bókinni eru kafl-
ar um 16 heimskunnar konur,
en hún er 230 bls. að stærð.
■Pólskt sveitalíf er skáldsaga
eftir W. S. Reymont, einn kunn-
(asta rithöfund Pólverja í seinni
tíð. Magnús Magnússon hefur
!þýtt bókina. Hún er 243 síður.
Hetjur hafsins (Two Years
before the Mast) er eftir Ric-
hard Heni*y Dana, heim-kimn
bók um kjör og aðbúnað háseta
á kaupförum á síðustu öid. Sig-
urður Björgúlfsson hefur þýtt
bókina sem er 382 síður að
stærð.
Kreutzer — sómtatam er eitt
af kunnustu verkam Leo Tol-
stoi og hefur Sveinn Stgurðsson
ritstjóri þýtt söguna. Bókin er
135 síður.
Á vígaslóð er ný skáldsaga
eftir hinn heimskunaa og vin-
sæla skcmmtisagnahöfund Jam-
es Hilton. Axel Thorsteinsson
hefur þýtt söguna sem er 309
síður.
Jólablað Víkinsfs
Jólablað VÍKINGS er nýkom
ið út, skemmtilegt og iæsilegt
að vanda.
Það hefst á kvæðinu Jóla-
klukkur, eftir Örn Arnar, þá er
grein eftir Guðna Þórðarson:
Síldarborgin um haust. Rit-
stjórnargrein er um dýrtíðar-
mál. Ritstjói-inn, Gils Guð-
mundsson, skrifar langa grein:
Upphaf siglinga, þættir úr
siglingasögu, I. grein og fylgja
henni margar myndir af elztu.
gerðum skipa. Þá er þýdd
saga: Longintes og Stubbur,
eftir Stanyukovich. Matthías
Þórðarson skrifar athyglis-
verða grein um Fiskveiðar ís-
lendinga og landhelgina. Grein
er um fyrstu gufuskip yfir
Atlanzál. Magnús Jónsson skrif
ar frásögn: Enn í Bremer-
haven. Þá er grein um Nelson.
hinn fræga flotaforingja Breta.
Þá er framhald hinnar skemmti
legu sjómannasögu: Egill
svarti, eftir J. H. Jónss. Þá
er Ævintýraleg sjóferð eftir
Knud Andersen, danska sjó-
manninn og rithöfundinn og er
þetta kafli úr bók hans Med
Monsunen pá Atlanterhavet.
Loks er svo smásagan Dikki
lærir að tala. Ennfremur frétt
ir í stuttu máli, smágrein og
nokkur kvæði.
í§ saga" — 3. bé
ÞJÖÐLf FSMYN DIR
Þættii ói íslenzkri menningaisögra
Þriðja ritið í bókafiokknum; breyting orðin á ýmsutn hátt-
Sögn og saga er nýkomið útJ um og siðum þjóðarinnai* frá
Nefnist það Þjóðlífsmyndir ogj því, sem verið hafði fyrir og
hefur að geyma nokkra þættij um miðja öldina. Ritgerð sr.
úr íslenzkri menningarsögu. j Þorkels hefur einnig þann kost,
Fremst í bókinni er hin mei*ka
ritgerð sr. Þorkels Bjarnason-
ar um þjóðhætti, atvinnulíf,
siði og venjur um miðbik 19.
aldar. Ritgerð þessi hefur al-
gera sérstöðu, því að endur-
minningar þær og frásagnir
gamals fólks, sem birtar hafa
verið síðari árin, lýsa nær ein-
vörðungu síðustu áratugum 19.
að frásögn hans er einkar
hispurslaus og hvergi undan-
dregið það, sem miður fór.
Aðrar ritgerðir i „Þjóðlífs-
myndum" eru þessar: Um
minni í brúðkaupsveizlum og
lielztu brúðkaupssiðir á fsiandi
á 16. og 17. öld, eftir Sæmund
Eyjólfsson. —fslenzka glíman,
eftir sr. Stefán Sigfússon. —
aldarinnar, en þá var veruleg íslenzkar kynjaverur í sjó og
vötnum, eftir Ólaf Davíðsson.
Gils Guðmundsson hefur bú-
samtöl þessi í raun og veru „Þjóðlífsmyndit til prent-
inngangur að rökræðum um til- unal' ■' Lágangm bókai-
tekið sálfræðilegt, þjóðfélags-
legt eða heimspekilegt efni, þar
sem höfundurinn er málshefj-
andi. Bókarauki er þýðingar dr.
Brodda úr flnnska ljóðabálkin-
um Kalevala.
Bókin Frá mönnum og skepn
um er 233 bls.
Framhald á 14. síðu.
innar mjög vandaður, eins og
„Sagnaþátta Þjóðólfs“ og
„Strandamanasögu Gísla Kon-
ráðssonar", en það eru tvö
fyrstu ritin í bókaflokknum
„Sögn og saga“. Má ætla, að
„Þjóðlífsmyndir11 þyki góð við-
bót við þennan vinsæla bóka-
flokk. Útgefandl er Iðunnarút-
gáfan.