Þjóðviljinn - 19.03.1950, Page 5
Sunnudagur 19. marz 1950.
Þ J ÖÐVILJI NN:
i. nii.i.iát. i.v.. i i, - - i ■Wi;r>*,iiiy.i'iV ~i«TiT
&
U m Karel Capek
1 smáhléi sem marsjallblöðin
gerðu s.l. hauut á hina almennu
pólitísku herferð sína gegn
Tékkóslóvakíu létu þau þann
boðskap út ganga að nú væri
farið að banna ágæta tékkneska
höfunda í laiídi sínu. Sam-
kvæmt skeytum frá Reuter og
AP væri hér m. a. um að ræða
höfunda eins og Karel Capek
og Jaroslav Hasek sem heims-
frægur varð fyrir bók sína um
góða dátan Svejk. Það getur
vitaskuld verið tilviljun að hin
ar vestrænu fréttastofur völdu
einmitt þá tvo tékkneska höf-
una sem okkur eru kunnastir að
fórnarlömbum lygi sinnar, en
það sýnist þó vera umhyggju-
samlega valin tilviljun. Þar eð
lesendur okkar eru gagnkunn-
ugir umræddum höfundum,
hafa þeir um leið prýðilega að-
stöðu til að taka afstöðu til
þessa „hrottalega banns“.
Sannleikurinn er hins vegar
sá að skeytin eru uppspuni frá
rótum. Karel Capek og Jaroslav
Hasek eru ekki bannaðir í
Tékkóslóvakíu. Alþýðulýðveidið
er ekki Nazista-Þýzkaland, og
hættulegum og „úrkynjuðum"
rithöfundum er ekki framar
varpað á bálköst, eins og
nazistarnir gerðu. Þegar mönn
um í alþýðulýðveldi fellur ekki
í geð verk rithöfundar, færa
þeir rök fyrir skoðun sinni. Þeg
ar Kommúnistaflokkur Tékkó-
slóvakíu felst ekki skilyrðis-
laust á allt sem Karel Capek
hefur haldið fram gerir hann
í blöðum, eða á einhvern ann-
an hátt hlutlæga grein fyrir
viðhorfi sínu til skáldsins. Þann
ig er farið að í Tékkóslóvakíu,
og sá sem heldur því fram að
þetta minni eitt-hvað á aðferð-
ir nazistanna er annað hvort
fífl eða ásetningslygari.
Níunda janúar í vetur voru
liðin 60 ár frá því Karel Capek
fæddist, og í því tilefni birtist
í aðalmálgagni Kommúnista-
flokksins, Rude Pravo, löng
grein eftir rithöfundinn og gagn
rýnandann Ivan Skala, þar sem
hann á afarskýran hátt lýsir
viðhorfi hinnar framsæknu
Tékkóslóvakíu til Karels
Capeks og verka hans. Greinin
hlýtur að hafa komið óþægi-
lega við hina ósvífnu fréttarit-
ara Englands og Ameríku. Þeir
steinþögðu um hana því auð-
vitað höfðu þeir ekki sómatil-
finningu til að bera til baka
lygi isína frá haustinu.
Við skulum líta á upphafið
á grein Ivans Skala um hinn
„bannaða" Karel Capek.
„Milli styrjaidanna urðu
mjög fáir höfundar okkar jafn-
vinsælir og Karel Capek, sem
hefði orðið sextugur hinn 9.
Fyrir nokkurum mánuðum
birti Alþýðublaðið frétt þess
efnis að rlthöfundarnlr Karel
Capek og Jaroslav Hasek væru
nú bannfærðir í Tékkóslóvakíu
og bækur þeirra brenndav á
nazistískan hátt, og lagði blað-
ið siðan út af því í allmarga
daga.
Sannleiksgildi þessa málflutn
ings má marka af eftirfarandl
grein, sem skrifuð er af dönsk-
um menntamanni, Eigil Steffen
sen, en liann dvelst nú í Tékkó-
slóvakíu.
þ. m.* Sannarlega höfum við
líka átt fáa höfunda gædda
jafnmiklum hæfileikum, jafn-
náttúrlegri frásagnargáfu. Og
fáir höfundar okkar hafa kunn
að jafnheiðan og einfaldan og
áhrifamikinn stíl. Karel Capek
var meistari pennans1, stórgáf-
aður og snjall höfundur, og
hann varð frægur vítt um heim
fyrir sögur sínar og Ieikrit. En
það er undarlegt að hugsa til
þessa: Við höfum engan höf-
und átt ;;em rýrt hefur mikla
hæfileika sína með jafnlágreist
um hugsunum og þeim, sem
Karel Capek gegnsýrði mikinn
hluta verka sinna“.
Það ætti að vera leyfilegt
jafnvel marxískum gagnrýn-
anda að slá varnagla gagnvart
þeim rithöfundi, sem hann á
hinn bóginn veitir svo skýlausa
viðurkenningu!
Skala gefur yfirlit yfir verk
Capeks og kemst að þeirri nið-
urstöðu að hann hafi vaxið
með aldrinum, þeirri stefnu
sem þróunin tók. Meðan fasism-
inn gekk ekki ljósum logum
í landi hans hliðraði hann sér
hjá því að taka pólitíska af-
stöðu. Það var meðvituð tilraun
til að viðhalda þeirri blekkingu
að í rauninni væri yfir litlu að
kvarta i tékkneska lýðveldinu
fyrir stríðið. Hinn frægi rit-
höfundur og gagnrýnandi Júlíus
Futi'jik, sem skrifað hefur bók
ina Með snöruna um hálsinn,
hefur glögglega skýrgreint, í
eftirfarandi línum, þennan
hluta af ritum Capeks:
„Varla nokkur af höfundum
okkar hefur af jafnýtarlegri
nákvæmni og Karel Capek forð
azt pólififska árekstra. Hann
vann að stórum verkum en
hann lét heldur helminginn ó-
sagðan eða hugsaði ekki hugs-
ánirir sinar til enda en hann
segði nokkuð sem yæri of hlut
lægt, frá pólitísku sjónarmiði
of aðhallandi, of „hversdags-
legt“, svo hans eigið orð sé
notað. Raunhlít (aktuel) við-
*Karel Capek dó árið 1938,
Munchen-árið. Þýð.
fangrefni leituðu fast á hug
hans og hann fjallaði um þau
í verkum sínum, en þegar mað-
ur bjóst við að nú segði hann
rétta orðið, þegar ekkert var
eftir nema segja það—þá flýði
Capek inn í óhlutlægan orða-
reyk til að losna við að segja
það“.
Þannig skrifaði Capek skáld-
sögur sínar og flestar ritgerð-
ir, segir Skala. Hann lýsti and
stæðu aldarinnar og benti á
yfirvofandi háskasemdir nær og
fjær, en hann hélt sig gjarna
á yfirborðinu og kafaði ekki í
djúpin, gróf ekki fyrir frum-
rætur bölsins. Hann lýsti t.d.
ógnum vélamenningarinnar, en
hann lét hjá líða, af þekkingar
skorti eða gegn betri vitund,
að beina athygli lesandans eða
áhorfandans að því, að það var
tæknin í ákveðinni þjónstu, þ..
e. í þjónustu auðvaldsskipulags
ins, sem opnaði þersa hræði-
legu útsýni." Capek prédikaði
stéttasættir, og gerðist mál-
svari þeirrar skoðunar að það
væri vonlaust verk að ætla sér
að breyta hinu óréttláta þjóð-
félagskerfi sem hann lifði við.
Ivan Skala sýnir fram á þenn
an lofsöng til meðalmennskunn
ar, og þersa afneitun á tak-
markalausum sköpunarmögu-
leikum hins frjálsa manns, í
öllum hinum útópísku
(utopia=staðleysa) verkum
Capeks, allt frá leikritinu R.U
R. til Krakatit. „Maður sem vex
upp innan takmarka hins með-
almannslega. .. kemst ævinlega
að þeirri grimmilegu niður-
stöðu, að sérhverri breytingu
fylgi miklu fleiri óþægindi,
miklu fleira illt og bölvað en
gamla heiminum, og því sé bezt
óg skynsamlegast að láta allt
sitja við orðinn hlut.“
Það sjónarmið, að það séu
„alltaf marga'r hliðar á. hlut-
unum" og það sé „ómögulegt
að vita hvað sé satt og rétt“,
túlkar Capek einnig í smá-
sagnasöfnum sínum: Sögur úr
öðrum vasanum og Sögur úr
hinum vasanum. Hér er ekki
lagður siðferðilegur mælikvarði
á glæpinn, en eingöngu dæmt
eftir þeirri faglegu leikni sem
beitt er við framkvæmd glæps-
ins! Sama „hugmynd“ liggur
að baki þri'ögunni Hordubal,
Halastjarnan og Hversdagslífið.
Frá marxísku sjónarmiði hlýt
ur maður þannig að taka af-
stöðu gegn hugmyndafræðinni í
ofannefndum verkum Capeks.
En þegar kemui’ að síðari verk
Framhald á 7. síðu.
*Sbr. atóm- og vetnissprengj
ur Bandaríkjanna núna. Þýð.
^ morgun eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Óíafssonar
ritstjóra. Hans veríar ekki minnzt hér að þessn sinni,
aðeins rifjað upp kvæði hans íslendingabragur sem mesta ólgu
vakti þegar það birtist fyrir átía áratugum. Fyrir það kvæði
varð Jón að þola hatur og réttarofsóknir hinnar dansklundnðu
yfirstéttar og neyddist um skeiff tíl að flýja Iard. Eldur
kvæðisins er enn jafn heitur og þegar það var ort, þótt herra-
þjóðin sé nú önnur.
'r'.
Islendingabragur
Vakið, vakið! verka íil kveður
váleg yður nú skelfingatíð!
Vaknið ódeigum ýmishug meður:
ánauð búin er frjálsbornum lýð!
Þjóðin hin arma og hamingiuhorfna
heillum og frelsi vill stela oss frá
og níðingsvaldi hyggst oss hrjá,
hyggur okkur til þrælkunar borna.
Án vopna viðnám enn
þó veitum frjálsir menn!
og ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekki tíð!
En þeir fólar sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingaíans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
em svívirða og pest föðurlands!
Bölvi þeim æitiörð á deyjanda degi,
daprasta formælíng ýli þeim strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
veiti írið stundarlangan þeim eigi!
Frjáls því ao íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöíullegra dáðlausí þing,
en danskan íslending!
Lúta hljótum vér lægra í haldi,
lýtur gott mál, því ofbeldi er ramt;
en þó lútum vér lyddanna valdi,
lútum aðeins nauðugir samt!
Frelsisins sjálfir ei flettum oss klæðum,
frjálsir vér samþykkjum aldregi rangt,
því víst oss hefnt þess verður strangt;
von um uppreisn oss heitt brenni í æðum!
hvað óhefnt enn er geymt,
skal ekki verða gleymt!
Því ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekki tíð!