Þjóðviljinn - 25.04.1950, Page 3
í>riðjudagur 25. apríl 1950.
ÞJÖÐVILJIN N
ÍÞRÖTTIR
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Góðir fulltruar æsku Islands
Það vakti ekki litla athygli þegar þær fréttir bárust
nm landíð að 15 ára skákmaður væri farinn til Englands
til að þreyta kapp við beztu skákdrengi Englands, Belgíu,
vFrakklands, Svíþjóðar, Hollands, og Noregs.
í sama mund kom svo fréttin um að 15 ára sund-
maður væri floginn til Kaupmannahafnar til að reyna
jsund við beztu sunddrengi á Norðurlöndum.
Óhætt er að fullyrða að
•aldrei hefur verið betur fylgzt
imeð fulltrúum í:lenzkra æsku-
mnanna en þessum tveim í-
jþróttamönnum, sem einir Is-
lendinga lögðu til keppninnar
já þessum mótum úrvalsmanna.
Við sem heima biðum, og
ekkert gátum nema sent góðar
óskir og vonað, urðum ekki
ifyrir vonbrigðum Þeir upp-
ifylltu rösklega þær djörfu
tvonir sem hægt var að bera
5 brjÓ3ti.
Menn tala oft um landkynn-
ingu og tína þá oft margt til.
iFrammfetaða þessara ungu
manna er vissulega góð land-
Ikynning, því frásagnir um á-
gæti þeirra berast með fregn-
lum af þessum alþjóðamótum
ivíðsvegar um heiminn. — Það
má segja að Vandi fylgi veg-
isemd hverri. Þessi frammi-
staða ungu mannanna gefur
okkur góðar vonir um framtíð
iþeirra sem afreksmanna. Hvort
þær vonir rætast er að sjálf-
isögðu ýmsu háð, en þó fyrst
log fremst viljaþreki þeirra
isjálfra og dugnaði. Trú þeirra
á íþrótt t'ína, og að þeir finní
alltaf gleði í leik sínum —
ibæði í tapi og sigri. — En
jþað hvílir mikil ábyrgð á
• Iþeim mönnum sem sjá um
Iþjálfun og keppni þessara
tdrcngja, þetta eru ungir menn
(þótt efnilegir séu og haft þeg-
ar náð miklum árangri.
íþróttasíðan hefur hitt þessa
itvo drengi að máli eftir heim-
(komu þeirra og beðið þá að
segja örlítið frá sjalfum ser
og utanför sinni. Báðum er
það sameiginlegt að láta lítið
yfir þessu, og kunnugir hafa
isagt mér að öll þe'si velgengni
hafi ekki raskað hugarró
Iþeirra, en það er einmitt ein-
Ikenni sannra íþróttamanna.
Friðrik Ólafs-
son segir:
i '
■ i •
Eg er fæddur 21. jan. 1935.
JLærði „mannganginn“ 9 ára
gamali, og kenndi pabbi mér
hann. Við tefldum oft saman,
þegar ég var 11-12 ára fór
þetta að ganga betur. Árið
1948 vann ég II. fl. og árið eft
ir komst ég upp í meistara-
flokk. Meira er ekki að segja
um það.
Til Englands fór ég einn
mins lifs, en fékk mjög góðar
móttökur og dvaidi á einka-
heimili hjá ágætu fólki. Þótti
samt leiðinlegt að hafa engan
til að tala við á íslenzku um
skákirnar, því ég var ekki
nógu góður í málinu til að
ræða um þær á ensku.
Keppendurnir í mótinu voru
21 frá 7 löndum, og varð Sví-
inn Hággkvist efstur með 8V2
vinning, næstir urðu Bretinn
Alexander Og Þjóðverjinn
Klaeger með 8 vinninga. Eg
varð 4. með 71/-;. — Fegurðar-
verðlaun mótsin'. fékk Belgíu-
maðurinn Boey.
Eg tefldi 11 skákir, vann 5:
Pitchard (England), Barda
(Noregur), Boey (Belgía),
Way (England) og Osterhouse
(iHolland). Gerði 5 jafntefli en,
tapaði fyrir Hággkvist, og var
það minn klaufaskapur að gera
ékki jafntefli við liann. Þetta
tafl varð 45 leikir. Hággkvist
tapaði fyrir -Alexander, en mér
tókst að ná jafntefli við hann.
Bezta skák mín var við Belgíu-
manninn Boey.
Aldur þessara drengja var
miðaður við 19 ár, (Svíinn var
17 ára) og var ég víst yngstur
þeirra. — Eg hafði gaman af
þessari ferð. Meira hef ég ekki
að segja.
Pétur Krist-
jánsson segir:
Ég er fæddur 22. sept. 1934.
Pabbi hefur sagt mér að ég
hafi verið tveggja ára þegar
hann byrjaði að irynda með
mig í laugunum og eftir það
fór ég víst af og til í laugam-
ar, ýmist með honum eða
mömmu minni. Síðar kenndi
Ragnar föðurbróðir minn mér
undirstöðuatriði sundsins. En
það leit ekki vel út með mig
fram að 12 ára aldri. Eg var
kirtlaveikur og mátti ekkert á
mig reyna svo ég fengi ekki
hita og væri illa haldinn. Svo
voru kirtlarnir teknir og þá
lagaðist ég, og tók ég þá að
æfa sund fyrir alvöru og þá
undir handleiðslu ’ Þorsteins
Hjálmarssonar, og á ég hon
um að þakka þann árangur sem
ég hef náð.,
Eg hafði mjög gaman af
ferðinni til Kaupmannahafnar
á unglingasundmótið. Eg slcal
játa að ég var dálítið taugaó-
styrkur fyrir keppnina, minnst-
ur vexti og yngstur þeirra er
á pallinum stóðu. En þetta fór
fljótt af þegar í vatnið kom,
en það var kalt, um 16 gráður,
og fannst mér það mikil við-
brigði frá sundhöllinni hér.
I ferð þessarj lærði ég að
Sextugur sundkennari
keppa, ep, ckki fannst mér ég
;= né'ítt í sund„stír‘ af
gæti.
þeim mönnum er ég sá á þessu
móti, hinum svonefnda skrið-
sundsstíl.
Af þeim -unddrengjum er ég
sá — því miður gat ég ekki
séð þá er syntu um leið og ég
—, hreif mig mest sænski bak-
sundsdrengurinn er synti 100
m. baksund á 109,5. AnnarS
var þetta skemmtilég keppni og
ógleymanleg ferð. — Nú verð
ég að fara að hugsa um nám-
ið og skólann og láta sundið
bíða í bili.
Fáir mundu því trúa, að nú
sé Grímur Kr. Andrésson orð-
inn sextugur, en þó er það svo.
Ber þar margt til. Hann er sí-
starfandi í ýmsum félagsgrein-
um. En þó mun eitt til þess
að IhanrJ ber aldurinn með
þeim ágætum sem raun ber
vitni. Hann hefur alla tíð frá
unglingsaldri til þessa dags ver-
ið einn okkar ágætasti íþrótta-
maður.
1907 var hann einn af stofn-
endum Glímufélags Hafnar-
fjarðar og kom fljótt í ljós
að hann var knár glímumaður,
og sterkur vel, en drengskapar-
maður og prúður í glímu sem
öðru. Þegar hér í Hafnarfirði
var hafizt handa um sund-
kennslu 1909, þá var Grímur
einn hinna fyrstu, sem lærði
sund, við þau erfiðu skilyrði
sem þá voru fyrir hendi, sjór-
inn að kenna í og enginn bún-
ingsskáli. Hann stundaði sund
næstu árin af mikilli kostgæfni
og tók miklu ástfóstri við
þessa íþrótt íþróttanna. Ekki
lagði-hann samt á hilluna aðr-
ar íþróttir. Æfði áfram glímu,
lyftingar og „Miillersæfingar",
en þær lærði hann tilsagnar-
laust. 1914 gerðist hann einn
af stofnendum íþróttafélagsins
„Sköfnungur“, sem iðkaði hér
glímu og leikfimi- um skeið und-
ir stjórn og handleiðslu hins
ágæta skólastj. Bjarna Bjarna-
sonar. 1915 sótti hann námskeið
í Sundlaugunum í Reykjavík
og naut þar kennslu hins nafn-
togáða sundkennara Páls Erl-
ingssonar. Hafði hann hinar
mestu mætur á Grími, þóttist
sjá í honum þá samvizkusemi
og þann ódrepandi áhuga, sem
þyrfti til að vinna að íþrótta-
málum, sem þá og lengi síðan
áttu ekki miklum skilningi að
fagna. Þegar Grímur kom úr
þessu sundnámi tók hann að
kenna sund hér í Hafnarf. Hann
kenndi við svipuð skilyrði og
fyrirrennarar hans í Hellufjöru,
sunnan Vesturhamars. En nú
var búningsskáli til afnota fyr-
ir nemendur. Kennt var bæði
piltum og stúlkum. — Sund-
kennslu hélt hann áfram hér
til 1918. Hafði hann hin beztu
tök á að gera sundið f jörugt,
með því að fara með sundfólk-
ið í skemmti- og sundferðir,
t. d. að Hvaleyrarvatni, og eru
til myndir frá þessum ferðum,
sem eru hin beztu gögn og
heimildir í sögu íþróttanna :hér
í Hafnarfirði. Þegar Grímur
hætti sundkennslu tók einn
nemandi hans, Jakob A. Sig-
urðsson, við kennslunni.
Af því má marka nokkuð,
hvernig Grímur tegldi til þann
efnivið, er honum barzt í hend-
ur hér, að nemandinn Jakob
steig fljótt fram fyrir meist-
ara Grím. Þannig lofa beztu
verk meistarann.
Þegar Jakob hætti sund-
kennslu hér, þá tók Grímur
aftur við að kenna og kenndi
þá til 1929. Á þessum árum
höfðu samgöngur. batnað að
mun, enda notaði Grímur þess-
ar breyttu aðstæður, og fór nú
iðulega með nemendur sína á
bílum f Sundlaugar Réykjavík-
ur og upþ að Álafossi. Árið
Framhald á 6. síðu
Reykjavíkurmótið 1.
KR vann ¥íking
5:1
Knatt'pyrnumót Reykjavík-
ur hófst sJ. sunnudag með leik
milli KR og Víkings, sem end-
aði 5 : 1 fyrir Víking. Áður
en leikur byrjaði gengu sveitir
félaganna fjögra inn á ýöllinn
undir fána. Síðan setti Sveinn.
Zöega formaður K.R.R. mótið
með stuttu ávarpi.
Þessi fyrsti leikur hafði á
sér mörg voreinkenni. Þó er
sýnilegt að KRingar hafa orð-
ið töluvert úthald og að þetta
lið þeirra getur orðið heil-
steypt þar i:em það hefur hvergi
áberandi veika menn. Tóninn
i samleik fundu þeir samt ekki
nema ef nefna mætti örstutt
„stef“ er þeir náðu við og við
og eru þeir sem varla er von
búnir að ná haustleik sín-
um. Þar við bætist að nú vant-
ar Óla B. Jónssón sem gaf oft
skemmtilega tóninn.
Lið Víkinga var ekki eins
veikt eins og mörkin benda til
og hefðu 3 :1 gefið réttari
mynd af gangi leiksins en lið
þeirra er ekki svipað eins heil-
steypt og KR. í því voru veik-
ir staðir sem opnaði KR mögu-
leika, og þeir sem betri voru
gátu ekki bætt þeim við sig.
Voru það sérstaklega útherjar
sem ekki voru nógu góðir.
Höfuðveilan hjá báðum lið-
um var hve háar spymurnar
voru og ónákvæmar. Undan-
tekning er þó Gunnlaugur Lár-
usson í Víking og Gunnar Guð
mannseon KR, og ráða þessir
menn líka yfir góðri knatt-
spyrnuaðferð. Fyrir jnörgum
eyðilagðii't oft góð melning
vegna ónákvæmni í meðferð
knattarins. Eru flestir þar á
svipuðu stigi en meðan svo er
verður ekki um að ræða
knattspyrnu í þess orðs réttn
merkingu.
Laglegustu stöðuskiptingar
voru milli Gunnars og Sigurð-
ar Bergss. Gunnar Guðmann,;-:-
son setti fyrsta markið er 30
mín. voru af fyrri hálfleilc en
Bjarni Guðnason jafnar fyrir
Víking; lyfti knettinum yfir
Berg sem hljóp of langt út
en lék annars mjög vel með
úti á vellinum yfirleitt.
Gunnar setti svo annað
markið í byrjun hálfleiks.
Þriðja markið gerði Sigurður
Bergsson. Ari Gíslason gerði
fjórða markið og það síðasta
setti Steinar Þorsteinsson úr
vítisspyrnu. Dómari var Þráinn.
Sigurðsson. Áhorfendur margirr.
og veður gott.