Þjóðviljinn - 04.05.1950, Page 8

Þjóðviljinn - 04.05.1950, Page 8
1. maí hátíðahöld verkalýðsias úti á landi Þrátt fyrir hríðarveöur 1. maí og hálfófærar götur af snjó og krapi fór verkalýður Siglufjarðar í kröfugöngu þennan dag um nokkrar götur Siglufjarðar, en að kröfu- göngunni lokinni var fundur í Alþýðuhúsinu, þar sem ckki ver h,ægt að halda útifund vegna veðurs. ÞJÓÐVILIINN Fyrirhyggja gengislækkunarstjórnarinnar: Saltlaust og vinnuvettlinga- Eaust á Norðurlandi Fyrirhyggja stjórnarvaldanna er söm við sig í einu og öllu. Nú þegar valdmennirnir kveina um að saltfisk- ur sé eina vonin, nú sé aðeins hægt að selja saltfisk, — þá er saltlaust á öllu Norðurlandi! Jafnhliða ætlast víst gengi lækkunarstjórnin til þess að verkamenn og sjómenn nyrðra vinni vettlinga- ia'usir því vinnuvettlingar eru þar ófáanlegir og hafa verið það lengi! Þyngdarmæiingar um Suðvesturland Samvinna íslenáinga og Frakka. Mælt á 30 stöðum Eitt af verkefnum franska Grænlandsleiðangursins, undir stjóm Paul-Emile Victors, sem hér kom við á leið sinni til Grænlands, eru þyngdarmælingar. Hefur leið- angurinn meðferðis tvö nákvæm tæki til slíkra mælinga. Meðan leiðangurinn stóð hér við fóru íslenzkir vís- indamenn fram á samstarf við Frakkana um þyngda:-- mælingar hér á landi. Frakkarnir tóku þeiri'i málaleitan mjög vel og á föstudaginn og laugardaginn var eftir óskum íslenzku vísindamannanna. mælt á svæðinu frá Reykjavík austur í Þykkvabæ og frá Keflavík til Grinda- víkur, eða alls á um 30 mælistööum. Bjarni Þorsteinsson setti hátíðahöldin en ræður fluttu á fundinum Jón Jóhannesson vara formaður Þróttar og Ásta Öl- afsdóttir formaður verkakvenna félagsins Brynju. Kl. 5 var kvikmyndasýning. Um kvöld- ið var skemmtun í bíóhúsinu. Kristinn Sigurðsson, Ebert Ell- ertsson og Gísli Sigurðsson fluttu ræður. Gunnlaugur Hjálmarss. las irumort kvæði: 1. maí og Kristinn Guðmunds- son las kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Karlakórinn Vísir söng. Síðan var dansað. 1. maí á Akureyri Akureyri í fyrrad. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. 1. maí-hátíðahöld verkalýðs- félaganna á Akureyri hófust með útifundi við Verkalýðshús- ið kl. 1 e. h. Lúðrasveit Akur- eyrar, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar lék nokkur lög, en ræður fluttu Guðrún Guð- varðardóttir ritari verkakvenna félagsins Einingar, Þórsteinn Svanlaugsson form. Bílstjóra- félags Akureyrar og Bjöm Jónsson form. Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar. Lúðrasveitin lék milli ræðn- anna. Að fundinum loknum var farið í kröfugöngu undir fán- um verkalýðsfélaganna og kröfuborðum. Mörg hundruð manna tóku þátt í göngunni. — Ágætt veður var meðan fund urinn og gangan fóru fram, en snjóaði bæði á undan og eft- ir. Kl. 3 var bamaskemmtun í Nýja Bíó. Jón Þorsteinsson flutti ávarp, síðan var kvik- mynd. Kl. 5 var samkoma í bíóhúsinu. Hersteinn Halldórs- son flutti ávarp, síðan var sýnd kvikmyndin Óður Síber- íu. Kl. 8 um kvöldið var sam- koma í samkomuhúsi bæjarins. Jón Ingimarsson form. Iðju, fé- lags verksmiðjufólks flutti ræðu, Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Áskels Jónssonar, síðan var dansað til kl. 2 e.m.n. Hafnarfjörður FuIItrúaráð verkalýðsfclag- anna í Hafnarfirði, Starfs- mannafél'ag Hafnarfjarðar og Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarð ar gengust fyrir sameiginleg- um hátiðahöldum 1. maí og var kröfugangan sú stærsta sem farin hefur verið í Hafn- arfirði og úCifundurinn sá fjöl- mennasti. Kröfugangan hófst kl. 2 e. h. frá verkamannaskýlinu og voru farnar nokkrar götur bæj arins og staðnæmzt við Vestur götu 6 og útifundurinn haldinn þar. Sigurrós Sveinsdóttir vara formaður fulltrúaráðsins setti fundinn en ræður fluttu Her- mann Guðmundsson, Kristján Eyfjörð, Guðmundur Gissurar- son og Helgi Hannesson. Lúðra sveit Hafnarfjarðar lék fyrir göngunni og milli ræðnanna. Kl. 5 var bamaskemmtun í Bæj arbíó. Um kvöldið var dansleik- ur í Góðtemplarahúsinu. Aðilar að hátíðahöldunum gáfu út blað með ávarpi og greinum frá formönnum stéttarfélaganna og var því dreift ókeypis um bæ- inn. Norðfjörður Á Norðfirði var barnaskemmt un í bíóhúsinu kl. 2 e. h. 1. maí. Ræður fluttu sr. Guðmund ur Helgason og Jóhannes Stef- ánsson. Bjarni Þórðarson las upp. Síðan var sýnd kvikmynd. Um kvöldið var dansleikur. Vestmannaeyjar I Vestmannaeyjum var kvöld skemmtun í samkomuhúsinu. Ræður flutti sr Halldór Kol- beins og Karl Guðjónsson og Stefán Árnason lásu upp. Karlakór Vestmannaeyja söng. Selfoss Á Selfossi var haldinn fjöl- menn 1. maí-hálið í Selfossbíó. Hátíðin liófst kl. 4 með ávarpi, sem formaður iðnnemafélags- ins, Sigurður Guðmundsson, flutti. Síðan var sýnd kvikmynd, og því næst komu ö'- nur skemmti- atriði: Fjórar ungar stúlkur sungu, Jónas Árnason flutti ræðu, karlakórfnn „Söngbræð- ur“ söng undir stjórn Ingimund ar Guðjónssonar og loks las Kolbeinn Guðnason upp kvæði. Formaður 1. maí-nefndar var Vigfús Guðmundsson. Engar uppbætur greiddar á eftirlaun Ásmundur Sigurðsson spurðist, fyrir um það á AI- þingi í gær hvort ríkisstjórn in hefði greitt eftirlauna- mönnum uppbætur á laun, eins og Alþingi gaf heimiid til í vet'ur samkvæmt tillögu sósíalista, og af hverju það stafaði ef heimildin hefði ekki verið notuð. Eysteinn Jónsson lýsti yfir því að heimildin hefði ekki verið notuð og kvað ríkisstjórnina ekki enn hafa ákveðið hvort hún yrði not- uð. Um ástæðuna fyrir þess- ari meinbægni við eftirlauna fólk sagði ráðherrann ekk- ert, en hún er í fullu sam- ræmi við framkvæmdina við ellilaunafólk og öryrkja. Þorvaldur Jakobsson níræður Þorvaldur Jakobsson, pastor emer‘‘jus, er níræður í dag. Þorvaldur fæddist að Staðar- bakka í Miðfirði sonur Jakobs prests í Steinnesi Finnbogason- ar og konu hans Þuríðar Þor- valdsdóttur prófasts í Holti Böðvarssonar. Stúdent varð Þorvaldur 1881 og cand. theol. 1883. Síðan var hann þjónandi prestur um nærfellt fjörutíu ára skeið, að Brjánslæk og Sauðlauksdal. Árið 1921 fékk Þorvaldur lausn frá prestsskap, fluttist þá til Hafnarfjarðar og var kennari við Flensborgarskól ann fram til ársins 1934. Síð- an hefur hann búið í Reykjavík og sinnt fræðistörfum. Hinir f jölmörgu nemendur og samferðamenn Þorvaldar Jak- obssonar munu senda honum hugheilar árnaðaróskir í dag. Hann er nú tii heimilis að Öldugötu 55. Áður en hægt er að sjá til fulls niðurstöður mælinganna verða að fara fram vissar hæða mælingar og siðan reiknings- ieg úrvinnsla, scm hér verð- ur unnið að í sumar. En af mæl- ingunum er þó þegar hægt að sjá að það væri mikill feng- ur fyrir frekari rannsóknir á undirgrunni landsins að slikt tæki sem þetta væri ,til hér á landi, svo að unnt yrði að færa út mælingarnar yfir aðra landshluta. Hafa að undan- förnu verið í gangi tilraunir til að afla slíks áhalds og ættu þessar mælingar að vera hvöt til þess að tækisins yrði aflað sem fyrst. Þyngdaraflið er örlitið breyti legt frá einum stað til ann- ars og fer eftir byggingu jarð- skorpunnar á bverjum stað. Mælingar á þyngdarafli eru því mjög víða framkvæmdar erlendis bæði í sambandi við olíuleit og málmleit, og yfir- leitt til að fá upplýsingar um ýmis atriði í byggingu undir- grunnsins. Islenzkum jarðe$l- isfræðingum hefur lengi lefkið hugur á að geta ráðizt í slík- ar mælingar hér, bæði í sam- bandi við jarðhitann og eins í sambandi við brotlínur og almenna byggingu landsins, en vöntun á tækjum hefur gert það ókleift. Þeir sem standa að samstarf inu af íslendinga hálfu eru Gunnar Böðvarsson yfirmaður jarðborana ríkisins, Trausti Einarsson prófessor og Þor- björn Sigurgeirsson framkvstj. Rannsóknarráðs ríkisins. 'Eru þeir mjög ánægðir með árang- ur verksins og róma mjög hve Frakkarnir lögðu sig fram til að hinn stutti tími er til um- ráða var nýttist sem bezt. En jafnframt því sem þann- ig hefur unnizt verulega á í mælingunum innanlands hefur einnig, fyrir starf Frakkanna, fengizt miklu nákvæmari teng- ing en áður við grundvallar- mælingu á þyngdaraflinu á meg inlandi Evrópu. Sumarið 1938 var þýzkur leiðangur við mælingar á Norð- urlandi eins og kunnugt er, og framkvæmdi hann meðal ann- ars þyngdarmælingar á línu frá Ljósavatnsskarði til Gríms- staða á Fjöllum. Hafa .það fram til þessa verið einu mæl- ingarnar af þessu tagi hér á landi. Nú var lögð lína frá Reykjavík að Hellu á Rangár- völlum með afleggjurum niður að Eyrarbakka og niður í Þykkvabæ, og önnur lína var lögð þvert yfir Reykjanes frá Keflavík til Grindavíkur. Landskeppni í hæfnisglímu Landskeppnj í hæfniglímu fer fram að Hálogalandi næstkom- andi föstudagskvöld. Keppt. verður í þremur flokkum, af 21 keppanda frá 7 félögum víðs- vegar á landinu. ------------1---------- Skotfélag stofnað Hér í bænum er verið að stofna félag áhugamanna um skotfimi. Nefnist félag þetta Skotfélag Reykjavíkur. Fram- haldsstofnfundur þess verður haldinn í kvöld í Tjarnarkaffi og hefst kl. 20.00. Uffl 20 nmsóknir um nýju togarana Forsætisráðherra svaraði í gær fyrirspurn Einars Olgeirssonar um þaö hvernig nýju togur- unum yrði ráðstafað. Skýröi ráöherrann frá því að um 20 umsóknir og fyrirspurnir hefðu þegar borizt og skiptast þær þannig: Bæjai’stjórn Reykjavíkur 6—7, Húsavík 1, ísafjöröur 2, Siglu- fjörður 1, Akx-anes 1, Hafnai'fjöröur 3, h.f. Venus 1, Verzlun Ólafs Jóhannessonar, Patreksfirði 2, ennfremur hafa komið fyrirspurnir frá Akureyri og Bolungarvík. Sagði ráðherrann að ríkisstjórnin hefði á- kveðið að fela trúnáðarmönnum sínum að ræða nánar við umsækjendur og fyrirspyrjendur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.