Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. júní 1950. ■ÞJÓÐVILJl ” N í dag sfreitgfa sjómenn þess.heit aS þetta verði JÓMANNADAGURINN SEM ETAR ÞRÆLA 16 KLST. AfturhaSdsflokkarnir viEja vísa réttlœtismóli siómanna um 12 stundð - iógmarkshvíid togcsroháseta á sólarhring fró aðgerðum Alþingis tii beinno aðgerða siómannasamtakenna SjálfsfæSisHokkurinn, Framsákn og AlþýSuflokkurinn hafa þvælzf fyrir málinu í fjögur ár. Nú eiga sjómenn leikinn Enn er sjómannadagur. Hug. myndin um dag er öll íslenzka þjóðin heiðraði sjómenn sína og sýndi þeim margháttaðán sóma, á samt eftir að verða að veru- leika, hingað til hefur sjó- mannadagurinn alltof oft skilið eftir þá vitund fyrst og fremst hve breitt haf sé milli fagur- yrða ráðherra og annarra fínna ræðumanna um „hetjur hafs- ins“ sem þair óspart nefna þennan eina dag ársins, og at- hafna þeirra þegar skorið er úr um hagsmunamál sjómanna. Sjómenn vita það af dýr- keyptri reynslu, að þeir geta fengið að heita „hetjur hafs- ins“ á sjómannadaginn og nokkrum sinnum oftar í ráð- herraræðum við hátiðleg tæki- færi, ef þeir láta annars ekk- ert til sin heyra árið um kring. En komi þeim tii hugar að kref jast ekki 8 stunda — held- ur 12 stunda vinnudags — að þeir séu ekki látnir þræla 16 tíma á sólarhring fyrir sama kaupi og bræður þeirra fá fyr- ir 8 stunda vinnudag í landi, ef þeir ympra á aukinni vinnu- vernd á sjónum, ef þeir reyna að gera atvinnu sína tryggilegri með lágmarkskaupi eða bæta kjör sín á annan hátt — þá bregður svo undariega við að „hetjur hafsins" eru samstund- is orðnir „vitlausir kröfukom- múnistar“ í munni þeirra sömu höfðingja sem ræðufroðan renn- ur ljúflegast upp úr — og þeir rjúka til hver á sínu sviði, Ólafur Thórs á Alþingi tog- araburgeisamir í Claesenfé- laginu og berjast eins og óð- ir menn gegn hagsmunamálum sjómanna, þar til lagður hefur verið sá þungi i þau að ekkert fær staðið gegn framgangi þeirra. ★ ★ Undanfarandi ár hefur Þjóð- viljinn livað eftir annað, eitt allra b’aða Eey.kjavíkur, Jagt þunga áherzlu á eitt þessara hagsmunamála sjómanna, rétt- lætiskröfu togaraháseta um lengingu hvíldartímans upp í 12 stundir á sólarhring. 1 þessu máli hefur þegar mikið áunn- izt f-yrir ein'beittan vilja sjó- manna og baráttu Sósíalista- flokksins. Það heíur áunnizt, að inálið er orðið í vitund þjóð- arinnar það stórmál sem það'í raun er, og þunginn sem lagð- ur hefur verið i það hefur nú síðustu mánuðina neytt for- ingjalið Alþýðufiokksins, sem þvælzt heftrr fyrir málinu í fjögur ár, til yfirlýsinga um fylgi við málið, og landher Al- þýðuflokksins hefur ekki talið sér lengur fært að hindra að aðalstéttarfélag sjómanna, Sjó- mannafclag Reykjavíkur, tæki þátt í baráttunni. Hér skal enn rifjaður upp gangur þessa máls, baráttúnn- ar fyrir 12 stunda lágmarks- hvíldartíma togaraháseta, en einmitt nú, vegna þess að tog- ararnir eru almennt famir að veiða í saltfiskframleiðslu, er 16 stunda vinnuþrælkun tog- araháseta orðið úrlausnarefni, sem ekki verður komizt fram- hjá. Einmitt sjómennirnir ættu að vera forréttindastétC á Is- iandi, kjör þeirra vera eins góð og aðiaðandi og frekast er unnt. En aðbúnaður sjó- manna við hin dýrmætu framleiðslustörf sin er íslenzk- um valdhöfum til smánar, það sannar ekki sízt meðferð þess máls sem hér er tekið út úr til athugunar. ★ ★ Saga málsins er í aðaldrátt- um þessi: | ísleifur Högnason einn af landskj, þingmönnum Sósíalistaflokksins, flytur frum varp á sumarþinginu 1942 um 12 stunda lágmarkslivíld tog, araháseta á sólarhring. Var málinu vísað til nefndar og svæft þar Um þetta leyjj voru sjómenn ekki almennt samtaka um að gera þetta mál að bar- áttumáli, og fékk frumvarpið litlar undirtektir, Þing Aiþýðusambands íslands samþ. haustið 1946 eindregna tillögu um að krefjast 12 stunda hvíldartíma fyrir togaraháseta. ’ Tveir þingmenn Sósíal- ■ ■ istaflokksins, Hermann Guðmundsson, forseti Alþýðu- sambandsins og Sigurður Guðna son, formaður Dagsbrúnar, flytjá á Alþingi frumvarp um 12 stunda hvildartímann haust- ið 1946. AUir flokkar þings- ins nema Sósíalistaflokfturinn þvælast fyrir málinu og íefja það svo ao það komst ekki til annarrar umræðu fyrr en síð- ustu daga þingsins, í maí vorið eftir. Fulltr. Sjálfstæðisfloliks- ins og Framsóknar í sjávarút- vegsnefnd neðri deildar, Sig- urður Kristjánsson og Pétur Ottesen, lögðu til að frum- varþið yrði fell'iy og sama gerði félag isl. botnvörpuskipaeig- enda, sem ekki taldi togaraút- gerðina hafa ráð á slikum lúx- us að hásetar ynnu skemur en 16 stundir á sólarhring. Full- trúi Alþýðufiokksins, Finriur Jónsson, var ekki viðbúinn því að taka afstöðu! Enginn þing- manna Aiþýðuflokksins lagði málinu lið, heldur ekki Alþýðu- blaðið. Fulltrúi Sósíalistaflokks- ins, Áki Jakobsson, lagði einn nefndarmanna til að frumvarp- ið yrði samþykkt og flutti á þinginu málstað sjómanna á- samt öðrum þingmönnum sósí- alista. Sjómannafélag Reykja- vikur lét ekki svo lítið að svara fyrii-spum þingnefnd- arinnar sem um málið fjallaði, um álit og afstöðu félagsins. Sjómannafélag Hafnarfjarðar skoraði á Alþingi að samþykkja frumvarpið. Starfandí Iiásetar á togaraflotanum, sviptir for- ystu stéttarfélags síns, sendu Alþingi skjöl með há'It á f jórða hundrað undirskriftum, með sömu áskorun. ffj Haustið 1947 flytja Hermann og Sigurður frumvarp sitt aftur. Strax hafði nokkuð unnizt. Nú þorðú ekki emu sinni hatursmenn málsins, eins og Pétur Ottesen, (íhalds- durgurinn, sem reyndi af alefli að hindra löggjöf um 6 s'tunda hvíld togaraháseta á sólar- hring) að leggja til að mál þetta yrðj fellt, heldur samein- uðust fulltrúar Sjálfstæðisfl., Framsóknar og Alþýðuflokks- ins (Finnur Jónsson) í sjávar- útvegsnefnd um þá tillögu . að vísa málmu til ríkisstjórnarinn- ar. Stefán Jóhann Stefánsson, þá forsætisráðherra, lofaði hvers konar íyrirgreiðslu máls- ins, þar á meðal skipun mi]ii- þinganefndar. Áki Jakobsson, r / r r r fulltrúi Sosialistaflokksins i nefndinni, lagði til að frumvarp ið yrði samþykkt, benti á að, andstæöingar málsins fylktu1 sér um frávísunartillöguna, og væri tilgangurinn sá einn að. tefja málið, En Alþýðuflokkur-' inn, Framsókn og Sjálfstæðis-1 flokkurinn samþykktu, gegn at- kvæðum SósíaliStaflokksins, að vísa málinu til ríkisstjórnar- innar. g í marz var málinu vís- að til ríkisstjórnarinn- ar. Mánuðir liða, engin nefnd er skipuð. Á sjómannadaginn 1948, 6. júni birti Þjóðviljinn ýtarlega grein um málið, og er þar harðlega víttur trassa- skapur Stefáns Jóhanns, sem ekki einu sinni lét verða af nefndarskipuninni. Brá þá svo- við að tveim dögum síðar, 8. júni, var nefnd skipuð, fárán- lega samsett: Sjómenn áttu að- eins tvo fulltrúa af sex, Al- þýðusambandið félek engan fuil- trúa í nefndina. ^ Er nefndin hefur seti5 að störfum á annao ár- klofnar hún í þrjá hluta. Ful!- trúar sjómanna einir leggja til að frumvarpið um 12 stunda. hvíld togaraháseta verði sam- þykkt. Togaraburgeisarnir leggjast enn gegn málinu. Og Alþýðusambandsstjóm, nú í höndum Alþýðuflokksins, skrif- ar Alþingi 15. nóv." 1949 og lýsir yfir: „— telja má víst að- enginn árangur verði af starff nefndarinnar“. (Nákvæml. það- sama og sósíalistar sögðu þeg- ar AlþýSuflokkurinn gerði það fyrir togaraburgeisana að koma. inálinu út úr þinginu með því að vísa því til ríkisstjórn- arinnar!) og ályktun Alþýðu- sambandsins af þessari stað- Framhald á 7. síðn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.