Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJIF N Sunnudagur . 4. . júní 1950. Þióðviliinn Útgefandl: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. , Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Eyjólfur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. | Eining og öflug samtök l íslendingar eiga það sjómannastétt sinni að þakka að hægt ihefur verið á fáum áratugum að vinna upp þá stöðvun í ís lenzkri þjóðfélagsþróun sem varð vegna nýlendukúgunar Dana Öldum saman. Auðurinn semi íslenzkir sjómenn hafa flutt í ]and er stórkostlegur og hefur komið allri þjóðinni til mikils gagns, enda þótt innlendir auðmenn og erlendir auðhringir hafi jafnan hirt ljónspart þeirra auðæfa. Sjómenn ættu að vera forréttindastétt á Islandi, vegna þess hver lífsnauðsyn það er þjóðinni að í þá stétt veljist einvala lið æskumanna úr hverri kynslóð Isl. hér eftir sem hingað til. En aðgerðir íslenzkra valdhafa hafa lítið mótazt af þessum skilningi, með einni undantekningu: er sósíalistum tókst að ná áhrifum á stjórnarstefnu landsins með nýsköpunarstefnu sinni, sem var þó margsvikin í framkvæmd af afturhaldi lands- ins. Það fékkst þó fram að sjómannastéttin íslenzka fékk glæsi- legan flota að vinna á, einnig tókst að beina nokkrum hluta hinna nýju og glæsflegu togara til bæjarfélaga og þatí tókst að vinna sjávarafurðum Islendinga ágæta nýja markaði. En til framhalds þeirrar stefnu vantaði Sósíalistaflokkinn þing- fylgi. Alþýða landsins gerði sér það ekki Ijóst að til þess að nýsköpunarstefnan héldi áfram að móta aðgerðir íslenzkra valdhafa hefði Sósíalistaflokkurinn þurft að auka fylgi sitt )enn meira og örar en orðið hefur. i Afleiðingarnar eru nú öllum augljósar, afturhald landsins ekreið saman í ríkisstjóm undir erlendri handleiðslu, bakaði þjóðinni tugmilljóna tjón með stöðvun á dýrmætum r.ýsköp- 'unarfyrirtækjum, reyrði allt athafnalif í skriffinnskrviðjar, hinum nýju mörkuðum fyrir sjávarafurðir íslendinga var fleygt vegna pólitísks ofstækis og þýlyndis við fyrirskipanir Banda- ríkjastjórnar, landið selt á vald erlendra hervelda og marsjall- fjötrar lagðir á fjármál og atvinnulíf Islendinga. Jafnframt hef- iur hver árásin annarri meiri verið gerð á lífskjör alþýcunnar, þar til núverandi kreppuástand er fengið. „Verkin sýna merkin" ium þá stefnu er tók við af nýsköpunarstefnu sósíalista. Og sjómenn hafa ekki sízt fengið að kenna á stefnubreytingunni. Öryggisleysið um afkomuna er hlutskipti alls þorra þeirra. Bátasjómenn hafa orðið að bíða mánuðum saman eftir því að fá greidda lágmarkstryggingu sína, margir neyðzt til að fara í umfangsmikinn málarekstur til að fá kaup sitt greitt. Er máttarstoðir Sjálfstæðisflokksins stelast úr landi með fiskiskip eru þeir verðlaunaðir af flokksbróður sínum Ólafi Thórs, með imilljónaeftirgjöfum skulda. En hagsmunamál sjómanna fá aðrar viðtökur hjá valdamönnum íslands. I gengislækkunarlögin voru sett. sérstök ákvæði til að öruggt væri að sjómenn hefðu ekki að þeim nokkra uppbót á laun sín, og svo vandlega um búið að lögin kveða á um beina launalækkun sjómanna. Meðferð togaravökujaganna er rakin á öðrum stað hér í blaðinu. Öðru brýnu máli sjómannastéttarinnar, tillögu Steingríms Aðalsteins- sonar um rannsókn á hinum hörmulega tíðu togaraslysum og löggjöf sem miðar að því að afstýra þeim, var tekið með algeru tómlæti af þingmönnum allra flokka nema Sósíalistaflckksins, Og fékkst tillagan ekki samþykkt á þinginu í vetur. Sjómenn eiga mikið óunnið í réttinda og hagsmunabaráttu m einni. Árangur þeirrar baráttu er undir því kominn að þeim takizt að treysta samtökf sín, og þá einkanlega að hefja Sjó- mannafélag Reykjavíkur upp úr þeirri niðurlægingu sem land^ her og landkrabbar hafa haldið því í. Einhuga sjómannastétt, með traúst samtök að vopni, er ósigrandi. I átökunum sem fram- undan eru um hagsmunamál sjómanna verður kjörorðið: Eining og öílug samtök, Beðið eftir fagnaðarfundum Það er opinbert leyndarmál og raunar ekkert leyndarmál, að Jónas Árnason hefur séð u(m bæjarpóstinn undanfarin ár. En nú hefur Jónas tekið sér frí frá þeim störfum í nokkra mánuði, og hans mun verða saknað. Hins vegar er ástæðulaust að kveðja hann með tárum, því hann kemur aftur með haustinu, og þá verða miklir fagnaðarfundir. • Nægjusamir betiarar Hógværð, hlédrægni og sjálfs útþurrkun éru sem kunnugt er æðstu eiginleikar betlarans. Sá sem vill lifa af náð annarra gerir ekki kröfur, honum ber að biðja um minna en hann þarf og treysta á náðina., Þess vegna eru Islendingar nú kart- öflulausir. Þegar stjórnarvöld landsins betluðu viðreisnarkart- öflur úr eyðileggingarhaugum Bandaríkjanna fóru þau aðeins fram á 1000 tonn, þó haugam- ir nægðu reyndar fyrir öllum þörfum íslendinga í ótalda ára- tugi. Stjórnarvöldin þurftu nefnilega að sýna að þau vissu hvað til friðar heyrði, þau væru hógværir og nægjusamir betl- arar sem ekki kynnu við að skerða um of griðlandið fyrir amerískum rottum. Nú þarf Jón að flytja nýja ræðu Og nú eru viðreisnarkartöfl- urnar sem sé búnar. Smáslatti kom í búðimar í fyrradag vegna vísitölunnar og sennilega kemur smáslatti aftur kring- um 1. júlí þegar enn á að reikna, cn að öðru leyti fá íslendingar engar kartöflur með kjötleysinu og fiskskortinum. Að sjálfsögðu er þetta merki um bruðl og óráðsíu þjóðar- innar, hún hefur ekki enn tamið sér þá fullkomnun nægju- seminnar sem mótar leppa Is- lands andspænis yfirboðurun- um fyrir vestan haf. Væri nú ekki ráð að Jón Ámason héldi nýjan reiðilestur yfir þjóð sinni og sýndi henni fram á nauðsyn kartöflusparnaðar. Fyrir þann gjaldeyri sem sóað er í kartöfl- ur er nefnilega ekki hægt að kaupa lúxusbíla, engu frekar en hægt er að éta hin nýju módel Jóns Árnasonar og Vil- hjálms Þór með soðningunni. Gullfoss til útlanda á þessu sumri, og flugfélögin hafa nóg að gera að flytja íslendinga bæði til austui’s og vesturs, þar sem kartöflur eru nægar. Þetta fólk hefur líti^ þurft að leita á náðir Fjárhagsráðs um gjald- eyri, en erlendis kemur eflaust í Ijós að ekki skortir farar- eyri sem betur fer. Og er það ekki alltaf huggun í hallærinu að vita að enn eru til íslenzk- ir menn sem geta étið kartöfl- ur á lúxushótelum með erlendu fyrirfólki — og meira að segja borgað fyrir sig. ★ Skipadeild*SlS Arnarfell fór frá Cadiz í gaer á- leiðis til Isiands. Hvassafeil fór frá Reykjavik á föstudagskvöld á- leiðis til Gdynia. Hefur viðkomu í Kaupmannahöfn og verður þar á miðvikudag. Eimskip Brúarfoss er i Antwerpen. Detti- foss fór frá Lysekil 31.5. til Kotka í Finnl. Fjallfoss kom til Leith 3.5., fór þaðan væntanlega 3.6. til Gautaborgar. Goðafoss fór frá Reykjavik 2.6. til Hull og Amster dam. Gullfoss fór frá Reykjavik kl. 12 á hádegi í gær 3.6. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Reykjavík 2.6. til vestur- og norð- urlandsins og útlanda. Tröllafoss fór frá N.Y. 24.5. væntanlegur til Reykjavíkur 4.6. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 20.5. til N.Y Minnlngarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í eftirtöld um stöðum í Reykjavík, á skrif- stofu Fulltrúaráðs sjómannadags- ins Edduhúsinu við Lindargötu 9A efstu hæð, simi 80788, í bóka- verzlunum Helgafells i Aðalstræti 18 og Laugaveg 100, og i Hafnar- firði hjá V. Long. Hannes Kjartansson, ræðismað- ur í New York, verður til viðtals í utanrikisráðuneytínu þriðjudag 6. júní kl. 10—-12 f. h. Helgidagslæknir er Bjarni Odds son, Laufásvegi 18A. Simi 2658. Næturvörður er í Ingóifsopóteki. Sími 1330. Næturlæknir er í læknavarðstof unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. — CillWf’H Dómkirkjan. jMna Messa kl. 11 f.h. rJsajólQ — Sr. Jón Auðuns. Laugarneskirkja. UfjsjjK Messa kl. 2 e. h. ‘-'&JJr Sr. Garðar Svav- arsson. — Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni. — Messa í kapellu Háskólans kl. 11 f.h. — Sr. Jón Thorarensen. Huggun í hallæri Sem betur fer er dálítill hóp- ur íslendinga sem fær kart- öflur í sumar þó þjóðin sé fátæk. Stefán Jóhann étur nú kartöflur með dönskum þú- bræðrum sínum og mun síðar njóta þessarar fátæku vöru með evrópuráðsmönnum ásamt Jó- hanni Þorkeli og Heiðnabergs- hermanni. Og í kjölfar fyrir- mennanna fara fleiri. Upppant- að mun nú með öllum ferðum 11.00 Morguntón- leikar (plötur). 13.30 Dagskrá sjó- manna (hátíðahöld við Austurvöll): a) Útiguðsþjónusta (Sigurgeir Sigurðsson biskup pré- dikar á svölum Alþingishússins; Dómkirkjukórinn og Ævar R. Kvaran syngja; dr. Páll Isólfst- son leikur á dómkirkjuorgelið). b) Ávörp (Ólafur Thórs siglinga- málaráðherra, Þórður Ólafsson útgerðarmaður og Henry Hálfdán- arson formaður fulltrúaráðs sjó- mannadagsins). c) Lúðrasveit Reýkjavikur leikur; stjórnandi: Paul Pampichler. — Einnig fer fram afhending verðlauna. 16.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Fréttir. —■ Erindi (Tómas Sig- valdason loftskeytam.) — 16.45 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi.). 19.30 Erindi: Um dvalarheimili aldr- aðra sjómanna (Pétur Sigurðsson sjómælingafulltrúi). 20.20 Dagskrá sjómanna: a) Ávarp (Gunnar Thoroddsen borgarstjóri). b) Leik- þáttur: „Það vantar rnann", eftir Loft Guðmundsson. Leikstjóri: ÆOvar R. Kvaran. Leikendur: Æv~ ar R. Kvaran, Jón Aðils, Elín Ingvarsdóttir, Lúðvík Hjaltason og Valur Giistafsson. c) Ræða (Guðmundur Pétursson vélstjóri). d) Einsöngur: Hreinn Pálsson syngur (plötur). e) Samtal (Henry Hálfdanarson og Einar Þorsteins- son). f) Upplestur: Sjómanna— kvæði (Andrés Björnsson). g) Samtöl (Gils Guðmundsson talar við Fríði Bjarnadóttur skipsþernu og' Þorkel Pálsson sjómann). h) Lesnar kveðjur til sjómannadags- ins. 22.05 Danslög (af plötum og frá Sjálfstæðishúsinu. 01.00 Dag- skrárlok. Útvarpið á morgun 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20.20 Útvarps- hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds- son stjórnar): a) Þýzk alþýðulög. b) „Fest Polonaise" eftir Johann S. Svendsen. 20.45 Um daginn og veginn (Benedikt Gröndal blaða- maður). 21.05 Einsöngur í Dóm- kirkjunni (ungfrú Anna Þórhalls- dóttir; Páll Isólfsson leikur undir á orgel). 21.20 Erindi: Kennslu- kona drottningarinnar (Jónína S. Lindal húsfreyja á Lækjarmóti). 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.10 Búnaðar- þáttur: Vorverk í görðum (Ragn- ar Ásgeirsson ráðunautur). 22.30 Dagskrárlok. I dag kl. 2.30 sýnir Ferða- skrifstofan kvikmynd frá Skot- landi í Flugvallarhótelinu. Að- gangur er ókeypis. Bólusetning gegn barnavelki. Pöntunum veitt móttaka í sima 2781 kl. 10—12 :f. h. fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar. Fólk er á- minnt um að láta bólusetja börn sín. KafsMnna Vorið er koniið Vegfarendur, sem leið eiga um Austurstræti um þessar mundir, finna ilm vorsins þar sem annarsstaðar, en auk þess heyra þeir sætan fuglasöng, en minna er um hann víðast hvar. Menn leggja við eyrun og hlusta, fara svo að litast um. Jú, þarna er lausnin. Frá skemmuglugganum ber3t söng- urinn, en þar er RAFSKINNA komin með vorið. Mörgum var orðið hlýtt til gömlu kVennanna, sem sátu þar áður yfir kaffinu sinu og klingdu bollum hver við aðra, en auðvitað eru þær orðnar kallilausir eins og aðrir, og verða að láta sér nægja að rabba saman á meðan þær bíða eftir því að komast að gluggan um til að skoða Rafskinnu, en það þurfa margir að gera nú. Gunnar Bachmann skemmtir mörgum Reykvíkingum með Rafskinnu sinni, jafnframt því sem ýmis fyrirtæki kima að auglýsingum á því sem þau hafa upp á að bjóða. Flestum þykir vænt um fuglakvakið á vorin, og fuglinn í glugga Raf- skinnu vekur hjá okkur löng- unina til að komast út í gráena náttúruna og hlusta á hina fuglana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.