Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 6
 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júní 1950. i Togaravökulögin Framhald af 5. síðu reynd er: „Stjórn Alþýðusana' bands íslands leyfir sér því að skora á hið háa Alþingi að skipa þegar nefnd til þess að sexnja frumvarp um vinnuvemd sjómanna og verði Alþýðusam- bandi Islands gefinn kostur á að tilnefna menn í nefndina sem fulltrúa sjómannastéttar- innar“. Úrræði Alþýðutflokksstjóm- ar Alþýðusambandsins va.r því það eitt að biðja Alþingi að skipa nýja nefnd, vegna þess hvað hin hefði farið iiia, og leyfa Alþýðusambandinu að til- nefna fuiltrúa — það sem Ste- fán Jóhann meinaði Alþýðusam- bandinu 1948! Með miliiþinganefnd- inni tókst Alþýðuflokkn urn, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að tefja þetta rétt- lætismál togaraíiáseta i tvö ár að minnsta kosti. Frumvarp- ið var ekki borið fram á þing- inu 1948 vegna þess að nefnd- in sat að störfum, en sósialista- þingmenn héldu málinu vak- andi með fyrirspurnum á þingi. En á Alþýðusambandsþingi haustið 1948 gerðist sá atburð- ur að hinn illa fengni meiri- hluti Alþýðuflokksins og banda- manna þeirra felldi tillögu um stuðning við málið fyrir for- göngu Sæmundar kexverksm.- stjóra og álíka „sjómannafull- trúa“. Fmmvarpið er enn * flutt s. I. haust af Sigurði Guðnasyni og Einari Olgeirssyni. Enn þvæla aftur- haldsflokkarnir máiinu frá end- anlegri afgreiðslu. En nú er þunginn bak við máiið orðinn svo mikill að Alþýðuflokks- broddarnir þora ekki lengur að þvælast fyrir því opinberlega. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur 1950 samþykkir tillögu um stuðning við frum- varpið, og meira að segja Finn- ur Jónsson, sem reynzt hafði málinu hinn óþarfasti á þingi, leggur nú fyrir hönd flokksins til að það verði samþykkt. ■nggmrrra■* »•*'*' I afstöðu afturhalds flokkanna á Alþingi kemur einnig fram ný afstaða: J»e:r vísa málinu frá aðgerðum þingsins til béinna aðgerða sjó- mannasamtakanna. I nefndar- áliti. meirihluta sjávarútvegs- r f nefndar neðri deildar, frá full- trúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, Sigurði Ágústs- syni, Gisla Guðmundssyni og Pétri Ottesen (enn við hey- garðshornið!) segir orðrétt: „ Þar sem eðlilegast þykir að verkamenn og atvinnurek- endur semji sjálfir imi kaup og kjör, en Alþingi hefur þegar sett lög um lágmarkshvfldar- tíma háseta á botnvörpuskip- •cic, teiur deildin ekW rétt að fcvo stöddu að rikisvaldið hafí frekari afskipti af þessu máli, og tekur næsta mál á dag- skrá“. ★ ★ Burtséð frá hræsninni í upp- hafi klausunnar, að afturhald- inu í landinu þyki eðliiegast að verkamenn og atvinnurekendur semji sjálfir um kaup og kjör, á tímum þegar rikisvaldið tek- ur sér hvað eftir annað vald til að ómerkja þá samninga sem verkalýðssamtökin hafa náð — er hér um yfirlýsingu að ræða sem sjómenn munu vandlega athuga. Tveir stærstu flokkar þingsins vísa málinu frá aðgerðum Alþingis, til beinna aðgerða sjómannasam- fakanna. Að líkindum er þetta gert í því trausti að sjómannasam- samtökin séu svo lömuð vegna landhersforystu Sæmundar kex- forstjóra & Co, að þau séu ekki líkleg til stórræða. En varlega skyldu afturhaldsdurg- amir, sem hindrað hafa í fjög- ur ár, að réttlætiskröfur tog- araháseta nái fram áð ganga á Alþingi, treysta því. Sjómenn hafa áður sýnt hvers samtök þeirra eru megnug. Þeir munu ekki láta það ásannast næstu árin, að hægt sé að gera fé- lagið, sem á að vera höfuðvígi verkalýðssamtaka landsins, að dragbít á réttmætar kröfur þeirra um kjarabætur og vinnu- dag sem mönnum er sæmandi. Og það skal munað að 12 stunda vinnudagur er ekki markmið, heldur áfangi. Það er lágmarkskrafa og furðulegt að fyrir heimi skuli þurfa að heyja harða baráttu á Islandi um miðja tuttugustu öld. ★ ★ í dag, á Sjómannadag- inn 1950, munu sjómenn strengia þess heit, að láta þann baráttuáfanga ekki þvælast fyrir fleiri ár. Þeir strengja þess beit að hefja aðalfélag sitt, Sjó' mannafélag Reykjavíkur upp úr því ófremdar- ástandi sem það hefur verið í, og gera það að því höfuðvígi íslenzkrar verkalýðshreyfingar sem það var og á að vera. Orðsending frá Kven- fékgi sósíalista Farið verffur í Heiðmörk i dag 4. júní. — Til- gangur ferðarinnar er að gróðursetja trjáplöntur í ræktunarlandi félagsins. Þær félagskonur sem ætla að taka þátt í ferðinni geri iðvart í síma hjá eftirtöld- om konum: Elínu Guðmundsdóttur, sími 5259, Margrétu Ottósdóttur, íími 7808 og Helgu Rafns- dóttur sími 1576. John Stephe* og ástir Sliange 66. DAGUR __________________________ OLIA komið rétt á eftir honum. Ef til vill sástu ein- hvem elta Dimmock eða hafa gætur á húsinu — einhvem sem þú kannaðist við.“ Hann þagði og bætti svo við lágri röddu: „Hver var það?“ Cronch sleikti varirnar aftur. „Það ert þú sem segir frá,“ sagði hann. „Gott og vel,“ sagði Barney. „Eg skal ljúka við söguna.“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði hugsandi upp í loftið. „Það var rigning þetta kvöld,“ sagði hami lágt. „Ef til vill varstu með regnhlíf eins og herra Chamber- lain. Ef til vill settirðu regnhlífiua fyrir andlitið og flýttir þér framhjá til þess að þú þekktist ekki.“ Hann þóttist ekki taka eftir undrandi augnaráði Cronchs. „Við skulum hhlda okkur við regnhlífina. Þér brá auðvitað mjög illa við. Tími öryggisins var liðinn hjá og hundamir komnir <f slóðina aftur. Hvað átti til bragðs að taka? Vinur þinn er í hættu — bráðri hættu. Áttir þú að vara hann við í síma? En ef til vill var enginn simi í nágrenninu. Þú verður að ná sambandi við hann þegar í stað. Og þú þekkir leið — leið sem þú getur farið án þess að sjást. Ef til vill hafðirðu áður farið þá leið. Eh trú- legra er að Dimmock hafi sagt þér af henni. Við verðum að minnast þess, að Dimmock var hundeltur maður. Eflaust hefur hann valið sér íbúð með það í huga, svo að hann hefði leið til undankomu, ef upp kæmist um dvalarstað hans. Það væri eðlilegt og sjálfsagt, finnst þér ekki?" Hann leit sem snöggvast á Cronch, sem ein- blíndi út um gluggann. „Þú þurftir ekki annað,“ sagði Bamey, „en ganga fyrir hornið, fara inn í hornhúsið — það eru hvergi dyraverðir i þessum húsum — laum- ast upp stigana, yfir þakið og niður bmnastig- ann. Það var rigning. Enginn sá þig. Þú hittir Dimmock í eldhúsinu og hann var að díekka whisky og útbúa kvöldverð handa sér. Þú barðir á rúðuna og hann hleypti þér inn.“ Bamey þagnaði andartak og bætti síðan við breyttri röddu: „Það hlýtur að hafa verið svona. Það var spor í gluggakistunni. Þú skildir ekki eftir spor þegar þú fórst inn — að minnsta kosti ekki í kistunni'; á gólfinu voru fjölmörg spor — en þú sporaðir þegar þú fórst út. Ef þú hefðir gengið upp stigana í húsinu sem Dinfmock bjó í og komið inn um dyrnar' þá hefðu óhreinindin gengizt af skónum þínum á leiðinni upp á sjöttu hæð. Þá hefðirðu ekki sporað. „Og af sömu ástæðu stóðstu ekki lengi við. Dimmock varð ofsahræddur við frásögn þína. Hann setti á sig hattmn, fór í frakkann og fór burt án þess að taka með sér tannbursta hvað þá heldur annað.“ Barney þagnaði ög leit á Cronch og hann flutti sig til í sætinu eins og á nálum. „En það er aðeins eitt sem ég skilekki," hélt Baraey áfram og talaði hægt. „Hvers vegna. fórstu með Dimmock til frú Moreno? Hvernig gaztu vitað að þeir hefðu ekki fundið dvalarstað þinn ? Þú hafðir staðið í sambandi við Dimmock allan veturinn. Þetta var hræðilegt hættuspil." Það voru svitaperlur á enni og efri vör Cronchs. Hann tók upp þvældan vasaklút og þurrkaði sér í framan. „Auðvitað,“ sagði Barney og hallaði sér nær honum yfir borðið, „getur verið að þú hafir ekki átt á öðru völ. Ef þetta hefur gerzt mjög óvænt hafið þið engar ráðstafanir verið búnir að gera. Og ef Dimmock hefur verið veikur —“ „í guðs bænum!“ „Já, :það var einmitt þess vegna, var það ekki? Þú sagðir sjálfur, að hann hefði haft lungna- bólgu. Hann var fárveikur. Ef til vill ofkæling. Ef til vill var hann að byrja að fá óráð. Þú varst neyddur til að veita homun aðhlynningu og það i snatri. Þú þurftir að hætta á það.“ „Mér líður ekki vel,“ sagði Cronch óstyrkri röddu. Varir hans voru bláleitar. „Þetta hlýtur að hafa verið erfið vika,“ sagði Barney og brá fyrir meðaumkun í rödd hans. „Þú ert með fárveikan mann í umsjá þinni, þorir ekki að sækja lækni, þorir ekki að skilja hann. eftir einan og býst við heimsókn á hverri stundu. Og svo kemur myndin í blaðinu." „Herra Gantt“. Cronch dró þungt andann. „Eins og guð er yfir mér, þá er þessi saga sönn.“ „Eg veit það,“ sagði Bamey lágt. Langa hrið starði Cronch í augu honum, ör- væntingarfullur eins og hrætt dýr í gildru, en saint var traust hans að vakna. „Hvers vegna?“ hvíslaði hann. „Vegna þess að læknirinn segir, að Dimmock hafi í raun og veru haft lungnabólgu og hafi fengið sulfadiazene. Þú hefur varla byrjað að myrða ha.nn á þann hátt ao bjarga lífi hans.“ „Hvers vegna skilur lögreglan það ekki ?“ hrópaði Cronch skyndilega. „Hvers vegna —“ > „Vegna þess að Meisner er gramur. sagði Barney þurrlega. „Hann vill ekki að F.B.I. sé að skipta sér af málum hans. Hann segir, að þú sért sekur, og þá verðurðu að halda áfram að vera sekur. I rauninni er hann ekki óréttlátur, erí hann er óstjóralega þrár. Og þú gerðir glappaskot með því að reyna að komast undan.“ Cronch sat grafkyrr og starði í blindni út um gluggann á heiðan, bláan himininn. Loks sagði hann: „Hvers vegna hefur þú áhuga á þessu? Er það bara sem blaðamaður?“ „Nei,“ sagði Barney. „Samt er ég fyrst og frenist blaðamaður. Það er atvinna mín að hafa' D a v / ð : v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.