Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 8
HryHJleg meSferS á föngum sem herínn tók i Aþenu fynr fimm árum Sex hundruð menn, ílest Grikkir, haía i íimm ár verið haíðir í algerri einangmn í leynilegum brezkum íangabúðum á Italíu í nánd við háínar- borgina Galta, að því er gríska blaðið Machi skýrir irá mjög áberandi. Machi er aðalmálgagn hinna hægrisinnuðu grísku sósíaidemókrata sem haía náið samband við sósíaldemokraiaíiokka Vestur- Evrópu gegnum Comisco. Grískiu bargaxamir meðal fangabúðarmanna í Gaeta voru handteknir af brezka her- námsliðinu í Aþenu í sambandi við desemberatburðina 1944 og voru fyrst sendir til fargabúð- anna El-Daba í Líbíu, en ,,hurfu“ þaðan og ensk yfir- völd lýstu yfir opinberlega að þeir væru „týndir“. Það sanna var að beir vom fluttir til Gaetafangabúðanna og hafa verið hafðir þar í haldi í fimm ár, sviptir rétti til sam bands við ástvini sína og alger lega lokaðir frá öllum samskipt um við heiminn utan gaddavírs ■girðinganna. Aðeins iítill hóp- ur manna hefur allan þennan tíma haft hugmynd um tilveru fangabúðanna. Vitneskja mn þær barst út af einskærri tilviljun. Grísk kona, Sofía Valsami kom á ferðalagi til Gaeta og rakst á hinar leynilegu fangabúðir skammt frá borginni. Henni tókst að ná sambandi við nokkra hinna innilokuðu landa sdnna sem báðu hana fyrir bréf til fólks síns. Sofía Valsami skýrði blaðinu Machi frá nöfn- um margra fanganna og lagði -áherzlu á slæman aðbúnað þeirra. Fangarnir em hræðilega út- lítandi eftir langvarandi liung- ur og klæddir tötrum. Þeir eru í gæzlu sérstaklega valins ítalsks lögregluliðs. Erindi oni írska leiklist Prófessor Roger McHugh frá þjóðháskóla fra flytur tvö er- indi um írska leiklist í Þjóðleik húsinu næstkomandi þriðjudag og miðvikudag kl. 5. Erindin verða flutt í litla leiksalnum (æfingasalnum) og er inngang ur frá Lindargötu og kostar aðgangur að hvoru erindi fyrir sig kr. 10 en kr. 15 ef aðgöngu- miðar eru teknir fyrir bæði er- indin í einu. Aðgöngumiðar fást hjá dyraverði Lindargötumegin í leikhúsinu eftir kl. 1 á mánu- dag. Erindin verða flutt á ensku og er efni þeirra: Ire- land’s Nationaltheatre and poe- tic Drama og Realistic Drama in Ireland. Húsrúm í litla leik- salnum er mjög takmarkað, sætin aðeins 121, og leiksviðið er ekki komið í það horf, sem síðar á að verða, en þetta er í fyrsta sinn sem salurinn er op- in almenningi. Alolf lipásson íil&ai verðlamim lyrir Á Sjómannadaginn er venju- lega veittur bikar er Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda gefur til þess manns er unnið hefur mesta og bezta björgun- arafrek á tímabílinu milli sjó- mannadaga. Á þessum 13. sjómannadegi Verða þessi verðlaun veitt Adolfi Magnússyni stýrimanni, á m.b. Mugg Ve. 322 frá Vest- mannaeyjum. Bjargaði hann matsveinum á Mugg Árna Pálssyni er hann féll fyrir borð er skipið var við veiðar ca. 10 sjómílur suður af Grindavík 4. október s.l. M.b. Muggur er eign Helga Benediktssonar Vestmannaeyjum. Sósíalistaflokkurinn fiefur skor að Framséknarflokkinn að mæta á opinberum fundi í Borgarnesi 10. jání n. k. ti! að ræða stjórnmálaviðhorfið Sósíalistaílokkurinn heíur ákveðið að eína til opinbers fundar í Borgarnesi þann 10. júní næstkomandi til þess að ræða stjórn- málaviðhorfið. í því tilefni hefur Sósíalistaflokkurinn skrifað Framsóknarflokknum og óskað eítir í því að hann sendi fulltrúa á fundinn til þátt- töku í umræðunum með jöínum ræðutíma á við Sósíalistaflokkinn. Þess er sérstaklega \ vænzt að þingmaður Mýramanna, herra Bjarni Ásgeirsson mæti á fundinum. Fundurinn mun hefjast kl. 8.30 síðdegis. Srengislækkasiai- stjómarinna? Framhald af 1. eíðu. un íslezku þjóðarinnar bygg- ist fyrst og fremst á. I þennan byggingarsjóð aldraðra sjómanna hefur ríkisstjórnin gert innflutt efni til byggingarinnar 74% dýrara en það áður var. Slík var hin fyrsta gjöf gengis- læklíunarstjórnarinnar til aldraðra sjómanna. 1 dag, á sjómannadaginn, réttir hún þeim aðra gjöf: SYNJUN Á LEYFI TIL AÐ BYGGJA HEIMILI FYRIK ALDRAHRA SJÓMENN! I dag munu valdhafarnir ekki frem'ur en endranær spara skjallið um „hetjur hafsins“, en hugur þeirra í þJÓÐViyiNN Skipbrotsmenu af Sævari á sjómannaheimilinu í Aberdeen Sitjandi: Magnús Grímsson skipstjóri, Gunnar Hjálmarsson 1. stýrimaður, Bjarr.i Pákson háseti, Aðalsteinn Jochumsson kynd- ari, Guðm. Böðvarsson háseti, Jörundur Gíslason 1. vélstjóri, Jó hannes Amórsson bátsmaöur. Standandi: Kristján Ólafsson há- seti, (með blaðið) Guom. Sigurosscn bræðslumaður, Ilalldór Sig urðsson háseti, Elías Ámason matsveinn, Garðar Óskarsson há- seti, Hjálmar Hélgason 2. vélstjóri. Bezta aShlynnlng skspsbrots- manna — á skozka visu Skipbrotsmt-nnimir af Sævari fengu bcztu aðhlynn- ingu er þeir komu í land á Oensey við Skotland — að því er segir í enskum fréttaskeytum til íslenzkra blaða. íslendingar leggja sína merkingu í orðin „beztu að- hlynningu skipbrotsmanna“, cn Skotar virðast hafa aðra ar hugmyndir um þau. Áhöfnin af Sævari komst að landi í tveimur vélarlausum björgunarbátum. Skipið sökk á siglingaleið, en skip sem til sást, sinnti ekki bátunum þó þaðan væri skotið neyðarrak- ettum og höfð uppi rauð blys. Lendingin gekk vel en flestir voru orðnir nokkuð blautir. Hittu þeir fyrst strandvörð sem vísaði þeim á strandvarðstöð um tvær mílur inni á eynni. Á leiðinni þangað komu þeir á bóndabæ og reyndu að vekja þar upp, kom loks út maður, en veitti þeim engan beina eða fyrirgreiðslu. Slysið varð að kvöldi, en ki. var orðin 5—6 um morguninn er þeir komu til strandgæzlustöðvarinnar, þar fengu þeir sinn tebolla hver og ekkert með, og voru látnir hýr- ast í ísköldu herbergi, þar til garð sjómanna birtist hins- vegar í því að í dag banna þeir að „hetjur hafsins“ megi eignast heimili í ellinni. Þetta mun hinsvegar ekki verða til þess að menn hætti að kaupa merki dagsins, hætti að leggja lítinn ekerf í heimili öldruðu sjómami- anna. Þvert á móti. En hvert % sjómannadagsmerki sem keypt verður í dag er MÓT- MÆLI gegn allri framkom'a valdhafanna í garð sjómanna stéttarinnar. bíll kom að sækja þá og flytja til sjómannaheimilis í bænum Port Charloíte. Þar fengu þeir að borða, en lélegan að- búnað áð öðru leyti, var t. d. ætlað að sofa við druslur ein- ar, en fundu sjálfir af tilviljun stafla af ullarteppum sem þeir tóku sér til skjóls. Engum voru borin þurr föt og urðu þeir sem blautir voru að þurrka föt- in á sér. Daginn eftir voru skipsbrots- menn fluttir til Glasgow og þaðan til Aberdeen og fengu góðan viðurgjörning úr því. Heim komu þeir með togaran- um Agli Skallagrímssyni. Skotlandsferðir Hekla fer héðan í fyrstu Skotlandsferðina á þessu sumri n.k. föstudag, 9. þ.m. Þátttaka í ferðum þessum, af hálfu út- lendinga, er mun meiri en áður hefur verið. Þó eru ekki öll farrými skipuð, og geta því Is- lendingar fengið að fljóta með, en þó því aðeins, að gjaldeyris- tekjur af ferðum skipsins og dvöl hinna erlendu farþega hér, hrökkvi til að veita íslending- um nauðsynlegan gjaldeyri til Skotlandsferða. Fyrst um sinn verða veitt 7 pund sterling á mann, en þaraf fara 4—5 pund í ferðakostnað í Skotlandi, svo að eftir verða aðeins 2—3 pund í vasapeninga. Kaupið og seljið happdrættismiða Sósíalistaflokksins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.