Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.06.1950, Blaðsíða 7
Suamidagur 4. júuí 1950. P J ÓÐVILJI.N.N Smáauglýsingav Kaup-Sala íslandsmóiið: Fram - Akranes 0:0 | Vil kaupa ; lítið hús \ í úthverfi bæjariua. Tilboð | 1 leggist inn í afgreiðslu Þjóð- j | viljans fyrir 7. þ.m., merkt j i „LÍTE9 HÚS — 101“. j i Sparið penmglmt! I Saupið gúmmískóna á meðan I verðið ekki hækkar. j Gúmmlskóiðjan Kolbeinn, Hrísateig 3. Kaffisala Munið kaffisöluna I Hafnarstræti 16. Kanpnm húagögn, heimilisvélar, karl mannaföt, útvarpstæki, sjón auka, myndavélar, veiði stangir o. m. fl. VÖRHVELTAN, Hverfisgötu 59 — Sími 692 Karlmannaföt — núsgögn Kaupum og sel jum ný og aotuð húsgögn, karlmanna föt og margt fleira. Sækjum — Sendurn. SÖLUSKALEVN Sdapparstíg 11. — Sími 292 Nýegg Daglega ný egg soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 11 VUarfnshnr Kaupum hreinar uilartuskur. Baldursgötu 30. Trjáplöntnr til sölu í Torgsölunni Öðins- j torgi, Einnig íjölbreitt úrval j af fjölærum bJómum. Gerið j inukaupin þar sem hagkvæm j ast er að verrla. Fasteignasöln- miðstöðin | —Lækjargötu 10 B. — Sími j j 6530 — annast sölu fast- j j eigna, skipa, bifreiða o.fl. j j Ennfremur allskonar trygg- j j Ingar o.fl. í umboði Jóns j j Finnbogasonar, fyrir Sjóvá- j j tryggingarfélag Islands h.f. j i Viðtalstimi alla virka daga j j kl. 10—5, á öðrum tfrmim j j eftir samkomulagi. Vinna Viðgerðir j á dívönum og allskonar j I stoppuðum húsgögnum. í Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórugötu 11. Símí 81830. í j Hreingerningar- miðstöðin j Hreingerningar, glugga- j nreinsun, utanhússþvotur. j Ævallt vanir menn í verkin. j A.thugið, við höldum glugg- j im hreinum ailt árið, fyrir j i'ast mánaðargjald, á efstu j sem neðstu hæð. — Símar 2355, 2904. Þýðingar : Hjörtur Halldórsson. Enskur j dómtúlkur og skjalaþýðari. j Grettisgötu 46. — Sími 6920. Ragnar Ölafsson hæstarétt.arlögmaður og lög- giltur ondurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteignasala. — Vonar- stræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir — Skrifstofuvélaviðgerðir. Sylgja, Laufáavegi 19. — Sími 2656. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16. — Sími 1395 Lögfræðistörf: Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Garðeigendur Hér eru réttu mennirnir. Tökum að okkur allskonar garðvinnu, bæði tímavinnu og ákvæðisvinvu. Erum til viðtals í síma 3203 frá kl. 12—1 og 7—8 e. h. Kcnnsla Bzéfaskóli Sósíalistaflokksins er tekinn til starfa. Fyrsti bréfaflokkur f jallar um auð- valdskreppuna, 8 bréf alls ca. 50 síður samtals. Gjald 30.00 kr. Skólastjóri er Haukur Helgason. Utaná- skrift: Bréfaskóli Sósíalista- flokksins Þórsgötu 1, Reykja vík. Munið bappdrætti Sósíalistaflokksins Sjómannadagsblaðið Framhald af 1. síðu. flutti í hófi sjómannadagsins í fyrra; Grímur Þorkelsson skip- stjóri á þar greinina: Verjum dýrmætustu landsréttindi; Böðvar Steinþórsson skrifar um bátaæfingar og veitingastarfs- fólkið; Amgrímur Fr. Bjaraa- son skrifar: Þröngt fyrir dyr- um, grein er fjallar um vernd- un fiskimiðanna; Grein er um Gullfoss hinn nýja; Oslofjord, nýjasta skip Norðmanna; enn- fremur eru nokkrar sögur, kvæði og allmargt mynda. Lið Akurnesinga: Heigi Daní elsson, Halldór V. Sigurðsson, Sveinn Benediktsson, Sv^inn Teitsson, Dagbjartur Hannes son, Ölafur Vilhjálmsson, Hall dór Sigurbjörnsson, Pétur Georgsson, Þórður Þórðarson, Guðjón Finnbogason og Jón Jónsson. Lið Fram: Adam Jóhanns- son, Karl Guðmundsson, Guð- mundur Guðmundsson, Sæ- Skortur raflagningaefnis Framhald af 1. síðu. milli raftækjaheildsala og raf- virkjameistara. Samtímis var í samráði við gjaldeyrisyfirvöld- in lagður grundvöllur að fram- tíðarskiptingu innflutningsins milli allra rafvirkjameistara í landinu. Miðar þetta hvort tveggja að því, að hinn takmark Iaði gjaldeyrir, sem veittur er til ínnfli’tnings á rafmagns- vörum á hverjum tíma, nýtist sem bezt með hagkvæmri skipt- ingu milli efnisflokka og rétt- látri dreifingu varanna innan- lands. Var sú tilhögun, sem með þessu var upp tekin tvímæla- laust spor í rétta átt, og væntu rafvirkjameistarar þess al- mennt, að lengra yrði haldið ! á þeirri braut. En sú hefur þó ekki orðið raunin á, því að síðan hafa gjaldeyrisyfir- völdin algerlega gtngið fram hjá rafvirkjameisturum með veitingu gjaldeyris- og inn- flutningsleyfa, með þeim af- leiðingum m. a., að þeir hafa neyðzt fcil að kaupa nauðsyn- legar efnivörur með óhag- kvæmari kjörum en eila og jafnvel á svörtum markaði. Átaldi fundurinn harðlega, að þeir menn, sem sérþekk- ingu hafa á vali þessara vörutegunda, skuli þannig sniðgengnir, en innflutning- urinn fenginn í hendur mönn um, sem hafa misjafniega haldgóða þekkingu á vörum þeim, sem um er að ræða, og takmarkaðan áhuga fyrir gagnsemi eða þörf þess, sem inn er flu'It, en starfa að þessum málum ein- ungis vegna þess hagnaðar af innflutningnum, sem leyfa veitdngarnar með núverandi fyrirkomulagi leggja þeim upp í hendur. Með tilliti til þess, að raf- virkjameistarar vita sjálfir manna bezt um það, hvaða vör- ur vantar á hverjum tíma fyr- ir iðngreinina, svo að hægt sé að verða við sjálfsögðum og lögákveðnum kröfum um ör- yggi fyrir líf og eignir al- mennings, gerði funaurinn þá kröfu til innflutningsyfirvald- anna, að gjaldeyris- og inn- flutnings’eyfi þau, sem veitt verða framvegis fyrir rafmagns vörum, verði veitt beint til raf- virkjameistaranna sjálfra“. mundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Hermann Guð- mundsson, Óskar Sigurbergs- son, Ríkharður Jónsson, Lárus Hallbjörnsson, Karl Bergmann og Magnús Ágústson. — Dóm- ari: Þorlákur Þórðarson. Áður en keppnin hófst gengu hinar fimm sveitir, sem keppa í þessu móti inn á völlinn, og undir dynjandi göngulagi lúðra sveitarinnar. Síðan setti for- maður K.S.Í. þetta 39. knatt- spyrnumót Islands með ræðu. Síðan hófst leikurinn. sem þrátt fyrir kalsarignir.gu og storm varð hinn skemmtileg- asti og tvísýnn fram á síðasta augnablik. Frammistaða Akurnesinga mun hafa komið flestum á ó- vart. Ef þeir hefðu haft svo- lítið meiri skothæfni, hefði auð veldlega getað svo farið að bæði stigin hefðu lent þeirra megin, það var þó er.ganvegin þess vegna, að Fram ætti slæman dag, þeir léku oft vel, og framverðirnir byggðu vel upp og brá oft fyrir laglegum sp.mleik. En þeir náðu aldrei valdi á leiknum. Hraði Akur- nesinga kom í veg fyiir það, auk þess sýndu Akurnesingar meiri nákvæmni í samleik, en þeir hafa áður gert og kom- ust hvað eftir annað ískyggi- lega nærri. marki Fram, en skot in fylgdu ekki. Framarar áttu erfitt með að koma sér í skotstöðu. Kíkharð- ur átti þó nokkur skot, en í þetta sinn ölí of há. Eigi að. síður voru Framarar nærgöng- ulir við mark Akurnesinga. Flest voru það spyrnur frá framvörðum eða inn’nerjum að marki, en inarkvörður hirti það allt, og það jafnt þótt Lárus fylgdi með! Markmaður Akraness sýndi mjög góðan leik, var vel stað- settur, öruggt grip og vann skynsamlega úti á vítateignum Verður gaman að fylgjast með þessum unga manni í næstu leikjum. Annara er liðið jafnt, hvergi „gat“ í því. Af fram- herjum veitti maður þó helzt athygli Jóni Jónssyni (v.ú.) og Þórði Þórðai'syni (m.h.), en í vörninni Halldóri V. Sigurðs- syni (h.b.) og Dagbjarti Hann- essyni. Staðsetningar voru yf- irleitt góðar. Það sem hreif þó mest var frískleiki liðsins og hraði, samfara leikni og sam- leik. Sést það bezt á því, að Fram, með sinti kraft og oft nokkuð góðan leik, fékk ekki að gert á móti þessu. Eins og áður var Sæmundur driffjöðrin í liði Fram, með á- gætum stuðningi R'kharðs, Karls Berginanns og Hermanns sem þó varð um stundarsakir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, er ekki reyndust al- varleg. Karl Guðmundsson var sterkur, en full vægðarlaus í hindrunum. Lárus er ákafur og hreyfanlegur, en full ákafur gegn markmanninum. — F. H. ; Áttræður | Framhald af 3. síðu. og leikfélag á Ej-rarbakka og leikið á hverjum vetri. Jón Páls son, bankagjaldkeri og Gísli Jónsson (Túborgar-Gísii) geng- ust fj'rir því. Eyrarbakkakirkja var byggð 1891 og Jón Pálsson var organisti. Það var einnig álfabrenna á hverjum vetri, ball á eftir og dansáð til morg- uns í góðtemplarahúsinu, þang- að kom fólk ofan úr sveitum. Eyrarbakki var þá aðal verzl- pnar- og samkomustaðurinn. Þár voru þá 3 söðlasmiðir er allir hétu Ólafar. Læknir var hinsvegiar í Laugardælum þar til þeir urðu tveir fyrir austan og sat annar á Eyrarbakka en hinn í Skálholti. Reykjavík eignaðist höfn. — Ég fluttist til Reykja- víkur 1907. Þá var lítið að gera hér. Helzt var það vinna við saltfisk og upp- skipun. Eftir að ég kom, hingað man ég eftir að kven- fólk yar í kolavinnu, bar þau upp í byngina. Togararnir gátu hvergi lagzt að og öllu var skipað upp í ' bátum. Ég vann hjá Milljónafélaginu. Þá var enginn sérstakur matar tími, heldur gleyptu menn í sig mat og kaffi hvenær sem það barst um daginn. 1912 var ég við að steypa yfir Lækinn. 1913 var byrjað á hafnargerðinni og var ég við hana til 1917. Efnið var flutt í vögnum á járnbrautarteinum. Það var vond vinna að moka upp í vagnana er voru í koll- hæð. Það voru tveir menn við hvera vagn, þeir munu hafa tekið 12—14 hestvagna hver. Áður en mokstrarskóflan kom var öllu mokað með handafli og grjótið klofið með hömrum, en síðar loftborum. Eftir að mokstrarkraninn kom lyfti hann allt að 10 tonna steinum. Seinna var ég svo við hleðslu á hafnargörðunum. Hleðslan fór fram með handafli, steinarnir færðir með járnkörlum. * Síðan vann Ólafur lengstaf í bæjarvinnunni, en eftir hafnar gerðina ték fyrst við annar kafli: kaflinn þegax mótekja iiuii í Kringlumýri var stór atvinnuvegur — sem bærinn rak — fyrir Reykvíkinga. Samtal okkar varð litlu lengra; liér er beinagrindin úr því, en til þess að fylla frá- sögn gamla mannsins þeim ilmi horfinna daga er hann geymir í minningunni þarf lengri tíma en venja er um blaðaviðtöl. Ég er honum þakklátur fyrir þessa rabbstund um tíma sem aldrei kemur aftur. JB. /VWVVWVWWWVWUWVW Til liggur letöin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.