Þjóðviljinn - 06.08.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1950, Blaðsíða 3
• Sunnudagur '6. ágúst 1950 Þ'JÖÐVILJTNN Fimm ár eru iiSin siSan kjarnorkusprengjan lagSi Hirósíma og Nagasaki i auSn: Neyiaróp um íríð írá jseiisei lifðu aí kjarnorku- árásir Ban laríkjanna í dag eru iiðin fimm ár frá einum ógnþrungnasta atburði veraldarsögunnar. 6. ág. 1945 var íyrstu kjarnorkusprengj- unni varpað fyrirvaralaust yfir varnarlausa íbúa japönsku stór um borgarinnar Hírósíma. Þrem dögum síðar 9. ágúst 1945 var annarri sprengju kastað á Nagasaki. í þessum tveim árás- um —af völdum tveggja kjarn orkusprengja — létust 320 þús- undir manna, sumir í einu vet- fangi aðrir eftir óumræðileg harmkvæli af völdum kjarn- orkugeislana, enn aðrir í eld- hafinu sem geisaði um borgirn- ar dögum saman eftir árásirn- ar. Morðárásir þessar voru gerðar samkvæmt fyrirskipunum Tru- mans forseta og hafa verið nefndar kaldrifjuðustu glæpa- verk mannkynssögunnar. Það hefur verið sannað á eftirminni- legan hátt að árásir þessar höfðu ekkert hernaðarlegt gildi. Japanir voru að gefast upp þegar sprengjunum var kastað og höfðu þegar sent orðsend- ingar um það efni. Morð 320. 000 manna voru til þess að reyna áhrif kjarnorkusprengj- unnar — og fyrst og fremst til að hefja kalda stríðið og ógna mannkyninu til. undirgefni við bandarísku heimsvaldasinn- ana. Hefur það verið rakið ýtar lega hér í blaðinu áður samkv. frásögn nóbelsverðlaunamanns- ins Blacketts í bók hans um kjarnorkumálin. Pj'rir fimm árum vonaði mannkynið að kjarnorkusprengj ur yrðu aldrei framar notaðar til að eyða og tortíma. En þró- unin hefur orðið önnur. Voldug ustu auðhringar Bandaríkjanna hafa fengið kjarnorkuframleiðsl una í sinar hendur og gert hana að gróðavænlegustu iðju kapítalismans. Kjamorkuauð- hringarnir stjórna utanríkis- stefnu Bandaríkjanna og hafa komið í veg fyrir allar tillogur um bann við þessum múgmorð vopnum. Þegar hafa verið fram leiddar miklar birgðir af kjarn- orkusprengjum, margfalt öfl- ugri þeim sem drápu 320.000 í Japan. Unnið er að framleiðslu vetnissprengjunnar, sem Ein- stein telur geta útrýmt öllu lífi á jörðinni, og milljörðum er veitt til að undirbúa sýklahem- að. Þessi djöfullega iðja héfur verið margfölduð síðan Banda- ríkin hófu styrjöld sina gegn kóresku þjóðinni., Andspænis auðhringunum, leppiun þeirra og áróðurstækj- tækjum, rís friðarhreyfing al- þýðunnar um allan heim, Hún er nú orðin að stærstu og vold ugustu samtökum sem um getur og hefur einsett sér að koma í veg fyrir fyrirætlanir múgmorð ingjana í Wall Street. Friðar- hreyfingin nær til allra la.nda, og óvíða á hún sannari hljóm- grunn en meðal alþýðu Japana. Hér fer á eftir ávarp frá æsku- lýðsleiðtuogum frá Hírósíma og Nagasaki, neyðaróp sem hlýt- ur að snerta óspilltan mann: „Næstum fimm ár eru liðin tíðan fæðingarborgir vorar voru jafnaðar við jörðu. Eld urinn og eimyrjan af spreng ingu atómbombunnar eru horfin en í hjörtum vorum lifir vaxandi hatur til kjarn- orkusprengjunnar sem í einu vetfangi drap og brenndi foreldra vora, bræð- ur og systur. Híróshíma 6. ágúst 1945, þeim djöfullega degi gleym- um vér aldrei. íbúarnir voru þegar örmagna af sulti og loftárásunum sem héldu á- fram nótt eftir nótt. Klukk- an 8.10 um morguninn þeg- ar hinni örlagaþrungnu sprengju var kastað á Híró- síma misstum við meðvitun- ina í helvízku, gulu leiftri. Vér fengum meðvitund á ný í eldhafi undir rústum eyði- lagðra húsa. Vér gátum hvorki hreyft legg né lið meðan eldurinn æddi til okkar. Hjá okkur lá ungur Kóreupiltur — sem við höfð um veriö að spjalla við — og var höfuðið skilið frá bolnum. Eftir að vér höfðum bjarg- azt frá dáuða á síðasta augnabliki sáum við að Hírósíma liafði breytzt í eld haf. Oss var auðið lífs af þeirri ástæðu einni að vér vorum í útjarði borgarinnar bak við hlíðardrög, en þrátt fyrir það komust aðeins 12 okkar lífs af. Orðið „krafta- verk“ hafði raungildi fyrir okkur þá. Hinir særðu voru svö brenndir að þeir vox-u óþekkjanlegir og þeir dóu einn af öðrunx eftir ómn- ræðilegar þjáningar. Öll borgin hélt áfram að brenna í marga daga. Fólk brann upp í eldi meðan það barðist fyrir lífi sínu sem fangar í rústunum. Ungar mæður dóu með börn í fangi Atómsprengjan skóp helvíti á jöröu. Fujio Nakamura, einn okkar sem björguðumst eins og af kraftaverki í hörmungunum í Hírósíma, hvarf eftir styrj- öldina heim til fæðingarbæj . : FnuúlraÚ & 1. síða. Af 90 þúsund bygginum í Ilirósíma eyðilögðust 62 þúsundir gersamlega við kjarnorkusprenginguna og sex þúsundir aí auki skemmdust svo mikið að ekki tók því að gera við þær. í mið- biki bæjarins voru aðeins fimm nýtízku byggingar sem nothæfar voru án gagngerðra viðgerða. Þetta stafaði enganveginn af ótraustu byggingariagi Japana, því síðan 1923 hafa bygginga- reglur Japana gert m'un strangari kröfur til burðarþols en gert er t. d. í Bandaríkjun'um. Þrýstingurinn af spengingunni var 5,3 til 8,0 tonn á fer-yard. Bjitinn við mizbikið var 6000°C. Ahrifin oáðu yfir 3—4 kílómetra vegalengd. ; Kirkjurnar forckema kjarnorkusprengjuna Franileiðsla velnissprengjunnar spd gep gnði, segir beimslárkjuráðið Heimskirkjuráðið, sem telur innan. sinna vóbanda 155 kirkjufélög niótmælenda og griskkaþólskra í 44 lönd um, samþykkti á iundi sínum í Genf 24. febrúar í ár, að r-kora á ríkisstjórnir heimsins að gera alvarlegt átak til að afstýra þeirri l;ættu á sjálfsmorði mannkynsins, sem vetnissprengjan hiýti að hafa í för með sér. Mánuði áð- ur hafði Truman Bandaríkjaforseti skipað kjarnorku- refnd sinni, að hefja af fullum krafti undirbúning að framleiðslu vetn'.spprengju. I alyktun heimskirkjuráðs- ins segir m. a.: „Vetnissprengjan hefur gert styrjöld að múgmorð- 'um og hún brýtur öll þau siðalögmál, sem maðurinn er bundin af. Hún er synd gegn guði“. Heimskirkjuráðið samþykkti einnig á sama fundi leiðbeiningar fyri; þjóðkirkjurnar að vinna eftir í bar- áttu þeirra fyrir banni við kjarnorku- og vetnissprengj- um. „Bölvun íylgir oss Bandaríkja- • *» Ársþing meþódista, fjölmennasta kirkjufélags mót- mælenda í Bandaríkjunum, samþykkti í vor ályktun, þar sem krafizt < r að kjarnorkuvopn séu bönnuð og skorað á Bandarikjastjórn að hefja beina samninga við sovétstjórnina um ágreiningsmál ríkjanna. Ennfremur segja meþódistarrir: „Okkur Bandaríkjamönnum fylgir siðferðileg bölvun síðan við smíðuð'um kjarnorkusprengj una og urðum fyrstir allra til að beita þessu vopni til skelfilegs múgmorðs á óbreyttum borgurum, — körlum, konum og börnum“. Stokkhólmsáv. kvæði segir ráð franskra rabbína Safnaðaráð fianskra gyðinga hefur sent frá sér á- skorun, þar sem segir: „Með tilliti til þeirrar víðtæku hreyfingar, sem hef- ur fætt af sér Stokkhólnxsávarpið, sem krefst þess að kjarnorkusprengjan sé bönnuð, lítur rabbínaráðið á þetta ávarp sem göfugt friðarí'rumkvæoi, enda þótt ávarpið sé ekki fullkomið, þar eð það nær aðeins tii kjarnorku- sprengjunnar ... Rabbínaráðið heitir á alla rétttrúaða, á alla menn og allar þjóðir, sem af lífi og sál bera mál- jstað friðarins fyrir brjósti, að samóinast í bæn og starfi fyrir frelsið og bræðralag meðal þeirra manna, sém vilja berjast gegn notkun sllra vopna og eyðilegg- ingartækja“. Franskir kardínálar krefjast banns víð mngdrápstækjum Samkunda franskra kardinála og erkibiskupa róm- - vorskkaþólsku kirkjunnar sendi í vor frá sér bréf, um frið, og hljóðar meginkafli þesj svo: ,-,ÞaU eyðileggingartæki, sem vísindi nútímans hafa lagt herstjórnendum í hendur, svo sem ltjarnorkuvopn, rakettur, geislavirkar lofttegundir og sýklar, eru ægileg ógnun við allar þjóðir. Við skjiljum vel að Stokkhólnisá- varpið gegn kjarnorkvopnum hafi gripið hugi margra manna, sem búa við þessa martröð. ... Hver hlýtur ekki Frainhald á 4. sitðu öfugt fríðarfrmn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.