Þjóðviljinn - 06.08.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1950, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Sunmidagur '6. "y '»i.■■ ágúst 1950 Gertrud Lilja: Hamingjuleitin 19. DAGUR. 320.000 manna lcíu lífið af bandarísku kjarnork'uárásunum á Hírósíma og Nagasaki. Þeir sem af lifðu búa flestir við örkuml, eins og þessi ungiingur. Myndin var tekin ári eftir árásirnar. Gefum stríðsæsinga- mönnunum orðið WAITT hershefðingi, yfirmaður þeirrar banda- rísku neíndar, sem fjallar um kemiska hernaöarað- gerðir: ,,f lok síðasta stríðs koniu fram nýjar uppfinningar á sviði bakteríuhemaðar, sem enn hafa ekki verið reyndar á vígvellinum. Það er brýn nauðsyn á því, að við séum fremri öllum öðrum þjóðura á þessu sviði, því að öðrum kosti getur svo farið, cg all- ar líkur á því að svo fari, að við töpum næsta stríði“. HERALD TRIBUNE, 30. okt. 1949: „Félagsskapur, sem seg- ist hafa 50,000 meðlimi hefur gert það að tiilögu sinni, að kjarnorkusprengju verði varpað á norðurheimskautið, þó ekki langt frá strönd Rússlands, ef það mættf verða til þess að vekja ótta“. DR. HUTCHINS, próf. við Chicagoháskóla: „Bandaríkin eiga nú birgð- ir . kjarnórkusprengna af nýrri og betri gerð, sem rægja munlu tsl þess að leggja hverja einustu stór- barg heimsins í rúst. Snilii Bandaríkjamnnna gerði þeim kleift á stríðsárunum og ár- unuin sem liðin érix frá strHfsIokum að gera uppfinn . ingar, sem komið • geta -af stað hungursneyðum og far-’ • sóttum, ef útrýma munu þeim, sem sprehgj'ur okkar. hafa ekki séð fyrir“. TRUMAN forseti Banda ríkjanna, 1. Jfebr. 1950:.' „Eg hef gefið kjarnorku- málanefndinni fyrirskipun um að halda áfram að vinna að framleiðslu allra kjarn- orkuvopna, þ. á.m. þess, sem kallað er risasprengjan (superbomb) “. PETERS ROBERT, þingmaður brezka íhalds- flokksins: 26. júní 1950 lagði hann tif í brezka þinginu að kjarn- orkuárás yrði gerð á höí'uð- borg alþýðulýðveldisins Kóreu. DOOLITTLE hershöfð- ingi, varaforseti Shellolíu- félagsins: „Við ættum að vera að öllu leyti undir það búnir bæði framkværndarlega og siðferðislega, að varpa kjarri orkusprengjum á. iðjuvér .Sovétríkjanna.“ MRS. CLÁIRE BOOTH LUCE, þingmaður í Bandarílíjaþingi og kona útgeíanda bandarísku tímaritanna ,,Time“ og „Life“: „Heltlur stríð en kreppu.“ KENNEY og SPATTZ hershöfðingjar í banda- ríska tímaritinu „Atomic- Sckntist“, -sept. 1948: „Bandaríkin ættu að leggjá alla áherzlu á’ kjamorku- sprengjuárásir á borgir og iðjuver Sovétríkjanna‘.“ PAUL SCHAEFFÉR, varaforseti bandarísku þingmannanefndarinnar: „Það er óhjákyæmifegt að ' Bandaríkin og ' Sovétríkin hljóta fyrr eða sxðar áð reyna lirafta sínar því fyrr, því betra“. skemmtilegt atvik, inni í garði hjá honum, innan við læst hlið hans. „Getum við ekkert gert? spurði Marta. Hún lá á hnjánum í snjónum og þurrkaði í laumi snjó framan úr Alfridu með vasaklútnum sínum. „Það er ekki rétt að lireyfa við henni. Sjúkra- bíllinn hlýtur að koma strax? Marta var á sama máli. „En gætum við ekki breitt eitthvað yfir hana?“ Johansson fór inn og kom aftur með teppi. Ekki vegna þess að honum kæmi þetta við, það var ekki gaman að eiga við konur svona á sig komnar sem lögðust út af innan við lilið manns. .... En ekki mátti gleyma því að hún var þó manneskja. Loksins! Þeim létti öllum þrem — sjúkra- bíllinn. Hjúkrunarmennirnir lyftu Alfridu var- lega inn í bílinn. Marta gat sagt þeim nafn hennar en ekki heimilisfang. Karfa með brauð- inu sem hún var að kaupa stóð hjá henni. Jo- hansson tók hana til geymslu. Enda þótt eng- inn færi að éta uppbleyttar tvíbökur og rúg- brauð — illa farið með tvíbökur og rúgbrauð. Marta fór heim. Johansson inn til sín, allt var komið í lag. En nærri klukkustund síðar, þegar Johansson var háttaður, varð hann aftur að opna fyrir lögreglrmni, og nú voru lögregluþjónarnir tveir. Þeir fóru þangað sem Alfrida hafði legið, þar var nú allt snjóað í kaf. Þeir kröfsuðu varlega í snjóinn og fundu loks enn eitt: ný- fætt bam, andað. Frásögnin af þessum atburði var lesin á heim- ilunum við miðdagsborðið og mikið um hann rætt. Svona nokkuð gat alls ekki gerzt í frið- samlegum bæ í Mið-Svíþjóð. ÆStust var rektorsfrúin. „Og þú hefur látið þig hafa það að blanda okkar nafni í þetta“! sagði hún sárgröm. Marta þagði. „Ætlarðu engu að svara mér?“ spurði hún hvasst. „Jú, ég skal -svara!“ sagði Marta. Hún var staðin upp til hálfs og kreisti pentudúkinn í hendi sér. Það heyrðist í stól rektors, hann var líka staðinn upp til hálfs. Marta hné niður í stólinn aftur. Pabbl hefur rétt fyrir sér, ‘hugs- aði hún, til hvers’ er þetta allt saman. „Eg gekk meðfram girðingu og heyrði mann- eskju -kveinka sér fyrir innan. Var nema eðli- legt að ég bénti Áberg á þetta. Sízt grunaði mig að majnma yrði leið af því. ....“ Hún sagði þetta sakleysislegá, en þegar hún leit í hyggjuþungt andiit föður síns, sá hún eftir hæðninni. „Martá gerði einungis hvers manns skyldu, og ég get ekki séð að það sé okkur til van- sæmdar,“ sagði hann hógvær. Marta byrgði niður bros, nú var það pabbi hennar sem ekki gat alveg bælt hæðni sína, en það var líka lagzt undir höggið. „En ef henni verður stefnt sem vitni?“ „Þá er sennilega ekki annað við því að gera en að hún verður að leggja hönd á helga bók og vinna eið að því að bæta engu við og draga ekkert undan heldur segja sannleikann. .. “ Tilraun rektors í gamansemi fór alveg fram- hjá frúnni. Síminn hringdi. „Það er til ungfrúarinnar,“ tilkynnti Lillý. Rektorsfrúin varð ekki með sjálfri sér, var það að byrja strax? „Það var frú Tómasson,“ sagði Marta spekj- andi, „hún biður mig að skreppa snöggvast til sín.“ „Hún þarf auðvitað að fá að vita öll smáatriði um skandalann,“ sagði móðirin. „Þú verður eft- irsótt næstu dagana.“ Taugar Mörtu voru að láta undan, hún fann sér til skelfingar að hún ætlaði að fara að gráta. En til allrar hamingju var nú staðið upp frá borðum. 1 dag var búið að moka göturnar, snjórinn lá í röstum úti við gangstéttarnar, öllum til furðu hafði brugið til frosts og snjórinn haldist. Böm og ungiingar voru á-fleygiferð með skíði sín og skíðasleða, hvaðanæva hljómuðu sköll og hlátrar. Þegar Marta kom heim til Hillu, mætti hún Hinrik á tröppunum. Hann stanzaði: „Þér eruð að koma í heimsókn til Hillu. Það var fallega gert. Má ég biðja yður um svolítið? Að nefna ekki við Hillu það sem gerðist í gær- kvöld. Eg faldi blaðið fyrir henni. ég hélt að hún hefði illt af að lesa það eins og á stendur. Og ég sá í blaðinu að þér funduð sjúklinginn.“ „Sjúklinginn.“ Gott átti menntaða fólkið sem alltaf fann rétta orðið og sagði það sem átti að segja. „Auðvitað segi ég ekkert.úm það, mér kemur málið ekkert við.“ Hann lyfti þakklátur hattinum og hljóp niður tröppurnar. . . ■ En Marta stóð grafkyrr. Hún var heitvond. Hann hélt þá að hún væri á leið til Hillu alveg að springa af ákafa að segja frá hetjudáðinni. Andlit hennar eldroðnaði eins. og eftir löðrung. Blaðrið í móðurinni, allan hennar brjálaða mis- skilning á dótturinni, gat hún þolað. En ; að menntaðir, gáfaðir menn leggðu sig fram að gefa henní virðulega hámákvæma löðrunga. Hún beit á - jaxlinn. Og'snögglega sneri hún við og fór aftur niður tröppurnar. Hún var ekki í því skapi að hún ætti heima hjá viðkvæmum barnshafandi frúm eiginmanna. En aunars, hvar dvaldi bar.ns- ÐÁVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.