Þjóðviljinn - 09.08.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1950, Síða 4
ÞJÖ ÐVXLJINN '' ’íatiPf- luómnuiNii Útgefandl: SameÍTilngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnós Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari K&rason, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Gjaldþrot gengislækfcunarinnar Reykvísku nýsköpunartogai-axnir hafa nú legiö bundn- ir \áð landfestar á annan mánuö, og er það önnur alls- herjarstöövunin á nímu ári. TilefniÖ er taliö kiaradeila milli sjómanna og útgerðarmanna, en hitt er alkunnugt að deilan er ekki ástæðan til stöövunarinnar. Togararnir myndu liggja bundnir viö landfestar þótt engin deila væri. M. a. lýsti Björn Ólafsson viöskiptamálaráöherra yfir því í útvarpsræðu í fyrrakvöld aö ísfiskmarkaðurinn væri algerlega hruninn í rúst og engin leið aö starfrækja mikilvirkustu framleiöslutæki íslendinga til þeirra nota. Ekki eru liðnir fimm mánuðir isíðan þessi sami ráð- herra og fylgifiskar hans sögðust vera búnir að finna upp það ráð sem dygði til aö bæta úr erfiðleikum íslenzkra atvinnuvega. Ráðið var stórvægileg gengislækkun. Sú aö- gerö átti að vera upphafið að snöggi'i og glæsilegri „viö- reisn“ og brýnt var fyrir almenningi aö þótt gengislækk- unin yröi þungbær fyrst í stað fylgdi henni sá stóri kost- ur að öll atvinnutæki myndu veröa hagnýtt, hver hönd myndi fá verkefni viö framleiðsluna. Áhrifin áttu fyrst að koma í ljós 1 ;sambandi við togaraútgeröina, sem seldi framleiöslu sína beint til útlanda og ætti að fá 75% meira fyrir sama magn að óbreyttu verölagi utanlands. Hún gæti meira aö segja lækkaö veröið að mun, fariö í margumtalaða irsamkeppni“ við keppinauts. okkar og bor- ið sigur úr býtum. Sósíalistar héldu því þá fram einir aö þetta væri alger falskenning. Þeir sýndu fram á þaö meö rökum að vandi íslenzkrar útflutningsframleiðslu væri ekki verölagið, heldur skortur á mörlcuðum. Hér í blaðinu voru birt mörg dæmi um það að tilgangslaust væri að hefja „samkeppni“ á marsjallmörkuðunum, viö myndum ekld fá að selja nema mjög takmarkað magn, jafnvel ekki gefa íslenzkar afurð- ir, þótt við vildum. Sönnuðu sósíalistar að orsakir erfið- leikanna væri kreppan 1 löndum þeim sem viðslúptin hafa veriö einskorðuð viö, „offramleiösla" sem stafaöi af geigvænlegum kaupgetuskorti. ÚrræÖi sósíalista voru öfl- un nýrra markaða u.tan kreppusvæðisins ásamt ráðstöf- unum innanlands til aö minnka dýrtíöina og lækka fram- leiðslukostnaðinn. En afturhaldiö lét röksemdir sósial- ista sem vind um eymn þjóta og hélt dauöahaldi í geng- islækkunina, en þuldi sér til vamar kafla úr hagspeki þeiiTa Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar. Rúmum ársfjórðungi síöar er ástandiö orðið þannig að æstasti hvatamaður gengislækkunarinnar lýsir yfir því sökum þess að markaðir séu ekki fyrir hendi. Hann skýrir aö mikilvægustu frámleiöslutækin veröi ekki hagnýtt jafnframt frá því aú freefiskframleiðslán verði áðeins helmingur af því magni sem selt var 1 fyrra sökum mark- aösskorts og sala á saltfiski sé einnig erfiðleikum bundin. Ráðherrann birtir sem sé þau tíðindi sem sósíalistar sögöu fyrir einir manna. Og hann lýsir jafnframt yfir algera gjaldþroti gengislækkmiarinnar, sem í engu hefur bætt sölumöguleika islenzkra afurða erlendis en stóraukiö framleiðslukostnaöinn innanlands og fært alþýðuheimil- unum sárustu fátækt. Réttilega ættu viöbrögö gengislækkimarflokkanna nú að verö2 þau aö þeiv játuöu gjaldþrot sitt og gæfu þjóð- inni kost á að dæma í nýjum kosningum. Með þvi er hins vegar gert ráð fyrir heiðarleik sem forráðamenn aftur- haldsis eiga ekki til. Þeir munu þvert á móti halda á- fram að vega í sama knérunn, og hver veit nema þeir læk^i gengið enn í haust. Óheyrilegt okur. Húsmóðir hringdi mig upp í gær og var mikið niðri fyrir. Hún sagðist hafa keypt nokkr- ar fiskabollur í einni þeirra verzlana, sem sel.ja tilbúinn mat hér í bænum, og gekk verð ið alveg fram af henni. Bollan kostaði 3,33 kr. eða þrjár fyr- ir 10 krónur. Einhver sósu- sletta fylgdi með og nokkrar baunir. Hver bolla var ca. 150 grömm, og geta þeir, sem til þekkja þá reiknað út hvað fisk kíóið hefur kostað. Það væri sannarlega ekki vanþörf á verð lagseftirliti á þessu sviði. Nauðsyn brýtur lög. Annars er það orðið sjald- gæft að fólk kippi sér upp við annað eins okur og þama hef- ur átt sér stað. Verzlunarhætt- ir eru nú orðnir þannig hér á landi, að fólk þykist fegið að fá vöruna, og þá orðið auka- atriði hvað hún kostar, þegar um nauðsynjar er að ræða. Þó á þettá fyrst og fremst við um erlendan vaming. Mikill hluti hans er seldur á svörtum mark aði, og þeir munu vera færri, sem ekki hafa gert sig brotlega við landslög með því að verzla við braskarana. En eins og kunnugt er brýtur nauðsyn lög. Vofa einokunarinnar. Nú hafa staðið yfir þriggja daga hátíðahöld verzlunar- manna, og er sagt að þau hafi farið fram með miklum ágæt- um, og er engin ástæða til að efa það. Hins vegar mun hafa borið minna á því í ræðuhöld- um þessa daga, að ágæti „frjálsrar verzlunar," sem jafn an hefur verið höfð í háveg- um á þessum tyllidegi, væri róm uð en verið hefur undanfarin ár. Ekki er óliklegt að vofa þeirrar harðsvíruðu einokunar, sem við Islendingar búum nú við, hafi birzt ræðumönnum þessa dags, svo þeim hafi vaf- izt tunga um tönn, þegar þeir vildu nefna „frjálsa verzlun“. „Skákunnandi“ skrifar mér: „Nú er norræna skákmótinu senn lokið og fer nú hver að verða síðastur, sem vill njóta þeirrar miklu skemmtunar og uppfræðslu, sem fólgin er í að horfa á skákmeistara tefla. Öll tilhögun mótsins er ísl. skáksambandinu til mikils sóma, og er allt gert til þess að áhorfendur geti haft sem mest upp úr heimsókn sinni, án þess þ.ó að skákmennirnir séu truflaðir. Sérstakar þakkir eiga ráðamenn mótsins skilið fyrir ‘ skýripgíirtöflin í anddyr- inu, sem gerir mönnum kleift að fylgjast með öllum skemmti legustu skákunum leik fyrir leik, með skýringum afbragðs leiðbeinanda." t H ■ ’ 7?» ★ Hppljómuð borg? „Pix", skrifar: „Eg las um daginn í Þjóðvilj anum í grein eftir útlendan es- perantista, sem hér hafði verið á ferðalagi, að það sem honum þótti mest til koma í yfirbragði Reykjavikur, væri ljósadýrðin. Hvergi í heiminum mátti skilja á þessum útlenda ferðalang vferi farið eins ósparlega með rafmagn og í Reykjavík. Eg hef ekki farið víða um heim, en ótrúlegt þykir mér, að ekki sé til bjartari borg að næturlagi en Reykjavík hefur verið síð- ustu vikuna. Eg verð vegna vinnu minnar oft að ganga um bæinn að næturlagi, og að und- anförnu hef ég orðið að gæta mín við hvert fótmál vegna myrkursins. Hvers vegna er ekki farið að kveikja á götu- Ijósunum? Eftir hverju er ver- ið að bíða?“ Miðvikudagur 9. ágúst 1990, inni, að í þjónustu þess er met- hafi í þeirri list að týna niður móðurmálinu. 1 gær voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómara ungfr. Guðríður Árnadóttir (Árna Jónsson- ar frá Múla) og Kristján Jóhanns- son, stýrimaður, Boston, U.S.A. — S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Bene- diktssyni ungfrú Kristín Svanhild- ur Njarðvík og Jón Bergþórsson, Teigavegi 1 og ennfremur ungfrú Hulda Baldursdóttir og Páll Berg- þórss., veðurfræðingur Flókag. 58. V Sl. laugardag opin beruðu trúlofun sína, ungfrú Jóh. Bjarnadóttir (Sigv hvatsson banka- stjóra, Vestmanna eyjum) og Birgir Þorgilsson (Guð- mundssonar, íþróttakennara frá Reykholti). 20.30 Útvarpssag- an: „Ketiilinn" eft ir W. Heinesen;1 XIX. Vilhj. S. Vil- hjálmsson rithöf- undur). 21.10 Tón- leikar: Melachrino strengjasveitin leikur (plötur). 21.40 Danslög. 22.10 Danslög. 22.30 Dagskrárlok. Blfreiðaárekstrar voru með mesta móti-um sl. helgi. Munu um 20 bifreiðar hafa lent í árekstri. þessa daga, en lítil eða engin meiðsli munu hafa orðið á fólki því er i bifreiðunum var. Happdrætti Háskóla lslands. Á morgun kl. 1 verður dregið í 8. flokki happdrættisins. 1 dag er síðasti söludagur happdrættismiða. Vinningar í 8. fl. eru kr. 178.300.00 en alls eru vinningar til ársloka rúmlega 1% milljón króna. Frá Þjóðminjasafninu. Norská safnið i þjóðminjasafnsbygging- unni nýju verður opið til sýnis almenningi dagana 10.—16. ágúst að báðum dögum meðtöldum kl. 13.00—15.00 (1—3 e.h.). HÖFNIN: Norskt tankskip kom hingað í fyrradag. Tekur það hvallýsi í Hvalfirði. ShSipadeáld S.Í.S. Amarfell losar timbur á norður landi. Hvassafell er í Hafnarfirði. Rikissklp Hekla er á leiðinni frá Glasgow til Reykjavíkur. Esja er í Reykja vík. Herðubreið fer frá Reykjav. í dag austur um land til Siglufj. Skjaldbreið fer frá Reykjavík til 12 á hádegi í dag til Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er norðanlands. Eimsklp Brúarfoss er í Kiel. Dettifoss er í Rotterdam, fer þaðan 12.— 14.8. til Antverpen, Hull og R.- víkur. Fjallfoss er á Siglufirði, fer þaðan væntanlega 10.8. til Gautaborgar um Leith. GoSafoss er í Gautaborg, fer þaðan 12.8. til Norðurlandsins og Reykjavikur. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn 5.8. og frá Leith 7.8. til Reykjavík- ur. Lagarfoss er í Vestmannaeyj- um. Selfoss er væntanlegur til Raufarhafnar í kvöld 8.8. frá Flekkefjord. Tröllafoss ,fór frá N.Y. 7.8. til Rcykjavíkur. Sunnudagsvéfrétt Alþýðublaðsins eggjar menn lög- eggjan að „veiða Jgfc/ humal við strendur landsins" til út- flutnings. Ekki getur blaðið þess hvaða brugghús séu líkleg til að kaupa þessa nýstárlegu tegund af humal. Vera kann þó, að Alþýðu- blaðsmenn hafi uppgötvað markað fyrir humal sinn í „borginni við Malarann," sem getið er í sama blaði. Mun Malari þessi eiga að vera vatn eitt, sem hingað til hefur nefnzt Lögurinn á islenzku. Má .með sanni segja að Alþýðu- blaðið'Iáítúr J»að ékki ligpja í !ág- Panl Victor Framliald aí 1. síðu. og hver áhrif hann hefur á Norður-AUanzhafssvæðið. Enn er eftir að vinna úr rannsókn- unum að mestu leyti, en það er hægt að segja strax, að á- rangur þeirra hefur orðið mjög mikill og meiri en vonir stóðti til. Leiðangurinn er að mestu leyti kostaður af franska vís- indafélaginu, Centre National de la Reeherche Scientifique, en einnig með almennum sam- skotum. Préttamaður Þjóðvilj- ans spurði Victor, hvort frönsk hernaðaryfirvöld hefðu enga hönd í bagga með lelðangrinum Hann kvaðst hafa verið lán- samur að geta komizt hjá því, rétti maður þeim litlafingurinn taka þeir alla höndina sagði hann, og þá er eins líklegt, að niðurstöðum rannsóknanna hefði verið haldið leyndum, en leynilegar vísindaniðurstöour eiga í raunimii ekkert skylt við vísindi, sagði hann ennfremur. Victor bað blaðamenn að lokum um að taka það fram, að sam- vinna leiðangursins og Loft- leiða h.f. hefði verið raeð mikl- um ágætum og hefðu þau við- skipti verið blönduð vinarþeli, sem glöggt hefði komið í ljós í þeim móttöku^fl,. sem leiðang- ursmenn héfði£( fe«gið hingað koxanir. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.