Þjóðviljinn - 30.08.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1950, Blaðsíða 1
Berjaferð í Grindavíkurhraun á inorgun kl. 13.33 frá Þórsgötu í. Mikið og gott berjaland. Verð kr. 20.00. Upplýsingar í síma 7510. 15. árgangur. Miðvikudagur 30. ágúst 1050. 191. tölublað. Nýsköpunartögaramir voru keypfix fyrir fé þjóðarinnar og þjó&in fagnaði komu hinna nýju glæsiíegu skipa. Myndin hér að ofan sýnir hvernig auð- mennirnir sem þjóðin truði fyrir togumm ssnum sfiarfrækja þá um há- sumarið. þar sjást togarar þeir sem auðmannastéttin hefur láiið liggja bundna í Reykjavíkurhöfn síðustu tvo mánnði. ÚT MEÐ TOGARANA! Með stöðrun togaranna hefur auðmanna~ stéttin rœnt af þjóðinni 45 milljónum hr. á síðustn treim mánuðum Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því togarastcðvunin hófst. í tvo mánuöi hafa mikilvægustu framleiðslutækí þjóðarinnar verið bundin við land. Stöövtm togaranna hefur,þegar kostað þjóðina 45 millj. kr. Á sama tíma og þjóöina skortir gjaldeyri fyrir brýnustu nauösynjum, á sama tíma og ríkisstjórnin tekur við milljónum króna af bandarísku betlifé lætur hún fáeinum togaraeigend- um haldast það uppi að stööva stórvirkustu gjaldeyrisöflunartækin og ræna þannig af þjóðinni tugmilljónum króna. Þaö er þó ekki áöeins hið nafntogaöa .,einstakl- ingsframtak“, útgeröarburgeisarnir, sem standa að þessari óhæfu. íhaldiö í Reykja- vík hefur einnig stöðvaö bæjartogarana um hásumariö. Bæjartogararn:r eru keypt- ir fyrir fé reykvísks almennings, þeir eru eign reykvísks almennings og hann krefst þess að samið sé við sjómennina og togaramir sendir á veiðar. Aðstoöaríhaldiö — Alþýöuflokksforingjarnir — þykjast fylgja málstað sjómaima, en í tvo mánuöi hefur ekki heyrzt æmt né skræmt í framkvæmdastjóra Bæjarútgeröar Reykjavíkur, Ai- þýðuflokksmanninum Jóni Axel, um það hvort hann vilji áð gengiö sá aö hinni sjálfsögöu kröfu sjómanna um 12 stunda hvildartíma á togurunum. Þegjandi og mótmælalaust hefur þessi maður látiö binda nýsköpunartogara þá sem hann stjórnar. Með stöövuninni, hungursvipunni og fátæktinni ætla auömennimir aö knýja sjómennina til að vinna áfram eins og þrælar 16 stundir á sólarhríng, EN KRAFA SJÓMANNA UM 12 STUNDA HVÍLDART íMA OG MANNSÆMANDI LÍFSKJÖR VERÐUR EKKI KVEÐIN NIÐUR. Nýsköpunartogararnir voru keyptir fyrir fé þjóðarinnar, þjóöin fagnaöi komu hinna glæsilegu skipa — en auðmennimir sem fengu þessi tæki íil yfirráöa hafa nú stöövað þau í tvo mánuð-i til þess að svelta sjómennina til hlýðni, og við þessa þokkalegu iöju hafa þeir rænt af þjóðinni hundruöum þúsmida í .gjaldeyri á hverj-. um degi sem hefur liöiö síöan togararnir voru stöövaðir. Þjóðin krefst þess að þess- ari óhæfu verði hætt, og þegar verði samið viö sjómcnnina imi 12 stunda hvíld og mannsæmandi lífskjör. Siffiiifjarðartogarmn Eliiðl fer á karfaveiðar STJÖRN 0G TRÚNAÐARMANNARÁÐ ÞRÓTTAR 0G BÆJARÚTGERÐ SIGLUFJARÐAR SEMJA UM SÖMU KJQR 0G GILDA Á AKUREYRARTOGURUNUM. AL- ÞÝÐUFLOKKSMENNIRNIR EKKI Á SÆMUNDAR- LÍNUNNI Frá fréttaritara Þjóðviljans á Siglufirði: Bæjarútgerð Siglufjarðar sneri sér fyrir nokkrum dögum til stjórnar verkamannafélagsins Þróttar á Siglu- firði með beiðni um að skrá á togarann Elliða á karfa- veiðar fyrir sömu kjör og gilda á Akureyrartogurunum. Stjórn trúnaðarmannaráðs Þróttar tók málið fyrir þann 25. þ.m. og samþykkti samhljóða að verða við beiðninni, enda væri skipshöfnin ráðin úr bænum og aflinn lagður upp þar. Einn af Alþýðuflokksmönnunum í trúnaðarmannaráöi sat hjá við atkvæðagreiðslu en hinir greiddu atkvæði með. Rétt er að geta þess að full- trúi Alþj'ðuflokksins í útgerðar- stjórn Bæjarútgcrðarinnar, Kristinn Sígurðsson, bæjarfull- trúi, hafði sörau afstöðu og hin- ir stjórnarmennirnir í þessu máli. Elliði var tekinn af karfaveið um fyrir miðjan júní í sumar og hefur legið bundinn við bryggju síðan, án þess að út- gerðin gerði nokkra tilraun til þess að koma honum aftur á veiðar. Almennt hefur ríkt gremja á Siglufirði yfir því að skipið skyldi vera látið liggja þannig aðgerðarlaust á sama tima og síldarverksmiðja bæjar- ins hefur haft margt fólk á launum og ekkert handa því að gera, en togarsjómenn á Ak- ureyri hafa haft 4—5 þúsund krónur á mánuði, meðan stétt- arbræður þeirra á Siglufirði hafa lélega atvinnu haft. i bardagaíúsir fíeimdellingar ★Vísir skýrir frá því í gær að G0 Islendingar hafi snúið sér ti! bandaríska sendiráðsins og sótt ubi að fá að berjast með banda- ríslia innrásarhernum í Kóreu. Enginn þessara herskáu manna er nafngreindur í Vísi, en ganga má að því sem vísu að þetta séu sömu HeimdcHingarnir seito sýndu manndóm sinn 30. marz í fyrra með því að ráðast með kyll’um á varnarlaust fólk, kon- ur, börn og gamalmenni. Enda- lok þeirrar orustu urðu sem kunnugt er næsta • snubbótt; þeir ltylfubúnu flýðu strax og þeir mættu mótspyrnu, og ættu Framhald á 8. síðu. miðstjóm Alþýðu- satáandsins Fyrir hálfum rnánuði skýrði Þjóðviljinn frá því að örugg vitneskja lægi fyrir um það að forsprakliar Al- þýðufiokksins væru í samningum við gengislækkunar- flokkana um þátttök'a í ríkisstjórn. Forsenda þessara samninga var sú að svikizt yrði aftan að alþýðusamtök- unum, samið á bak við þau um smánarbætur, og Al- þýðuflokkurinn fengi síðar. tvo ráðherrastóla að Iaun- 'um. Vísir skýrði um sömu mundir frá því að fyrirsjáan- iega myndi komast á víðtækara samstarf „allra Iýðræð- isflokkanna". Alþýðublaðið fékk hins vegar æðiskast þcgar Ijóstrað var upp um baktjaldamakkið en varaðist að birta nokkra afdráttarlausa yfirlýsingu. Síðan hernr Þjóðviljinr. hvað eftir annað skorað á miðstjórn Alþýðn flokksins að skýra frá því opinberlega hvort slíkir s-rar- ingar færu fram, en miðstjórn Alþýðuí'Iokksins he,,ur valið þann kost að þegja. Og Alþýðublaðið hefur cinnig þagað eftir fyrsta æðiskastið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.