Þjóðviljinn - 30.08.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.08.1950, Blaðsíða 8
omia a iaivan tek Öryggisráðið samþykkti í gær að taka á dagskrá kæru kínversku alþýöustjórnarinnar um bandaríska árás á kínverskt land. Er hér um að ræða hernám Bandaríkjamanna á kínversku eynni Taivan, sem Truman for- seti fyrirskipaði um leið og inn- rás Bandaríkjahers í Kóreu. Malik fulltrúi Sovétríkjanna og forseti öryggisráðsins út ágústmánuð lagði til, að dag- skrárliðurinn yrði nefndur: Á- rás Bandaríkjanna á Kína. Austin fulltrúi Bandaríkjanna mótmælti því orðalagi. Sam- 10 bátar á síld veiðum í Bátum er stunda rekneta- veiðar frá Grindavík fer nú alltaf fjölgandi og eru þeir nú orðnir 20. 1 fyrrinótt var veiði ekki eins góð og undanfarið og fengu bát- arnir mest 100 tunnur. 60 baEáagafúsir Framhald af 1. síðn. hinir 60 Islendingar því varla að vera nokkrir eftirbátar Bandaríkjamanna á þvl sviði hernaðarins, sem mest hefur verið tíðkað I Kóreu til þessa. ★ En Vísir skýrir hins vegar frá því að umsókn hinna hcr- skáu hafi engu að síður fengið daufar undirtektir og fái þeir því aðeins að ganga í herinn að þeir gerist bandarískir ríkis- borgarar. En því skyldi slikt vera nokkur fyrirstaða, er það ekkj cinmitt Iiinn mesti fengur og hin bezta lausn? Með því mótj kæmust Heimdellingar til fyrirheitna landsins — og ís- lenzkum almenningi þætti jafn- framt hafa orðið hin æsldleg- asta landhreinsun. Væri þó allt fullkonmað ef hermálaráðherr- ann íslenzki, Bjarni Benedikts- son, sýndi einig hugsjónir sínar í framkvæmd og tæki forustu fyrir hinum bardagafúsu Heim- dellingum. þykkt var málamiðlunartillaga frá fulltrúa Indlands um að nefna dagskrárliðinn: Kæra um árás á Taivan. Fulltrúar Kuo- mintang og Kúbu greiddu at- kvæði á móti en egypzki full- trúinn sat hjá. pöringjar baníla- rískra kommán ista fangelsaðir Bandarískur yfirréttur hef- ur úrskurðað, að 10 foringj- ar Kommúnistaflokks Banda ríkjanna, sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir að útbreiða marx-Ieninisma, skuli eklii lengur fá að vera frjálsir gegn tryggingu með- an máli þeirra er ólokið. Því hefur verið áfrýjað til hæsta- réltar. ann fyrir MacArthur Deilur um slefnuna í Ausiur-Asíu blossa upp á ný í Bandaríkjunum Nú er úti friðurinn um utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna, sem verið hefur síðan Kóreustyrj- öldin hófst. Republikanar hafa tekið það óstinnt upp, að Tru- man forseti skipaði MacArthur hershöfðingja að taka aftur yf- irlýsingu um að Bandaríkin ættu að leggja undir sig kín- versku eyna Taivan. Republikanar hafa frá upp- hafi kennt demókrötum um ó- sigur Kuomintang í Kína og viljað reka ódulbúna yfirgangs- stefnu í Austur-Asíu. Utanrík- isráðherrar demókrata hafa hinsvegar viljað fara vægar í sakimar og vinna það með iagni sem republikanar vilja hrifsa með offorsi. Strax og Truman hafði keflað Framhald á 2. síðu. A-bandalagsfund- ur í New York Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur boðað utanríkisráð herra A-bandalagsríkjanna á fund í New York 15. og 16. sept. Um sama leyti verður haldin í Washington ráðstefna utanrík- isráðherra Bandarikjanna, Bret lands og Frakklands. Munu þeir ræða endurvopuun Vestur- Þýzkalands, fulltrúa Kína hjá SÞ og Kóreumálið. Morskum blaðamönnum þykir harí að frétta fyrst um norsk mál frá utíöndum Norska blaðamannafélagið, Norsk Presseforbund, sam- þykkti á fundi í Skien nýlega ályktun, þar sem lýst er ó- ánægju yfir því ófremdará- standi, að Norðmömium berast iðulega fregnir af norskum ut- anríkismálum fyrst erlendis frá. Skoraði blaðamannafélagið á ríkisstjórnina, að ráða bót á þessu og sjá um að norskir blaðamenn fengju fregnir af ut- anríkismálum, er alla varða, ekki síðan en fréttamenn er- lendis. 'ískveri 5—25 aura kíléli Viðskiptanefndin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á fiski, og er það auglýst á öðrum stað hér í blaðinu I dag. Hækkar verðið mismunandi eftir því hvernig fiskurmn er búinn í hendur neytenda, eða frá 5 áurum pr. kg. og uppí 25 aura. Er það eftirtektarvert að þær fisktegundir, sem áhrif hafa á vísitöluútreikninginn, eins og t.d. þorskur, slasgður en með liaus, hækka minnst, eða um 5 áura, en aðrar sem engin áhrif hafa á vísitöluna hækka alit uppí 25 aura pr. kg. þótt engin önnur ástæða geti skýrt þann mismun. Þessi nýja hæltkun fiskverðsins er vitanlega afleið- ing gengislækkunarinnar, og ber almenningi því að auðsýna ríkisstjórninni þakklæti sitt fyrlr hana. Nr. 16,1 kg. sykur Skömmtunarstjóri hefur til- kynnt að skammtur nr. 16 á núgildandi skömmtunarseðli gildi fyrir 1 kg. af sykri allan næsta mánuð. „Viðreisitíit™ heldur áfram: ífnrleg kkkun á pylsusi, Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að éta upp fyrir- fram þær „lagfæringar“ á vísitölunni, sem Alþýðu- sambandsstjórnin er að semja um. Áþreifar.Iegt dæmi þess er verðhækkun sú á pylsum, bjúgum og kjötfarsi seni auglýst er í dag og nemur hvorki meiru né minn'u en ca. 25%. Verð á Wienarpylsum og bjúgum hækkar um 3 krónur kííóið, eða úr kr. 13.00 í kr. 16.00. Mið- degispylsur hækka um kr. 4.30 hvert kíló, úr kr. 10.45 í kr. 14.75. En kjötfars um kr. 1.00, úr kr. 9.00 pr. kg. í kr. 10.00. Er hér Um matvælategundir að ræða sem hús- mæðrum þykir handbært að grípa til vilji þær gera heimilisfólki sínu einhvern dagamun í mataræði. Munu þær kunna valdhöfunum litlar þakkir fyrir þessa síð- ustu „viðreisnar“-verðhækk'un. Barizt um ríistir Pohang Ákaft var barizt í gær í úthverfum hafnarbæjarins Pohang á austurströnd Kóreu. Pohang er að mestu í rústum eftir stórskotahríð bandarískra herskipa er borgin var á valdi alþýðuhersins i viku um daginn. Sveit úr alþýðuhernum heíur sótt suðvestur fyrir Pohang og rofið veginn frá borginni til Taegu. Vestur af Pohang segir bandaríska herstjórnin að Kigye, sem alþýðuherinn tók um helgina hafi verið tekin af honum aftur. Herflutiiingafrét berin til baka Talsmaður bandaríska land- vamaráðuneytisins lýsti yfir í gær, að í Washington vissi eng- inn til að kínverskir herir hefðu tekið sér stöðu í Mansjúriu við landamæri Kóreu. Fregnir um herflutninga þessa eru komnar frá Kuomintangklíkunni. Við Tageu sótti alþýðuher- inn fram fjóra kílómetra í gær. Á suðurströndinni vestur af Masan skiptust á áhlaup og gagnáhlaup. Um 2000 manna brezkt herlið kom til Kóreu í gær. Churchill fór með uppspuna Trúnaðannenn verkafólks í brezkri vélaverksmiðju hafa lýst Winston Churchill upp- vísan ósannindamann. Hélt Cnurchill því fram í útvarps- ræðu á sunnudaginn, að verka- menn í verksmiðjunni væru mjög óánægðir með, að hún skyldi framleiða vélar fyrir Sovétríkin og Pólland. Þessi ummæli Churcliills eru upp- spuni frá rótum segja trún- aðarmennirnir. Uiímrákisráðherrar Norðurianda œtla a& styðja HoUand í örgggisráðið Utanríkisráðherrar Norðurlandanna þriggja, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, þeir Gustav Rasmussen, Östen Undén og Halvard Lange, komu hingað flugleiðis í gær, ásamt aðstoðar- mönnum sínum, og tók Bjarni Benediktsson ut anríkisráðherra og Agnar Kl. Jónsson skrif- stofustjóri á móti þeim á Keflavíkurflugvelli. Sendiherrar fyrrnefndra landa fóru einnig á flugvöllinn til móts við utanríkisráðherrana. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda hefst hér á fimmtudaginn og verður honum lokið á föstudaginn. Á fundinum verða aðallega rædd mál er koma fyrir allslierjarþingið næ3ta og afstaða Norðurlandafulltrúanna þar. Utanríkisráðherrarnir kváðust myndu styðja Holland til að taka sæti í öryggisráðinu, en tímabili Noregs er lokið. 1 dag sitja utanríkisráðherrarnir boð Bjarna Ber.ediktssonar í Valhöll og fara til Geysis. — Utanríkisráðherrarrir talið frá vinstri: Rasmussen, Undén, Lange, Bjarni Benediktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.