Þjóðviljinn - 03.09.1950, Síða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 3. september 1950
Páll á Grænavatni
Framhald af 3. síðu.
veðrið er í Mývatnssveit í dag.
En sé þar blítt veður með sól
og heiðan himin, og væri Páll
Jónsson ennþá búsettur á
Grænavatni, þá mætti fara
nærri um hvað hann mundi
gera. Strax og þurrt væri orðið
á, mundi hann ganga útá túnið
eða suðrí Kvíasund og dreifa
heyi sínu. Og hann mundi vinna
í heyinu framá daginn og
varla einusinni hafa tíma til
að fá sér skyrhrærudisk í há-
deginu, -—- því að aldrei er of
vel unnið í þurrki. Hinu væri
hann vís til að gleyma alveg,
-— fyrren þá hinir mörgu vinir
■hans færu að koma i heimsókn
— að það er einmitt í dag sem
hann á sextugsafmæli.
Páll fæddist á Helluvaði í Mý
vatnssveit þann 3. september
1890, sonur Jóns Hinrikssonar
og þriðju konu hans Sigríðar
Jónsdóttur. Hann hlaut góða
menntun í heimahúsum, en
gekk síðan á Akureyrarskóla
og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
— Árið 1918 kvæntist hann
Iiólmfríði Guðnadóttur og hófu
þau búskap á Grænavatni.
Konu sína missti Páll eftir
stutta sambúð. Þau hjón eign-
uðust 2 börn, Þorgeir og Drop-
laugu. Á Grænavatni bjó Páll
samtals 24 ár.
Eg hirði ekki að rekja hér
Herskylda lengd
í Belgíu
Pholien forsætisráðherra
Belgíu sagði í útvarpsræðu í
fyrradag að þingið yrði bráð-
iega beðið að samþykkja ýms-
ar hervæðingarráðstafanir. Tal
ið er, að meðal þeirra sé leng-
ing herskyldutímans úr ári í
þrjú missiri, stófnun svonefnds
íhlutunarhers, sveita, sem alltaf
séu til taks að taka þátt í
styrjöld, og efling flota og flug
hers.
Vetnissprengjan
Framhald af 1. siðu.
Að því hlýtur að reka, að
bæði Sovétríkin og Bandaríkin
ráði yfir vetnissprengjum, ef
framleiðsla þeirra er á annað
horð möguleg, segir Bethe. Þá
verður land okkar langtum
Iberskjaldaðra en Sovétríkin —
hér eru miklu fleiri .stórborgir,
sem eru hentug skotmörk. Á-
kvörðun Trumans að reyna að
framleiða sprengjuna sýndi, að
það var álitið framkvæmanlegt
og getur vel hafa orðið til þess
lað Rússar hafi ákveðið að gera
samskonar tilraunir, segir próf-
essorinn.
margvisleg trúnaðarstörf sem
Páll hefur gegnt. (Það hefur
löngum þótt eftirsóknarvert
fyrir málefni í sveit og sýslu
norður þar að njóta hinna fjöl-
breyttu gáfna Páls, en hann
hinsvegar hlédrægur maður lítt
sólginn í metorð, trúnaðar-
störf hans þessvegna orðið
miklu færri en menn hefðu
viljað láta þau vera). — Að-
eins ætla ég, í tilefni afmælis-
ins, að þakka Páli fyrir lær-
dóm liðinna sumra.
Oft var glæsileg útsýnin yfir
Mývatnssveit á þeim sumrum
tignarleg fjöll og voldug hraun
og spegilslétt vötn, tærir og
hreinir litir, göfgi Jslenzkrar
náttúru hvert sem maður
horfði. Og ég býst við að út-
sýn þessi komi fleirum en mér
í hug, nú á þessum merkisdegi
í æfi Páls Jónssonar.
Því að hugsunin um þennan
mann hlýtur ávallt að vera ná-
tengd hugsuninni um Mývatns-
sveit. Og þeim er báðum jafn-
mikill sómi að félagsskapnum.
J.Á.
Skák
Framhald af 3. síðu.
Ef nú HxtB, getur svartur unnið
mann með DxRc3f Kcl Dalf
og DxHhl.
20. Hhl—h3 Bd5—e6
21. Hh3—e3 He8—c8
Nú er erfitt að bjarga ridd-
aranum, því að 22. Dd2 leiðir
til máts: 22.(Dd2) Dxa2f! 23.
Kcl Dalf 24, Rbl Bb2 mát.
22. Hdl—d4 Bg7—f8!
Biskupinn á nýrri línu! Ef
Drottningin fer frá leikur svart
ur Da3 og vinnur riddarann án
þess að sóknarþunginn minnki
að nokkru ráði.
23. Hd4—d5
Örvænting. Betri leið var
Hd4—a4. Þá leikur svartur
bezt 23. — Dxc3f! 24. Hxc3
Bxd6 og hefur þá tvo biskupa
gegn hrók.
23. ---------------- Be6xd5
24. DdGxdö Da5—a3f
25. Kb2—bl Hc8xc3
26. He3xc3 Da3xc3
og vann.
Reynið að ráða þessi dæmi:
1. Hvítt: Kd2, Db4, Rd4.
’fívart: Ke4, Pd5, Pe5.
2. Hvítt: Kd7, Dd7, Re6, Rg4,
Pg2.
Svart: Kf5, Pc7, Pg6.
Hvítur á leik og á að máta
í öðrum leik í bæði skiptin.
Bæði dæmin eru eftir danskan
höfund, H. Petersen og eru tek-
in eftir Dansk Familieblad.
Lausnir í næsta skákdálki.
I
í
Sk rifstofan
er lokuð vegna flutnings, en vet'Öur opnuð ?
aftur n. k. þriðjudag í húsakyniium félags-
ins í Defensor við Borgartún.
&
Byggingafélagið BRú
1
Gertind Lilja:
i
Hamingjuleitin
41. DAGUR. r_______________ [
einu sinni sálarlíf einræðisherra".
Hinrik leit snöggt á Hedman, en hann gat
ekki áttað sig á, hvort þessi kynlegi raddhreim-
ur hans var vísvitandj eða ósjálfstæður.
„Auðvitað ekki. Einræðisherrar hafa oft látið
andann koma ýfir skáld sagði Hinrik sakleysis-
lega.
„Slúður. Áttu við að ég ætti að skrifa ljóð
um Hitler og Mussolini?“
„Því ekki það? Og um Göring“.
, Hedman skellti upp úr.
„Ég hélt eitt andartak að þér væri alvara".
„Mér er alvara. Heldurðu ekki, að með tím-
anum verði skrifuð mörg þýzk og ítölsk hetju-
Ijóð um Hitler, Göring og Mussolini? Og sömu-
leiðis sagnabálkar eins og Ódysseifskviða, Ilions-
kviða. .. .“
„En varla sænsk“.
„Það er komið undir því hvort þið skáldin
eruð nazistar".
Hilla hafði hlustað róleg á orðaskifttin. And-
artak hafði gamli ljóminn komið í augu hennar:
þú og ég! þegar hún leit á Hinrik. Það hafði
valdið honum undarlegum sársauka yfir þvl
sem hann hafði átt og misst.
\ Hedman skálaði við Hillu. Þegar hún lagði
glasið frá sér, lagði hann hönd sína ofan á
hönd hennar.
„Hvert er þitt álit? Treystirðu mér til að
yrkja hetjuljóð?" Rödd hans var blíðleg og
full trúnaðartrausts.
Hilla hló og hristi höfuðið.
„Segðu það sem hann vill heyra að ástarljóð
séu sérgrein hans“, sagði Hinrik þurrlega.
Hilla, hin fjöruga, skapgóða Hilla, hefði hleg-
ið. Þessi nýja, undarlega, viðkvæma Hilla virtist
óþægilega snortin af orðum hans, eins og hann
hefði sagt eitthvað óviðeigandi.
Hinrik leit á klukkuna og reis á fætur.
„Ég bið afsökunar, en ég hlýt að hugsa um
skyldur mínar. Klukkan sjö í fyrramálið verð
ég að rísa úr rekkju".
Hann leitaði að bók, sem hann þurfti að taka
með sér í skólann. Hún var ekki á skrifborði
hans. Hann leitaði víðar, um allt herbérgið
og löks í horni Hillu, þar sem saumaborðið
stóð, og þar var venjulega bókahrúga. Hann
gramsaði í bókunum. Laust blað datt á gólfið.
„Til Hillu“ stóð efst á því. Síðan: Næturljóð.
Ljóð: Hinrik renndi augunum ósjálfrátt yfir
það. Það var ástarkvæði af sama tægi og ljóð-
skáld allra tíma tileinkuðu konunni sem þeir
elskuðu: óbein ástarjátning.
Þetta var þá kvæðið sem Hedman hafði leit-
að að í gærkvöldi? Meðan Hilla lét sem ekkert
væri? Andartak titraði hann af réiði og af-
brýðisemi, brjálsemi hins skerta eignarréttar
Hann var að því kominn að vöðla blaðið sam-
an í hendi sér og troða það undir fótum. Ea
eftir andartak lagði hann það aftur á sinn stað.
Hvað gagnaði að verða sér til skammar?
Hvað átti hann að gera? Ekkert I framkomu
hans við Hillu gat breytzt á þann veg að það
gæti komið í veg fyrir ólánið: hann hafði haldið
opnum örmum sínum og sál. Hann gat ekki gef-
ið henni meira en hann hafði gefið henni og
gaf henni daglega. Hún var fullorðin, þroskuð
manneskja, hún varð að taka ákvarðanir sínar
sjálf og bera ábyrgð á gerðum sínum.
En hin bitrasta og torlærðasta af lexíum ást-
arinnar er sú, að sá sem maður getur ekki
sjálfur án verið, getur komizt af án manns.
Hann gekk út úr herberginu. Bókinni hafði
hann gleymt. Hann gekk framhjá spegli og
hugsaði: er þetta ég? Andlit hans var stirðnað
og litlaust. Hann dró þungt andann.
Hann fór í frakkann, tók töskuna og opnaði
smekklásinn með varúð, svo að Hilla vaknaði
ekki. Þetta var að lifa, hugsaði hann þegar
hann gekk niður tröppumar. Hann rétti ó-
sjálfrátt úr sér, honum fannst bakið bogið.
!
ELLEFTI KAFLI
Það hefði varla komið honum á óvart þótt
Hilla hefði orðið eftir. En hún reis á fætur,
endaþótt henni væri það sýnilega óljúft.
Og aftur gengu þau þögul hlið við hlið eftir
götunum, sem nú voru tómar og þögular. Hinrik
horfði á stjörnurnar. Er ég mjög óhamingju-
samur maður, eða er ég bara gramur? spurði
hann sjálfan sig.
Marta Bergström gekk inn til Hillu með
hraustlegan litarhátt og fjörlegt bros á andlit-
inu.
„Hvar hefur þú alið manninn?" spurði Hilla.
„Setið inni“.
Marta hló.
Hinrik læddist hljóðlega út úr svefnherberg-
inu og inn í herbergi sitt, svo að hann vekti
ekki Hillu sjálfum hafði honum varla orðið
svefnsamt um nóttina, hann svaf aldrei vel ef
hann hafði bragðað áfengi. Og þessa nótt hefði
hann undir öllum kringumstæðum sofið illa.
„Hreyfing og útiloft skiptir engu máli, það
er dllt undir skapinu komið“.
„Ertu alltaf einkaritari föður þíns?“
„Já ég fékk frí í eina klukkustund".
„Og Lilly?"
„Hún ræður rikjum í eldhúsinu. Vinnukonaa
getur það en dóttirin ekki.
“■'■/V'-V/W./VW.JVWWlW.AAJWUWWWJWVrtACUVWWWffWWl