Þjóðviljinn - 07.09.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur.
Fimmtudagur 7. sept. 1950.
196. tölublað.
lílokkunnnS
Flokksfélagar, komið í skríf-
stofu Sósíalistafélagsins, Þórs-
götu 1 og greiðið flokksgjöld
ykkar. Skrifstofan er opin dag-
lega frá kl. 10 f.h. til kl. 7 c.h.
Stjórain
Fullfrúi AlþýðufSokksins í útgerðarráði snýsf gegn
því að bæjarútgerðimar semji við sjómenn
um lausn togaradeilunnar!
Náiai samstaóa Alþýónflokksfnlkrúans og voldugustu
úfgerðarmanna landsins
Á fundi útgerðarráðs Reykjavíkurbæjar í gærdag
flutti Guðmundur Vigfússon svohljóðandi tillögu:
„Þar sem útgerðarráð Reykjavikiurbæjar telur yfir-
standandi stöðvun togaraflotans gjörsamlega óviðun-
frá þjóðhagslegu sjónarmiði og sér í lagi með öllu óverj-
andi að togarar í almenningseign séu mánuðum saman
bundnir aðgerðarlausir í höfn, samþykkir útgerðarráð að
leita tafarlaust samkomulags við aðrar bæjarútgerðir
í landinu um sameiginlega samninga af þeirra hálfu við
sjómannasamtökin, svo unnt sé að koma skipunum sem
allra fyrst á veiðar.
Jafnframt samþykkir útgerðarráð að fela fram-
kvæmdastjórum Bæjarútgerðarinnar að skila án frekari
tafar umsögn um tillögu þá um 12 stunda hvíldartíma á
bæjartogurunum, er bæjarstjórn vísaði til útgerðarráðs
á fundi sínum 15. júni s.L, en útgerðarráð samþykkti að
vísa til umsagnar framkvæmdastjóranna þann 22. júni
Álþýðuherinn tekur Po—
hano. sækir hart að Taegu
Alþýðuher Kóreumanna hefur tekið hafnarborgina
Pohang á austurströndinni og sækir hart að Taegu 1 norð
jvesturhorni yfiiráðasvæðis bandaríska innrásarhersins.
s. 1“
Við þessa tiliögu Guðmund-
ar Vigfússonar bar Sveinn
Benediktsson útgerðarmaður
fram frávísunartillögu þar sem
talað var um að slíkir samn-
ingar myndu skapa ,glundroða‘
(þ. e. í röðum útg.auðvaldsins)
og látiu var í ljós „ánægja“
yfir því að rikisstjórnin skyldi
nú hafa skipað sáttanefnd sem
án efa myndi leysa vandann á
hinn farsælasta hátt! Frávísun
artillaga Sveins Benediktsson-
ar, útgerðarmanns var sam-
þyidit með atkvæðum hans,
Kjartans Thors framkvæmda-
stjóra Kveldúlfs — og atkvæði
Sigurðar Ingimundarsonar efna
fræðings fulitrúa Alþýðuflokks
ins!
2.000000 með
kjarnorkubanni
Á þingi Alþýðusambands
Bretlands í Brighton í gær
greiddu fulltrúar yfir tveggja
milljóna verkamanna atkvæði
með ályktun um að skora á
ríkisstjórnina að taka kjarn-
orkumálin upp á ný til að
koma á alþjóðaeftirliti og fá
kjamorkuvopn bönnuð, þrátt
fyrir að sambandsstjórnin ham
aðist gegn henni í umræðunum.
Mótatkvæði voru 'um 5.500.000.
Samþykkt var með 6.900.000
atkv. gegn 600.000 ályktun
sambandsstjórnarinnar um al-
þjóðamál, þar sem velþóknun
er lýst á árásarstyrjöld Banda-
ríkjanna í Kórcu.
Einn fulltrúi Ilialdsins,
Ingvar VHhjálmsson útgerð-
armaður, var farinn af fundi
þannig að afstaða Alþýðufl.-
fulltrúans réð úrslitum. Ef
hann hefði staðið með mál-
stað sjómanna hefði frávís-
unartiilagan fallið með jöfn-
um atkvæðum.
Með þessari afgreiðslu lief
ur útgerðarráð einnig lýst
blessun sinni yfir það fram-
ferði Jóns Axels Pétursson-
ar að liggja á því í 78 daga
hver sé afstaða hans til 12
stunda hvíldar!
Þessi framkoma Alþýðufl.-
fulltrúans í útgerðarráði er enn
eitt dæmi um svik og tvískinn-
ung Alþýðuflokksbroddanna í
togaradeilunni. Þeir völdu þann
tíma til vinnudeilu sem hag-
kvæmastur var útgerðar-
mönnum. Allur áróður þeirra
hefur verið svívirðingar um
starfandi sjómenn á Akureyri,
Neskaupstað og Siglufirði og
tilraunir til að sundra sjómönn
um og þreyta þá. Jón Axel hef-
ur algerlega vanrækt að beita að
stöðu sinni í þágu sjómanna.
Útgerðarmenn Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði standa flestum
fastar gegn réttlætiskröfum
sjómanna. Bæjarútgerð Hafnar
fjarðar hefur enga tilraun
gert til að vinná að lausn deil-
unnar.
Það er uggvænlegt fyrir reyk
víska sjómenn að slíkir menn
skuli enn ráða yfir stéttarfé-
la.gi þeirra, og full ástæða að
fylgjast gaumgæfilega með að-
gerðum þeirra á næstunni,
Alþýðuherinn tók Pohang
snemma í gærmorgun og sótti
10 km suðurfyrir bæinn. Að
venju lét bandaríski flugherinn
það verða sitt fyrsta verk, er.
innrásarherinn var hörfaður úr
bænum, að gera á hann í-
kveikjuárás.
Vestur af Taegu, þar sem
alþýðuherinn brauzt í gegn í
fyrradag, hafa bandarískar
sveitir verið sendar til gagn-
árása. Tókst þeim að halda í
hoi-finu . skammt norður af
Kyongju og tóku Yongchon af
skæruliðum.
Hörðustu bardagamir i gær
voru háðir við Taegu og sækir
alþýðuherinn að börginni úr
austri, norðri, norðvestri og:
suðvestri. Tók hann í gær bæ-
ina Kasan norður af Taegu og
Waegwan norðvestur frá henni.
1.200.000 sjálfboðaliðar.
Útvarpið í Pyongyang'skýrði
frá því í gær að 1.200.000
manns hefðu boðizt til herþjón-
ustu í alþýðuhernum síðan á-
rásarstyrjöld Bandarikjanna
hófst. Af þeim eru 400.000
frá þeim hluta Kóreu, sem
frelsaður hefur verið undan
oki Bandaríkjaleppsins Syng-
man Rhee.
milljón króna hefur nú ver-
ið kastað á glæ með þeirri
giæpsamlegu ráðstöfun út-
gerðarauðvaldsins og ríkis-
stjórnarínnar að binda við
landfestar 28 nýsköpunar-
togara um hábjargræðistím-
ann.
Talið er að 40—50 þús-
undir króna í erlendum
gjaldeyri þurfi tii að byggja
eina góða íbúð fyrir fimm
manna fjölskyldu. Fyrir það
fé sem nú þegar hefur verið
kastað á glæ með togara-
stöðvuninni hefði þannig
mátt byggja á annað þúsund
íbúðir og tryggja jafnmörg-
um f jölskyldum sem nú búa
í bröggum; skúrum, sagga-
kjöilurum og hanabjálkum
mannsæmandi vistarverur.
Og þá hefðu byggingarverka-
menn og iðnaðarmenn horft
fram á nægilega atvinnu, en
ekki það algera atvinnuleysi
sem nú blasir við.
En þeir sem stjórna land-
inu láta sér fátt um finn-
ast húsnæðiseymdina og at-
vinnuleysið; þeirra eina hug-
sjón er áð koma í veg fyrir
að sjómenn búi við mann-
sæmnndi lífskjör og njóti
lágmarkshvíldar.
Hækkunin á mjólkurafurðum sam-
svarar kr* 3,44 kækkun á dag-
kaupi dagsbrúnarmanns
MJólkurafurðir iiaía hækkaó um allt aö
50% síðan Jiaráíian gegn dýrtiðínnif hófst
Hin stórfellda verðhækkun á mjólkurafurðum sem
kom til framkvæmda í gær er mjög þungur baggi fyrir
alþýðuheimilin, og mun víða hafa þær afleiðingar að
fólk neyðist til að spara mjólk, ekki sízt á fátækum
barnaheimilum þer sem brýn þörf er mikillar mjólkur.
Þessi nýja hækkun á mjólkurafurðum liefði hækkað
hina gömlu, stórfölsuðu vísitölu um hvcrki meira né
minna en rúm fjórtán stig.
Ef full uppbóí væri greidd
á kaup samkvæmt gömiu vísi-
tölunni, hefði þessi 14 stiga
hækkun í för nicð sér 43 aura
hækkim á tímakaupi Dagsbrún-
armanns, kr. 3,44 á dag —■
meira en 50% hærri kaupliækk-
uu en smánarbæfurnar! Mjólk-
urliækkuuin ein samnn samsvar-
ar rúmíega þeim uppbótum sem
Alþýðusambandsstjórn teiur
„einn stærsta sigur samtak-
anna“. Það er ekki að undra
þótt atvinnurekendalepparnir í
Alþýðasambandssljórn séu
stærilátir yfir afrekum sínum.
Síöan í ársbyrjun 1947, þeg-
ar afturhaldsfiokkarnir þrír
tóku höndum saman um að
„lækka dýrtíðina“ hafa mjólk-
urafurðir hækkað í útsölu sem
hér segir, auk hinna stórfelldu
niðurgreiðslna sem nú nema 30
aurum á hvern lítra mjólkur:
Mjólkurlítrinn um 72 aura,
eða rúm 36%.
Rjómalítrinn urn kr. 6,40, eSa
rúm 49%.
Skyrkílóið um lir. 1,29, c3&
rúm 38%.
Smjörkílóið um kr. 12,50, c3a
42%.
Mjólkurostur um kr. 3 30
kílóið, eða 22%.
Mysuostur um kr. 3,C3 Idló*
ið, eða um 46%.