Þjóðviljinn - 07.09.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJIN N Fimmtudagur 7. sept. 1950. PIÓÐVHJINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnúa Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Krossgáta nr. 25 Hinar „jákvæðu afleiðlngar" gengislækkunarinnar f bsinu áframhaldi af svikum Alþýðusambands- stjórnar dynja nú yfir almenning verðhækkanir á verð- hækkanir ofan. Fiskur, kaffi, kaffibætir, smjörlíki, blautsápa, pylsur, kjötfars, bjúgu, mjólk. rjómi, skyr, smjör, ostur og aðrar mjólkurafurðir eru meöal þeirra vörutegunda sem hækkað hafa á einni viku, eftir að Alþýðuflokksbroddamir svikust aftan að verkalýðshreyf- ingunni og sömdu um smánarbæturnar. Framundan eru stórfelldar hækkanir á rafmagni og heitu vatni, auk þeirra hækkana á neyzluvörum sem eflaust heldur áfram aö rigna yfir almenning, dag eftir dag, óaflát- anldga. Allt eru þetta aíleiöingar gengislækkunarinnar og skella á almenningi af fullum þunga vegna svika Alþýðu- flokksbroddanna sem nú hafa keypt sér sæti í gengis- 3 ækkunarst j órninni. En gengislækkunin átti einnig að hafa sínar mjög svo jákvæðu afleiðingar, hennar hlutverk var hvorki meira né minna en að bjarga atvinnulífinu. Fyrst og fremst átti hún að hafa jákvæðar afleiöingar fyrir stór- útgerðina, togaraflotann, en jafnframt átti hún að tryggja að íslendingar yrðu „samkeppnisfærir" þannig að allar framleiösluvörur yrðu auðseljanlegar. Og þessar mjög svo jákvæðu afleiðingar áttu að vega upp verö- hækkanirnar, tryggja almenningi fulla atvinnu og þar með sómasamleg lífskjör. Hver er svo reyr<din? Á sama tíma og veröhækkan- irnar dynja á almenningi hafa 28 nýsköpunartogarar legið við landfestar í 69 daga. Togarar þeir sem verið hafa á karfaveiðum þennan tíma hafa aflaö verðmæta fyrir ca. 800.000 kr. á mánuöi hver í dýrmætum erlend- um gjaldeyri. Gjaldeyristapið vegna togarastöðvunar- innar nemur þannig um 750.000 kr. á dag. Þessu fé er ekki fyrst og fremst kastað á glæ vegna andstöðu út- gerðarauðvaldsins við réttlátar kröfur sjómanna heldur vegna hins að markaðir eru ekki taldir fyrir hendi handa öllum flotanum og þess vegna hefði oröið að stöðva meirihluta þessara mikilvirku framleiðslutækja um hábjargræðistímann þótt til engrar vinnudeilu hefði kcmið! Þannig er um togaraflotann, og ekki blasir fegurra við á öðrum sviðum 8.000 tonn af hraðfrystum þorsk- flökum liggja nú óseld í landinu og er verulegum hluta þess magns háett við skemrndum nú þegar. Fullkomin tregða hefur veriö írá hendi yfirvaldanna að greiða fyrir hagnýtingu Fasasíldar sökum þess aö markaðir eru ekki taldir nægilega öruggir. Og þannig er ástand útflutningsframleiösíunnar á öllum sviðum. Slíkt bjarg- ráð var gengislækkunin fyrir atvinnuvegina. Afturhaldsflokkamir gera enga tilraun til að skýra hvernig á þessari ömurlegu þróun getur staðið. Enda eru eðlilegar skýringar torfundnar. Norðmenn öfluðu á síðasta ári meira en nokkru sinni fyrr, og lýstu þó yfir að þeir hefðu getað selt langtum meira. Færeyingar virðast einnig hafa getað selt allan afla sinn auðveld- lega. Það eru aðeins íslenzku afturhaldsdólgarnir sem ekkert geta selt, og leggja svo jafnframt bann við því að einstaklingar fái að selja nokkurn ugga. Getuleysi, úrræðaleysi og viljaleysi valdhafanna valda mjög miklu um þá niðurlægingu útflutningsframleiðslunnar sem þjóðin verður nú að þola. Hvað Iengi. . . . ? Faoir skrifar: „Hvað lengi á það að við- gangast að með ógerningum sé að ná í efni í barnableiur eða annað sem ungbörn þurfa sér til skjóls fyrstu mánuðina eftir að þau koma í þennan heim? Er engin sú stofnun í landinu, engin þau yfirvöld, sem telji það skyldu sína að hafa þessar vörur á boðstólnum og sjá um að foreldrar þurfi ekki að komast í þau stórvand- ræði sem nú blasa við í hvert gkipti og barn fæðist. Ef þessu heldur áfram þætti mér ekki mikið þó konurn- ar sem ætlazt er til að fæði af sér næstu kynslóð gerðu hreinlega verkfall þar til búið væri að koma vitinu fyrir ráðamenn innflutnings- mála og verzlana í þessum sökum, eða fela trúverðugri stofnun innkaup og dreifingu á vqrum“. Reynt að þreyta togarasjómenn Sjómaður skrifar: „Þreytan og vonleysið í röðum verkalýðsamtakanna eru kjörvinir andstæðingsins. Ætíð þegar í odda Skerst um hagsmunamálin beitir hann öllum sínum andlegu vopn- um að því að fá komið inn í raðir alþýðunnar drepi þreytunnar og vonleysisins, því ef það tekst er honum sigurinn vís. Eftir að búið er að standa í tveggja mánaða verkfalli sem útgerðarauðvaldið hefur til þessa auðsýnt hina megn- ustu lítilsvirðingu vegna þess að tími þess va,r valinn meira við hentug- leika útgerðarmanna heldur en sjómanna og búið er af hálfu útgerðarauðvaldsins að varpa fyrir borð 40-50 millj- ónum króna í erlendum gjaldeyri, hefur ríkisstjórnin nú loks sýnt lit á að sinna kröfum almennings um að útgerðarmönnum h^ldist ekkhlengur uppi í það óend- anlega gerræði sitt, og skip- að sáttanefnd í deiluna til aðstoðar ríkissáttasemjaran- um. Einhugur um kröfurnar Okkur sjómönnum er fylli- lega ljóst að nú eftir tveggja mánaða verkfall okkar ala fjendur okkar vonir í brjósti um að nú sé þreytan og von- leysið farið að grafa það um sig í samtökum okkar, að nú sé runnið upp tækifærið til að setja okkur kostina. En þær vonir skulu sannarlega sér til skammar verða. Við sjómenn höfum að vísu opin augu/fyrir því að forusta okkar hér í Reykjavík og ná- grenni hefur ekki haldið á spilunum eins og reyndum og greindum forustumönnum sæmir. Hins vegar skulu þeir hverjir sem það eru sem ætl- uðu sér að nota þetta tveggja mánaða verkfall til að lama baráttuþol okkar fá að þreifa á öðru af hendi okkar. Við skulum sýna þeim að í þessa tvo mánuði höfum við öðlazt meiri félagslega þekk- ingu og þrek en nokkru sinni áður á jafn stuttum tíma. Við munum ekki hnika um hársbreidd frá kröfum okk- ar og eflast í þeim ásetn- ingi með hverri viku sem líður hér frá. . • Reynslan frá 1949 Við gleymum heldur ekki reynslu okkar frá samningunum 1949. Að þessu sinni þýðir því ekki að reyna að svíkjast aftan að okkur með smánartilboð sem enginn fær að kynnast fyrr en um seinan. Við krefjumst þess að fá sjálfir að fylgjast með tilboðum útgerðar- manna og tillögum sáttasem j ara. Við mótmælum því að atkvæðum tveggja eða fleiri félaga verði ruglað saman. Við mótmælum því að um tillögur sáttasemjara greiði aðrir atkvæði en þeir. sem eru sjómenn og krefjumst þess að fá að gera sjálfir út um okkar einkahagsmuni. Sjómenn, atkvæðagreiðslá getur verið auglýst með hin- um minnsta fyrirvai’a. Stönd um vörð um kröfur okkar. Verum viðbúnir. Allir eitt. Sjómaður. ★ Rikisskip: Hekla kom til Reykjavíkur kl. 12 á hádegi í gær frá Glasgow og Thorshavn. Esja var á Akureyri í gær. Herðubreið er í Reykjavík og fer þaðan næstkomandi fö'stu- dag austur um land til Siglufjarð ar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Snsefellsness- og Breiða- fjarðarhafna. Þyrill er í Faxaflóa. Elmskíp: Brúarfoss kom til Hriseyjar í gær 6.9. Dettifoss kom til Rotter- dam 5.9. fer þaðan 7.9. til Ham- borgar. Fjallfoss fór frá Leith 2.9. væntanlegur til Reykjavíkur i dag 7.9. Goðafoss fór frá Reykja- vík kl. 14.00 í gær 6.9., til Hull, Bremen, Hamborgar og Rotter- dam. Gullfoss fór frá Leith 4.9. væntanlegur til Reykjav. seinni- partinn í dag 7.9. Lagarfoss kom til N.Y. 27.8. fer þaðan væntan- lega 7.9. til Halifax og Reykja- víkur. Selfoss er í Gautaborg. Tröllafoss kom til Sotwood i New Foundland 2.9., fermir þar 2500 tonn af pappír ti) New York. Nætunörður er í Laugavegsapó- teki ,sími 1616. Lárétt. 1. vatnið — 7. friður — 8. drottna — 9. hugarburð — 11. á frakka — 12. 2eins — 14. guð — 15. ílát — 17. pot — 18. reykja — 20. mannsnafn. Lóðrétt. 1. gekk — 2. hestur — 3. 2eins — 4. verkfæri — 5. titrar — 6. bor — 10. ílát — 13. þvotta- efni — 15. eldstæði — 16. sápu- vatn — 17. svei — 19. 2eins. Lausn á nr. 23 Lárétt. 1. sveigja — 7. VE —• 8. kláf — 9. ört — 11. ætt — 12, æt — 14. au — 15. krök — 17. IR. — 18. fri — 20. hógláta. — Lóðrétt. 1. svöl — 2. ver — 3. IK — 4. glæ -~i 5. játa — 6. aftur — 10. tær — 13. töfl •— 15. kró —• 16. krá — 17. ih — 19. ít. 20.30 Útvarpshljóm sveitin:. Amerisk alþýðulög. 20.45 Dagskrá Kvenrétt- indafélags Islands. — Erindi: Nýjung- ar í klæðagerð (frú Málfríður Einarsdóttir), 21.10 Tónleikar. 21.15 Iþróttaþáttur 1 (Siguíður Sig urðsson). 21.30 Sinfónískir- tónleik ar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald sinfónísku tónleik anna. 22.40 Dagskrárlok. Loftleiðir h.f. Innanlandsilug: 1 dag er áætlað að fijúga til Vestm.- eyja kl. 13.30. Til Akareyrar kl. 15.30 Til Isafjarðar og Patreksfjarðar. Á mörgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, Isafj. og Siglufjarðar. MiUUandaflug: Vestfirðingur Catalinaflugbátur Loftleiða fer væntanlega árdegis í dag til Marie-eyju, þar sem leið- angursmenn Lauge Koch hafa að- setur. Er þetta síðasta ferðin sem farin verður þangað. Verða að þessu sinni sóttir 17 leiðangurs- menn. Þeirra á meðal er ’ foringi leiðangursins, Lauge Koch. Flugv stjóri á Vestíirðing er Einar Árna son. Geysir millilandaflugvél Loft- leiða er í Reykjavík. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Sigurt* birni Einars- syni ungfrú Dagbjört Hafliðadóttir og Guð- mundur Helgason. Heimili ungu hjónanna verður að Sjafnargötu 6, Fiskur, tímarit um matvælafram leiðslu úr íslenzk-i um hráefnum, 2,—< 3. tbl. er komið út, 1 heftinu eru þess- ar greinar: Einangrun frystihúsa, eftir Harald Ásgeirsson, verkfræð ing Sveinbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóra, Ólaf Jensson verk- fræðing og Jón Loftsson fram- kvæmdastjóra. Næringargiidi ís- lenzkra sjávarafurða, eftir dr. Júl íus Sigurjónsson prófessor, Salt- fiskverkun fyrrum og upphaf fiskmats á Islandi eftir Sveinr Árnason, fyrrv. fiskimatsstjóra, Flokkun á freðfiski til útflutnings eftir Bergstein Á. Bergsteinsson fiskimatsstjóra, Um trygglngar í frystihúsum, eftir Kristján J. Reykdal, þyngdartap á frosnum. fiski við uppþiðnun, eftir Magnús K. Magnússon yfirfiskimatsmann, Ólafur Árnason yfirfiskirnatsmað- ur fimmtugur og Nokkrar fréttir,' eftir dr. G. Jakob Sigurðsson. — Tímaritið Úrval. Úrval, 4. hefti þessa árf, er nýkomið út. Það flytur að vanda margar fróðlegar Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.