Þjóðviljinn - 07.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1950, Blaðsíða 6
„íiððj: .-J'i&s '3(ítáí ss«:',ao?*»'SEí?aL' :s 6 .; - - ÞJÓÐVILJIN N , . . . ■ , ■ Pimmtud.gdr 7. /sépt. 1950. . x. ''ií. - ■: .5- . 5 A. • ...i- .'-k.V- H-i, ui.'.#.•* •=: .». . •. 1- l'/íí '. ;■* TBOÐ ifimm ára 6% sérskuldabréfalán til vatn s veitnf ramkvæmda í Hafnarfirði Bæjarstjóm Hafnarfjarðarkaupstaðar hefir ákveðið að bjóða út einnar milljón króna sérskuldabréfalán til vatnsveituframkvæmda í Hafnarfirði. iSérskuldabréfin eru í þremur flokkum, að fjárhæð eitt hundrað krónur, eitt þúsund krónur og fimm þúsund krónur hvert skuldbréf. Skuldabréfin eru tryggð með ábyrgð ríkissjóðs, ársvextir eru 6% — sex af hundraði — og eru vextir fyrstu þriggja áranna greiddir fyrirfram, þannig að sá, sem kaupir 100 króna bréf greiðir fyrir það 82 krónur, sá sem kaupir 1000 króna bréf greiðir fyrir- það 820 krónur, og sá sem kaupir 5000 króna bréf þarf aðeins að greiða fyrir það 4100 krónur. Lánið endurgreiðist á árunum 1953 — 1955 með árlegri greiðslu eftir útdrætti skuldbréfanna, sem notarius publicus í Hafnarfirði framkvæmir í apríl- mánuði hvert áranna 1953 — 1955. Skuldabréfalán 'þetta, sem er aðeins til fimm ára er því í alla staði hið hagkvæmasta fyrir hvern þann sem fé hefir til ávöxtunar, hvort heldur eru einstaklingar eða sjóðir. Skuldabréfin eru þegar komin á markaðinn og er aðalútsala þeirra í bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu við Strandgötu. Eiinfremur eru skuldabréfin seld á éftirtöldum stöðum: Landsbanki íslands Útvegsbanki Islands h.f. Kauphöllin, Nýja Bíó, Lækjargötu 2. Bæjarstjórinrí í Hafnarfirði, 1. september 1950, Heki Ilannessofi, Akurgerði h.f. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Loftur Bjarnason j; Einar Þorgilsson & Co. h.f. :■ Gunnlaugur Stefánsson (Gunnl.búð) ■: Stefán Sigurðsson (Stebbabúð) Kaupfélag Hafnfirðinga Ingólfur Flygenring (íshús Hafnarfj.) Jón Gislason (Frost h.f.) Óskar Jónsson (Fiskur h.f.) Sparisjóður Hafnarfjarðar Hafnarskrifstofan. Gerlind Lilja: l V Hamingjuleitin 43. DAGUR. Auk andlegrar og líkamlegrar þreytu hafði það sjálfsagt stafað af þeirri óreiðu sem fylgir oft húsbóndaskiptum. Borgström rektor hefði getað haft tilefni til að hælast um, hefði hann verið viðstaddur. Þeir höfðu verið eins 'og hópur þreyttra, skapillra smákrakka, jsem 'flugu hver á annan í fjarveru föðurins. Hinrik var sjálfur örþreyttur, andlega og iík- amlega. Þegar hann kom að húsi sínu, leit hann upp í gluggana af gömlum vana. Allt var dimmt. Hilla var sjálfsagt háttuð, klukkan var tólf. Það var brauð á borðum handa honum í borðstofunni, Þegar hann leit inn í svefiiherberg- iö, var það autt. Ester kom. inn með teið, dálítið syfjuleg. Hann spurði um Hillu. ,.Er frúin ekki heimá? Ég hélt að hún hefði farið að hátta“, sagði Ester undrandi. „Hún var heima klukkan tíu. .. .“. Það var engin forvitni eða hnýsni í svip hennar, hann var gagntekinn trúargleði og rósemi eins og venju- lega. „Hún hefur sjálfsagt ætlað að ganga á móti mér og við höfum farizt á mis“, sagði Hinrik. Þetta var frambærileg skýring, sem Ester trúði á. En Hinrik ekki. Andartak datt honum í hug að fara að sofa, svo ákvað hann að bíða heimkomú Hillu. Klukkan varð eitt. Hann gat ekki lengur set- ið kyrr. Hann gekk fram og aftur um gólfið, hljóðlega til þess að ónáða ekki fólkið á næstu hæð fyrir neðan. Honum fannst hann hafa upp- lifað þetta áður, og mundi að það var þegar Hilla lá á sjúkrahúsinu og Mats var að fæðast. Hann hafði beðið eftir simhringingu. Alla nótt- ina hafði hann gengið fram og aftur, hljóðlega, á inniskóm, og ósjálfrátt varazt að rekast á húsgögn, orðið gramur yfir hvað hann þurfti oft að snúa við, látið fallast niður í stól andar- tak, blundað, hrokkið upp, glaðvaknað og hafið gönguna á 'nýjaleik. Um það leyti sem hann átti að fara í skólann um morguninn, hafði sím- inn hringt. Hilla vissi ekkert um nóttina þá. Hann hafði skammast sín fyrir. hana, eins og maður skammast sín fyrir tár, þegar sársaukinn er liðinn hjá. Klukkan varð hálftvö. Var forsvaranlegt að bíða aðgerðalaus. Það var mögulegt að hún hefði orðið fyrir slysi. Hann nísti tönnum. Hann gat ekki fengið sig til að fara út um miðja nótt til að ■ leita að eiginkonu sinni á götunum.... Hvenær kemurðu heim?. hafði hún spurt við kvöldverðinn. Ég veit það ekki með vissu, sjálf- sagt ekki fyrr en seint, hafði hann svarað. Vonaðist hún eftir að fundurinn stæði yfir alla nóttina ? Éða stóð henni á sama um allt ? Klukkan þrjú lokuðust útidyrnar á eftir Hillu. Um leið óg hún stóð alein í ytri forstof- unni, vaknaðí hún. Hvít og brúntíglótta gólfið, kunnuglegur stiginn, hvert þrep var vinur eða óvinur eftir því í hvaða hugarástandi maður var í — allt hörfaði þetta uhdan, dró sig í hlé, afneitaði henni. Þögnin var framandi og ógnþrimgin. Hefur afbrot nokkru sinni verið framið ? Hegð- aði afbrotamaðurinn sér ekki eftir því sem honum fannst eðlilegast og rökrétt þá stund- ina? Það var ekki fyrr en róleg og dómbær augu annarra litu á gerðir hans, að þær urðu af- brot. Þegar Hilla stóð í neðsta stigaþrepinu með höndina á handriðinu, , sá hún sjálfa sig með augum Hinriks, augum Mörtu, Rolfs, Moniku og auk þess með augum hinnar marghöfðuðu skepnu sem kallaðist almenningsálitið. Andartak datt henni í hug að snúa við, fara út, ganga og ganga þangað til hún félli til jarðar. Hún sett- ist niður á neðsta þxepið. Hún heyrði fótatak á götunni fyrir utan, henni fannst það staðnæm- ast við dyrnar, og hún reis snögglega á fætur, af ótta við að einhver kæmi að henni. Og loks lagði hún hægt af stað upp tröppurnar. Hinrik er ekki kominn heim hugsaði hún. Og ef hann er kominn heim, þá er hann sofnaður. Þetta gaf henni frest, stund milli stríða. Hinrik tók á móti henni í anddyrinu. Hún leit ekki á hann. Heilsaði ekki. Hún fór hægt úr kápunni, tók af sér hattinn, og hann tók þögull kápuna úr höndum hennar og hengdi hana upp á herðatré, eins og hann var. vanur að gera, ef hann var heima til að taka á móti henni. Hann gekk á undan henni inn í dagstofuna. „Hilla?" Hann stóð fyrir framan hana. Hún svaraði ekki. „Hilla, hvar hefurðu verið?“ Augu hennar voru svo ráðþrota og full af angist, að hann rétti ósjálfrátt hendumar í áttina til hennar. En hún vék sér undan. „Snertu mig ekki.... Ég.... ég er ó- hrein....“. Hann hrökk við. Hann horfði á hana, á fölt andlit hennar, á titrandi varir hennar, á úfið hár hennar, og á kragann hennar, hreina hvíta kragann sem var skakkur. Hann sneri hægt í hana bakinu, gekk imi í herbergi sitt og lokaði á eftir sér. Hilla horfði á lokaðar dyrnar. Hún lét fallast niður í stól og einblíndi á dyrnar. Lokaðar dyr? Dyr Hinriks? Dyr sem opnuðust aldrei fram- ar? Hún rétti iir sér. Á morgun stæði hún fyrir framan aðrar dyr. Síldadeysis-þankar Framhald af 5. síðu. alþm. Sigurði Ágústsjgyni. Það er mín skoðun að hvorki Finnbogi í Gerðum né öðrum sem væri alvara í að leyta réttar framleiðendanna og ráð- ást inn í herbúðir þess valds sem nú ætlar að drepa athafna líf landsmanna verði mikið á- gengt með ræðuhöldum og blaðaskrifum. En ef 'Finnbogi og hans samstarfsmenn hefðu manndóm í sér til að gangast; fyrir samtökum framleiðenda í Iandinu, útgerðármanna og sjó- manna með það fyrir augum að losa. um útflutningshömlurn- ar afnema einokun á útflutn- ingnum og að framleiðendurnir sjálfir nytu ágóðans af verzl- uninni með þeirra eigin gjald- eyri, þá myndi fljótt lækka risið á þeim Dr. Oddi, Magnúsi Jónssyni og Birni Ólafssyni en á sama tíma þeim sem við framleiðsluna störfuðu, vaxa fiskur um hrygg. Og þarna hafið þið það góðir hálsar. Á þessum löngu og öm- urlegu nóttum í síldarleysinu getur hugsanagangurinn orðið svo fjarstæðukenndur að mað- ur færir annað eins og það í letur að framleiðendur sjávar- afurða vinni saman gegn sam- eiginlegu oki. En vill einhver svara mér. Hvað er heillavæn- legra? Annars er nóttin reyndar liðin og sjálfur höfuðdagur við ský. Sjómaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.