Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 1
DAGSBRÚNARKOSNINGARNAR: Yerkfall lamar vopnaframleiðslu Yfir 50..000 verkamenn í véla- iðnaðinum á Manchestersvæðinu í Brctlandi neita nú að vinna eftirvinnu og er það fyrsta ráðstöfun þeirra t;l að fylgja fram kröfum sínum um kaup- hækkun. Eftirvinnubannið hefur minnkað framleiðsluna um helming m. a. í ýmsum her- gagnaverksmiðjum. Skipasmíða verkamenn við Clyde, sem vinna margir að herskipabj'gg- ingum, hafa ákveðið að fara að dæmi vélsmiðanna, A-lislinn fékk 1254 atkvæði — EMistinn: 5401 Aðför aftyrhaldisins að Dagsbrúis strandar enn á félagsþroska og einingy Dagsbrúnarmanna Aldrei hafa DagsbmnaEmenn íagiaS sfærn einingarsigrl en í þessum síðusfu kosningum. Þrátt fyrir ófæst veður svo • samgöngur sSöðvuöust viS heil bæfarhverfi upp úr miðjum síðari kesninga- deginum fékk Arlistiun !254 aíkvæði. Aðför hinnar sameigmlegu svartfylkingar afiu? haldsíns strandaði á stétiareinmgu öagsbrúnar- manna. Þrátt fyrir að afturhaldið hefði mánuðum saman undirbúið þessa aðför að Dagsbrún með blöðurn allra afturhaldsflokkanna3 atvinnukúgun og hétunum, fékk það aðeins 540 atkv. Slíkur varð árangurinn af ölíum hægslagauginum og stóm orðimum um að r-ú skyldu þeir taka Dagsbrún. Hvernig sem afturhaldið hamast og hvaða ráðum sem það beitir, livort heldur það sameinast í einni svart- fylkingu eða beitir fyrir sig einum flokki, fer fylgi þess alltaf minnkandi, eins og bezt sést á eftirfarandi sam- anburði: Svartfylking afturhaldsflokkanna 1949 fékk 602 atkv. Svartfylking afturhaldsfl. 1951 hrapaöi niður í 540 atkv. Alþýðuflokkurinn einn 1948 fékk 512 atkv. íhaldið eitt 1950 hrapaði niður í 425 atkv. Kosningaúrslitin í Dagsbrún eru einbeitt og ótvíræð mótmæli Dagsbrúnarmanna gegn atvinnuleysi, kaup- kúgun, gengislækkun og atvinnukúgun. Þau eru yfirlýs- ing Dagsbrúnarmanna um að þeir muni hvorki sætta sig við kaupkúgun né atvinnuleysi. Fjöldi Alþýðuflokksverkamanna og Sjálfstæðisverka- manna neitaði að lilýða, fyrirskipunum flokka sinna og sátu heima. Með þessum kosningum hafa Dagsbrúnarmenn for- dæmt hið andstyggilega kaupkúgunarfélag íhaldsins, Óöinn. íhaldið eitt fékk í fyrra 425 atkv. í Dagsbrún, en allir flokkarnir þrír fengu nú aðeins 540 atkv., eða 115 atkv. fleira. Sé áætlað að Framsókn hafi átt af því 15 atkv. sést að AÐEINS 100 ALÞÝÐUFLOKKSMENN HAFA FENGIZT TIL AÐ GANGA í SÆNG MEÐ ÓÐNI. Þessi neitun Alþýðuflokksmannanna á samstarfi við atvinnukúgunarfélagið Óðinn er um leið krafa þeirra um að banni foringjanna á samstarfi við sameiningarmenn verði aflétt og það hafið, Verkalýðshreyfingin og þjóðin mega vera stolt af forustu Dagsbrúnar í Iiagsmunamálum alþýðunnar, og jafnframt stolt af hverjum þcim einstaklingi er lagði fram liö sitt t:I aö tryggja Dagsbrúnarmönnum þennan sigur. Sisurður Guðnason var nú kjörinn formaður Dagsbrúnar í 10. sinn og hylltu Dagsbrúnarmenn hann ákaflega er kostiinga- úrsIitÍR voru b;rt. Aðalfundur Dagcbrúnar var í Listamannaskálanum í gær- ikveldi. Formaður, Sigurður Guðna- son, flutti skýrslu stjórnarinn- ar, en Hannes Stephensen gjald keri fclagsins las endurskoðaða reikninga og skýrði þá. Þegar stjórnin hafði svarað fyrirspurnum er fram voru bornar voru reikningarnir ein- róma samþykktir. Formaður kjörstjórnar, Jón Einis, lýsti úrslitum stjórnar- kosningar og hylltu fundarmenn ákaflcga fcrmann sinn, Sigurð Gucnason,- scm nú. er kjörinn formaður Dagsbrúnar í 10. sinn og áðra í stjórn Dagsbrúnar. Sigurður Guðnason þakkaði Dagsbrúnarmönnum fyrir traustið er þeir hefðu sýnt sér og stjórn sinni, minnti þá á hið alvarlega ástand í atvinnu- málunum og hvatti þá til að standa einhuga saman í þeirri hörðu baráttu sem félagið á framundan við að knýja fram atvinnu. MacArtur ógnar Kína Segir Kóreustríðið upphaf á „frelsun Asíu“ MacArthur yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Kóreu hefur lýst yfir, aö herferðinni þar sé beint gegn Kína. Hershöfðinginn brá sér snögga ferð til Kóreu um helg- ina og bað þá hermennina þar að minnast þess, að þeir væru ekki aðeins að berjast fyrir því að „frelsa Kóreu“ heldur einn- ig fyrir „frelsun allrar Asíu“. Það sem MacArthur kallar „frelsun" er undirokun undir bein eða óbein bandarísk yfir- ráð og er talið víst, áð crð han.'j liafi fyrst og fremst átt vic Kína. Skömmu eftir að Kóreustríðið hófst fór MacArt- hur til fundar við Sjang Kai- Efnahagsnefnd SÞ fyrir Evr- ópu hefur birt skýrslu um at- vinnuleysi í ýmsum löndum álf- unnar á síðasta ári. Sýnir hún, að í Marshalllöndunum Frakk- landi, Danmörku, Austurríki og Vestur-Þýzkalandi jókst at- vinnuleysi 1950 en í öðrum löndum minnkaði það eða stóð í stað. sék og var þá lýst yfir, að þeir hefðu rætt „frelsun Kína“. Bardagar héldu áfram í Kór- eu vestanverðri í gær og sagði bandaríska herstjórnin, að her hennar héldi áfram að mjakast í áttina til Seoul, e:i andstaða færi harðnandi. Attlée forsætisráfherra lýsti stórfelldum vígbúnaðarfyrir- ætiunum stjóraar sinnar í brezka þinginu í gær. Hann kvað hernaðarútgjöld á fjár- lcgum verða tvöfölduð,. 250,000 varaliðsmenn yrðu kallaðir: til æfinga og vélaiðnaðinum ein- beitt að hergagnaframleiðslu. Játaði Attlee, að þetta myndi hafa alvarlegar aflciðingar fyr- ir útflutningsverzlunina og skerða lífskjör þjóðarinnar, dregið yrði úr íbúðarhúsabygg- ingum og ráðstafanir gerðar til að takmarka kaupmátt almcnn- ings. I gær hófust í Washing- ton viðræður Plevens forsæt- isráðherra Frakklands og Tru- mans forseta. —. Fréttaritarar segja að Pleven liafi skýrt frá þvi að búizt væri við nýrri sókn sjálfstæðishreyfingárinn- ar í Indó Kína um-6. febrúar, og spurt Truman, hvaða banda- rískrar hjálpar franski nýlendu- herinn mætti vænca í viðbot við þá, sem þegar hefur verið send. Truman mun íiafa svarað, að bandarísk aðstoð við Frakka væri undir því komin, að þeir veittu stefnu Bandáríkjastjórn- ar í Kóreu eindregnari stuðn- ing en hingaðtil. MÍR-deild á Akureyri í fyrradag var haldinn á Ak- ureyri stofnfundur deildar úr félaginu MÍK, Menningartengsl íslands og Káðstjórnarríkjanna. Undirbúningsfundir höfður áð- ur verið lialdnir. í stjórn Akureyrardeildar MÍR voru kosnir: Formaður Eyjólfur Árnason, varaformað- ur Jakob Árnason o.g meðstjóm endur Sigtryggur Iielgason, Áskell Snorrason og Kári Sig- urjónsson. í deildina hafa þegar gengið yfir 60 Akureyringar. Kaupbinding í Danmörku Erik Eriksen forsætisráð- herra Danmerkur boðaði í ræðit í Odese - í gær ,að stjórn- in myndi beita sér fyrir því að sett verði bann við kauphækk- unum. Jafn- framt lofaði að verð á nokkrum vörutegundum. lækkað. ’.agsvíslr talan í Dan- mörku hefur ERIKSEN hækkað örar tvo síðustu: mánuðina en nokkru sinni fvrr, síðasta liækkun nam þrettán stigum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.