Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 4
3 ÞJÖÐVIL71NN Þriðjudagur 30. janúar 1951, þlÓÐVIIJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Þingræðið afnumið f Á sama hátt og Sjálfstæöisflokkur er andstæöa sjálf- stæöis. Framsóknarflokkur er andstæða framsóknar og Alþýöuflokkur er andstæða alþýöu, er hiö heilaga „lýö- ræðisbandalag“ þessara flokka andstæöa alls lýöræöis. Lýðræði, völd þjóðarinnar, er hugtak sem ekki h?fur ver iö í neinu samræmi við aðgerðir afturhaldsflokkanna á undanförnum árum. Ein stórákvörðunin hefur verið gerð annarri alvarlegri 1 beinni andstöðu við vilja almennings og án þess að þjóðin væri kvödd til ráða. Þannig var um Keflavíkursamninginn og Atlanzhafsbandalagið, en um þau stórmál hefði að sjálfsögöu átt að fara fram þjóðar- atkvæöagreiðsla, ef ráðamennirnir hefðu borið nokkurn snefil af virðingu fyrir lýð'ræði því sem þeir vegsama sýknt og heilagt í orði. Svipáoa leiö hefur þingræðið farið. Það er alkunna að allar mikilvægar ákyarðanir eru gerðar utan þingsal- anna af fámennri klíku. Meðferð alþingis er hins vegar íormsatriði sem hespaö er af á nokkrum klukkustundum án þess að alþingismenn eigi þess hckkurn kost að meta málsatriði á sjálfstæðan hátt. Slíkt er skripaþingræði og í engu samræmi við þær þingræðishugsjónir sem flíkað er á hátíðum og tyllidögum. En aft.urhaldinu hefur ekki nægt þetta. Jafnvel hin formlega afgreiðsla alþingis á hinum mikilvægustu mál- um hefur verið því þyrnir í augum. Og því hefur sá hátt- ur verið upptekinn aö skáganga alþingi gersamlega þegar mest hefur legið við, jafnvel skrípaþingræðið hefur verið afnumið. Þetta var í fyrsta sinn gert þegar íslendingar urðu aðilar aö marsjallsamningnum, en sú aðild hefur sem kunnugt er haft hin djúptækustu áhrif á allt at- vinnulíf íslendinga og efnahagslegt sjálfstæði. En þaö var fyrsta stjórn Alþýðuflokksins sem undirritáði marsjall samninginn algerlega upp á sitt eindæmi, án þess aö al- þingi fengi einu sinni að láta í té formlega blessun. Og nú er enn haldið áfram á sömu braut. Ríkisstjórn in hefur ákveðiö aö framkvæma nýja gengislækkun án samþykkis alþingis. Það á að afhenda útvegsmönnum helming gjaldeyris þess sem bátaflotinn aflar, þegar und- an er skilið þorskalýsi og síldarafurðir, og útvegsmönn- um á að vera heimilt að ákveða sjálfir gengi þessa gjald- eyris! Þeir munu nú þegar telja sig þurfa að hækka þenn- an gjaldeyri í verði rmi 50—60%, en það samsvarar um 60 milljóna króna nýjum álögum á almenning. Slíka stórákvörðun telur ríkissjórnin sér nú fært að taka án þess að alþingi hafi nokkuð um þaö aö segja. Og þetta hrekkur ekki til. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveöið að binda þjóðinni hina þungbærustu skuldabagga taka 12 millj. dollara eyðslulán — tvö hundruð þúsund króna! Samkvæmt stjórnarskránni veröur að leggja all- ar erlendar lántökur undir samþykki alþingis, en ríkis- stjórnin hugsar sér einnig að fremja stjórnarskrárbrot til þess aö foröast jafnvel form skrípaþingræöisins. Á- ætlun hennar er að fá eyðslulánið sem einskonar fram- lag frá greiðslubandalagi Evrópu, eða jafnvel að láta bankana taka það sem yfirdráttarlán! Enn má minna á komu Eisenhowers. Erindi hans var aö undirbúa bandarískt hernám íslands, og á Keflavíkur urflugvelli hefur koma fyrstu liðssveitanna þegar verið undirbúin í einstökum atriöum. En alþingi er ekki spurt. ★ Þessar staðreyndir þarf þjóðin að festa sér í minni. í næstu kosningum — hvenær sem þær verða og hvernig sem þær verða — munu þeir sömu menn sem nú traöka jafnvel á formum lýðræðis og þingræðis koma fram sem einlægir riddarar þessara sömu dyggða. Þjóðin hefur sitt raunverulega vald einu sinni á fjögurra ára fresti, og næst verður hún að nota vald sitt til að tryggja lýðræði Sitt cg þingræði. Alstaðar sama ánægjan mcð Pétur Það er sama hvar maður kemur, alstaðar ríkir sama á- nægjan yfir útvarpsþáttunum hans Péturs þuls. Ég held það sé ekki ofmælt, að þetta sé eitt hið langsamlega vinsælasta efni sem komið hefur i dag- skránni frá byrjun. Hugkvæmni Péturs vi'ð stjórn þessara þátta er slík, að þjóðin virðist biða þeirra bókstaflega öli með eftir- væntingu. Einsog kemur fram í þessari stuttu athugasemd, sem ,,Saumaklúbbur“ hefur beð- ið mig að birta: „Segðu út- varpsyfirvöldunum að láta hann Pétur okkar taka við stjórn allrar dagskrárinnar, og þá mun áreiðanlega enginn kvarta yfir útvarpinu“. □ Þeir, sem vinna á vögtum „Tveir félagar" hafa líka skrifað í tilefni þessara ágætu þátta: „Þannig er mál með vexti, að við vinnum vagta- vinnu, erum bundnir í vinn- unni aðra hverja Viku á kvöld- in. Og af þessum sökum miss- um við alltaf af þættinum „Sitt af hverju tagi“: Þetta gremst okkur auðvitað, því að allir hafá sömu sögu að segja okkur, að þátturinn sé venju- lega fyrirtaks góður. En væri ekki hægt að bæta út þessu fyrir okkur með því að láta þáttinn vera t. d. einu sinni í viku? Þá gætum við heyrt hann í annað hvert skipti. — Þessa tillögu flytjum við í nafni allra þeirra, sem vinna vagtavinnu eins og við. — Tveir félagar“. — Hvað Pétur snertir, þá er ég viss um að hann mundi reiðubúinn að verða við ósk þeirra félaganna, ef aðstæður leyfðu. En þess ber að gæta. að svo ágætt útvarpsefni verður ekki til án fyrirhafnar, það kostar tíma og annir að útbúa það. Þó má vera, að tök séu á þessu, og þá lætur Pétur okk~ ur vonandi vita. □ Þegar strætisvagnarnir stöðvuðust Sg. Skæ. skrifar: — Kæri Bæjarpóstur. — Ég er ekki fyrsti maðurinn sem þykist þurfa að hnýta ofurlitið í þessa menn sem stjórna strætisvagna- málunum. Þó vona ég, að þú birtir þessar fáu línur mínar. En það, sem veldur mér gremju, er þetta dæmalausa hirðuleysi forstjóranna, að láta ekkert vita, þegar allt í einu tók af sumar mikilvægustu á- ætlunarferðir strætisvagnanna vegna verðursins í kvöld (sunnu dag). Þó hefði auðvitað verið hægur vandinn að koma orð- um um þetta til fólks í gegnum útvarpið. Nei, í staðihn erum við látin standa á stoppistöðv- unum í þessu líka veðrinu, og höfum ekki hugmynd um, að alls ekki er nein von á vagnin- um.... Það er hreint og beint rriildi að enginn skyldi verða úti vegna þessa hirðuleysis. Sg. Skæ.“ „La Traviata“, stórkostleg Þg. skrifar: — Ég las í Þjóð- viljanum mikið lof eftir E. um óperuna „La Traviata“ sem nú er sýnd í Stjörnubíó, og varð þetta til þess að ég brá mér í bíó, aldrei þessu vant. Og svo sannarlega varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík mynd! Ég get bara ekki stillt mig um að biðja Bæjarpóstinn að ítreka þau lofsamlegu ummæli, sem blaðið hefur þegar birt um hana. Svona mynd verða allir að sjá. Mér liggur við að segja, að skólarnir ættu að vera skyldaðir til að tryggja það á einhvern hátt, að allir nemend- ur þeirra fari og horfi á, og ekki síður hlusti á, þessa ynd- islegu óperu, þegar hún berst okkur í svo fullkomnum bún- ingi. Slíkt yrði nemendunum á- reiðanlega menningar- og þroskaauki á borð við margar kennslustundir, svo ekki sé tal- að um hvað listaverk þetta er göfgandi. . . . Þg.“ □ ÓfUllnægjandi plötukynningar Loks er stutt fyrirspurn frá „Áhugasömum hlustanda": -— Ég er stundum að velta því fyrir mér, hversvegna þulirn- ir í útvarpinu gefa stundum næsta ófullkomnar upplýsing- ar um lög þau, sem þeir léika af plötum, segja t. d. 'aðeins ,,lag eftir þennan eða hinn“, „lag frá þessu og þessu landi“ og svo framvegis. Reyndar má segja, að oft sé hér um að ræða fremur ómerkileg tónverk. En þó er sú regla alls ekki algild. Framhald á 7. síðu- * ★ * HMÍi 31_~ ■ 11 n ■ Eimsliip Brúarfoss lcom til Brimsby 29. þ. m. frá Rvík. Dettifoss fer frá Khöfn 30. þ. m. til Leith og; Rvík- ur. Fjallfoss fór frá Rvik í gær til Akraness. Goðafoss kom til New Yorlt 26. þ. m. frá Rvik. Lagarfoss er á Ólafsfirði; fer það- an á Húnaflóahafnir og á Vest- firði. Selfoss fór frá Raufarhöfn 27. þ. m. til Amsterdam og Ham- borgar. Tröllafoss fór frá St. Jo- hns 28. þ. m. til New York. Au- dumla kom til Reykjavíkur 27. þ. m. frá Antwerpen. Ríkisskip Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík; fer þaðan á fimmtudaginn vestur um land til Akureyrar. Herðubréið er í Reykjavík; fer þaðan á laug- ardaginn austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í gær- kvöld frá Breiðafirði. Þyrill var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöld frá Austfjörðum. /y' ^ Fastir liðir éins og venjulega. Kl. 18.30 Dönskuk.; I. fl. — 19.00 Ensku- kennsla; II. fl. 19.25 Þingfnéttir. — Tónleikar. 20.20 Erindi: Um skóla- mál; fyrra erindi (Helgi Elíasson fræðslumálastjóri). 20.45 Djass- þáttur (Svavar Gests). 21.15 Píanó tónleikar Pauls Baumgartner (teknir á segulband í Austurbæj- NR. 24. Lárétt: 1 kinn -— 4 húð — 5 einkennisstafir — 7 bæn — 9 virðing —• 10 elska — 11 dráttur 14-|-15 stela 16 leysist. .Lóðrétt: 1 hætta — 2 skagi — 3 slagur — 4 klettur — 6 veiða — 7 títt — 8 reykur —■ 12 blað — 14 kind — 16 frumefni. Lausn á nr. 23. Lárétt: 1 öfugt — 4 ör — 5 dr. 7 öru — 9 dár — 10 róm — 11 gáð 13 ró — 15 km — 16 leiða. Lóðrétt: 1 ör — 2 urr —■ 3 t. d. 4 öldur — 6 ræmur — 7 örg — 8 urð — 12 áði — 14 ól — 15 KA. arbíói 20. janúar): Tónverk eftir Beethoven: a) Sónata í f-moll op. 57 —• „Appassionata" b) Sónata í cis-moll op. 27 — „Tunglskins- sónatan". 22.10 Passíusálmur nr. 8. 22.20 Framhald píanótónleika Pauls Baumgartner. — Tónverk eftir Beethoven: c) Tilbrigði i Es- dúr — „Eroica'-tilbrigðin. d) Ron- do: „Bræði út af týndum skild- ing“ — (aukalág). 22.10 Dagskrár- lok. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er i Reykjavikur- apóteki, sími 1760. Sj ómannablaðlð Víkingur, 1. tbl. 1951, er komið út. Ef ni: Hér skal staðar nema ('for- ystugrein), Áskor- un til Alþingis, Sjómannastofur, Norðurlandssíldin og breytingar á göngum hennar, síðari grein Árna Friðrikssonar, Samþykktir 14. þings F.F.S.I., Himingeimurinn eftir Július Ólafsson, Það er dá- samlegt að lifa, smásaga eftir James Hanley, Tegundir skipa og lestatal, Gastúrbinuvél sett i olíu- skip o. m. fl. — Skákritið, 1. tbl. 1951, er komið út. Efni: Skák- þingið i Amsterdam. Af innlend- um vettvangi o. fl. 'S S. I. laugardag op- J inberuðu trúlofun ~ sína ungfrú Sig- riður Friðfinnsdótt ir, Hlíðarbraut 7, Hafnarf. og Gestur málari, Háteigsveg 22, Árnason, Reykjavík — Söngæfing i w Édduhúsinu við Lindargötu kl. 8.30 í kvöld. — Mætið stundvíslega. Fundur í kvöld á venjulegum stað kl. 8.30 stundvislega. Gjafir til S.Í.B.S. Ólöf Bjarnadóttir 10; Fóst- bræðrafélag Frikirkjusafnaðarins 500; Gestir að Reykjalundi 200; JJ 50; KL og JS 100; NN i minningu um Bryndísi Thorsteins son 100; Jóni Traustasyni 40 Kjartani Guðjónssyni 40; NN 90 NN 200; Björg Björnsdóttir 50 Júlíus Valdimarsson 5; GK Stokk hólm, 50; Einar Ólafsson 100 Árni Einarsson 100; Kristin Tóm- asdóttir 200; NN 20; Kidda Hall- dórs 25; NN Styklcishólmi 150; MÓ og AJ 95; NN 30; S.E. Björns- son 320; Þorgeir Jónsson, Þing- eyri 50; ÞS 50; Teitur Teitsson og systkini 4500; Einar Einarsson 100; Árni Stefánsson, Þingeyri 100; Þórður Sigmundsson 100; Sigrún, Birgir, Einar, 100; F.G.Southwell, London 25; Helgi Finnbogason 20; Anna og Ólafur Þorbergsson 100; Jón og.Ásta 100; E.B. 100; gamali sjúklingur 50; NN 50; Guðm. Þorsteinsson 100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.