Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.01.1951, Blaðsíða 8
Fárviðrið um helguui: YÍkttr - Snjjéfftir raddti klini HeilisheiSi Mosfeiisheiði og Hvaðfiörður urðu ófœr ” ers KrýsuvíkurleiSin var fœr ÓÐViLIINN eifi ar enn AíþýðsSlekksbEGddamiz feíia skeea á bæjar- sSfóm að firyggja 6 aí Rýfis togumnum tiS Svíku? Engin slys urðu, hvorki á sjó né landi, í fárviðri því sem geisaði á suðvesturlandi sunnudagskvöldið og fram undir morg- un mánudags. 600—700 manns lagði af stað til Reykjavíkur frá skíðaskálunum í Hveradölum og Kolviðarhóli í bifreiðum og treystu því að snjóýtum Vegagerðar ríkisins mundi takast að ryðja leiðina. Reyndist það alltorvelt eins og sjá má af því að bílarnir voru 11—12 klst. frá Hveradölum til Reykjavíkur. Er það ráunar ekki í fyrsta skipti sem treyst er á snjóýturnar í tilfélli sem þessu og hefur vel gefizt hingað til, en þeir sem fyrir skíðaferðum standa ættu samt að gæta meiri varúðar í íerðum sínum þegar veðurútlitið er slæmt. Hellisheiðarvegur, Mosfcllsheiðarvegur og vegurinn fyrir Hvalfjörð Iokuðust í óveðrínu og voru ófærir í gær. Hinsvegar var fært bifreiðum til Keflavíkur og Krýsuvíkurleiðina þurfti ekki að ryðja í gærmorgun. Á Holtavörðuheiði hefur færi versn- að, en yfir hana hefur verið selflutt í beltisbifreiðum að undan- förnu. Nú heí'ur sett niður nýjan snjó á heiðinni, en reynt verð- ur að troða þar nýja slóð í dag eí veður leyfir. Aðalí'undur Sjómannafclags Reykjavíkur var s.l. sunnudag. Voru þar birt úrslit stjórnarkosningar. Kosningafyrirkomulag sæmundanna í Sjómannafélaginu er löngu alræmt um land allt, það er þannig að sjcmönnum er meinað að stilla upp. Sjómenn svöruð.u nú með því að taka ekki þátt í atkvæða- greiðsi'unni eða skila auðu. í þessu 1600 manna félagi greiddu 823 atkvæði, af þeim skilaði á annað hundrað auðu. Reksturshalli Sjómannafélags Reykjavíkur varð 11560 kr. síðastliðið ár. Um kl. 17 á sunnudagskvöld- ið byrjaði að hvessa og' fylgdi töluverð snjókoma. Náði veður- hæðin hámarki kl. 21, en þá voru 12 vindstig í Reykjavík. Fór ekki áð lægja fyrr en um kl. 4 á mánudagsmorgun. Nokkrir bátar frá Reykjavík voru á sjó þegar hvassviðrið byrjaði en þeir náðu allir landi heilu og höldnu og án þess að leita þyrfti aðstoðar Slysavarna félagsins. Hins vegar bárust félaginu hjálparbeiðnir um nótt- ina frá fólki sem átti aðstand- endur á leið í bæinn í bifreiðum. Margir bílar sátu fastir í snjó á Hafnarfjarðarvegi og voru þar jafnvel ungbörn á ferð. Enginn var þó í verulegum naúðum staddur og ekki hefur frétzt að neinum hafi orðið meint af ferðavolki þessu. Fjögur skip slitnuðu upp hér I höfninni og kom dráttarbátur- inn Magni þeim til hjálpar. Skip þessi voru: Heimaklettur, Faxa- borg, Oddur og togarinn Jón Steingrímsson. Rak þau vestur að Grandagarði, en Magni náði þeim aftur á flot. Ekki er vitað um skemmdir á skipunum, en búist við að þær séu einhverj- ar. Mörg hundruð manna voru á skíðum á Hellishei'ði um helg- ina. TJm 400 manns fóru á veg- um Skíðafélagsins og KR í Hveradali og 159 í bifreið- um Ferðaskrifstofunnar. Flest af þessu fólki lagði af stað í bæinn kl. hálf átta í fyrra- SlysavazsEafélaginu besast pemngagiafir Slysavarnafélag íslands varð 23 ára í gær. Bárust félaginu þá tvær myndarlegar peninga- gjafir. Sigurvin Edilonsson, fyrrv. útgerðarmaður að Litla- Árskógarlandi sendi félaginu tvær sparisjóðsbækur með inn- stæ'ðum að upphæð samtals kr. 10884,47, og frá Gjafasjóði Landsspítalans bárust 2 þús. kr. í peningum til minningar um Ingu sál. Lárusdóttur, er var einn af frumherjum kvenna- deildar SlysavarnafélagBins. kvöld með snjóýtur Vegagerðar ríkisins í fararbroddi og kom til bæjarins kl. 6—7 í gærmorgun. Um 80 menn dvöldu í Skíða- skálanum í Hveradölum um nóttina. Fjöldi fólks var á Kolviðar- Framhald á 6. síðu. Alvarlegar ryskingar urðu hjá pylsuvagninum í Tryggva- götu kl. hálf 12 á laugardags- kvöldi. Ráðizt var á tvo ut- anbæjarmenn og lá annar þeirra fótbrotinn og skrámaður á göt- unni er viðureigninni lauk. Hef- ur nú tekizt að hafa upp á árás armönnunum. Maðurinn sem slasaðist liggur i sjúkrahúsi. Jón Bjjarnason kosinn formaiur Blaðamannafélags Ssfamfe Aðalfundur Blaðamaiinaíé- lags Islauds var hahlinn s. 1. sunnudag. Fcrmaður var kosinn Jón Bjarnason með 20 atkv., ívar Guðmundsson fékk 14. Varat'orm. var kosinn Sverrir Þórðarson, ritari Ingólfur Krist- jánsson, gjaldkeri Guðni Þórð- arson og Högni Torfason með- stjórnandi. Formaður s. 1. ár var Thor- olf Smith. Á s. 1. ári var hrund- ið í framkvæmd mörgum þeim málum er Blaðamannafélagið hefur unnið'- að á undanförnum •árum og menningarsjóður fé- lagsins hefur aldrei aukizt jafn- mikið á einu ári. Er hann nú orðinn 113 þús. kr. Þakkaði fundurinn fráfarandi formanni vel unnin störf með lófataki. Stjórn Menningarsjóðs B.í. var endurkjörin, en hana skipa: Sigurður Bjarnason, Hendrik Ottósson og Jón H. Guðmunds- son. Þrjú innbrot Þrjú innbrot voru framin hér í bænum í vikulokin. Brotizt var inn í verzlunina ,,Sjóklæ'ði og fatnaður“ í Varðarhúsinu óg stolið þar tveimur úlpum, græn- um að lit, fóðruðum með hvítu gæruskinni og með kraga úr brúnu flosi. Þá var brotizt inn i veitingastofuaa ,,Skeifan“ við Tryggvagötu og stolið sígarett- um, 9—10 pökkum af konfekti, 6 pökkum af „Agio“-vindlum, 50 kr. í skiptimynt o. fl. Enn- fremur var brotizt inn i veit- ingastofuna á Vesturgötu 53 og stolið vekjaraklukku og síg- arettum. Þannig hefur deildin slalcað á afstöðu sinni til minkaeldis frá i fyrra. Efri deild felldi hinsvegar frumvarpið um hi'ð algjöra bann við minkaeldi í fyrra. Hið nýja frumvarp um loð- dýrarækt kveður svo á, að lagt verði niður starf og skrifstofu- hald ríkisráðunautarins í loð- dýrarækt, og taki einn af ráðu- nautum Búnaðarfélagsins við stjórn þeirra mála. Fluttar voru margar breyt- ingartillögur við frumvarpið, og allar felldar, þ.á.m. tillaga frá minnihluta landbúnaðarnefndar (Ásm. Sig. og Ásg. Bj.) sem fól í sér algjört bann við minka eldi frá 1. jan. 1952 að telja. Sömuleiðis tillaga frá landbún- aðarnefnd þess efnis, að gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir til eyðingar villiminkum, t. d. á- kveðnar skyldur lagðar á hreppsnefndir í þcssum efnum, og verðlaun veitt, allt að 60 kr., fyrir livern drepinn mink. Æ.F.R, Æ.F.R. Mállaiitdui* veröur í kvöld klukkan 8.30 e. h. að Þórsgötu 1, — Umræðuefni: Ö I f r u m v ar p i ð Framsögumenn': Sverrir Gunnarsson, Tryggvi Svein- björnsson. Fjölmennið Þeim er ekki þekkja vinnu- brögð sæmundanna í SR myndi þykja gaman að vita ástæðurn- ar fyrir feluleiknum mikla í sambandi við þessar kosningar — hvað eru mennirnir að fela?! Atkvæðaseðlana geymdu þeir i peningaskáp, nema frá þeim skipshöfnum er þátt tóku í kosningunni og neituðu að af- henda atkvæðaseðlana nema Deildin vill sem sagt leggja nokkrar hömlur á tilveru ali- minka, en engar á tilveru villi- minka. Með öðrum orðum: hæfilega áminningu til alimink- anna! En lifi villiminkarnir! Rau sagði að stjórn sín hefði óvéfengjanlegar heimildir fyrir því, að ef Kína yrði lýst árásar- aðili væri engin von lengur um árangur af samningaumleitun- um. Ekki árá,s heldur öryggisráðstöfun. Stjórn mín er ekki þeirrar skoðunar, að kínversk íhlutun t Kóreu spretti af árásarhvöt- um, sagði Rau, heldur valdi henni einlægur ótti um öryggi Kína. Hann kvað síðustu álykt- un Asíuríkjanna miða að því að eyða þessum ótta. Rau minnti fulltrúana á, að aðvar- anir Indlands í Kóreumálinu hefðu- hvað eftir annað verið að engu hafðar og afleiðingarn- ar hefðu reynzt hinar alvarleg- ustu. Fulltrúi Burma sagði, að það sýndi skort á raunsæi að ætla sér að lýsa stjórn árásar- þeir væru látnir strax í atkvæða kassann. Eftir að hafa sctið nær 12 klukkustundir s. 1. föstudag við að sortera þessa 823 scðla voru þeir loks reiðubúnir til að segja félagsmönnum að á annað hundrað hefðu skilað auðu, Garðar Jónsson verið kosinn formaður með 581 atkv., Sigfús Bjarnason varformaður með 598 atkv., Jón Sigurðsson ritari með 559 atkv., Eggert Ól- afsson gjaldkeri með 546, og Hilmar Jónsson vargjaldkeri með 592! Allir þessir herrar, að und- anskildum þeim siðasta, eru nánir samstarfsmenn Sæmund- ar kexverksmiðjuforstjóra og fyllilega samábyrgir um þau miklu óþurftarverk er brodd- arnir hafa unnið i félaginu í garð sjómanna. Á fundinum flutti fráfarandi form. skýrslu fulla af lofi um sæmundana og fórnir þeirra í þágu sjómanna- stéttarinnar!! og var síðan gerður að heiðursfélaga. Að lokinni skýrslu og reikn- ingum lögðu broddarnir fram tillögu um að víta afgreiðslu Framhald á 6. síðu. aðila og búast svo við að hún settist við samningaborð með þeim, sem það gerðu. Egypzki fulltrúinn- gagnrýndi einnig bandarísku -tillöguna. Fylgiríkin hlýða. Fulltrúar fylgiríkja Banda- ríkjanna í Vestur-Evrópu birtu hver af öðrum uppgjöf stjórna sinna fyrir þvingunum Banda- ríkjastjórnar. Ekki fengust þeir þó flestir til að ganga lengra en að heita stuðningi við að lýsa Kína árásaraðila en áskildu stjórnum sínum rc'tt til að neita þátttöku í refsiaðgerðum. Meðal þeirra, sem þannig töl- uðu, voru fulltrúar Danmerkur, Noregs, Hollands og Belgíu. Hafa nú fulltrúar 38 af 60 ríkj- um í SÞ lýst yfir algerum eða skilyrðisbundnum stuðningi við bandarísku tillöguna. Nokkuð áfall fyrir aliminka — En mikill uppsláttur fyrir villiminka 1 gær var samþykkt eftir 2. umr. í neðri deild Alþingis stjórnarfrumvarp um loðdýrarækt. Frumvarpið felur í sér það ákvæði að leyft skuli minkahald, ef dýrin eru geymd í sérstök- um þar til gerðum steinsteyptum húsum með steyptu gólfi. En sem kunnugt er samþykkti neðri deild í fyrra algjcjrt bann við minkahaldi. Alyktun U. S. A. útilokar friðsamlega lausn í Kóreu Rau fulltrúi Indlands lýsti yfir í stjórnmálanefnd SÞ í gær, aö samþykkt bandarísku tillögunnar um að lýsa Kina árásaraðila myndi útiloka friðsamlega lausn Kóreu- deilunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.