Þjóðviljinn - 30.01.1951, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.01.1951, Qupperneq 5
Þriðjudagur 30. janúar 1951. ÞJ ÓÐV1L71 NN P®5S«^- Tafarbusa rannsókn á oIíuKneykslinu vinnubrögðum verðgæzlustjóra Eftir að Pétur Pétursson verðgæzlustjóri hefur af annarlegum hvötum gerzt opinber málsvari fjárplógs- manna þeirra sem hann átti að sækja til saka samkvæmt embættiseiði sínum eru til þrír möguleikar á opinberri rannsókn á verðlagshneyksli Olíufélagsins h. f.: 1) Dómsmálaráðuneytið getur fyrirskipað saka málarannsókn gegn Olíufélaginu, og ber raunar skylda til þess. 2) Einhver af viðskiptamonnum Olíufélagsins, sem rændur var með verðlagsbroti þess, getur kært og krafizt sakamálarannsóknar. Menn hafa kært út af minna ráni en tveim milljónum! 3) Alþingi getur skipað þingnefnd til að rann- saka olíuhneykslið samkvæmt 39. grein stjórnar- skrárinnar, en þar segir svo: „Hvor þingdeild get- ur skipað nefndir innandeildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mal, er almenning varða. Þing- deildin getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.” Verðlagsbrot Olíufélagsins og embættissvik verð- gæzlustjóra hafa vakið athygli og reiði almsnnings um land allt. Þungi almenningsálitsins verður nú að beinast í þann farveg að knýja fram rannsókn samkvæmt þess- um þrem möguleikum, og slíka rannsókn er hægt að knýja fram. Glöggt dæmi um þunga al- menningsálitsins í þessu hneykslismáli er það að Morg- unblaðið tekur í fyrradag al- gerlega undir gagnrýni Þjóð- viljans á vinnubrögðúm verð- gæzlustjórans og rekur enn staðreyndirnar um lögbrot Olíufélagsins. Þegar Þjóðvilj- inn ljóstraði fyrst upp um hneykslið tók Morgunblaðið því mjög fálega og kvaðst ekki viija ræða málið, enda er Björn Ólafsson sem kunnugt er einn valdamesti liluthafi Olíufélagsins við hlið vinar síns og bisnissfélaga Vil- hjálms Þórs. Lesendur blaðs- ins tóku þessa afstöðu hins vegar það óstinnt upp að ekki þótti ráðlegt að halda henni, og Morgunblaðið birti síðan upplýsingar Þjóðviljans. Pjár- hagslegar andstæður innan gróðaklíku þeirrar sem nú arðrænir þjóðina studdu einn- ig að því að Morgunblaðið taldi sér fært að ganga í ber- högg við Björn Ólafsson og hagsmuni hans. Málgagn dómsmálaráð- herrans krefsl rannsóknar Morgunblaðið segir í fyrra- dag um málsmeðferð verð- gæzlustjóra: „Hefur verðgæzlustjóri enga rannsókn látið fram fara og því síður fengið málið verðlagsdómi til með- ferðar, en liann hefur hið eiginlega rannsóknarvald, auk þess sem verðlagsdóm- ur einn getur kveðið á um sýknu eða sekt kærða, en alls ekki verðlagsstjóri upp á sitt eindæmi!“ Framhald á 7. siðu. |7yrra mánudagskvöld gerð * ist sá einstæði atburður í sögu sameinuðu þjóðanna, að Bandaríkjastjórn varð undir í atkvæðagreiðslu um mál, sem hún lagði allt kapp á að fá afgreitt eftir sínu höfði. Frá því SÞ voru stofn- settar hafa Bandaríkin ævin- lega getað ráðið úrslitum mála á þingi þeirra, ef stjórn in í Washington hefur talið þau þess verð að beita valdi sínu yfir stjórnum annarra auðvaldsríkja til að hafa á- lirif á atkvæði fulltrúa þeirra. Nú brá hinsvegar svo við, að samþykkt vár með 27 atkvæðum gegn 23 að hætta í tvo sólarhringa umræðum um kröfu Banda- ríkjanna um aðgerðir gegn Kína. Gífuryrði og særingar bandaríska aðalfulltrúans Austins megnuðu ekki að fá fulltrúana til að virða að vettugi boð alþýðustjórnar Kína um friðsamlega lausn Kóreudeilunnar og annarra deilumála i Austur-Asíu. Þessi málalok eru þeim mun athyglisverðari, sem nú snerist gegn Bandaríkja- stjóm helmingur þeirra ríkja, sem fylgdu tafarlaust skipun hennar um stuðning við hernaðaraðgerðir gegn Kóreska alþýðuríkinu rrð- astliðið sumar. Þá gái'u Bandaríkin látið líta svr' vt á pappírnum að nær r'I'.ar SÞ styddu áráslna á I/'veu án opinberrar ]:v5r.rtiiar pf Bandaríkjanna há'fu -p" mi dugðu ekki einu rinn' heinar málaleitanir frá e'i~,,n5nni í Washington t.ii n -T) fylgi- ríkja til að frvrro 'r, vtuðning við sam'þykkt rrnn alþýðu- stjórn Kínv. O •"'’eiidingarn- ar sjálfar crn c' 'v: æðar, með þeim sn-v” P.n n daríkjastjórn sér heint ,;1 r'kisstjórna hlut aðeigendi laváa og reynir að þving- þær til að láta full- trúa cfria hjá SÞ greiða at- 'kvæði e’ftir vilja hennar. Grcinilega verður ekki játað, að það cru Bandaríkin en ekki SÞ sem eiga í illdeilum við Kína. TtiTissætti iBandaríkjanna og fylgiríkja þeirra á sér SÞ, Kínei og Stefán P. langan aðdraganda, þótt það hafi ekki blossað upp í Ijósum loga fyrren nýlega. Klofningurinn í Vesturblökk inni var fyrir hendi strax í við upphaf Kóreustríðsins. Um leið og Truman forseti skipaði flugher og flota Bandarikjanna að ráðast á Kórea, (og lét svo SÞ sam- þykkja gerðan hlutj fyrir- skipaði hann hernám kín- versku eynnar Taivan og til þess treysti Bandaríkja- stjórn sér ekki að fá sam- þykki fylgiríkjanna. Skömmu síðar fór MacArt- hur, „hershöfðíngi SÞ í Kóreu“ til Taivan á fund Sjang Kaiséks og eftir fund- inn var lýst yfir, að þeir hefðu rætt, hversu Sjang yrði komið til valda í Kína á ný. Ekki leið langur tími eftir þetta þang- að til MacArthur lýsti yfir í boðskap til samtaka fyrr- verandi bandarískra her- manna, að Bandaríkin ættu að leggja undir sig Taivan vegna þess að þaðan gætu þau með flugher og flota dra’ttnað yfir strandlengju Suðaustur-Asíu frá Singa- nore til Vladivostok. Skipun Trumans til Bandarikjaflota um að taka Taivan á sitt vald var árás á Kína og orð c.g gerðir MacArthurs, sem á eftir fóru.’bentu greinilega til þess, að innrás á megin- land Kína væri í undirbúingi. 1 sömu átt benti sókn Mac- Arthurs norðuryfir 38. breiddarbaug í Kóreu. Kórea og Taivan voru einmitt still- urnar, sem Japanir notuðu til innrásar sinnar í Kína. Áður en Bandaríkjaher fór yfir 38. breiddarbaug lýsti Sjú Enlæ utanríkisráðherra Kína yfir, að Kinverjar myndu ekki horfa aðgerðar- lausir á slíka innrás. Ind- landsstjórn og Bretlands- stjórn vöruðu Bandaríkja- stjórn við að láta Mac-Art- hur sækja yfir 38. breiddar- bauginn, en aðvörununum var ekki skeytt. Er alþýðu her Kórea snerist til varnar með aðstoð Kínverja og rak Bandaríkjaher öfugan frá landamær-im Kína, haíði taumlaus frekja og ögranir Bandaríkjastjórnar pg Mac- Arthurs gert það að verk- um, að almenningur í fylgi- ríkjum Bandaríkjanna hafði sannfærzt um að stjórnend- ur Bandaríkjanna sæktust eftir stríði við Kína og ættu alla sök á því, hvernig kom- ið var. Ctjórnir fylgiríkjanna geta ^ ekki dregið þjóðir sínar útí styrjöld, sem öllum er ljóst að háð væri einungis fyrir heimsvaldahagsmuni Bandaríkjanna, og sem þar að auki j'rði til þess eins að þurrka út síðustu ítök Vest- urveldanna í Asíu. Banda- ríkjamenn vaða enn í þeirri villu, að þeir eigi aliskostar við hina lituðu kynþætti, þrátt fyrir reynsluna í Kóreu en Bretar og Frakkar vita betur. Þeir eiga nógu örð- ugt með að halda ítökum sín um þótt þeir æði ekki útí styrjöld við Kína, er myndi sprengja brezka samveldið og draga mestallan herstyrk þeirra frá Evrópu. Blöð borg araflokkanna og sósíaldemó- krata í Vestur-Evrópu telja hástöfum harma sína yfir því, hvílíka ófæru Banda- ríkjastjórn hefur dregið Vesturblökkina útí, en banda rísku blöðin atyrða fylgirík- in fyrir heigulshátt og svik við hinn sameiginlega mál- stað. 1 einu Evrópulandi eru þó borgara- cg kratablöðin algerlega á bandi Trumans og MacArthurs og heimta stríð við Kína af engu minni ákafa en sorpblöð Hearsts og Scripps- Howard i Banda ríkjunum. Islenzku aftur- haldsblöðin hafa sem sé gleypt Bandaríkjaáróðurinn hráan einsog greinilegast kemur fram í ritstjórnar- grein í Alþýðublaðinu 19. þ. m. Þar ægir saman slíkum firnum fjarstæða og ósann- inda, að Stefán Pétursson ætti að eiga mikla sigur- möguleika í keppni um tit- ilinn „Óvandaðasti ritstjóri í heimi“. „IZína hafði ekki verið ógn- “• að ... á nei'nn hátt“, segir í ritsjórnargrein Al- þýðublaðsins. Ritstjórinn virðist hafa verið svo úti á þekju, að hann hafi ekki heyrt getið hemáms Banda ríkjanna á Taivan og þá auðvitað eklci hundraða á- rása bandarískra flugvéla á kínverskt land. Meiri ógnun við Kína en hernám Taivan er naumast hugsanleg. Brezki íhaldsrithöfundur- Stephen King-Hall kemst svo að oroi í „Manchester Guardian“ nýlega, að Taivan hafi ekki hernaðarþýðingu fyrir. neinn nema þann, sem „girnist að gera innrás í, loftárás á eða setja hafn- bann á Suður- og Mið-Kína“. Ekki hefur Alþýðublaðsrit- ■stjórinn kvnnt sér opinbera skýrslu Bandaríkjastjórnar og um skipti hennar við Kína því að hann segir: „Það vcru einmitt þeir Truman, Marshall og Acheson, sem róðu því að Bandaríkin neit- uðu stjórn Chang Kai-sheks (svo) um allan stuðning i borgarastyrjöldinni við kommúnista“. Ritstjórinn lætur ekki vefjast fyrir sér smávegis staðreyndir einsog þá, að í hvítbók bandaríska jjtanríkisráðuneytisins frá 5. ágúst 1949 um skipti Bandaríkjanna cg Kína er greint frá því, að bandarísk aðstoð við Sjank Kaisék frá því styrjöldinni við Jápan lauk, nemi þá 3.341.600.000 dollurum og af þessu voru vopn og skotfæri fyrir 1.078.100.000 dollara. Öll þessi aðstoð var veitt eftir að Truman varð forseti og mikið af henni meðan MaTsh all og Acheson voru utanrík- isráðherrar. En auðvitað lætur ekki Stefán Pétursson eins óskáldlega hluti og stað reyndir hafa áhrif á hug- smíðar sínar um alþjóða- mál. Hugmyndaflugið kemst þó fyrst í algleyming er Al- þýðublaðsritstjórinn fer að leggja Bandaríkjunum ráð í viðureign þeirra við Kín- verja. Þar er sannarlega ekki skortur góðra kosta. Hvað ætli svo sem verði auð veldara en að efla „stjórn Chang Kai-sheks á Formósu gegn stjórn Mao Tse-tung í Peking“ eins og komizt er að orði í ritstjórnargrein- inni. Það að alþýðuher Mao er nýbúinn að gjörsigra margfalt fjölmennari og bet- ur vopnaðan her Sjangs og hrekja hann af meginlandi Kína, er auðvitáð algert auka atriði í þessu sam- bandi, kínverska byltingin hlýtur að verða að engu ef Stefán Pétursson og Ache- son stappa niður fótunum samtímis. En annar kostur er ekki síðri, að „geta vopn- að Japani til baráttu“ gegn K-ínverjum. Þetta snjallræði má ritstjóri Alþýðublaðsins ómögulega láta liggja í lág- inni. I-Tn'"n ætti að vita, hvr’t A-tt’eé flokksbróðir han- vr*í evki liakkiátur ef han^ rt’-Tigi bví að honum, að lo,u='-':n á vandamálum Austur-''A að vopna Japan t'J á“' —■ á Fína. En í alvöru iTvar á byggðu b'!i fiokkur, sem tehir s1" ~ 'Tf'lder'ó- kratiskan, f”.rir rf- stjóra r|.ía!r.r.1,TrTPi síns annaðeins fvr'rbr'Tði cr Stefán Pótu,*-'on? I-Ivað ætli t. d. ac Percy Cudlipp ílentist lengi við „Daily Her ald“ eftir að hafa birt rit- stjórnargrein einsog þá í Alþýðublaðinu 19. þ. m. ? M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.