Þjóðviljinn - 24.02.1951, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. febrúar 1951.
ÞJÓÐVILJINN
5
Fyrstu samtök verksmiðjufólks
Þegsir kaupið var 75 króniir á mánuði og
vmiiutími eltir geðþótta atvinnurekenda
Viðtal við Marqrétu Árnadóttur
Þjóðviljinn snéri sér til frú
Margrétar Árnadóttur í tilefni
af grein hennar í Þjóðviljanum
í gær með því líka að einhver
hafði upplýst að hún mundi
vera ein þeirra kvenna er fyrst
hófu merki stéttarsamtaka verk
smiðjufólks hér í bænum. —- Við
snúum okkur strax að efninu
og óskum að fá að heyra eitt-
hvað um þátt hennar að þessum
merkisviðburði.
„Minn þáttur“, segir frú Mar-
grét, „er naumast umtalsverð-
ur, en ég vann sem ung stúlka
veturinn 1934 í verksmiöju hér
í bænum. Þá voru kjörin, eins
og- ág hef áður skýrt frá hér í
blaðinu, mjög bágborin, Kaupið
75—125 krónur á mánuði, vinnú
dagur átti að heita 9 siundir,
en þetta ákvæði mátti frekar
heita undantekning en regla því
atvinnurekendur virtu þaö oft
lítils í skjóli samtakaleysis okk-
ar. Yfirvinna var oft greidd
mjög af handahófi eða ekki og
annað eftir því“.
Sennilega hefur fólkið verið
farið að þreytast á svona með-
ferð?
„Auðv'tað var fólkið óánægt
en samtakaleysið og óttinn við
atvinnuleysið hamlaði því að
hafizt væri handa. — Jafnvel
atvinnurekendur neituðu þvi
ekki að kjörin væru með öllu
ónóg til að lifa af þeim, en til-
svör þeirra ef um þetta var
rætt, voru almennt þau, að
laun okkar bæri frekar að skoða
sem vasapenininga okkar heldur
en venjulegt kaup þar eð við
værum enn á vegum foreldr-
anna o. s. frv.“
Viltu segja okkur hvað þér
er minnisstæðast frá þessum
tíma?
„Það mun þá vera einna helzt
fyrsta verkfallið okkar í Kex-
verksmiöjunni Frón. -— Yfir-
maður okkar var sem sé einnig
bakarameistari og bjó daglega
í hendur okkar deig til að vinna
úr; hann gerði það oft svo rif-
lega, að við urðum að vinna
talsvert fram yfir umtalaðan
vinnudag til að ljúka við það
og bjarga því frá eyðileggingu.
Einn dag þegar svona stóð á
og fyrirsjáanlegt var að við
mundum ekki ljúika hinu úthlut-
aða verkefni fyrr en seint á
kvöldi, hversu vel sem við ynn-
um, þá tókum við okkur saman
úm að hætta vinnu allar á rétt-
um tíma þ. e. kl. 6 á mínútunni
og láta skeika að sköpuðu með
deigið sem eftir yrði.
Næsta dag mættum við all-
ar í vinnu. — Þegar við höfð
um unnið um hálfa klst. voru
vélarnar skyndilega stöðvað-
ar og við kallaðar saman í
hóp. Þóttumst við þá vita
hvað á seyði væri. Síðan er-
um við spurðar um hver okk
ar hafi staðið fyrir vinnu-
hættum kvöldið áður. Er ekki
að orðlengja það, að við geng
'umst allar sem ein við til-
tækinu kvöldinu áður. Við
þessa félagslegu játningu
okkar frammi fyrir atvinnu-
rekandanum þjöppuðumst
við ósjálfrátt hver að annarri
eins og í leit að eina athvarf-
inu sem vinnandi menn eiga,
þegar ráðizt er á lífsrétt
þeirra: styrksins hvers frá
öðrum. — Atvinnurekandinn
sá hvað gerzt hafði. Það var
ekki í svipinn hægt að refsa
neinni sérstakri með útskúf-
un af vinnustað hinum til
viðvörunar og auðmýkingar.
Vinnan hófst og vinnudagur
var haldinn.
Nokkru síðar um vorið var
stofnað stéttarfélag verksmiðju-
fólks á þessum vinnustað. En
þá var atvinnurekandanum nóg
boðið. Hans fyrsta ráðstöfun
var að reka af vinnustaðnum
þær stúlkur sem kosnar höfðu
verið í stjórn félagsins. Ég var
■z EY KJ AVÍK tl, ÞÆTTI a
Kynmisför íslenzkra lítvegsmanna
til Noregs
Á tveimur undanförnum fiski
þingum hefur verið um það
rætt, að æskilegt væri, að Fiski-
félagið beitti sér fyrir kynnis-
för íslenzkra útvegsmanna eða
annarra þeirra er við sjávarút-
veg fást til einhverra af ná-
grannalöndunum.
Nú hefur verið ákveðið að
láta verða af þessu og hefur
Noregur orðið fyrir valinu enda
ýmislegt talio líkt um fiskveiðar
þar og hór.
Snemma í þessum mánuði var
ákveðið að gefa mönnum kost
á slikri férð og veitir Fiskifé-
lagið nokkurn styrk til ferðar-
innar en þátttakendur eru til-
nefndir af fjórðungssambönd-
um og deildum félagsins.
Fararstjóri er Arnór Guð-
mundsson skrifstofustjóri Fiski
félagsins, en aðrir þátttakendur
eru Árni Vilhjálmsson Seyðis-
firði, Einar Guðfinnsson, Bol-
ungavík, Gísli Magnússon Vest-
mannaeyjum, Karvel Ögmunds-
son, Ytri-Njarðvík og Ölafur
Elísson, Hafnarfirði. Auk þess
voru tveir menn ráðnir til far-
arinnar, en forfölluðust báðir
á síðustu stundu. Voru það þeir
Viglundur Jónsson frá Ölafsvík
og Helgi Pálsson frá Akureyri.
Hugmyndin með för þessari
er að kynnast nokkuð sjávarút-
vegi Norðmanna eftir því, sem
föng eru á á. skömmum tímá,
en ferðalagið mun væntanlega
taka þrjár vikur.
Við undirbúning ferðarinnar
hefur verið haft samráð við
norsku fiskimálastjórnina og
Framhald á 7. síðu.
ein þeirra er fyrir þeim heiðri
varð“.
Og hversu reiddi svo af þessu
fyrsta félagi verksmiðjufólks ?
„Að vísu varð það skammlíft,
en með þessari tilraun var vak-
in hreyfing, sem ekki tókst að
murka lífið úr. Björn Bjarnason
og fleiri ágætismenn voru þegar
farnir að leita fyrir sér um
myndun samtaka meðal verk-
smiðjufólks. Allt næsta sumar
var unnið kappsamlega að Undir
búningi og Iðja, félag verk-
smiðjufólks, var stofnað þá um
haustið að mig minnir.
Tel ég að með starfi Iðju
hafi litla verksmiðjufélagsins
okkar stúlknanna í Frón verið
vel hefnt og mikil blessan af
hlotizt fyrir stétt verksmiðju-
fólks í heild.
Hvernig mundi hann sfanda
sig frammi fyrir afvinnu-
rekendum?
Á fundi Iðju, félags verk-
smiðjufólks, í fyrrakvöld mættu
frambjóðendur B-listans í fylgd
með atvinnurekandanum og
kexverksmiðjuforstjóranum Sæ-
mundi Ólafssyni, manninum
sem frægur varð fyrir það 1944
að krefjast þess opinberiega að
Iðja yrði lögð niður á meðan
hún stóð í sigursælli- kaupgjalds
baráttu. Frammi fyrir Iðjufé-
lögum, sem þekkja af margra
ára reynslu Björn Bjarnason
og starfsfélaga hans í stjórn
Iðju, reyndu B-listamenn að
afla sér skrautfjaðra méð því
að lýsa sig algerlega sammála
gjörðum félagsstjórnar á liðn-
um árum og tillögum hennar
varðandi verkefni sem framund
an eru. Enginn þeirra treystist
til að vega að félagsstjórn á
málefnalegum grundveili i á-
heyrn fundarins. Formannsefni
B-listamanha, Axel Norðfjörð,
sá sér meira að segja þann
kost vænstan að fara lofsam-
. ». i. f J i i i Í.LM
legum orðum um starf Björns
Bjarnasonar fyrr og síðar í
þágu félagsins. — En þessum
heiðursmanni láðist hins vegar
að geta þess, að á sama tima
var komið á pósthúsið bréf, sem
hann hafði á öðrum fundi látið
leiðast til að setja nafn sitt
undir, bréf, sem er einkum ætl-
að þeim sem minnst vita um
fortíð Iðju og baráttuna á und-
anförnum árum, fullt af at-
vinnurekendaáróðri og svívirð-
ingum í garð Bjöms Bjarnason-
ar og annarra reyndustu og
beztu forystumanna félagsins.
Iðjufélagar. Hversu lýst ykk-
ur persónuleiki sá, er höfund-
ar gengisiækkunar og dýrtíðar
hafa hugsað sér að setja í sæti
Björns Bjarnasonar í stéttar-
félagi okkar á tímum harðn-
andi átaka við atvinnurekend-
ur? — Hvemig mundi svona
maðúr síanda sig frammi fyrir
atvinnurekendum þegar í harð-
bakka slær? Iðjufélagi.
VisfheimiliS 7 Arnarhoifi
17'yrir undanförnum tveim
* bæjarstjórnarfundum hef-
ur legið svokallað nefndarálit
sparnaðarnefndar. I nefndinni
voru Jónas Thoroddsen, Sigurð-
ur Á. Björnsson, Kristín Ólafs-
dóttir læknir, Hulda Á. Stefáns-
dóttir og Katrín Thoroddsen
læknir, og áttu þau að gera til-
lögur um sparnað við vistheim-
ili Re-ykjavíkurbæjar. Þetta
nefndarálit gefur góða hug-
mynd um hina „gætnu fjár-
málastjórn“ íhaldsins, eins og
hún birtist í framkvæmdinni. í
auglýsingapésum íhaldsins, fyr-
ir kosningar er nokkuð annar
bragur á henni.
★ ★ ★
innihlutaflokkarnir tóku
nefndarálit þetta til um-
ræðu og voru fluttar margar
tillögur um rannsókn og endur-
bætur, en íhaldsmeirihlutinn
var skoðanalaus í málinu og
greiddi ekki atkvæði, sva, tillög-
urnar fengu ekki nægan stuðn-
ing. Þegar deilt var á meiri-
hlutann fyrir þessa ábyrgðar-
lausu afstöðu þóttist borgar-
stjórinn standa með pálmann í
höndunum, með því að bæjar-
stjórnarmeirihlutinn hefði átt
tillöguna um þessa nefndarskip-
un á sinni tíð. (Þess þarf raun-
ar ekki að geta, að skipan nefnd
arinnar var knúin fram með
gagnrýni sósíalistanna á stjórn
íhaldsins á þessum málum.)
Skipun nefndarinnar virtist
borgarstjóranum aðalatriðið.
Það er vitanlega þarft verk, en
höfuðatriðið var ])ó niðurstaðan
af starfi nefndarinnar, en ekki
skipan hennar. Þegar nefndar-
áíitið lá nú fyrir vildi borgar-
stjóri ekkert um það tala og
bar því við að bæjarráð hefði
enga afstöðu tekið — nefndar-
álitið var þó orðið nærri tveggja
mánaða gamalt!
A/f eðal þeirra vistheimila
bæjarins sem nefndin
skoðaði, var Arnarholt. Þar
ikom í ljós að þvottur heimilis-
ins er þveginn í Reykjavík og
kostaði það á árinu 1949 kr.
43.583,78. Sú upphæð hefur
ekki verið lægri á árinu 1950.
Þess má geta að allar vélar til
þvotta eru fyrir hendi í Arnar-
holti, en þurrkarinn í einhverju
ólagi, „smávegis framkvæmdar-
atriði“ eins og segir í nefndar-
álitinu. Þetta kostar bæinn ár-
lega um 40 þús. kr. Hælið rekur
smábú og ræktar nægilegar
kartöflur fyrir heimilið, en fæðir
hælið ekki til fulls að mjólk og
rjóma. Þá komst nefndin að
þeirri niðurstöðu, að sérstakur
bílstjóri fyrir hælið (eins og
nú er) væri óþarfi, og munu
fleiri vera á sömu skoðun. Sam-
tals mun það nema nálægt 100
þús. kr. sem farið hefur í súginn
árlega undanfarið. Þetta er eitt
dærni um hina „gætnu fjár-
málastjórn" Ihaldsins.
★ ★ ★
17 n það er líka önnum hlið
" á rekstri Arnarholtshæl-
isins: sú sem að sjúklingunum
snýr. Katrin Thoroddsen læknir
lét það fvlgja undirskrift sinni
undir nefndarálitið ,að hún teldi
hælið „hvorki samræmast kröf-
um mannúð né heilsufræði“.
Þessi óhugnanlegi dómur vfir
einu vistheimili Reykjavíkurbæj
ar hafði ekki meiri áhrif á bæj
arstjórnarmeirihlutann en það,
að læknirinn í hópnum sagðist
ekki vera viss um að neinna
ímbóta væri þörf, hafði sýnilega
haft lítinn áhuga fyrir málinu
þrátt fyrir yfirlýsingu Katrínar
Thoroddsen. Hann treystist þó
ekki til að vera á móti því að
leita umsagnar sérfræðinga um
stofnunina og því fékkst eftir-
farandi tillaga frá undirritaðri
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum:
„Bæjarstjórnin samþykkir að
leita álits Jóns Sigurðssolnar
borgarlæknis, hælislæknisins í
Arnarholti Arna Péturssonar og
Kristjáns Þorvarðssonar tauga-
læknis um nauðsynlegar um-
bætur í ArnarhoIti.“
★ ★ ★
f Arnarholti eru 47 vist-
menn, þar af er um helm-
ingur geðbilaðir. Síðan finnast
þar fávitar, örvitar, elliglaptir,
mál- og heyruarlausir, of-
drykkjumenn, einn flogaveikur,
einn Parkinsons-sjúkur og einn,
brjóstþungur. Frá leikmanns-
sjónarmiði er ægilegt að hafa
á sama heimilinu andlega heil-
brigða eða veiklaða og geð-
bilað. Arnarholtið komst upp-
haflega í eign bæjarins sem
fylgifé með Korpúlfsstaðabúinu
sem bærinn var Iátinn kaupa í
sinni tíð. Húsakynni henta því
afarilla fyrir þennan rekstur,
þrátt fyrir kosnaðarsamar lag-
færingar, eins og mýmörg dæmi
eru um úr bæjarrekstrinum.
Síðast en ekki sízt er í Arnar-
holti aðeias eim hjúkrunarkona,
sem að öllum líkindum er ætlað
að vera „á vakt“ allan sólar-
hringinn! Símasambandslaust
er við Arnarholt að næturlagi,
og telur læknir hælisins ástæðu-
laust að biða eftir því að eitt-
hvað komi fyrir í Arnarholti og
álííur því rétt að ráða bót á
þessu strax.
★ ★ ★
A rnarholt er umkomuleys-
ingjahæli Reykjavíkur-
bæjar, upphaflega hugsað sem
dvalarstaður fyrir alnbogabcrn
bæjarfélagsins. Læknir getur
lýst því ýfir að hælið svari ekki
kröfum mannúðar og heilsu-
verndar, án þess að ráðamenn
stofnunarinnar blaikti auga þess'
vegna svo mánuðum skiptir.
Það sér á að í Arnarholti eru
alnbogabörnin.
Nanna Ólafsdóttir.