Þjóðviljinn - 24.02.1951, Page 6

Þjóðviljinn - 24.02.1951, Page 6
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. febrúar 1951. srv ÞVÖTTURINN - 8-w Ásgeir Bjarnason, þingmaður Dalamanna, sendir mér tóninn í Tímanum 1S. febrúar s. 1. Hann er j_>ar að reyna að réttlæta gerðir sínar gagnvart gamla fólkinu, og er það mjög skiljanlegt, því samvizkan er sennilega ekki sem bezt, enda gengur honum ekki vel að þvo af sér blettinn Þa'ð er nú að vísu ekki svo undarlegt heidur, því hann þvær sér upp úr gömlu framsóknarsápunni, sem þing- menn Framsóknarflokksins hafa þvegið sér úr ár eftir ár og er að iíkindum farin að dofria. Einnig segir hann, að það sé -ekkert óheiðarlegt við þenuan aukabita, því ávöxtunum verði varið til þess að gera pund sveitanna stærra. Ég verð nú ■að játa þaö hreinskilnislega, að á þessu gat ég .ekki v&raö mig, að hann skyldi ráðstafa laununum fyrir fram og á þenn- an hátt, því með þessum ráð- stöfunum er hann að fara út fyrir linú Framsóknarmanriá. Ég held áð ýfirleitt fari hahs skoðanabræður með fé.úr sveif- unum til kaupstaðaima, en ekki úr kaupstöðupi ~til sveita. ferma ætlar-hann sér líkiega að vevða Kynnisíör úigerðarmanna Framhald af 5. siðu. var Sunnariá fiskimálastjóri þess mjög hvetjandi að hún vseri farin. Mun norska fiski- málastjórnin annast um skipu- lagningu ferðarinnar þar í landi. Munu þátttakendur væntanlega skoða síldveiðarnar, en vorsíld- veiðin stendur nú yfir og síðan fara norður til Lofoten og skoða þorskveiðarnar, sem þar fara fram um þessar mundir. (Frá Fiskifélagi íslands.) Steínuviiinn Framhald af 1. síðu. ef stangirnar hefðu ekki verið við. flugvölliim, þar sem fiugvúlin hefði þá getað notað \itaun á Sel- tjamamesi, þótt hann sé ekki enn fnllgerður og einnig liin sterku nýju leiðarljós, sem sett eru upp í sainbandi \ið hann, en þessi öryggistæki er eliki hægt að r.ota, fyrr en stangirnar hafa verið fluttar.“ Ummæli Vísis eru þvi fjarri öllum staðreyndum og sett fram • af einhverjum annarjjegum hvötum. brautryðjandi og er kannske þegar búinn að sá fræinu, svc að líkindum fer gróðurinn í Dölum að verða áberandi með vorinu. Þá vildi ég leiðrétta villur sem hafa siæðst inn í grein hans. 1. Ég hef aldrei boiið það á* Ásgeir Bjarnason, að Imnn hafi greitt atkvæði meo iaunahækkun til emb- ttis- manna. Ég vildi ráðleggja .. on- um að lesa betur. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir neinn að lesa illa og sízt fyrir þingmenn. 2 Hann kallar mig bónda í Þrándarkoti. En ef hann hef- ur ekki vitað betur, þá læt ég liann liér með vita, að ég á heima hér í Reykjavík og bý ekki á Þrándargili. 3. Hann kallar jörð mína „Þrándarkot". Fyrir tveimur árum fékk ég nafninu breytt í Þrándargil og var það staðfest að lögum og birt í Lögbirtingablaðinu. Ann- ars þykir mér .ótrnlegt a’ð Ás- garðs-bóndinn, maður í na-stu1 sveit, -hrtfi ekki. vitað þettaþ Svoiia lagað gefur tiiefui til þes's að ætia, að sveita-þ’ng- maðurinn sé með þessu kot- naíni að reyna að óviroa mig, og það gerir heldur ekkeit til, en um leið óvirðir hann sveit- irnar, og. þá fer mér aö detta í hug, að það h ekki verið svo fjarri sann' j-iö sem ég sagði í grein minni: ólieppilegir leiðtogar, -— að sumir fram- sóknarþingmennirnir hefðu mið- ur heppileg áhrif á Ásgarðs- bóndann. Sumir vilja segja, að fram- sóknarþingmennirnir hafi nokk- urs konar janusar höfuð. Sveita andlit. þegar þeir fara upp í sveitirnar, til þess að taka of- an fyrir háttvirtum kjósend- um, svona rétt fyrir kosning- ar og kaupstaðaandlit, þegar þeir eru hérna í henni Reykja- vík og eru að tala við þessa sem í>úa ekki í kotbæjunum, heldur í svokölluðum mamm- ons-höllum og ganga með stíf- að brjóst og stígvélaskó. Það er að keyra á Kolbeini að eitthvað hafi hann kann- azt . við andlitin og hugsunar- háttinn. Hann segir: Sérhver stétt á sina vini. Sama er um bændur lika — ef ekki í raun — þá yfirskini, yfii-verpis sterka hlyni. Sveitamenn þeir segjast vera, saman hug þvi bera, vinsemcl sinni verði að flíka. — Seint vill takast samt að gera sveitabændur rílca. Jóh. Ásgeirssou. Undir eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin 98. D A G U E Aftur varð þögn. Millington tók upp reglu- stiku og fitlaði ákaft við hana. Hann var störfum lilaðinn upp fyrir höfttð. Allt í • einu fékk ltann hugmynd. Hann greip hana með áfergju. Eins og flestir treggáfaðir menn í á- byrgðarmiklum stöðum gerði hann sér far um a'ð taka það sem hann kallaði skjótar ákvarð- anir. Hann fann að nú ætlaði hann að taka skjóta ákvörðun. Hann leit snögglega upp og fann greinilega til virðuleika síns. „Við höfum gert miklar breytingar hér. Viss- uð þér það?“ „Nei, herra Stanley". Millington virti reglustikuna fyrir sér með sigurhrós í svipnum. „Við framleiðum hergögn", sagði hann með miklum þunga. „Handsprengjur, sprengjur“. Stanley hafði gildar ástæður tii að vera stolt- ur, því að Millingtonverksmiðjurnar voru nú loks komnar á réttan kjöl. Síðiistu. árin fyrir styrjöldina hafði alit -verið að komast í kalda- koi, gamiir kaupendur höfðu horfið. úr leik og' það vár. erfitt að finna nýja. Mörgunt starfs- niönnum hafði verið sagt upp og skemmtifélag- ið varð ekki eins skemmtilegt og áðúr. Þrátt fyrir ítrekaðar. tilraunir Stanleys virtist fyrir- sjáanlegt að gamla málmsteypan yrði neydd til a'ð hætta störfum. En strax í upphafi stríðsins hafði Clegg gamli komið hóstandi og stynjandi inn á skrifstofuna til Stanleys. Clegg gamli var orðinn mjög astma- veikur og mjög gamall, hann var útslitinn en fullur áhuga. Við erum búnir að vera“, sagði Clegg hrein- skilnislega. „Það er alls staðar stríð, og við gætum eins reynt að selja vörur okkar á Græn- landi. En það verður þörf fyrir púður, mikið púður, meira en öll vopnabúr konungsrikisins geta lagt til. Við verðum að nota tækifærið, herra Stanley, og breyta rekstrinum þegar í stað. Ef við gerum það ekki, erum við neyddir til að loka innan skamms. I guðs bænum, herra Stanley, lítum á þetta með skynsemi og ræö- um máíið“. Þeir litu á þetta með skynsemi, og Clegg gamli stundi og hóstaði ráðagerð sinni inn í eyrun á Stanley. Stanley bandaði hendinni virðulega. „Þér virðist hafa komið á réttri shmdu, Cowl- an. Ég hef of fáa verkamenn, þeir vilja allir fara á vígstöðvarnar, og ég dreg ekki úr neinum sem vill fara. Hughes, formaðurinn í málmstevp- unni, er nýfarinn, og ég þarf einhvem í hans stað. Herra Clegg kemst ekki yfir störf sín. Hann hefur elzt mikið í seinni tíð, ef satt skal segja hef ég bætt miklu af störfum hans á mig En í verksmiðjunni þarf ég á verkstjóra að halda; mér er ómögulegt að vera á þremur stöðum í einu og nú langar mig jafnvel til að reyna yður þar. Sex pund á viku og mánaðar reynslutími. Hvað segið þér um það?“ Augu Jóa Ijómu'ðu; tilboðið var miklu betn en hann hafði þorað að vonast eftir; hann gat varla leynt ákefð sinni. „Ég segi já, herra Stanley", sagði hann fijót- mæltur. „Gefið mér tækifæri til að sýna hvaði í mér býr“. Áhuginn sem virtist liggja á- bak vi.ð orð Jóa virtist hafa góð áíirif á Millington. „Komið þér þá“. Hánn reis' á fætur. „Ég ætla að afhenda Clegg yður“. >■ Gamli maðurinn vár i bræðslusalnum, þar se n DAVfÐ ■OZ'JM verið var að koma fyrir nýjum mótum. Hann leit út eins og sjúklingur þar sem hann studd- ist við stafinn sinn, og það var froða í gráu, rytjuiegu yfirskegginu. Hann mundi ekkert eft- ir Jóa, en samkvæmt beiðni Stanleys fylgdi hann honum um verksmiðjuna. Það tók Jóa ekki lang- an tíma að komast að raun um að hann gat hæglega unnið þetta starf. Það voru alls sex deiglur og verkið var mjög einfalt. Meðan Clegg gamli rölti áfram og kom með útskýringar, lét Jói sem hann hlustaði á hann með athygli, en allan tímann skimaði hann athugulum augum í kringum sig og virti fyrir sér mennina fjörutíu sem unnu hálfnaktir í eldbjarmanum, fylltu deiglurnar, aðgættu mótin, bættu á eldinn. Þetta er klappað og klárt, sagði hann við sjálfan sig hvað eftir annað; ég kann þetta aftur á bak og áfram. „Aðalatriðið er að meðhöndla mennina á.rétt- an hátt“. sagði herra Stanley: Hann hafði fylgzt með þeim gegnum verkstæðið. „Að aulra framleiðsluna, skiljið þér“, bætti hann viðí „Yður er óhætt að treýsta mer“, sagði Jói með hógværu sjálfstrausti. „Ég skal sjá um að ekkert verði vanrækt:“: Hérra Stanleý kinkaði kolli og g'ekk búrt með Ciegg. Og svo kastaði Jói sér út i það, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann lagði áherzlu á það frá tóyrjun að hann var yfirmaður. Endaþótt hann hefði aldrei áður haft yfirmannsstöðu, þá fannst honum þetta vera starf við sitt hæfi; hann var styrkur og öruggur, áhuga- samur og ræðinn. Hann gekk upp i starfinu, fylgdist með öllu, kyndingu, bræðslu, steypu, alltaf reiðubúinn til að hrósa eða skammast. í lok fyrsta mánaðarins var framleiðslan í ótvíræðum vexti og Millington var ánægður. Hann óskaði sjálfum sér til hamingju með þessa skjótu ákvörðun, kallaði Jóa á sinn fund til að láta í Ijós ánægju sína og fastráða hann í starf- ið. Jói sparaði sér enga fyrirhöfn til að koma sér vel. Millington kom aldrei svo inn í bræðslu- salinn, að Jói þyrfti ekki að sýna honum eitfc- hvað sem verið var að gera, koma með nýjax tillögur, og hann iðaði alltaf af starfsgleði og áhuga. Hann tók Stanley með trompi, eins og hann örðaði það sjálfur, ög Stanley sem var að upplagi heidur trégur og afkastalítill, og fljót- ur að verða ringiaður ef inikið var að gera, fór að líta á Jóa sem ómissandi stoð i fyrirtæk- inu. Kvöldunum eyddi Jói á rólegan og friðsam- legan hátt, Fyrst hafði Jóa dottið í hug að setj- ast aftur að hjá Sunleysfjölskyldunni. En hann hætti fljótlega við það. Það voru ótal ástæður fyrir því að Jói vildi ekki fara aftiir í Scotts- wood Road og rifja upp gamlan kiuiningsskap, Hann hafði grun um að nú væri hann loksins að komast á réttan kjöl. Það var líf og fjör í starfinu hjá Millington, peningarnir ultu inn, loftið var iðandi af æsingi og eftirvæntingu. Eftir meðmælum Sim Porterfield, formanns á vélaverkstæðinu, leigði liann sér herbergi í Beech Road 4, hjá frú Calder, roskinni, upp- þornaðri og beiriaberri frú, sem gat fyrir ald- urs saifir'. virðuleika og siðsemi, ekki spillt mannorði Jó^ á nokkurn liátt. Eftir því Sem mánuðirnir liðu hugsaði Jói æ meira um hið mikla tækifæri. Og þvi meir sem hann hugsaði um það, þeim mun oftar léit- a'ði hugur hans til vélaverkstæðisins og Sims Porterfield. Sim var lágvaxinn, þögull. fölleitur maður með lítið svart skegg, sem átti tann- hvassa trúaða konu. Fáiæti hans gerði það að verkum að hann var álitinn „hugsandi maður“, haiin var meðlimur í Fabían félaginu og hann pældi hvað eftir annað gegnum rit Karls Marx með þrautseigju og dæmalausu skilningsleysi. Hann var ekki vinsæll hjá verkamönmuium og heldur ekki hjá Stanley, sem hafði óljósan grun um að Sim væri sósíalisti. En hann var hjarta- góður maður; það var hann sem hafði ráðið Jóa i vinnu hinn minnisstæða dag fyrir sjö ár- uiri og gefið honum fyrsta tækifærið hjá Mill- ington. Það var því ekki nema eðlilegt að Jói sæktist eftir félagsskap Sims, léti sér lynda hinar tre,gu samræður hans, neitaði sér um hínar létt'ari skemmtanir borgarinnar til þess að.. fyígjast með honum á íþróttavöllinn og fleygja þimgum málmhringjum tímunum saman. Og ennþá eðli-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.