Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 4
' 4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudágur 1'2. apríl 1951 Ritstjórar: Magnús Kjartansjon, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðám.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónstéinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Samvinna um ankna atvinnu Hér í blaðinu hefur nýlega verið birt mjög athyglis- vert og táknrænt - dsemi um stefnu ríkisstjórnarinnar. Hið margrómáða frelsi hennar er m. a. fólgið í1 því að beildsölum er heimiláð að flytja inn að eigin geöþótta eins mikið og þeim sýnist af ísskáþum, eldavélum, þvottavél- um, þvottaþottum o. s. frv. fyrir útvegsmannagjáldeyri. Verksmiðjan Rafha sém framleiðir þessar sömu heimilis- vélar hefur hins vegar ekki heimild til að flytja inn hrá- efni til starfsemi stnhar nema með náðarsamlegu leyfi íjárhagssráðs, og slík leyfi eru látin mjög dræmt í té, ' þannig að verksmiðjan skilar aðeins broti af þeim afköst- um sem möguleg væru. Fyrir einn innfiuttan ísskáþ væri þó hægt að flytja inn efni í hálfan þriðja skáþ sem framleiddur væri hér innanlands, og sviþuð munu hlutföllin vera hvað snert- ir áðrar heimilisvélar. Framleiðslan hér heima er á svo háu stigi að íslenzk- ir ísskáþar eru . a. m. k. þriðjungi ódýrari en þeir ódýr- ' ustu sem innfluttir eru, þótt gert sé ráð fyrir gjaldeyris- skatti á hvorutveggja, og hliðstæð eru verðhlutföllin milli annarra heimilisvéla. Þau heimilistæki sem inn eru flutt veita sáralitla at- vinnu hér innanlands, en innlend framleiðsla veitir að sjálfsögðu verulega atvinnu og framleiðendunum stór- aukinn gróða. — Hins vegar græða heildsalarnir, Björn Ólafsson og Co, á því að heimilistækin séu flutt inn í stað þess að láta framleiða þau hér, enda hefur ríkisstjómin afnumið allt verðlagseftirlit á þeim innflutningi til að auðvelda gróða þeirra. Eins og áður er sagt er þetta dæmi táknrænt um stefnu ríkisstjómarinnar. Hún veitir ótakmarkaða heim- ild til innflutnings á neyzluvörum, fullunnum iðnaðarvör- ■um og verulegu magni af lúxusvarningi, — en hún heft- ir innflutning á öllu því sem orðið getur til þess að auka atvinnuna, hráefnum til iðnaðar, byggingarefnum o.s.frv. Hugsjónir hennar em að allar búðir séu fullar, en að al- menningur hafi svo litla kauþgetu að hann geti ekki hagnýtt sér hinn innflutta varning nema að sáralitlu leyti. Það er þessi stefna ríkisstjómarinnar sem er forsenda þeirrar samþykktar sem gerð var af stjórnum allra verka- lýðsfélaga nér í Reykjavík fyrir skömmu, og Þjóðviljinn hefur birt einn bláða. Var atvinnurekendum þar boðin f amvinna um að knýja fram aðgerðir til að nýta fram- leiðslutæki landsmanna til fullnustu þannig að næg at- vinna væri í landinu. Það er gróði bæði fyrír eigendur Rafha og hafnfirzka iðnverkamenn að verksmiðjan starfi á fullum afköstum. Þáð er gróði bæði fyrir eigendur Héð- ins og reykvískt iðnverkafólk að sú fullkomna verksmiðja hafi fulla framleiðslumöguleika. Það er báðum í hag, at- vinnurekendum og verkafólki, að þær greinar íslenzks iðnaðar sem samkeþþnisfærar eru geti framleitt eins og afkastageta hrekkur til. Það ætti að vera sama hagsmuna- mál útgerðarmanna, sjómanna og allra landsmanna að einokun afurðasölunnar verði aflétt þannig að óhindruð íramleiðsla á sjávarafurðum geti átt sér stað. Það ætti að vera sameiginlegt baráttumál byggingameistara, bygg- ingafélaga, byggingaverkafólks og húsnæðisleysingja að gefinn væri frjáls innflutningur á byggingarefni, og bannig mætti lengi teljá. Samstaða atvinnurekenda og launamanna ætti að vera eðlileg og sjálfsögð á þessu sviði og báðum í hag. Á móti stendur aðeins fámenn einokunarklíka sem telur sér hag að atvinnulsysinu og á þá hugsjón eina að gera hlut alþýðusamtakanna sem rýrastan. Þessi klíka hefur 611 völd í ríkisstjórninni, bönkunum og skriffinnsku- stofnununum og á bak við hana standa hinir banda- rísku ráðamenn íslands. En það væri glóþska og fásinna ef atvinnurekendur, sem verða fyrir barðinu á einokun- arstefnunni, létu óttann við klíkuna verða yfirsterkari sjálfsögðum hagsmunum sínum. Hví ekki byggja vest- ur með Nesvegi? f. á. B. skrifar: „Nokkrar linur vegna lóða við Bústaða- veg. Hví hugkvæmist bæjaryfir völdunum helzt að leyfa bygg- ingar einbýlishúsa aðeins aust an við bæinn, en ekki vestan, að minnsta kosti jafnframt, t. d. á svæðinu sunnan Hring- brautar vestan og jafnvel aust- an Kaplaskjólsvegar, og vestur með Nesvegi, sem er að mestu óbyggt, en liggur betur við fyr- ir menn sem hafa daglauna- vinnu sem aðalstarf, því að þeir leita helzt vinnu við höfnina og á aðra vinnustaði þar í nánd og vestar, t. d. við Fiskiðjuver- ið, Slippinn, Verbúðimar og víðar. ° □ ° Fyrir þá sem gætu stundað veiðar. „Þegar hætt verður að aka úrgángi á öskuhaugana, þar sem þeir nú eru, getur þetta pláss orðið mjög vistlegt og liggur vel við fyrir þá menn sem gætu átt smábát og stund- að veiðar þaðan, þegar ekki væri annað að gera. Það eitt gæti förðað mörgu heimili frá að léita hjálpar þess opinbera. Fjöruna mundii þessir útgerð- armenn hreinsa til að geta geymt þar báta sína yfir sum- armánuðina, útgerðartímann. Víðast á svæðinu frá Hring- braut vestur að Mýrarhúsum er hægt að geyma bláta í fjör- unni, þegar búið er að ryðja hana. . 0 □ * Hvert er álit ráða- manna? „Mýrarhús eru á Seltjamar- nesi og því máski ekki viðeig- andi að miða við þau í þessu sambandi. En því er það ekki sameinað Reykjavík? Þessi litli tangi er teingdur bænum á svipaðan hátt og þiumalfingur hendi manns. En Reykjavík gimist lönd og jarðir sem eru miklu fjær. — Svo vil ég að endingu vona að ráðamenn höf- uðstaðarins taki þetta til alvar- legrar athugunar, og láti mér og öðrum, er þess óska, í té lóðir á þessu svæði þegar þeir hafa sannfærzt um að þetta sé rétt og til stórra bóta fyrir bæjarfélagið sem heild. —; Ósk- andi væri að fieiri segðu sitt álit á þessu máli. I. á. B“. * □ ° Vill fá „Læknaþátt í útvarpið. „Hvorki Pétur né Páll“ skrif- ar: „I sambandi við hugleiðing- ar Páls út af sólgleraugum og þýðingu þeirra til ills eða góðs fyrir augun, fór ég enn að velta fyrir mér hugmynd um nýjan útvarpsþátt, sem ég heyrði ein hversstaðar minnzt á fyrir nokk uð löngu, þátt sem héti til dæm- is Læknaþáttur, og upplýsti okkur um sitt af hverju, sem gott er að vita í læknisfræði, alþýðlegur fróðleiksþáttur. Mundu einhverjir greindir og gegnir læknar sjá um hann, og ættu hlustendur aðgang að þeim með spurningar, eins og vetíð hefur um svo marga vin- sæla þætti útvarpsins......Er ekki að efa, að auk þess fróð- leiks, sem slíkur þáttur mundi færa hlustendum, gætu þeir haft af honum hið bezta gagn í mörgum föllum. o n o „Ekki alltaf hollt. . . .“ „Hugsum okkur t. d., að slík- ur þáttur hefði þegar verið tekinn til starfa er áhyggjurn- ar út af hinni miklu sólgler- augnanotkun, sem hér tiðkast nú, fóru að ásækja Pál, þá hefði hann einfaldlega getað sent spurningu um málið til Læknaþáttarins í útvarpinu, og fengið að vita um það þau atriði, sem honum lágu á hjarta. Nú er það einnig mín persónuleg skoðun, að hinn læknisfróði stjórnandi þáttar- ins hefði varað fólk við notk- un sólgleraugna að óathuguðu máli, og ætli þeir hefðu þá ekki reynzt nokkuð margir, hlust- endurnir, sem haft hefðu gagn af þessu, aðeins eina, viðfangs- efni þáttarins? .... En þannig gæti þátturinn fært fólki hjálp og leiðbeiningu, enda vitað mál, að ekki er ætíð hollt að reiða sig á þá hluti, sem fólk hefur haldið að væru heilsu þess fyr- ir góðu......“ ★ * ★ skrá næstu viku. 19.45 Auglýsing1- ar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Tito Schipa syngur (plötur). 20.45 Lestur fornrita: Saga Har- alds harðráða (Éinar Ól. Sveins- son próf.) 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kvenréttindafélags Islands. — Erindi: Islenzk heimili í Kanada (Elinborg Lárusdóttir rithöfundur). 21.40 Tónleikar (plöt ur). 21.45 Frá útlöndum (Hafþór Guðmundsson lögfræðingur). 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10 Sinfón- ískir tónleikar (plötur): a) Píanó- konsert í g-moll op. 22 eftir Saint-Saen (Arthur de Greef og sinfóniuhljómsveit leika; Sir Lan- don Ronald stjórnar). b) Sinfónía í f-moll eftir Vaugham Williams (Sinfóníuhljómsveit brezka út- varpsins leikur; höf. stjórnar). 23.05 Dagskrárlok. Útvarpsblaðið, 4. tbl., er komið út. Efni: Fylgt úr hlaði, Dagskráin — Gétið þess helzta —, „Monna Vanna", „Rigoletto", Var barið að dyrum, smásaga eftir Loft Guð- mundsson, Erlendar útvarps- stöðvar, Opið bréf til útvarps- hlustenda og annarra og Viðhorf hlustenda. — Hjúkrunarkvenna- blaðið, 1. tbl. 1951, er komið út. Efni: Umhverfi krabbameinssjúkl- inga, eftir Þórarinn Guðmundsson lækni. — Hættan, sem er því sam- fara að meðhöndla streptomycin. — Nemadálkur. — Úr erlendum hjúkrunartímaritum o. fl. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Kvenréttlndafélag íslands heldur umræðufund um skólamál annað kvöld kl. 8.30 í Aðalstræti 12. Frummælandi verður frú Svafa Þorleifsdóttir. Einnig verða fram- haldsumræður um 19. júni. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Sigurjóni Þ. Árnasyni ung- ^ frú Hrefna Eyj- óifsdóttir og Sæmundur Björns- son, skipverji á Tröllafossi. Heim- ili þeirra er Norðurbraut 7, Hafn- arfirði. Isfisksalan Hinn 7. þ. m. seldi Jón forseti 3899 kit i Grimsby fyrir 11613 pund. Hinn 10. þ. m. seldi Jör- undur 2704 kit fyrir 5895 pund í Grimsby. Sama dag seldi Marz i Grimsby 4167 kit fyrir 8874 pd. Ríkisskip Hekla var á Isafirði i gærkvöldi á norðurleið. Esja og Þyrill eru í Reykjavik. Herðubreið var vænt- anleg til Reykjavikur seint í gær- kv. Skjaldbreið er á leið til Húna- flóahafna. Ármann fór frá Rvík á hádegi í gær til Vestmanna- eyja. Skipadeild SIS Hvassafell er í London. Arnar- fell er á Hólmavík. Jökulfell er í Halmstad. Eimsklp Brúarfoss fór frá Reykjavik 10. þm. til London og Grimsby. Dettifoss fór frá Reykjavík 6. þm. til Italíu og Palestínu. Fjallfoss kom til Leith i gærmorgun; fer þaðan í dag til Reykjavíkur. Goða- foss fór frá Hafnarfirði í gær til Hamborgar, Antwerpen og Rotter- dam. Lagarfoss fór frá New York 10. þm.-til Reykjavíkur. Sel- foss kom til Antwerpen 10. þm.; fór þaðan í gær til Gautaborgar. Tröllafoss er í Reykjavík. Dux fór frá Kaupmannahöfn 3. þm.; kom til Reykjavikur í gær kj. 16. Hesnes fór frá Hamborg 5. þm. til Reykjavíkur. Tovelil fermir i Rott erdam um 17. þm. til Reykjavíkur. X ) 8.30 Morgunútvarp. 9.00 Húsmæðraþátt ur. 10.10 Veðurfr. 12.10 Hádegisútv. 15.30 Miðdegisútv. 16.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Danslög (plötur). 19.40 Lesin dag- Hjónunum Guð- , \ y laugu Kristjáns- » a' dóttur og Eiríki í V Þórgrimss. Hverf- v isgötu 47, fæddist 17 marka sonur 4. þ. m. — Hjónunum Sigurborgu Sigurðardóttur og Jóni Ingibergs- syni, Bústaðaholtsvegi 7, fæddust tvíburar (dætur, 12 og 14 marka) þann 23. marz. — Hjónunum Kristinu Kristjánsdóttur og Þor- kéli Sigurðssyni, Borgarholtsbraut 37, fæddist 18 marka sonur 24. marz. Til vamar lífinu Framhald af 3. síðu. yfir opinberlega, að hann myndi ekki framkvæma þessa ákvörð- un sína. Hinar ákveðnu og ein- lægu friðaróskir argentinsku þjóðarinnar voru sterkari en einræðisherrann Peron, lög- regla hans og ofsóknaraðferðir. Þessi dæmi valin úr þúsund- um annara, sýna að sameinað afl fjöldans getur knúið stríðs- æsingamennina til undanhalds. Til þ.essarar baráttu, sem við allar erum ákveðnar í að vinna, getum við lagt fram allan okkar friðar- og kærleikskraft. Ef einhver okkar þarf á hjálp- arhönd að halda til verndar lífi barnsins síns, erum við allar fúsar á að rétta hana af full- um skilningi og samúð, þrátt fyrir ýms ágreiningsefni. Þenn- an mátt, sem skapar möguleik- ann á sameiningu allra kvenna, verðum við að leggja fram til verndar heimsfriðinum. Nei, stríð er ekki óumflýjan- legt. Sameinaðar skulum viðl hindra það. Við erum það afl þjóðanna, sem sækir fram til varnar lífinu. Áh. þýddi lausl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.