Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 6
■6) ÞJÓÐVILJINN — Fknmtudagur 12. apríl 1951 B.(J. SkemnÉfcimndui veröur háldiijn í Félagsheimili verzlunaimanna í kvöld kl. 8.30. Skemmtinefndin. Tilkynning Aö gefnu tilefni skal tekið fram aö allar inn- fluttar vörur, aðrar en bátagjaldeyris-vömr, era háöar verðlagseftirliti og' bbr innflytjendum aö fá samþykkta verðútreikninga á skrifstofu Verö- gæzlustjóra áöur en sala hefst. Reykjavik, 11. apríl, 1951. Verðgæzlustjórinn. Lítil búð með rúmgóðu bakherbergi óskast leigð 1. eða 14. maí. Get látið aðgang að slma. Tilboð sendist afgreiðslu Þjóðviljans f>TÍr laugardag, merkt „GESTUR“. \llggur leiSm | s.------------- ?; Félagið BERKLAVÖRN í Reykjavík. Aðalfundur félagsins Berklavörn í Reykjavík, veröur haldinn ’ í dag fimmtud. 12. apríl kl. 8,30 e. h. 1 Tjarnar- café uppi. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Fréttir frá þingi og starfi SÍBS: Maríus Helgason, forseti SÍBS. 3. Kvikmyndasýning. S T JÓRNI N. i TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveöið eftirfarandi há- marksverö á brauðum 1 smásölu: Án sölusk.: Með sölusk.: Fianskbrauð 500 gr. .. . . kr. 2.52 kr. 2.60 Heilhveitibrauö 500 gr. . . — 2.52 — 2.60 Vínarbrauð pr. stk . . — 0.68 — 0.70 Kringlur pr. kg , . — 7.37 — 7.60 Tvíbökur pr. kg , . —11.20 — 11.55 Séu nefnd brauð bökuö með annarri þyngd en aö ofan greinir, skulu þau verðlögö í hlutfalli viö ofangreint verö. Á þeim stööum, sem brauögeröir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutnmgskostn- aöi viö hámarksveröið. Reykjavík, 11. apríl 1951, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN :a Eftir A. J. Cronin 134. DÁGUR me'ðan vagnstjórinn afgreiddi þær. Svo sagði hún lágri, sársaukafullri röddu: „Gaztu nú ekki látið þér þessa hjónabands- ómynd neegja. Mér finnst liafa verið nægilegur gauragangur í f jölskyldunni upp á síðka3tið. Þú ert kjáni, Grace, bannsettur erkiauli“. „Mér fiimst ég ekki vera neinn kjáni“, svar- aði Grace hæglátlega. „En mér finnst það, telpa min. Þessi striðs- börn eru yfirleitt ekkert uppör\'andi“. „Það lief ég heldur aldrei sagt, Hilda, en mitt bam getur samt orðið það“. „Endemis kjáni“, tautaði Hilda í hálfum hljóðum og starði beint fram fyrir sig. „Verða fyrst vitlaus í þessum Teasdale og bæta svo gráu ofaná svart með þessu. Þú neyðist til að fara af spitalanum. Mér verður illt við til- hugsimina. Ég þvæ alveg hendur minar af þessu standi, heyrirðu það, Ég hef haldið fífl- unum í fjölskyldunni í hæfilegri fjarlægð frá mér hingað til og ég ætla mér ekki að bregða út af venjunni. Svei, þetta er svo bjánalega andstyggilegt, svo ósegjanlega simpilt. Þetta er nákvæmlega það sem bjánalegar og simplar hjúkrunarkonur gera um allt landið. — eignast striðsböm með stríðshetjum. Æ —. hamingjan góða, — það er ógeðslegt. Ég vil alls ekki skipta mér af þessu, alls ekki; þú getur hypjað þig burt og annazt þennan andstyggilega krakka þinn ein“. Grace þagði. Grace hafði þann hæfileika .að segja aldrei neitt, þegar þögn er einmitt bezta svarið. Sambandið milli hennar og Hildu hafði rofnað að einhverju leyti við það að hún giftist Dan. Og svo bættist þetta við. — Grace átti von á bami — stríðsbami, Grace sem hún hafði alltaf dekrað við og lifað fyrir, sem hafði sofið í fangi hennar og verið henni allt, næstum of mikið. Þetta fyllti hana reiði og viðbjóði og hún sór þess dýran eið að koma ekki nálægt þessu ósmekklega máli. Augu hennar voru tár- vot, og við Harrod stóð hún skyndilega upp og þrammaði út úr vagninum. — Og upp frá þessu átti Grace að sjá um sig sjálf. Strax næsta morgun fór Grace til ungfrú Gibbs. Ungfrú Gibbs hefði átt að vera vingjam- leg, en eins og Hilda tók hún þessu mjög illa. Ungfrú Gibbs kvartaði sáran. „Mér fellur þetta illa, systir Barras. Til hvers haldið þér eiginlega að þér séuð hcr — til þess að hjúkra særðum eða til að fjölga mannkyninu? Við höfum gert okkar ý*rasta til að hjálpa yðui* tii að gera dálítið gagn og hver eru svo launin? Það er langt frá að ég sé ánægð með yður, systir Barras. Þið eruð ólíkar systumar. Systir yðar kemur ekki hlaup- andi og segist eiga von á barni. Hún sinnir starfi sínu af kappi. I síðasta mánuði hafið þér þrisvar sinnum fengið áminningar fyrir van- rækslu og mas á göngunum. Og nú komið þér hingað í þessu ástandi. Þetta eru þakkimar. Það er langt frá því að ég sé ánægð. Annaö hef ég ekki að segja um þetta mál“. Grace gekk hægt í burtu og henni fannst næstum eins og hún væri ógift, Hilda og ungfrú .Gibbs höfðu talað um ásigkomulag hennar eins og það væri mjög vansæmandi. En Grace lét það ekki á sig fá. Grace var trygg og heiðarleg, dæmalaust hirðulaus og hógværasta mannveran í öllum heiminum, en hún liafði sérstakan hæfi- leika til að sýna þrek þegar mikið lá við. Og nú ákvað hún að ráða sjálf fram úr vand- kvæðunum. Eftir að móðir hennar dó, fannst henni óhugsandi að fara aftur að „Brekku". Hún skrifaði Carrie frænku, og svarbréfið frá frænku. hennar, sem vár uppfullt af duldúm ótta og endaði með eftirskrift með tveim strik- um rmdir, styrkti hana aðeins í þeirri ákvörðun sinni að fara ekki til Sleescale. Hún var dálítið hugsandi yfir bréfinu frá Carrie frænku og svo tók liún ákvorðun. Að vissu leyti átti Grace auðvelt með að taka á- kvörðun. Vandamál sem Hilda hefði verið hálf- an mánuð að íhuga, snertu Grace ekki hið mmnsta, hún hugsaði alls ekki um þau, hún tók bara ákvörðun. Grace átti hægt með að breyta fjöllum i smáþúfur. Það var vegna þess að hún hugsaði aldrei um sjálfa sig. ' Fyrsta laugardaginn í janúar, þegar hún átti frí heilan dag, fór hún með lestinni til Sussex. Hún hafði hugboð um að hún kynni vel við sig í Sussex, þar hlyti að vera sólskin, hiti og fugla- kvak. Hún vissi ekki mikið um Sussex, en ein hjúkrunarkvennanna hafði einu sinni dvalizt í leyfinu í VVinrush í námunda við Parnham braut- arstöðina, og .hún gaf Grace heimilisfang kon- unnar sem hún hafði búið hjá, frú Case aö nafni. Grace skrölti með lestinni niður í Sussex og hún hristist út á brautarpallinn við Parnham stöðina. Þetta var ekkert glæsilegur staður, nokkrir bárujámsskúrar, þrír tómir nautgripa- básar og hlaði af tómum mjólkurdósum. En Grace stóð alveg á sama um það. Hún kom auga á spjald sem á stóð Winrush, og þar stóð að fjarlægðin væri 1,6 kílómetrar, svo að hún ákvað að ganga. Veðrið var svalt og hressandi. Dásamlegúr ilmur af rakri mold barst að vitum hennar, blandaður sjávarseltu. Og allt í einu var hún gripin sárri þjáningu við tilhugsunina um það, að heimur sem gæti verið svona dásamlegur, væri lagður í rúst af styrjöldum og blettaður blóði milljóna. Það var eins og skuggi legð- ist yfir bjart, ungt enni hennar. En hann minnk- aði smám saman eftir því sem hún nálgaðist Winrush. Um leið og hún steig fæti á stein- lagða götuna var hún sannfærð um að Winrush væri dásamlegur lítill bær. Winrush var að minnsta kosti mjög lítill bær. í lionum var aðeins ein gata sem endaði í opnu hafi. Og í miðri götunni var lítil búð með heimatilbúnu skilti yfir dyrunum. Og á skiltinu stóð með ójöfnum stöfum: Frú Case. Nýlendu- vefnaðar og lireinlætisvörur. Grace famist þetta dásamleg búð og hún stóð lengi við gluggann og kom auga á ýmislegt freist- andi sem hún mundi eftir frá því að hún var bam. Hún sökkti sér niður í allar þessar dá- semdir, en svo herti hún upp hugann og gekk inn. Hún gekk svo rösklega inn að hún hrasaði og var næstum dottin, því að það var hálfdimmt í búðinni og hún sá ekki þrepið. Um leið og hún rakst á tunnu með útsæðiskartöflum, kvað við rödd úr hinum enda búðarinnar. „Væna mín! — Þetta óláns þrep“. Grace studdi sig við tunmma og leit á kon- una sem liafði sagt „væna mín“ við hana og komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera frú Case. Hún sagði: „Ég bið yður afsökunar, ég er alltaf svo kluiiiialeg. Ég vona að ekkert hafi komið fyrir tunnumi". | Frú Case liafði; svarið á. reiðum liondum: I(R0N Framhald af 8. síðu. Vilhjálms Þór, sér til bæjar- fógeta og óskaði eftir að hann iegði lögbann við því að nafn hans væri á kjörseðlinum sam- kvæmt tillögu frá hverfisstjórn hans. Að sjálfsögöu skal ekkert fullyrt um bað hver úrskurður hefði fallið í fógetaréttinum. en úrskurðinuin til staðfesting- ar hefði þurft málsókn fyrir borgardómara og væntanlega síðan fyrir liæstarétti. Hverf- isstjómirnar sem gert hafa til- lögur samvinnumanna í KRON um fulltrúaval komu því sam- an á fund í fyrradag og fóru þess á ieit við kjörstjórnina að hún féilist á að þær fengju að taka tillögu sínum um þessa 15 menn til baka og tilnefna aðra í þeirra stað.þar sem þær vihlu forðast málaferli fyrir dómstólunum út af svo ómerki- fegu atriði sem því hvort Stein- grímur Steinþórsson og Hann- esamir væru í kjöri eða ekki. Kjörstjómin hélt síðan fund í fyrrakvöld, en í kjörstjórn á m. a. sæti Sigurður Guð- mundsson, einn af fimmtán- menningunum. — Kjörstjórnin samþvkkti að verða við beiðni hverfastjórnanna og þá um leið við kröfum 15-menninganna um að nema nöfn þeirra burt úr t.illögunum og tók jafnframt yið tillögum frá hverfastjórn- uhurn um merui í þeirra stað. Þa.ð soguíega við fundinn var það að Sigurður Guðmundsson sem „krafðist“ þess bréflega að nafn hans yrði iiuniið burt af kjörseðlinuin greiddi einn atkvæði gegn því að orðið yrði \ið kröfu þessa sama Sigurðar Guðmunds- sonar! Með því fletti hann eftirminnilega ofan uf fyrir- ætl iinuni sundrungarmanna: þeir vildu málaferli gegn KRON, og á grundvelli jieirra átti síðan að tvístra félaginu sem mest og vinna reykvískum samvinnumönn- um allt það ógagn sem unnt væri. Þau áforni hafa nú mistekizt. og um helgina munu KRON-félagar sýna sundrungaragentunum við- horf sitt á eftírminnilegasta hátt. Fhrenær þarf a$ n©ta léðina i'TÁn sementið? Bæjarstjórn hofur samþvkkt að láta sementsverksmiðjtt þeirri. sem lengi hefur verið á döfinni að reiea, í t.é lóð und- ir sr'Trentsgpyrrv’-’ við' Eiliðaár vog-, skammt frá Steypustöð- inni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.