Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. aprfl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 * Hverjar eru mánaSarfekjurnar og * hvernig endasf jbœr? Hvað eigum við að spara? Hér kemur þriðja verðlaunagreinin um viðfangs- efnið: Hverjar eru mánaðartekjurnar og hvernig end- ast þær? Reykvísk húsmóðir segir hér frá baráttu heimilis síns við dýrtíðarflóðið, og er sú saga svipUð og hinna sem skrifað hafa, þó gagnfróðlegt sé að fá slíkar raddir. Verðiaunasamkeppnin heldur áfram. Sendið Þjóð- viljanum greinar um þetta efni, .jafnt f jölskyldufólk og einhleypingar, konur og karlar, ungir ojg gamlir. Fyrir beztu greinarnar verða greidd 100 kr. verðlaun. Húsmóðir skrifar Þegar ég las verðlaunagrein- ina um þetta efni, eftir AB' ‘ í Þjóðviljanum um daginn og þó sérstaklega greinargerðina frá Hagstofu Islands um fram- færslukostnað í janúar, langaði. mig að athuga dálítið hvernig þetta væri hjá okkur. Að vísu er ekki um búreikninga að ræða nema fyrstu búskapar- árin, þiá athuguðum við hjónin að vera. mjög reglusöm og færa nákvæma búreikninga, en það fór fljótlega út um þúfur. Ef manninum mínum fannst ég vera furðu fljót með vikupén- inganna (en þá fékk hann viku- lega útborgað) þá vísaði ég venjulega í búreikningana og sagði: ,,Þú getur séð, það hef- ur hver einasti eyrir farið í nauðsynlega hluti til heimilis- ins“. En hann nennti sjaldnast að fara yfir þessa nákvæmu reikninga, þar sem fært var daglega inn, þó ekki væri nema einn eldspýtnastokkur. Síðan hefur hann ekki minnzt á bú- reikninga og ég auðvitað ekki •heldur. Ég get þó með hægu móti séð, hverju ég eyði, svona nokk urn veginn. Það ér oftast það sama, dag eftir dag, því að litla tilbreytni er hægt að láta eftir sér. Við erum sex í heimili, hjón- in og fjögur börn. Það fjórða er alveg nýfsétt og þess er lítið farið að gæta í daglegum út- gjöldum, svo að hægt væri að gera ráð fyrir svipaðri útkomu og hjá fimm manna fjölskyldu. Niðurstaða mín, sem að visu er ekki alveg nákvæm, en þó nákvæm hvað stærstu snertir er á þessa 'leið: Mjólk (5 1 dagl. liðina til jafnaðar 372.00 Skyr ^ 79.0.0 Kjöt 140.00 Fiskur 150.00 741.00 Kartöflur .... 90.00 Smjör 32.50 Ostur o.fl. ofan á brauð .. 100.00 Smjörlíki .... 30.00 Kaffi og kaffi- bætir .... 100.00 Sykur .... 50.00 402.50 Grjón og hafra- mjöl 25.00 Grautar og súpu- efni 12.00 Rúsínur .... 20.00 Egg 69.00 ■ Hveiti 10.00 Hreinlætisv. 35.00 171.00 Brauð og kökur (tvíb) .... 120.00 120.00 Matvara alls - - 1434.50 1434.50 Húsaleiga 150.00 Hiti 200.00 Rafmagn .... 100.00 Blöð 30.00 Ýmislegt .... 30.00 510.00 Otgjöld 1944.00 TEKJUR .. 2150.00 MISM 206.00 Krónur 2150.00 2150.00 TILKYNNING frá Verkakvennafélaginu Framsókn. Að gefnu tilefni er félagskonum bannað að gera sér- samninga um kaup og kjör við hreingemingar eða um aðra þá vinnu sem Verkakvennafélagið Framsókn hefUr samninga um. Ennfremur er félagskonum bent á að atvinnuleysis- skráning fer fram í skrifstofu félagsins, dagana 12., 13. og 14. þ. m., frá kl. 2—6 daglega. La-ugardaga 10—12 f. h., og eru atvinnulausar konur áminntar að koma til skráningar. STJÓRNIN. Hæfnisglíma Islands 1951 fer fram í dag fimmtud. 12. apríl í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar viö Lindargötu, kl. 8,30 síðd. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Lárusar Blöndal og við innganginn. Glímufélagið Ármann. Aðvörun fcá bæiacsímastjócaEium í Reykjavík Að gefnu tilefni skal á það bent, að símnot- endum er óheimilt að lána, leigja eða selja öðrum afnot af síma, er þeir hafa á leigu frá landssím- anum. Brot gegn ákvæöum þessum varða m. a. missi símans fyrirvaralaust (sbr. 6. lið skilmála fyrir talsímanotendur landssímans, bls. 20 í sfma- í skránni 1950). .•rf'BfeiBSt Látið okkur annast hreinsun á fiðri og dún úr göml um sængur- fötrnn. Fiðurhreinsim Hverfisgötu 52. Afgangur af þessum nauð- synjum er þá 206.00. Nú vant- ar manninn minn vinnuskyrtu. Sjálfa mig vantar nærföt. Drengina vantar peysur. Heim- ilið vantar alveg sængurfatn- að og gluggatjöld, litla barnið þarf barnavagn. Ekki vænti ég að einhver vildi benda mér á,. hvernig ég á að láta þennan af- gang endast fyrir öl'lu þessu, og hrædd er ég um, að lítið verði afgangs fyrir þvottavélum eða öðrum heimilistækjum, sem nú fara að koma í búðirnar. Eða var það ekki af umhyggju fyr- ir okkur barnakonunum, sem farið var að flytja þau inn? inn? Auk þess sem áður er talið eru ýmis ófyrirsjáanleg út- gjöld, drengimir og maðurinn minn þurfa klippingu, eða það þarf að sóla einhverja skóna o. s. frv. Ýmsir munu segja: „Þeim er ekki vorkunn. Þau borga ekki nema 150 krónur í húsaleigu". En þá er það til svars að það kemur ekki tii af góðu, því að íbúðin er ekki mannabústaður Rafmagns- og hitaliður er hár. Kynnt er með kdlum og rafmagni til uppbót- ar og er þó aldrei nógu heitt Þeir sem hafa hitaveitu munu komast af með minni hitakostn- að. En vart mun niðurstaða hagstofunnar, sem mig minnír að væri 84 kr. vera sanngjörn. Ekki veit ég á hvaða lið ég ætti helzt að spara, því að ég á hraust börn, sem þurfa mat sinn en engar refjar (guði sé lof). Kjöt kaupi ég aðeins á sunnudögum. Það væri þá helzt kaffið, en það er eini munaður- inn, sem við veitum okkur, því að við reykjum hvorugt og skil ég ekki hvernig hjón, sem bæði reykja, fara að því að láta með- allaun endast. Enn höfum við ekki vanið okkur á að éta brauðið með eintómu smjörlíki, en hváð seinna verður, ef allt heldur áfram að hækka svona, veit ég ekki. Mér þætti gaman að fá bend ingar frá þeim, sem skammta launin í þessu landi, hvað ég ætti helzt að spara á þessum lista, og það sem fyrst, því að okkur hjónin langar í leikhúsið til að sjá Heilaga Jóhönnu, en vel lá minnzt þá vantar mig líka kjól. Húsmóðir. Kafmagnsskömmtunln t dag kl. 11—12 verður straum- laust frá Sogsvirkjuninni á 3. hluta orkusvæðisins, sem nær yfir Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigana og svæðið þar norð-austur af. Öllum verkamönnum ætti enn að vera í minni fram- koma Alþýðublaðsins 1947, þegar það beitti allri orku sinni til að berjast gegn hagsmunum verkamanna í Dags brún og neytti allra ráða til þess að stuðla að því að venkamenn biðu ósigur. Vera kann þó að einhverjir hafi • gleymt þessum níðingslegu aðförum, og því skulu hér rifjaðar upp nokkrar helztu aðalfyrirsagnir blaðsins um Dagsbrúnarmenn frá þeim tíma. Menn geta svo borið þær saman við skrif Stéfáns Péturssonar nú um að Dags- brúnarmenn standi í vegi fyrir kjarabaráttu Alþýðusam- bandsins; og síðan hugleitt hvort hvatir þær sem eru að baki slíkum skrifum séu mjög frábrugðnar hvötumnn 1947. „Kommúnistar undirbúa pólitískt ævintýri með lyg- um“. (24. apríl). „Konunúnistar í Dagsbrún ráðgera pólitískt verk- fall“. (26. apríl). „Hlutlaus dómur: Láunþegum tryggt, að tollaliækk- unin lendir ekki á þeim, segir hagstofustjóri.“ (29. apríl) „Ekki verkalýðsbarátta, heldur glæpur. Verkfalls- hótun kommúnista er glæpur“. (3. maí). „Dagsbrúnarmenn verða að hafa vit fyrir stjórainni og trúnaðarráðinu. Félagsfundurinn í dag á að sýna kommúnistum, að hið pólitíska ævintýri þeirra muni mts- takast“. (3. maí). „Dagsbrúnarmenn geta í dag afstýrt ævin- týri kommúnista. Hags- munir verkalýðsins og fjárhagsafkoma þjóðar- innar eru í hætfu.“ (4. maí). „Kommúuistar tapa 400 atkvæðum frá 1946“. (6. maí). „Vilja ekki gerast eigin böðlar“. (21. maí). „Verkfall samkvæmt valdboði“. (3. júní). „Kommúnistar ætla að reka Dagsbrún óspurða út í verkfall“. (6. júní). „Hernaðaráætlun kommúnista farin út um þúfur: Allsherjaratkvæðagreiðsla fyrirskipuð í Dagsbrún. Hún sker úr um það, hvc/rt verkamenn fara út í póiitískt verkfall fyrir kommúnista“. (7. júní). „Dagsbrúnarmenn greiða atkvæði í dag: Atvinna og velmegun er krafa verkalýðsins. Pólitískt verkfalls- brölt er fjandsamlegt og hættulegt hagsmunum hinna vinnandi stétta í landinu“. (8. júní). 1 <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.